Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DEJSEMBER 1977 37 Bjarni Ásgrfmsson og Gústaf Vffilsson nemendur í 8. bekk J.J. Á milli þeirra er myndskreyting eftir einn nemenda. upp að töflu og lesa eitt ljóð. Þrátt fyrir örlitla feimni vegna nær- veru blaðamenns virtist honum þau koma mjög vel fram og vera vel fær um að lesa upp ljóð og eins og sagt var áðan spurði Jenna þau síðan um hvað þeim fyndist viðkomandi skáld vera að segja og hvernig þau skildu ljóð þess. Jenna sagði að reynt væri að kynnast sem flestum skáldum og frá sem lengstum tíma og eru þau elzt fædd árið 1899 og á þann hátt segizt hún vilja tengja þau yngri við eldri skáldin, ganga yfir frá hinu hefðbundna formi til hins nútímalegra. Einn bekkurinn, 9. S.K., hefur lesið smásögur og voru þau Jón Ólafsson og Þóra Steinunn Steffensen spurð nánar útí það: — Það fer fram á svipaðan hátt og þegar ljóðskáldin eru tekin fyrir, þá kynnum við okkur einn höfund, lesum t.d. smásagnasafn eftir hann, segjum frá og veljum síðan eina sögu til að skrifa rit- gerð um. — Við hefðunt áreiðanlega ekki lesið svona mikið af smásög- unt eins og við höfum gert hér í skólanum, sagði Jón, og þó að við lesum kannski einn og einn höf- und þá kynnumst við mun fleiri því við lesum fyrir bekkinn eina sögu. og fáum við því að kynnast mörgum skáldum. Þóra Steinunn var spurð að hvað hún hefði aðallega lesið: Eriing S. Tómasson skóiastjóri Langholtsskóla. Ljósm. Friðþjófur. — Ég hef aðallega lesið bækur eftir Guðmund Böðvarsson, Indriða G. Þorsteinsson og Gisla J. Astþórsson og hefur mér þótt gaman aó þeirra sögum öllum. Hefurðu lesið eitthvað eftir er- lenda höfunda? — Það er nú ekki mikið, enda hefur það ekki verið á dagskrá hér i skólanum, en þqhef ég lesið nokkuð eftir t.d. Sartre, Camus og Kafka og til að kynnast þeirra verkum og störfum nánar hef ég fengið að láni skrána, sem Jenna hefur gert um ýmsa erlenda höf- unda. Þá töldu þau Þóra Steinunn og Jón það vera mjög góðan undir- i>úning undir frekara nám að hafa kynnst svo náið nútímabókmennt- um, t.d. gott fyrir frekara nám í menntaskóla eða haskóla. Þarna nærstödd var iíka Sólveig Jónasdóttir, nemandi úr 9. bekk H.J., en hún hefur einnig lesið smásögur í bókmenntatím- um hjá Jennu. — Við höfum gert þetta einsog aðrir bekkir i bókmenntatímun- um hjá Jennu/lesið einn höfund og kynnt okkur það sem hann hefur skrifað. Síðan er tekið munnlegt próf í þeim höfundi sem viðkomandi nemandi hefur lesið. Við höfum aldrei áður verið tekin upp á töflu á þennan hátt og »agt svona frá og er það ábyggi- lega mjög gott að æfast í því að koma fram fyrir fólk. meiri vinna fyrir nemendur. þá hafa ekki talið sér hana eftir þeg- ar fram í sótti." Hafa aðrir kennarar hér tekið upp þessa aðferð? ,,Nei, ekki þessa aðferð Jennu eins og hún hefur haft hana, en vissulega hefur hún vakið hug- myndir, sem hinir kennararnir hafa getað notfært sér og þannig haft sin áhrif. Þetta hefur að sínu leyti orðið til þess að kennarar hér hafa lært heilmikið hver af öðrum eins og gerist i öllum skól- um, menn eru stöðugt að þreifa fyrir sér. Það er eiginlega merki- legast finnst mér að hægt skuli vera að vinna á þennan hátt með nemendum, í okkar aldurshópi, um áð beita vinnubrögðum, sem