Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.1977, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. DESEMBER 1977 Held ég sjái talsverdan árangur af þessari vinnu nemenda Jfnna Jcnsdódir konnari. Rætt vid Jennu Jensdóttur um tilraunakennslu hennar í bókmenntum Hvaða erindi eiga islenzk nú- tímaljóð til 13—15 ára ungl- inga? Á að leggja rækt við að kynna islenzkri skólaæsku órímuð ljóð, atómljóð? Eða á að Iáta nægja að þau kynni sér hin eldri skáld, sem uppi voru fyrir 100—200 árum? Eru einhverjir fordómar á ferðinni varðandi nútímakveðskap íslenzkra ljóð- skálda? Til að ræða þetta nokkuð fór blm. á fund Jennu Jensdóttur, sem vitað er að hefur með höndum tilraunakennslu í nú- tímaljóðum. Jenna hefur um árabil verið kennari, fyrst á Akureyri, en síðustu 13 árin hefur hún kennt við Langholts- skólann í Reykjavík. Hún er einnig þekkt sem barnabóka- höfundur, en ásamt manni sín- um Hreiðari Stefánsssyni hefur hún skrifað allmargar barna- og unglingabækur. Einnig hefur komið út eftir hana ein ljóða- bók. Jenna Jensdóttir hefur lagt áherzlu á að unglingarnir kynntust nútímakveðskap ís- lenzkra höfunda og er hún fyrst spurð hvenær þessi tilrauna- kennsla hafi byrjað hjá henni: „Það eru meira en 10 ár síðan ég byrjaði að kynna nemendum mín nútímaljóðlist, en í byrjun var þetta aðeins lausleg kynn- ing, sem átti rætur sínar að rekja til þess að ég hafði ein- hvern tíma heyrt menn ræða nútímaljóð í útvarpsþætti. Komu þar fram fordómar hjá mönnum, sem sögðust þó ekki hafa kynnt sér nútímaljóð." Hvernig skilgreinir þú nú- tímaljóð? „Mér og öðrum hefur orðið það tamt að nefna slíku nafni þá ljóðlist sem ekki lýtur formi í kveðskap, og þ.e. hinu hefð- bundna formi, sem hefur vikið á síðustu áratugum úr ljóðinu." Hvernig fer þessi kynning nútímaljóða fram? „í 30 nemenda békk höfum við 30 ljóðskáld og verk þeirra til umræðu þannig að hver nemandi tekur að sér kynningu á einu ljóðskáldi en kynningin fer þannig fram að sameigin- lega á bekkurinn að ræða um skáldið og verða fróðari um skáld og verk þeirra. Ég sé um að útvega þeim ljóðabækurnar og bendi jafnframt á aðrar. Síð- an velja nemendur sjálfir úr þessum bókum ljóð, lesa upp- hátt fyrir bekkjarsystkini sín og fjalla um ljóðið, hvað það segir þeim og þá eru bornar fram spurningar og umræður verða sem fyrst og fremst miða að aukinni jákvæðri þekkingu á skáldinu og verkum þess. Einn- ig ber nemendum að kynna sér æviatriði skáldsins og önnur verk þess eins og tíminn leyfir og af þvi að erfitt er fyrir þá að ná í heimildir um yngri skáldin, auk þess sem slíkar heimilda- bækur eru mjög ófullnægjandi hér á landi, hefi ég komið upp nokkurs konar skáldatali fyrir okkur um viðkomandi höfunda til að spara tíma og vinnu nem- endanna á þessu sviði. Ég hef látið gera filmu af þeim skáld- um og rithöfundum, sem við fjöllum um þannig að hægt er að sýna þær á myndvarpa um leið og við fjöllum um skáldið. Þetta tel ég að festi Ijóðið betur í vitund þeirra. Á þessum árum hafa sum skáldanna komið í heimsókn og þá hefur það oft komið í Ijós að nemendur hafa stundum valið þau Ijóð er skáldinu sjálfu hef- ur þótt vænst um. Einnig hafa nemendur fengið tækifæri til að ræða við skáldið sjálft er þau hafa verið að kynna og þarf varla að geta um hve mikils virði þeim hafa verið slíkar viðræður." Fljót að tileinka sér nútímaljóðin Hvernig gengur að fá nem- endur til að koma upp og út- skýra ljóð fyrir bekkjarfélög- unum? „Fyrst í stað eru þau hikandi og eiga mjög erfitt með þetta og tel ég að það felist eingöngu í því að þau eru óvön órímuðum ljóðum. En þau eru ótrúlega fljót að tileinka sér þessi ljóð, engu síður en önnur. Þetta þrönga tjáningarform, ljóðið, krefst mikils af þeim bæði framkomu og framsögn í með- ferð málsins og ef þau ná nokkru valdi á því þá tel ég að það geri þau hæfari í að tjá sig á öðrum sviðum.