Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 Guðmundur Gíslason Hagalín: Aldarminning Sveinssonar alþingisforseta Benedikts Mér rann þegar í stað blóðið til skyldunnar, þá er ég var á |>að minntur, aö annan desember næstkomandi væru liðin hundraö ár frá fæðingu þess manns, sem ég mat meira flestum öörum, sem ég hef haft kynni af á langri ævi — Benedikts Sveinssonar, eins hins glæsilegasta og ef til vill skörulegasta þjóðmálaleiðtoga ís- lendinga á fyrstu áratugum þessarar aldar. Raunar runnu svo á mig tvær grímur sakir þess, að ég skrifaði allrækilega grein í Andvara um þennan mikilhæfa öðling islenzkra þjóðmála að hon- um látnum, en þá er ég hugsaöi til þess, að vissulega væru þeir margir meðal lesenda Morgun- blaðsins, sem ekki hafa lesið þá grein tók þaö af öll tvímæli. Þannig var háttað stjórnmála- legu hugarfari foreldra minna, að mér fannst ég hafa allnáin kynní af Benedikt Sveinssyni þegar í bernsku. Það var ættarfylgja frá dögum langafa minna, Guómund- ar Brynjólfssonar á Mýrum í Dýrafirði, Odds Gislasonar Lokinhömrum og Ólafs Jónssonar á Auökúlu, næsta bæ við Hrafns- eyri að líta á Jón Sigurðsson sem mesta mann íslenzkrar sögu og skylt aö fylgja þeini af trúnaöi, sem þóttu ótvíræðast feta i fót- spor hans í baráttu fyrir fyllsta sjálfstæði þjóðarinnar í öllum atriðum. Ég fór mjög ungur að lesa blöð og hlýða á umræöur um sjálfstæðismálin, og þess minnist ég, að þá er ég las um Þingvalla- fundinn 1907 og göngu mann- fjöldans til Lögbergs með Bene- dikt Sveinsson í fararbroddi ber- andi hinn stærsta þriggja blá- hvitra fána, þá þóttist ég sjá hann ljóslifandi með Jón forseta sér til hægri handar og eldhugann nafna sinn til vinstri! .. . Og þegar ég sfðan tíu árum siðar dirfðist að ganga á fund hins skörulega öðl- ings, Benedikts Sveinssonar, þótt- ist ég kenna þar þann mann, sem ég sá fyrir hugskotssjónum mín- um bera fánann mikla, sem eigin- kona hans sjálf haföi saumað, í broddi fylkingar santhuga fremdarmanna á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 1907. Benedikt Sveinsson fæddist í Húsavík við Skjálfandaflóa 2. des- ember 1877. Hann var sonur hjón- anna Sveins Magnússonar Vík- ings veitingamanns og söðla- smiðs, sem kenndi, sig við Vik- ingavatn í Kelduhverfi, og Kristjönu Sgurðardóttur ljósmóð- ur frá Hálsi í Köldukinn. í hinni löngu grein rninni í Andvara, sem líka er að finna i safninu Merkir Islendingar, eru ættum Benedikts gerð sæmilega rækileg skil, og vísa ég til hennar, en læt hér nægja að geta þess, að ættbogi hans var slíkur, að til hans'telst ærið margt þeirra manna i báðuni Þingeyjarsýslum, sem víðkunnir hafa orðið aö manndómi, dreng- skap og gáfum. Sveinn Víkingur og Kristjana Sigurðardóttir höfðu bæði farið utan til náms, og bæði voru þau gáfuð. Hann var dreng- skaparmaður, lesínn, skemmtileg- ur og oróheppinn, hún vel að sér til munns og handa, nærfærin við gesti og hugulsöm, og bæðí höfðu þau áhuga á almennum málum. Á æskuárum Benedikts var hafið blómaskeið í menningar- og félagsmálum Þingevinga, og sýslumaður þeirra Benedikt Sveinsson, var sjálfur hinn flug- mælski og ósveigjanlegi arftaki