erurn frekar notuð á hærri skóla- stigum, en þaö hefur sýnt sig að þau ná til alls þorra nemenda sé rétt að fariö." Að lokum sagói Eirling S. Tómasson að þetta hefði borið góðan árangur og kvað hann að sinum dómi það án efa hafa góð áhrif á nemendur og kennara. Ballett kynntur í skólum ISLENZKI dansflokkurinn hefur að undanförnu ásamt Þórhalli Sigurðssyni leikara kynnt og sýnt í ýmsum skólum í Reykjavik dag- skrá sem ballettmeistari Þjóðleik- hússins hefur tekið saman. Þessi dagskrá tekur 30 mínútur og sýnir helztu atriðin úr daglegri þjálfun listdansarans, allt frá byrjunarstöðum og þar til hann er tilbúinn að dansa, og skýrir Þór- hallur um leið frá tilgangi hverr- ar æfingar. Einnig eru sýndir 3 dansar úr ballettinum Hnotu- brjóturinn sem verður frumsýnd- ur i Þjóðleikhúsinu á annan í jólum. Nú þegar hafa verið heimsóttir 4 skólar. Hefur dansflokkurinn alls staðar fengið góðar viðtökur, og er ætlunin því að halda áfram og heimsækja fleiri skóla fyrir jól. Mjólkurmál - nýtt tímarit MJÖLKURTÆ KNIFÉLAG Is- lands hefur hafið útgáfu á tima- riti um mjólkurmál. Fyrsta tölu- blað kom út 26. nóvember, gert er ráð fyrir að út verði gefin 3—5 tölublöð á ári. I þessu fyrsta tölublaði eru þrjár greinar um stjórnun og skipulag mjólkuriðnaðarins, þær hafa skrifað Pétur Sigurðsson, Sævar Magnússon og Grétar Ein- arsson. I þessum greinum er gerð úttekt á stöðu mjólkuriðnaðarins og hvernig mætti breyta skipulagi hans. Þá er i heftinu þýtt erindi sem prófessor P.E. Jacobsen við Land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn flutti á síðast liðnu sumri um næringargildi mjólkurafurða. I þessu erindi hélt Jacobsen þvi fram að það væri meira fitandi aö neyta svokallaðs megrunarsmjör- likis í stað smjörs. Samkvæmt til- raunum sem hann stóð fyrir telur hann að sá eða sú sem neytir daglega 50 g af megrunarsmjör- líki í -stað sama magns af smjöri safni 2,5 kg af líkamsfitu, umfram hina á einu ári. Margvíslegt annað efni er í þessu fyrsta tölublaði Mjólkur- máls. — Ritstjóri timaritsins er Sævar Magnússon, mjólkurverk- fræðingur hjá Osta- og smjörsöl- unni. íkveikja í Turku Helsinki, 30, nóvember. Reuter FINNSKA lögreglan kveðst hafa handtekið mann sem sé grunaður um íkveikju sem olli miklu tjóni í prentsmiðju þar sem tvö dagblöð öfgasinnaðra vinstrimanna eru prentuð. Prentsmiðjan er i Turku (Abo) í Finnlandi og tjónið er metið á um 100 milljónir íslenzkra króna. Lögreglan hefur nýlega bannað nokkur samtök sem eru sökuð um nýfasisma í Turku en hefur ekki birt nokkur gögn sem sanna að íkveikjan hafi verið af pólitísk- um toga spunnin. Lífeyrissjóður Apótekara og Lyfjafræðinga Frá og með mánudeginum 5. desember nk. verður afgreiðsla Lífeyrissjóðs Apótekara og Lyfjafræðinga ,að Garðastræti 38 Reykjavík, sími 1 7533. Stjórnin Annual meeting 1977 Flywheel, Shyster & Flywheel Club of New York, U.S.A., is holding their annual meeting at Hotel Loftleidir on Sunday, December 4th. Aðalfundur 1977 Flywheel, Shyster & Flywheel klúbburinn í New York heldur aðalfund sinn á Hótel Loftleiðum sunnudaginn 4. desember. Loksins komin Öllum nauðsynlegt Fœst ekki í apótekum itdiwr Dreifing um Karnabæ simi 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.