“ Um leið og Jenna greinir frá þessu hefur hún dregið fram ýmis konar gögn, sem hún not- ar við kennsluna, m.a. myndirn- ar sem hún hefur látið gera filmur eftir og sýnir í mynd- varpa, eins og hún gat um fyrr. Einnig hefúr Jenna tekið sam- an skrá yfir allar ljóðabækur er út hafa komið á síðustu áratug- um og segist hún hafa reynt að gera það jafnóðum og bækurn- ar koma út. En er ekki mikið verk að lesa allar þessar ljóða- bækur: „Ég hef gaman af ljóðum og myndi lesa flestar þeirra hvort eð væri." En hvernig gengur að útvega nemendum allar þessar bækur? „Fyrstu árin gekk það heldur erfiðlega og notaði ég bækur úr mínu eigin ljóðasafni, en yfir- stjórn skólans og skólasafn- vörður hafa alltaf sýnt mér sér- staka hjálpsemi og skilning í þessari tilraunakennslu minni og aukið ljóðabókakost þann er ég hefi þurft á að halda. Einnig vil ég geta þess að Borgarbóka- safníð hefur verið mér mjög hjálplegt og er sérlega gott að leita þangað." Eru bækurnar aðeins notaðar innan veggja skólans? „Nei, nemendur fara með þær heim og þeir hafa alltaf sýnt þeim sérstaka viróingu. Bók hefur aldrei eyðilagst á þessum árum, en einu sinni hefur það komið fyrir að bók hafi týnst." Þurfa nemendur að skila skriflegum verkefnum? „Já, nemendum ber að skrifa ritgerð um skáldið og þau ljóð er þau hafa kynnt hvert öðru. Að vorinu skila þau árangri sín- um munnlega og siðan Skóla- rannsóknir veittu leyfi sitt til þessarar tilraunakennslu minn- ar hefur Halldór J. Jónsson cand. mag. verið prófdómari að vorinu. Þaó er gott að vinna með Halldóri, hann var próf- dómari á gagnfræðastiginu i mörg ár og gjörþekkir unglinga." Nútímaljóð lítið þekkt Verðurðu vör við einhverja fordóma eða neikvæð viðbrögð við þessari kennsluaðferð og námsefninu? „Já, viðbrögðin geta stundum verið neikvæð hjá einstöku nemanda og er það kannski mjög eðlilegt þegar að því er gætt hve nútímaljóð eru i raun og veru lítið þekkt í grunnskól- anum og meðal fólks. Stundum þykir mér erfitt að byrja á haustin með nútimaljóð i nýj- um deildum en þegar fram í sækir held ég að okkur þyki öllum jafngaman að þessum vinnubrögðum." Tekurðu eingöngu innlend skáld til kynningar? „Undanfarin ár hef ég reynt að kynna þeim ýmsa þekkta höfunda úr heimsbókmenntun- um ekki sízt ef þeir hafa verið þýddir á íslenzku og þau gætu átt þess kost að lesa þá. Einnig hefi ég komið mér upp þar nokkru skáldatali til þess að gera þeim auðveldara að fræð- ast um verk þeirra, en ég fékk ársleyfi frá störfum til að kynna mér bókmenntir á hinum Norðurlöndunum og átti kost á að kynna mér ýmsa höf- unda úr heimsbókmenntunum, sem eru lítið þekktir hér.“ Hefuróu tekið yngstu ljóð- skáldin til kynningar á þennan sama hátt? „Ég reyni alltaf að kynna nemendum mínum sem flestar ljóðabækur yngstu skáldanna þó ég taki þær ekki allar í til- raunakennsluna. Ég les þær vanalega vandlega áður og þarf að gera skil á þeim skáldum sem ég ætla mér að taka til beinnar tilraunakennslu og auk þess hef ég notið góðrar aðstoð- ar Jóhanns Hjálmarssonar um val bóka. Núna er ég t.d. með ljóðabók Aðalsteins Ingólfsson- ar sem ég hefi áður kynnt fyrir nemendum mínum og ætla mér að taka hana í tilraunakennslu. Ég kynni alltaf fyrir nemend- um minum nýjar ijóðabækur ekki siður eftir eldri skáld okk- ar, sá sem glatar fortíðinni gleymir deginum og framtið- inni.