Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. DESEMBER 1977 45 Fyrsta viðtalið veitti Herbert von Karajan (til vinstri) Felix Schmidt I upphafi ársins á skrikstofu sinni f húsi Berlfnarsinfónfuhljómsveitarinnar. Þá hittust þeir tvisvar og samanlagt tók viðtalið 20 klukku- stundir. t millitfðinni skiptust þeir á bréfum og segulbandsspólum. hefur oft fundizt í sambandi við hljóðfæraleikarana okkar, að þeir hugsi ekki lengur um frítíma að loknu verki, því að fyrir þeim sé vinnan frítiminn. Þeir gera hlut- ina af lifi og sál og mikilli ánægju. Þeir bíða ekki eftir því, að klukk- an verði fimm og þá séu þeir lausir. Ég óska hverjum starfs- manni, að hann hefði svolítið af þessari sælutilfinningu. Schmidt: Það hefur orðið æ greinilegra á undanförnum árum, að þér hafið valið yður eins konar aukastarf: hlutverk uppalarans, kennarans. Það er ekki aðeins, að þér látið rannsaka vandamál tón- listarfræðslunnar i stofnun yðar — heldur þjálfið þér einnig hljómsveitarstjóra og eruð upp á síðkastið farnir að kenna við ameriska Julliard-skólann. von Karajan: Já, þegar allt kemur til alls, er ég alls ekki það, sem menn eiga yfirleitt við með hljómsveitarstjóra. Ég her alltaf litið á starf mitt sem fjölþætt og marghliða, og i því sambandi hef ég haft æ meiri áhuga á viðfangs- efnum eins og þeim, hvernig hljómlist verði til og hvernig tón- listarfræðslu beri að haga. Fyrir hið fyrra hef ég rannsóknardeild innan stofnunar minnar og fyrir hið síðara árlega samkeppni hljómsveitarstjóra í Berlin. Auk þess koma stöðugt til mín hljóm- sveitarstjórar, sem þegar eru ráðnir að hljómsveitum, til að ræða vandamál sín við mig. Ann- að hvort æfum við verk saman, eða þeir leika af hljóðböndum hljómleika sína, og við ræðum sið- an um þá á eftir. En þér megið ekki taka þetta eins og nemend- urnir i Julliard-skólanum í New York, þegar ég kqm þar fram fyrst, en þeir urðu fyrir vonbrigð- um, þegar ég sagði þeim, að ég ætlaði ekki að kenna þeim nein töfrabrögð hljómsveitarstjóra. Það sem ég vil brýna fyrir þeim er þetta: Hlustið eftir, hvar villur eru gerðar. Það er ekki nóg að segja við hljómsveitina: takið þetta aftur. Það verður einnig að segja, hvaða tón verði að halda lengur, svo að hann hverfi ekki í raun og veru eru það aðeins nokk- ur orð, sem hljómsveitarstjóri þarf að nota á æfingum: Of langt, of stutt, of hátt, of djúpt. Það þarf ekki að ræða það frekar. Ef þeir nota þessi orð, verður komizt hjá villum. Ég segi alltaf við'nemend- ur mína: Ég ætla ekki að kenna ykkur að stjórna, þetta eru mínar hendur, þetta er minn skrokkur, þið hafið þetta ekki. Þið hafið aðrar hendur, aðra skrokka, þið verðið sjálfir að finna ykkar eigin hreyfingar. Schmidt: Yður hefur verið lagt það til lasts, að með hinu íhalds- sama verkefnavali munið þér stuðla að stöðnum í tónlistarlífi. Finnst yður þá ekki nein verk þess virði að flytja þau önnur en þau, sem heyra til hinum sigildu rómantísku? von Karajan: Þarna sjáið þér, þarna komið þér með hina dæmi- gerðu fullyrðingu, sem einhverjir vörðuðu fram fyrir 40 árum og siðan hefur fólk apað þetta upp eftir þeim hugsunarlaust. Aðeins á allra síðustu árum höfum við leikið fjöldann allan af nútíma verkum: Alban Berg, Webern og Schönberg, við höfum Penderecki á verkefnaskránni, við leikum verk eftir Ligeti og auðvitað eftir Stravinsky, Bartok, Schostako- vits. Ég hef frumflutt Orff, Blach- er, v. Einem og Theodor Berger. Ég gæti talið upp marga fleiri. Á verkefnaskránni höfum við 18 tónskáld, sem talin eru tilheyra hinni nýju tónlist. Schmidt: En þér lítið á það sem hlutverk yðar að varðveita tónlist- arhefðina? von Karajan: Já, ég tek það sem köllun mina að miðla nemendum minum