Jóns Sigurðssonar. Hann var mik- ill vinur þeirra Sveins og Kristjönu og tíður gestur á heimili þeirra, og með honum vat oft sonurin'n, og þar tókst ævilöng vinátta með þeim Einari og Bene- dikt Sveinssyni hinum yngri. Húsavík var ekki ýkjafjölbýl í þennan tíma, en hún var miðstöð viðskiptalífsins í hinu víðlenda héraði, og þangað lögóu leið sína áhuga- og forýstumenn um hvers konar mikilvæg mál. Þeir komu flestir í hið vinsæla veitingahús, og þar var oft deilt hart, en einnig reifuð mál af yfirvegun og þekk- ingu. Má nærri geta að þetta hafi haft fræðandi og vekjandi áhrif á hinn hlustnæma og gáfaöa Benedikt Sveinsson, sem og brátt reyndist fær um að leggja orð í belg og það á fögru og fornu máli, sem virtist vera honum eðlislægt þegar i æsku, enda fór hann snemma að lesa fslendingasögur og jafnvel eddukvæðin. Sveinn Vikingur náði ekki háum aldri. Hann lézt aðeins 48 ára gamall. Þá var Benedikt son- ur hans 16 ára. Foreldrar hans höfðu þá ákveðið, að setja hann til mennta, og frá þeirri fyrirætlun hvarf ekki hin mikilhæfa móðir. Hann settist í fyrsta bekk latínu- skólans haustið 1895, og vakti þegar athygli iiðrum fremur. Hann var þá þegar mjög fróður í fslenzku og íslenzkum bókmennt- um og talaöi fegurst mál og kjarn- mikiö, og einhver skólabræðra hans fann upp á að kalla hann „íslenzka Bensa". Hann varð mjög vinsæll, þótti flestum prúó- ari í framgöngu og yfir honum sérstæð reisn, skemmtilegUr í við- ræðum, glettinn, án þess að vera meinlegur. Á skólaárum hans kom valtýskan til sögunnar, en þar eð hún gerði ráð fyrir, að sá íslendingur, sem yrði ráðherra, byggi i Kaupmannahöfn og bæri fram mál íslands í ríkisráði, Dana, reis hin aldraða kempa, Benedikt sýslumaður, öndverður gegn valtýskunni, taldi sem fyrr, aö undirstaöa velfarnaóar ís- lenzku þjóðarinnar hlyti aö vera sú, að hún heimti öll sín mál úr hendi danskra stjórnarvalda. Ein- ar Benediktsson fylgdi föður sín- um að málum og stofnaði blaðið Dagskrá, og vinur hans, skóla- þilturinn Benedikt Sveinsson, gerðist forystumaður nteðal skóla- bræöra sinna gegn meinakindinni valtýsku. Þegar hann var í þriðja bekk, flutti hann fyrstu ræðu sína á opinberum fundi, og brátt tók hann að rita greinar í Dagskrá. hvassyrtar og með ágætum orðað- ar. Hinn aldraði foringi Benedikl Sveinsson féll í valinn 1899, en merki hans ekki. I latínuskólanum var rfkjandi mikil óánægja með skólastjórn hins mikla vísindamanns Björns Olsen, og þegar Benedikt Sveins- son var í fjóröa bekk, átti fjórðu- bekkingar í sifelldum deilum við rektor. Tveir nánir vinir Bene- dikts Sveinssonar voru reknir úr skóla, og hann ákvað aö lesa námsefni fimmta og sjötta bekkja noröur í Húsavík. Þetta olli þvi, að viö stúdentspróf 1901 náði Benedikt ekki þeirri einkunn, sem þurfti til aö fá notið Garðs- styrks í Kaupmannahöfn. Af fjár- hagsástæðum átti hann þess því engan kost að stunda nám í islenzkum fræóum í Hafnarhá- skóla eins og hann hafði ætlaö sér, og ekki fýsti hann að nema guðfræði eöa læknisfræöi, en annars framhaldsnáms var ekki kostur hér heima I þennan tíma. Hann ákvað samt að ljúka prófi i forspjallavisindum, og