Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 6
38 ÓGNARÖLD Bókin um blóð- bað Idi Amins ÞEGAR Idi Amin komst til valda í Uganda, árið 1971, byrjaði hann á því að riðla öllu stjórnkerfi lands- ins. Hann skipaði ráðherra sína liðsforingja og kúgaði þá og alla opinbera starfsmenn til skjótrar hlýðni með því að setja þá af, ef honum mislíkaði við þá, og án þess að láta þá vita fyrir fram. Vissu embættismenn orðið ekki stundinni lengur, hvort þeir voru í embætti eða ekki; Amin gat hafa sett þá af í útvarpinu fyrir nokkr- um timum án þess, að þeir hefðu frétt það. Með þessu móti tókst Amin að kúga opinbera starfs- menn til algerrar auðsvipni við sig á örskömmum tíma. Hann stofnaði svo nokkurs konar einka- logreglu og skipaði hana mönnum úr sínu byggðarlagi, Núbíamönn- um svo nefndum, og var þá vald hans fullkomið. Upp frá þvi hefur alþýða manna í Uganda búið við stöðugan ótta um líf sitt. Áreiðan- legt er, að tugir þúsunda haf orðið blóðhundum Amins að bráð. Nýlega kom út í Bretlandi bók um ástandið í Uganda eftir Henry Kyemba, fyrrum heilbrigðisráð- herra í stjórn Amins og nú vara- forseta Alþjóðaheilsugæzlu- stofnunarinnar. Kyemba flúði til Bretlands í maí síðastliðnum. I bók sinni nafngreinir hann eina hundrað kunningja sina, sem urðu að bráð morðsveitum Amins. Þær sveitir heyra undir stofnun, sem heitir því einkennilega nafni Rannsóknaráð ríkisins. Núbia- maður nokkur, Farouk Minawa majór, veitir því forstöðu, en Am- in er auðvitað æðsti yfirmaður- inn. Endrum og eins eru fórnarlömb morðsveitanna tekin af lífi á al- mannafæri, svo sem til viðvörun- ar öðrum, en flest hverfa þau og spyrst ekki til þeirra síðan. Lík- unum mun þá vanalega fleygt í ár og vötn, mest í ána Níl, en hún morar af krókódílum. Þeir rífa flest líkin í sig, en þrátt fyrir það hefur þó nokkur rekið og þau þekkzt. Eins og fyrr sagði, er enginn óhultur um líf sitt í Uganda. Til dæmis er það, þegar menn frá „Rannsóknaráðinu“ handtóku og myrtu Benedicto Kiwanuka yfir- dómara og fyrrum forsætisráð- herra. Hann var staddur i hæsta- rétti, þegar sendimenn Amins óðu i salinn, drógu hann út, tróðu honum inn i bil og óku brott. Ekkert spurðist til Kiwanuka eft- ir það, og lík hans hefur ekki fundizt. Kyemba segir i bók sinni, að lík, sem fundust, hafi oftast nær verið lest og mörg hroðalega útleikin. Það hafi verið skorin af þeim nef, varir, kynfæri, augu stungin úr eða innyfli jafnvel rifin út. Hann nefnir það, er Godfrey nokkur Kiggala, starfsmaður í utanríkis- þjónustinni, var skotinn árið 1974. Þegar hann var/látinn voru augun stungin úr líkinu og það flegið að hluta. Síðan var því fleygt úti i skógi skammt utan við höfuðborgina, Kampala. Þá nefn- ir Kyemba það, að lík tveggja ráðherra, Shabani Nkutu, sem MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 VERÖLD Idi Amin: Slátrari sýnir krafta sína. BÓKMENNTIR Þegar þeir kveiktu urðu þeir æfir . . . Það er hættulegt bókmenntalifi8 i Suður-Kóreu í október siSast Ii5n- um birtist i suður-kóresku timariti. Samtimabókmenntum, smásaga úr hænsnabúi. Það er löngu kunnugt. að rithöfundar i Suður-Kóreu eru ekki alfrjálsir að yrkisefnum. Þó hef- ur þeim leyfzt að fjalla um málefni hænsna fram að þessu. En það er nú liðin tið. Fyrir nokkrum vikum var Park Yang Ho, höfundur fyrrnefndrar hænsnasögu. handtekinn og honum varpað i