“ Hafa aðrar greinar bók- menntanna verið teknar til meðferðar á þennan hátt? ,,í fyrra byrjaði ég að að kynna smásöguna hjá 8. bekk. Við lásum smásögur frá 1930 til dagsins í dag. Þau reyndu að gera sér grein fyrir þeirri þróun sem orðið hefur í smá- sagnagerð á þessu tímabili, kynntu 28 smásagnahöfunda og verk þeirra á sama hátt og hin kynntu sér ljóðin. Þau þurftu einnig að skila ritgerð og taka próf munnlega um vorið. Þetta tókst vel hjá þeim og nú er ég að undirbúa 8. bekk þann er ég kenni bókmenntir undir það að taka smásöguna með sama hætti í vetur. Ég hefi ekki inn- leitt þessaikennslu í 9. bekk þar sem nemendur þar hafa mikið námsefni er þau þurfa að skila á prófi í febrúar, en ég hef þó hugsað mér að þau taki ein- hvern tíma á vetrinum nútíma- ljóð á sama hátt og 7. bekkur." Hvað með skáldsöguna? „Mér hefur dottið i hug að Framhald á bls. 55 „Þetta er bara fínt** Nemendur spurðir álits Eftir þetta spjall við Jennu Jensdóttur þ.vkir hæfa að lita við í skólanum hjá henni og sjá hvað nemendur hennar eru að fást við. í þoim bekk sem blm. staldraði við í var verið að lesa nútíinaljóð nokkurra höfunda og röktu nem- endur nokkur æviatriði skáld- anna og lásu síðan eitt Ijóð f.vrir hekkjarsystkini. Að því loknu spurði kennarinn hvað skáldið væri að segja með Ijóðinu, hverju væri verið að lýsa o.fl. í sambandi við það. Bjarni Asgrímsson og Gústaf Vífilsson eru tveir piltar i 8. bekk J.J. og spurði blm. þá hvernig þeim þætti að kynna sér á þennan hátt kveóskap nútímaljóðskálda: — Þetta er bara ffnt, sögðu þeir, og á þennan hátt er bók- menntakennslan auðveldari og jafnframt skemmtilegri viðfangs. Við höfum kynnst yngri skáldum nú í fyrsta sinn. Þeir voru spurðir hvaóa skáld þeir hefóu lesið og svaraði Gúst- — Ég las ljóð eftir Jón úr Vör og mér fannst létt og gott að skilja kvæði hans og hann er einna skemmtilegastur af þeim höfund- um, sem ég hefi komist í kynni við. Þeir voru einnig spurðir að þvi hvort þeir hefðu tekið uppá því að lesa meira af nútímabókmenntum eftir að þeir hafa komizt þannig í nánari kynni við nokkra höfunda: — Það er nú kannski ekki svo mikiö, við höfum t.d. ekki alltaf aðgang að ljóðum og höfum litiö lesið af ljóðabókum utan við það sem við höfum orðið að gera vegna námsins, en við höfum áreiöanlega kynnst mun betur nútímaskáldum og bókmenntum en aðrir nemendur á þessu aldursstigi í skólakerfinu, sögðu þeir félagar að lokum. Þar sem 8. bekkurinn J.J. var á förum er blm. bar að garði var ákveðið að staldra við í næsta tíma og heyra hvað nemendur væru þar aó fást við, en það var 7. bekkur F.O. Nokkrir voru valdir af handahófi og beðnir að koma Sólveig Jónasdóttir, Þóra Steinunn Steffensen og Jón Óiafsson. Svipmynd úr kennslustund. LjósmyndirtFriðþjófur. Hefur borið góðan árangur og haft góð áhrif — segir skólastjóri Langholtsskóla Skólastjóri Langholtsskóla er Érling S. Tómasson og á leið út úr skólanum var litið við á skrifstofu hans og hann spurður álits á þess- ari tilraunakennslu í nútímaljóð- um: „Þessi aðferð er á mun breiöari grundvelli en gengur og gerist og hefur Jenna lagt stund á hana lengst af síðan hún kom að skól- anum. Hún krefst mun meiri vinnu og undirhúnings fyrir kennarann og við erum mjög ánægð með að þétta skuli reynt. Við höfum ekki beöiö kennara að taka upp þessa kennsluaðferð al- mennt, hún krefst meiri vinnu en beinlínis er hægt að krefjast af kennurum." Hefur nemendum ekki 'fundist neitt ósamræmi i kennslu hinna einstiiku kennara? „Það hefur rétt aðeins komið upp að nemendur hafi talió aö þeim væri íþyngt með vinnu i bókmenntanáminu hjá Jennu, en þeir hafa alltaf sætt sig víð það þegar þeir háfa fariö að vinna á þennan hátt, og sé i þessu fólgin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.