fékk sér- stak leyfi til að stunda það nám i Prestaskólanum. Lauk hann því prófi með ágætiseinkunn. Svo var þá ráöin framtíö Benedikts Sveinssonar, sú, að verða á ung- um aldri og síðan um áratugi skel- eggastí, viröulegasti og ef til oft áhrifarfkasti maðurinn i hópi þeirra fremdarmanna, sem ekki gátu sætt sig við önnur málalok í sjálfstæöisbaráttu þjóðarinnar en að hún fengi í öllum atriðum fyllstu umráð sinna mála. Ekki tel ég mér fært að rekja hér afdrif valtýskunnar, en þess verð ég að geta, að þá er heima- stjórn hafði fengizt með sam- þykkt frumvarps hins illræmda Albertís 1903, vár ríkjandi mikil óánægja með ákvæði þess. Voru það einkum stúdentar og aðrir ungir menntamenn, sem höfðu þar forystu, studdir ráðum hins mikilsvirta laga- og stjórnmála- manns, Jóns Jenssonar, bróóur- sonar Jóns forseta. Svo segir i Andvaragrein minni. „Fyrir aðgerðir hans-og áhuga fengu þeir staðfest af hendi kenn- ara í ríkisrétti við Kaupmanna- hafnarháskóla, að sú skoðun þeirra væri rétt, að sæti í ríkisráði Dana gætu aðeins átt ráðherrar, sem væru skipaðir samkvæmt hinum dönsku grundvallarlögum og bæru ábyrgð fyrir rikisþinginu danska. Þótti frumvarpsandstæð- ingum sannað, að ríkisráós- ákvæðið bæri eindregiö vitni hinnar gömlu innlimunarstefnu danskra atjórnarvalda, jafnframt þvi sem það væri frekleg móðgun við fslenzku þjóðina. Töldu þeir samþykkt þess á Alþingi háska- lega viðurkenningu á stórdönsk- um skilningi á réttarstöðu ís- lands.“ Ekki er unnt að rekja hér ræki- lega sjálfstæðisbaráttuna enda hefur margt og mikið verið um hana rætt og ritað, en skilgrein- ing sú, sem kemur fram i tilvitn- un minni í Andvaragreinina, er dæmigerö fyrir þá stefnu, sem réð ávallt afstöðu Benedikts Sveins- sonar í sjálfstæðismálinu. Forsjá Dana fékk hann aldrei sætt sig við í einu eða neinu, sent varðað gæti velferð og frelsi íslendinga. Hjá honum gætti aldrei tillits til persónulegra hagsmuna i frelsis- baráttunni, og var kona hans hon- um mikill styrkur í þessari bar- áttu. Hann gekk að eiga 5. júní 1904 Guðrúnu, dóttur Péturs Kristinssonar bónda i Engey og Ragnhildar Ólafsdóttur frá Lund- um í Stafholtstungum. Þau reistu .bú á Skólavörðustíg 11 og bjuggu þar alla sina búskapartíð. Vert er að geta að nokkru húss þess, þar sem margan bar gest að garði og mörg veigamikil ráð voru gefin. Hjónin keyptu það af hinni góð- kunnu gáfu- og heiðurskonu, Ólafíu Jóhannsdóttur, sem hafði erft það eftir frændkonu sína, Þorbjörgu ljósmóður, kvenskör- unginn, sem var systir Benedikts sýslumanns. Þorbjörg lét reisa húsið skömmu fyrir andlát sitt. Þar gisti ávallt Benedikt bróðir hennar, þegar hann sat á þingi. Áóur bjó hún í steinbænum litla á gatnamótum Skólavörðu- og Vegamótastigs og þar leigði Einar Benediktsson á yngri árum sin- um. Börn þeirra Guðrúnar og Bene- dikts urðu sjö, þrir synir og fjórar dætur. Synirnir eru, svo sem þjóð- kunnugt er, tveir látnir, Bjarni forsætisráðherra og Pétur sendi- herra, alþingismaður og banka- stjóri, en Sveinn framkvæmda- stjóri og maður mikilla athafna er enn á lffi. Svo er og um tvam systurnar, Guðrúnu, gifta Jóhann- esi Zoéga