Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1977, Blaðsíða 1
Sunnudagur 4. desember iregpmMfiSkife Bls. 33-64 LEIÐ SADATS TIL JERÚSALEM eftir ANDREAS KOHLSCHÚTTER Nasscr sasjrti þaO uni |>ol■- lískan nu-tuai) Sadats. aO hann lcti sci na*«ja „þjón- ustuhifrció mt-ó ókumanni oft ókevpis hcnsíiii". En |iaó var t*kki á ókcypis hcnsíni sciii Satlat koni til nióts t ió Bcuin i .lcrúsalcin. Lítilþægur meðhjálpari beið tíma síns eins og egypzka Ijónið Anwar el-Sadat, Egyptalands- forseta, hefur ávallt einkennt einbeitni til að fylgja eftir yfir- veguðum ákvörðunum, þótt hann komi einatt fyrir glað- beittur og áhyggjulaus. Hann er ekki gæddur þeim sterku, áhrifamiklu leiðtogatöfrum, er fyrirrennari hans, Gamal Abdel Nasser, hafði til að bera. En Sadat býr yfir viðmótshlýju sem Nasser var sneyddur. Hann getur hlustað á hluti, sem fyrirrennara hans var um megn og hann vinnur viðmælendur sína á sitt band við persónutöfr- um, óþvingaðri framkomu og hispursleysi. Þeir höfundar sem honum eru ástkærastir eru Konfúsíus og hinir sigildu vitr- ingar Indverja, er veita honum styrk í ró og stillingu, einnig Ernest Hemingway, sem skil- greindi hugrekki sem „festu þegar á dynur" — „Graee und- er Pressure", en þau einkunnarorð bera hervoðir mannsins og stjórnvitringsins Alwar el Sadats ríkulega með sér. Hvernig sem á er litið hlýtur Sadat að teljast seinheppinn maður. Hann er af fátæku fólki kominn úr ómerku ^iænda- þorpi, Mit Abul Kom, þar sem hann fæddist 1918. 1 búmanns- legri kyrrð Nílarósa sleit Sadat barnsskónum, í lítilli og sælli veröld pálma, hestvagna, egypzkrar sagnahefðar og undirgefni við Islam. Móðir hans var frá Súdan og er það skýringin á dökku litarafti Sad- ats. Þegar hann var sex ára að aldri fluttist fjölskylda hans til Kairó, þar sem faðir hans fékk starf sem vinnumaður á sjúkra- húsi. Sadat hefur aldrei gleymt eða reynt að draga fjöður yfir fábrotinn uppruna sinn. Að sögn náins samstarfsmanns hans ber látæði hans allt vott um sameiginleg einkenni egypzkra þorpsbænda. „Hann er þrautseigur, þolinmóður, slunginn og skarpskyggn og lætur stjórnast meira af eðlis- ávísun en skýrslum og embættisskjölum, er hann stendur frammi fyrir meiri háttar ákvörðunum," er eftir honum haft. Langur og strangur vegur Að auki hefur Sadat alltaf verið reyrður upprunalegri hefð múhameðstrúarmanna. Hátt á enni Sadats er dökkur blettur, en smám saman hefur myndast við tiðar bænagerðir er Sadat hefur lotið að hrjúfri, gólfábreiðunni. Mark þetta Sadat: Egyptaland hefur for- gang. nefna trúaðir „Paradísardil". Segja jafnt lærðir sem leikir um þann er Paradisardílinn ber, að „honum fylgja mus- limirnir, hvert sem hann rat- ar“. Vegur Sadats til áhrifa var langur og þyrnum stráður. Eft- ir að hann útskrifaðist úr Hernaðarháskólanum í Kairó 1938 kom hann á fót samtökum „Frjálsu liðsforingjanna" ásamt Nasser, félaga sinum úr herbúðunum, sem þá var tvítugur að aldri. Hann sat þvi næst í fangelsi brezkra nýlenduyfirvalda um fimm ára skeið — fyrst vegna tengsla sjnna við þýzka njósnahringi og seinna út af meintri þátttöku i morði fjármálaráðherra í stjórn Farúks konungs. Þegar „frjálsu liðsforingjarn- ir“ steyptu Farúk af stóli 1952 kom Sadat of seint á vettvang. Sökum þess að kvöld eitt hafði hann farið með börn sin á kvik- myndasýningu og missti fyrir bragðið af uppþotinu. Hann fann skilaboðin frá Nasser þá fyrst er hann kom aftur en í þeim sagði: Timinn er kominn — Stefnumót kl. 23.00. 