fangelsi. Sakarefnið var gagnrýni á stjórnvöldin . . . Yfirvöldin i Suður-Kóreu. sem eru bráðglögg á bókmenntir, höfðu farið að lesa söguna og fljótlega rekið augun i iskyggilegar likingar með Sagan heitir „Óði fuglinn", og hefst á þvi, að ný hæna kemur i hænsnabúið. Hænsnabúi þessu er stjórnað af mikilli hörku; hafa bænd- urnir varðhunda til að halda hænun- um að varpinu og gæta þess, að þær leggist ekki i leti, „ómennsku" og draumóra. Nýja hænan er uppreisnargjörn og byltingarsinnuð. Hún fer að reyna að koma ýmsum hættulegum hugmynd- um inn hjá meðhænum sinum. Hún reynir t.d. að telja þeim trú um. að þær geti flogið ef þær vilji. Fær hún þær til þess að hefja flugæfingar með leynd, enda þótt hræddar séu. Þær eru hræddar við það, að villi- kettir éti þær, ef þær fljúgi út fyrir girðinguna. En villikettirnir standa fyrir Norður-Kóreu! Þær láta nú samt til leiðast að fara að æfa sig. Það gengur seigt og fast framan af. Þær eru þungar á sér af góðu eldi. en vængirnir vanþroska. Nýja hænan telur i þær kjark og brýnir fyrir þeim, að það sé meira drepinn var 1973, og Michael Ondoga, sem drepinn vat árið eft- ir, hafi verið rist upp og iðrin rifin úr þeim. Kyemba minnist þess einnig, að Amin kom oft í líkhús sjúkrahúss nokkurs i Kampala að skoða lík fórnarlamba morðsveita sinna. Skipaði hann fylgdarliði sínu þá stundum að fara út og var einn inni nokkra stund. Kveður Kyemba sig gruna, að Amin hafi viljað fá næði til þess að fram-. fylgja þeim fornum sið ættflokks sfns að skera bita úr holdi dauðra fjaldmanna, til að „dreyfa“ anda þeirra, ellegar drekka af blóði þeirra, sem þótti enn áhrifaríkara þvi að það drægi allan mátt úr öndunum og þeir yrðu meinlausir ... Enn segir Kyemba frá þvi, er Amin lét myrða Kay eiginkonu sína. Lík hennar var lest og skor- ið. Amin skipaði Kyemba svo að láta tjasla likinu saman, þannig að það yrði „sýningarhæft". Þeg- ar því var lokið boðaði Amin sjón- varpsmenn á vettvang, tyllti sér hjá líkinu, og sagði þjóðinni og börnum hinnar látnu frá því, hvi- lík gæra hún hefði verið ... Það er til dæmis um afköst morðsveita Amins, að það er orðin ein ábatasömust atvinnugrein í Uganda að leita að líkum og selja þau vandamönnum. Hverfi maður leita ættingjar hans til „Líkleit- ara“. Sá fer á stúfana og semur við foringja úr morðsveitunum. Sé líkið ekki þegar farið í krókó- dílana er það afhent ættingjun- um, en líkleitarinn og morð- sveitarforinginn skipta með sér greiðslunni. . Lík eru misdýr. Fer verðið eftir þjóðfélagsstöðu hinna látnu. Það þykir t.a.m. hæfilegt að borga jafnvirði 3000 dollara (tæp 640 þús. ísl. kr.) fyrir hátt settan em- bættismann .. . — JOHN FISHER. stjórnarfarinu i landinu og þjóðskipu- laginu á hænsnabúinu. Hænsnabúið var sem sé Suður-Kórea, hænsna- fuglarnir almenningur. bústjórin var rikisstjórnin og varðhundarnir, sem hún hafði sér til fulltingis. voru leynilögreglan, en niðurrifshæna, sem kom öllu i uppnám á búinu var fulltrúi andófsmanna. virði að geta flogið en að safna holdum. En til þess kemur aldrei. að hænsnþjóðin hefji sig til flugs og hverfi kúgurum sinum upp i himin- blámann; bændur fá veður af undir- róðri nýju hænunnar og siga varð- hundunum á hana. Hundarnir rifa hana i sig. Og brátt er aftur sigin á andleg værð i hænsnabúinu. eins og ekkert hafi i skorizt. Þegar hænurnar rifja upp