hitaveitustjóra, og Ólöfu, konu Páls Björnssonar hafnsögumanns, en látnar eru Kristjana, sem var gift Lárusi Blöndal bókaverði, og Ragn- hildur, stúdent, sem lézt tvítug. Guðrún Pétursdóttir var ekki ein- ungis gáfuð kona og vel menntuð. Hún var hagsýn, mikilvirk og framtakssöm, gædd heitu skapi og viðkvæmu, en kunni að gæta þess svo sem lífið krafði. Um heimili sitt sá hún af einstakri alúð, elju og röggsemi, en hafði þó tóm til forystu um réttindamál kvenna — og hafði slíkan áhuga á hugsjónamálum bónda síns, að hún gat hvatt hann með rökum og um leið stutt hann, þegar um hann sveljuðu harðast byljir þjóð- málalífsins. Var með þeim einstætt jafnræði og ástríki, sem stóðst allar þrekraunir. Þess ber og að geta, að frú Guðrún Péturs- dóttir kunni vel að taka á móti gestum, sem að garði bar, hvers aldurs og sinnis sem þeir voru. Andstæðingar Albertfsfrum- varpsins stofnuðu nýjan stjórn- málaflokk 1902, Landvarnar- flokkinn, og um næstu áramót tóku þeir að gefa út blöðin Landvörn og Ingólf. Benedikt Sveinsson var 25 ára gamall kos- inn í stjórn Landvarnarflokksins, og ásamt Einari Benediktssyni og Einari Gunnarssyni Einarssonar frá Nesi i Höfóahverfi varð hann ritstjóri Landvarnar. Hún varð ekki langlíf, en í janúar 1905 varð Benedikt ritstjóri Ingólfs og var það þá samfellt i fimm ár. Hann reyndist mjög skeleggur áhrifa- valdur sem ritstjóri, ritaði sér- kennilegt og fagurt mál, glöggur á hvaðeina, sem mestu varðaði, var sóknharður, en aldrei grófyrtur. Þá varð hann brátt sá ræðu- maður, sem reyndist vænlegastur til áhrifa og var valinn til áróðurs og forsvars, þegar mest þótti í húfi. Hann var og manna glæsi- legastur í ræðustól, hár og vel vaxinn, fríður sýnum og aö sama skapi karlmannlegur, röddin styrk og beiting hennar jafnan við hæfi, og síðast en ekki sízt var orðfæri hans í svo nánu samræmi viö persónuleikann, að það jók stórum á áhrif markviss mál- flutnings. Eitt af þvi, sem jók á mikilvægi hans á þessum árum og raunar miklu lengur, voru þau áhrif, sem hann hafði í Stúdenta- félagi Reykjavikur. Hann var for- maður þess 1903—1904, en lengi siðan sá maður, sem naut þar mestrar hylli. Tvennt var þaö, sem átti drjúgan þátt í þeirri fjöldaeiningu og þeim glæsibrag, sem ríkti á Þingvallafundinum 1907. Annað var, hve Benedikt hafði í Ingþlfi og í ræðustól mark- visst notað til áhrifa skilnaðarmál Noregs og Sviþjóðar. Hitt var sá ljómi, sem að frumkvæði Einars Benediktssonar, Benedikts og nánustu samstarfsmanna þeirra hafði varpað yfir hinn fagra blá- hvíta fána, enda hafði Stúdénta- félagið fyrir tilstilli Benedikts gert þann fána að baráttutákni sinu. Svo mjög hefur verið fjallað um afdrif frumvarpsins fræga frá 1908, að hér verður þar ekki bætt við. En hvað sem öðru líöur, voru kosningaúrslitin ótvírætt vitni þess, að gjalda varð varhuga við öllu, sem spillt gæti fyrir þvi, að upp rynni sá dagur, að öll tengsl við hið danska vald yrðu rofin að fullu og öllu. Þá er það afstaða Benedikts Sveinssonar til sambandslaga- frumvarpsins 1918. Við annan mann stóð hann þá á Alþingi, hiklaus drengilegur og málsnjall að vanda, og skildi þar i bili með