1 eftir- minningum sínum lýsir Sadat viðbrögðum sínum svo: „Ég þaut upp tröppurnar, reif af mér hversdagsklæðin, dreif mig í einkennisbúninginn og sat undir stýri áður en fimm mínútur voru liðnar. Þegar .ég komst loks á umræddan stað var hann yfirgefinn. Byltingin var þegar um garð gengin." Eftir 1952 féll það i hlut Sad- ats að vera undirmaður um 18 ára skeið. Hann fór hægt af stað, fyrst sem blaðamaður, aðalritstjóri A1 Ghoumuria, síð- an ritari þings Múhameðstrúar- manna, forseti egypzka þings- ins, sem einokað var af flokki Nassers, þá ritari sjálfs flokks- ins og loks varaforseti hans, en það embætti lét Nasser honum eftir þótt hann virti annars að litlu stjórnmálahæfni Sadats. Í hans augum var Sadat maður án húsbóndavalds, sem honum gat enginn hætta stafað af. Sad- at varð að hafa taumhald á ræðuhöldum, sem Nasser fund- ust of langdregin og lítilfjörleg, varð að þola hnútur húsbónda sins, sem smánaði hann með viðurnefnum eins og „Bik Basehi Saa“ — „Æðsta já já“. Pólitiskur metnaður Sadats takmarkaðist. að því er Nasser taldi, við „þjónustubifreið með ökumanni og kostnaðarlausu bensini". Enginn hjóst við miklu En Nasser skjöplaðist. Sadat, hinn auðmjúki skjalatöskuberi, dulur og yfirlætislaus, beið tíma sinn eins og Sfinxinn. Og sá tími rann upp við fráfall Nassers 28. september 1970. Var Sadat valinn eftirmaður hans í byrjun október. Hann var öllum til hæfis, en enginn bjóst við miklu af honum né hugkvæmdist að hann ætti póli- tíska framtiðarmöguleika. Þeg- ar allt kom til alls var hann ekki annað en stafnskraut þjóðarfle.vtunnar. bráðabirgða- forseti án eiginlegrar embættis- getu. Hugmynd þessi var enn viðtekin þann 1. mai 1971, er Sadat flutti mikla ræðu í Helu- an, en þá veifuðu stáliðjuverka- mennirnir myndum af Nasser jafnframt því að hrópa nafn Sadats. En Sadat varð ekki lengur haldið í skugga nafntogaðs forvera síns, er svo lengi hafði haft hann undir oki. Hann upp- hóf eigin byltingu og gat sér orðstír. A sjö árum varð úr hin- um tilþrifalitla arftaka annað stórmenni sem fór ekki siður enskur klæðnaðuf, frjálsleg rúllukragapeysa og flaksandi skyrta en einkennisklæðiiaður egypzka þjöðhöfðingjans. Sadat verður ekki álasað fyr- ir að hafa kastað sér út í fífl- djörf ævintýr. En bandariskur sendimaður í Kairó hefur kvartað yfir að hann sitji of sjaldan við skrifborðið og „vanræki daglegt skjalaflóð". Það eru orð að sönnu. Sadat þekkir vel þá frerstingu að taka stjórnarákVarðanir i einrúmi yfir alla hafinn og án samráðs við skrifstofubáknið. Fjarri smámunum hversdagsleikans hafa Sadat verið mislagðar hendur í ákvörðunum sem snerta daglegt amstur almúga- mannsins. Þegar kemur að veigameiri og afgerandi ákvörðunum er hann aftur á móti glöggur og víðsýnn. Eins og hann segir í minningum sín- um: „Ég hræðist ekki blindgöt- ur því ég á ætið um mismun- andi kosti að velja er allir leiða að settu marki." Sadat vill breyta Egypta- landi, beina hinni lúnu og veg- villtu þjóð á nýja og farsæla braut í innan- sem utanríkis- málum. Þrátt fyrir brestina. er árangur sá, er Sadat hefur náð. athyglisverður. Bcislaói ríkislögregluna i nafni sósíalismans rak Nass- er líflausan og ótækan ríkis- búskap. i nafni „opinnar stjórnarstefnu" sem greiðir götu einstaklingsbundinna fjár- festinga innlendra og erlendra aðila er Sadat umhugað um að stuðla að umgerð blandaðs hag- kerfis í Egyptalandi og hefja Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.