atburðina siðar meir kemur þeim saman um það, að þeim hafi alltaf fundizt nýja hænan hálfskrýtin i kollinum. Er titill sögunnar. „Óði fuglinn". dreginn af þvi. Sagrfn er bráðfyndin aflestrar. En i reyndinni er hún bitur ádeila á al þýðu manna i Suður-Kóreu. ekki sið- ur en stjómina. Stjómarandstæðing- ar i Suður-Kóreu eru pyntaðir og stundum drepnir og allur almenning- ur veit af þvi — en lætur sem hann viti ekki og friðar samvizkuna með þvi. að andófsmennimir séu truflaðir á geðsmunum. Park Yang Ho, höfundur hænsna- sögunnar, er (eða var) háskólakenn- ari i listfræðum. Nokkuð hefur birzt eftir hann af skáldskap; m.a. gaf hann út skáldsögu fyrir þremur ár- um. Hafa sögur hans orðið afar vin- sælar I hópi háskólanema, en hann verið lítt þekktur meðal alþýðu hing- að til. Og Suður-Kóreustjóm ætlar greinilega að búa svo um hnútana, að hann verði ekki öllu þekktari en þegar er orðið. Það er viðbúið, að honum verði haldið i fangelsi árum saman, ef hann verður þá ekki drep- inn „af slysni". Til frekara öryggis lét stjórnin lika handtaka ritstjóra timaritsins. sem hænsnasagan birtist i. og má áreiðanlega treysta þvi. að eftirmaður hans hefur vit á þvi að birta aldrei neitt þar, sem hænur koma við sögu, hvorki nefndar né ónefndar. lifs né liðnar, hráar né soðnar eða steiktar. En siðast fréttist það, að yfirvöldin leituðu með log andi Ijósum að þeim eintökum tima- ritsins, sem selzt höfðu, áður en tekið var fyrir söluna . . . — ROBERT WHYMANT. HIÐ LJÚFA LÍF Fjörtíu gljáfægðir, svartir Limousin-bílar beygðu af malarveginum á afleggjarann að aðal- dyrum hótels „Les Prés et les Sources d’Eugénie“ hjá Mont- de-Marsan. Út úr þeim stigu: Hinn aldni þjóð- höfðingi Júgóslavíu, Josef Brosz Tito, 4 ráð- herrar hans, 6 ráðgjafar, 1 sendiherra, 1 líflæknir, 2 hjúkrunarkonur, 1 túlkur, 2 herbergisþern- ur, 1 bryti, lífkokkur hans og 30 lífverðir. Tito hafði þá nýlokið opinberri heimsókn sinni til Parísar og ætlaði nú að njóta þriggja daga hvíldar í Suður- Frakklandi, áður en hann héldi áfram til Portúgals, — á einu frægasta og dýrasta mun- aðar-hóteli Frakklands. Það fékk þrjár stjörnur hjá „Miehelin“ fyrir þremur árum, og for- stjóri þess er herra Michel Guérad, færastur manna í sinni grein og orðum hlaðinn. Tito fær sér í svanginn í gegnum lífkokk sinn pantaði Tito fyrsta morg- unverð sinn á slaginu kl. 6, óbreyttan, heimilisleg- an öreigakost: Kálsúpu, svínakjötsbjúgu, soðið flesk og steikta kjúkl- inga. Til hádegisverðar pantaði hann 8 rétti, ost- tertu með síðdegisteinu og einhverja óveru til kvöldverðar. En daginn eftir gat herra Guérard fengið hann til að bragða á sérréttum hótelsins: nýrri gæsalifur, steiktri og humar í sveppasósu. Tito þáði það. Og líka ráð- herrarnir fjórir, ráðgjaf- arnir sex, sendiherrann, læknirinn, báðar hjúkr- unarkonurnar, túlkur- inn, báðar herbergis- þernurnar, brytinn, líf- kokkurinn, og lífverðirn- ir þrjátíu. Eftir þriggja daga dvöl kvaddi herra Guérard sadda og sællega kommúnista í anddyri hótelsins. Tito þakkaði fyrir sig með handar- bandi og hið sama gerði allt fylgdarliðið. Eftir stóð svo herra Guérard með reikninginn upp á 3.3 millj. kr. Hann er bú- inn að senda hann til ríkisstjórnarinnar í París. Og síðan bíður hann eftir peningunum sínum. — svá — úr „Welt am Sonntag“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.