þeim miklu baráttumönnum, hon- um og Bjarna Jónssyni, frá Vogi. Það var einkum tvennt í frum- varpinu, sem hann óttaðist. Ann- að var uppsagnarskilyrðin, hitt það ákvæði að Danir skyldu njóta sama réttar á tslandi og sjálf landsins börn. Benedikt hafði sýnt það með virkum stuðningi við Fiskifélag tslands að honum var mjög ljóst, hvað í húfi var fyrir tslendinga, ef þeir fengju ekki einu sinni notið í sama mæli og áður illa varinnar Iandhelgi, sem Danir höfðu skammtaó þeim. Og sporin hræddu: Danir höfðu stuttu fyrir aldamótin sent í þrjú, fjögur ár nokkur skip til veiða hér við land með eftirlætisveiðar- færi danskra fiskimanna, drag- nótina. Og þá höfðu þau hafið fjölmarga íslenzka firði allt inn i botn. Var nokkuð lfklegra en að sú „dáð“ kynni að vakna hjá dönskum útgerðarmönnum, að þeir sendu stóra flota til drag- nótaveiða innan islenzkrar land- helgi, ef jafnréttisákvæðið yrði að lögum? Benedikt hugði og að svo sem á stóð hjá Dönum 1918 um endurheimt Slésvíkur, hefðu þeir verið fáanlegir til þess að falla frá því í frumvarpinu, sem gerði það óaðgengilegt að hans dómi, enda þeim vissulega vitanlegt, að stór- veldi heims mundu til þess líkleg að lokinni heimsstyrjöld að breyta að nokkru um stefnu i frelsismálum þjóða, sem lengi höfðu orðið að þola erlend yfirráó óg arðrán. Benedikt var kjörinn alþingis- maður Norður-Þingeyinga í hin- um sögulegu kosningum 1918, og hélt hann því sæti til 1931. Var kjörfylgi hans slíkt, að þrisvar var hann sjálfkjörinn. Forseti Neðri deildar var hann frá 1920 — !30, og jók þá enn á virðingu sína meó þeirri reisn, sem yfir honum var í forsetasíóli og oft með þeim at- hugasemdum, sem hrutu honum af vörum. Er það örugglega sann- mæli, sem varaforseti Alþingis, Jón Sigurðsson á Reynistað, sagði um hann úr forsetastóli að honum látnum: „Og það mun almæli, að ekki hafi skörulegri maður né virðu- legri setið i forsetastóli á Al- þingi“. Eftir að Benedikt varð forseti, tók hann minni þátt i umræðum á þingi en áður, enda eiga forsetar ekki sæti i nefndum. En þau mál, sem hann lét sig varða, sótti hann af kappi. Hann átti þátt í því á þingi i samstarfi við sinn áratuga baráttufélaga, Bjarna Jónsson frá Vogi, að flytja æðsta dómsvald inn í landið, koma á innlendri landhelgisgæzlu og fá stofnað og varið fyrir sparnaðarsamkeppni skammsýnna þingnýliða sendi- herraembætti í Kaupmannahöfn til þess að tryggja að nokkru is- lenzk áhrif i utanríkismálum. Þá má nefna kröfur íslendinga til Grænlands, endurheimt handrita og forngripa úr höndum Dana, bann gegn dragnótaveiði i land- helgi og endurskoðun bankalag- anna. Hann hafði öðlazt mikla þekkingu á bankamálum, var endurskoðandi Landsbankans 1912 — '15, varð gæzlustjóri þess banka 1917 og settur bankastjóri 1918 til ’21. Hann var og endur- skoðandi íslandsbanka i mörg ár og í milliþinganefnd í bankamál- um var hann. Hann skilaði minni- hlutaáliti, þar sem hann lagði til, að stofnaður yrði sérstakur Ríkis- banki íslands, svo sem siðar varð aö ráði, þótt felld væri tillaga Benedikts í þvi máli. Sem banka- Framhald á bls. 43.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.