áfram hefðum tónlistar- innar, svo að gæðahugtökin glat- ist ekki að fullu. Nú er svo komið, að það á að láta sér lynda meðal- mennskuna eins og sjálfsagðan hlut, en ég hef engan skilning á slíku. Fyrst tók ég til við að byggja upp grunninn að verkefnaskrá okkar, en það var flutningur allra hinna sinfónisku verka Beethovens, Brahms, Bruckners o.s.frv. Það tók mjög langan tíma. Fyrst eftir að þvi var lokið, gátum við tekið til við verk, sem minna eru leikin. Á verkefnaskrá okkar eru um 100 verk sínfónískra tón- mennta. Bætið þér svo við 20 óperum, og þegar á þetta er litið, finnst mér hlægilegt að tala um stöðnun eða kyrrstöðu i hljómlist- arlífinu hér. Ein af fullyrðingun- um, sem alltaf er verið að varpa fram, er sú, að við séum orðnir safn. Fílharmóníuhljómsveit Berlínar sé eins konar forngripa- safn. Þannig geta þeir einir talað, sem hafa ekki hugmynd um það, sem við erum og höfum verið að gera. Við vinnum stöðugt að þéim verkefnum, sem við höfum á okk- ar skrá, burtséð frá þvi hvað oft við höfum leikið þau. Það er aug- ljóst, að með árunum breytast menn bæði sem manneskjur og listamenn, og það kemur fram i verkum þeirra. Áhugamál mitt og hlutverk er að flytja hin miklu verk tónlistar okkar eins vel og unnt er, verk, sem ég er sann- færður að ég geti lagt eitthvert lið og sem ég held að hafi ævarandi gildi. Það hentar ef til vill ekki mörgum manninum, en ef ég ætti að hlusta á allt, sem á móti þvi hefur verið mælt, þá hefði ég yfir- leitt engan tíma til að sinna upp- byggilegum störfum. Og þá braut, sem ég hélt inn á fyrir 25 árum, af þvi að ég taldi hana hina réttu, mun ég ganga til enda, og enginn mun tefja þá för mina, meðan ég veld tónsprota. Hér gefur að Ifta skrifað handrit af segulbandsviðtalinu er Herbert von Karajan gerði athugasemdir við. Sfðustu lagfæringarnar fyrir lokafrágang viðtalsins sendi Karajan f pósti á segulbandsspólu. 1 Opern in mirv auf HicJlj nr- Man wirft Ihneö in dieaea Zusammenhang vör, daö S$+ beeondera bel Zh- ren Oeterfestepielen in Sale- burg Leute aneprechen, denen dle Nuaik wenig, der Star Kar^- ^an und ceine Sttngerstarfl u* Vjil- ý'l.% i'tid ' .(<*■ hiítijtjH Z./J fj i cf^ P) zR_0 f <, 6- 0 ?cH Áuyt'í+e/j ■ UU ^ -U5 »(C4Ticfj- 80 mtbr bed«ut8n. Han n|t, & StK. ftj j Crli •i4(‘ ^ BOÍm eln Jet-Set-K(ln«tler. Vf ||^| ' £ ^ ■ ’ * v W1* 8l*Ub“ SiB* Slnd “*1“ * * T f I ~/7~7~í*í/i dr*i“a auegahe. Alec/wte eóll/fch da eliy J«t-Set-L*ben rtihren. habe/kelne Zélt WT1// /I trleftea Faml'ílÁilé ../. ,././/. / i ^■'4 ' 11 f,i,. Irfliöftivtt /cif. tV/0 éf.V.OÍflts/’ Lag: Flytjandi: Óhelga barn í Betlehem G. Rúnar Júlíusson Jólanótt María Baldursdóttir Heima Jólunum á Geimsteinn Föngum G. Rúnar Júlíusson Ég kem heim um jólin Engilbert Jensen Lag: Flytjandi: Ein er hátíð Geimsteinn Litla jólabarn Maria Baldursd. Þorláksmessukvöld Þórir Baldursson Jólasnjór Geimsteinn Vetrarnótt Þórir Baldursson Dreifingaraöilar: FÁLKINN HF. Suðurlandsbraut8 Sími 84670 Reykjavík GEIMSTEINN Skólavegi 12 Sími 92-2717 Keflavík 2 beillapdi iólaplötur Ný stórkostleg plata með Hljómsv. Geimsteinn þar sem Þórir Baldursson, G. Rúnar Júlíusson o.fl. hljómlistarmenn innlend- ir og erlendir sýna á sér sína bestu hlið. Lag: Snsefinnur snjókarl Hin helga nótt Hátíð í bæ Undrastjarna Klukkn’ahljóm Heims um ból Flytjandi: Björgvin Halldórsson Maria Baldursdóttir G. Rúnar Júlíusson Hljómar Þórir Baldursson Engilbert Jensen Fjðruo oö Vel f llltt plútú Lag: Flytjandi: Jólasveinninn minn Hljómar Hvít jól Björgvin Halldórss. Gefðu mér gott i sk. Maria Baldursd. Friður á jðrð G. Rúnar Júlíusson Hvers barn er það Hljómar Jólasnjór Gunnar Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.