Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 35 — Sadat Framhald af bls. 33. þjóðina úr eymd og volæði, en Egyptar eru nú um 37 milljónir og fjölgar um eina á ári hverju. I þvi skyni batt hann enda á kúgunar- og pyntingaraðferðir ríkislögregiu fyrirrennara síns og gildir þá einu þótt beizkur múgurinn, sem lengi hefur beð- ið þess að fá bætt úr lífskjörum sínum, geri uppreist gegn hon- um. I áratugi hefur engin stjórn í Egyptalandi heimiiað tjáningarfrelsi í viðiíka ríkum mæli eða þolað jafn mikla opn- un og pólitíska gagnrýni. Til að ráða fram úr efnahags- vandamálum þarf Sadat á að halda fjárhagsaðstoð Vestur- landa og hinna íhaldssömu olíu- rikja, umfram allt Saudi- Arabíu, en leiðtoga allra þeirra hafði Nasser styggt með kredd- um sínum. Þetta útheimti gagn- gerðar breytingar á utanríkis- stefnu, skera varð á sovézku snöruna, er Nasser hafði lagt um háls þjóðar sinnar og gerði Sadat það með tvennum hætti. I fyrsta lagi vísaði hann úr landi sovézkum hernaðarráðu- nautum sumarið 1972 og sagði síðan i marz 1976 upp vináttu- samningnum við Moskvu. í öðru lagi hvarf hann frá sam- arabískri byltingaráætlun Nassers og gerðist þess í stað hlynntur hugmyndafræðilega óháðri, hagnýtri og framfara- sinnaðri samvinnu án tilkalls til forystu meðal Araba. Nasser háði þrjú strið við ísraelsmenn og beið ósigur í þeim öllum. Sadat reiddi aðeins einu sinni til höggs, í október 1973, og hafði hálfan en stjórn- málalega afgerandi sigur því þeirri goðsögu var nú eytt að ísraelsmenn væru ósigrandi. Arabar gátu nú borið höfuðið hærra eftir niðurlæginguna 1967. Heiðri Egypta var borgið og dofnuð von Rússa og Banda- ríkjamanna lifnaði um að samn- ingar tækjust i Austurlöndum nær. Það var Nasser sem lokaði Súezskurði en Sadat sem opn- aði hann aftur. „Egypti í húð og hár“ Ólíkt Nasser kann Sadat sér hóf og veit hvers hann er megn- ugur. „Egyptaland hefur for- gang“ er grunntónninRi stjórn- málaviðhorfi hans og viðkvæðið einlægt að hann sé egypti i húð og hár. Það er þess vegna sem hann þráir frið. Þjóðarhagur Egyptalands, samkvæmt hans skilgreiningu, er friðarsáttmáli í Austurlöndum nær. Því kemur æ betur i ljós, að þegar Sadat skar upp herör gegn írelsmönnum 6. október 1973 var það til að þjóna mál- stað friðarins. Hann varð að komast yfir Súezskurð hernaðarlega áður en hann gat riðið sitt Rúbínkonfljót i stjórn- málalegum skiiningi. Það er bein leið frá kílómetravörðu 101 á vesturbakka Súezskurðar, þar sem egypzkir og ísraelskir liðsforingjar tókust i fyrsta skipti í hendur eftir vopnahlé- ið, til Jerúsalem, þar sem Begin og Sadat tókust i hendur fyrir skemmstu. Siðbúinn gestur, Anwar el- Sadat, er fyrstur Araba til að troða veginn til Jerúsalem — sem „Fedayeenhermaður ^rið- ar“ — en Fedayeen heitir sá er lýkur sendiför sinni, jafnvel þótt það kosti hann iifið. Þýlt «k c*ndursa«t úr Dic* Zoit. u<;n sim.a- SIMINN KK: 22480 sjonvorp eru meira en bara falleg mynd í hvert tæki af hinum nýju gerðum Luxor sjónvarpstækja eru nú eingöngu notaðir transistorar, sem þýðir ekki aðeins minni orku notkun, minni hita og skjóta upphitun, heldur miklu minni viðgerðarþjónustu. -mikið meira! 1 | m ; u 2 | 5 I l'. Þegar þú nýtur ánægju af sjónvarpi hlustarðu jafnt og horfir á og til þess að vera viss um að eyrað sé jafn ánægt og aug- að, hefur hvert Luxor- tæki bestu gæða há talara að styrkleika ekki minni en 5 vött og sum tæki senda jafnvel sömu gæði og bestu hljómtæki með tveggja hátalara- kerfi. Önnur atriði sem vert er að minnast á af nýjungunum eru innbyggð myndastilling sem tryggir bestu gæði, Ijósi á baki sem gerir myndina skírari og þreytir ekki augun, einfalt stjórnborð og inn- stunga fyrir segulband, auka hátalara og heyrnartæki. Komið og sjáið LUXOR HLJÓMDEILD te KARNABÆR Laugavegi 66, 1. hæð Sími frá skiptíborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.