Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 57 fclk í fréttum Lars Erik ( skóginum með segulbandstækið sitt sem hann notar til að taka upp hljóð fuglanna. Labradorhundurinn Anna fvlgist með af athygli. Lars Erik hefur fengið fjölda veriVauna fyrir framlag sitt til fuglafræðinnar. Sœnskur fugla- skoðari + Meðal sænskra fuglaskoðara er mjög merkilegur maður. Hann heitir Lars Erik Olsson og býr á litlum búgarði í Vermalandi. Hann er 42 ára gamall og hefur síðastliðin níu ‘ár lagt sérstaka rækt við uglu- tegund sem á norsku kallast „hubroer". Þetta er mjög stór ugla. Vænghaf hennar getur orðið einn og hálfur metri. Henni hefur fækkað mjög á síð- ustu áratugum og því hefur Lars Erik gert það sem í hans valdi stendur til að friða hana og halda stofninum við. Það sem fyrst og fremst einkennnir Lars Erik er að hann er blind- ur. Þrátt fyrir það hefur hann alltaf stundað störf sín í skógin- um aleinn. Það var fyrst í sum- ar að hann fékk hund. Það er labradorhundur og Lars Erik segir að hann hafi í raun og veru gjörbreytt lífi sínu. „Allt er svo miklu auðveldara," segir hann. Þa er skemmtilegt að hafa félaga í skóginum og svo kemur hann í veg fyrir að ég detti um fallin tré og stóra steina eða fari ofan í holur full- ar af vatni." Kannski er það einmitt þessi mikla fötlun Lars Eriks sem hefur gert hann svo næman fyrir hljóðum skógar- ins. Hann segist þekkja hljóðið í öllum fuglum skógarins og geti hermt eftir 150 fuglateg- undum svo eðlilega að fuglarn- ir svari honum. A síðustu árum hefur mikið verið um það að skógarnir eru sprautaðir með eitri til útrýmingar skordýrum. Þetta hefur orðið til þess að mikið af fuglum drepst og þar á meðal uglurnar. Hubrouglan lifir aðallega á músum, rottuni, skógardúfum og krákum sem hún veiðir á næturna. Þa‘r koma venjulega upp tveim ung- um sem í ár komu tvær uglur upp þrem ungum og ein fjór- um, segir Lars Erik stoltur. Fróðleg og skemmtileg bók fyrir unga sem aldna — bók fyrir alla fjölskylduna BÓKA FORLAGIÐ SAGA Simi 81590 Stóragerði 27 — Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.