Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977
Hvers er helzt
að minnast
frá árinu 1977
ÁN EFA hafa allir einhvers að minnast frá árinu, sem nú er
að líða og um nokkurra ára skeið hefur sú venja orðið að
Mbl. leiti til fúlks og biðji það að minnast einhvers eða
einhverra atburða frá líðandi ári með nokkrum orðum. Hér er
enn leitað til nokkurra landsmanna og þeir beðnir að svara
ofangreindri spurningu og fara svörin hér á eftir.
Sr. Gunnar
Björnsson
INGIBJÖRG dóttir mín varð 9
ára i marz, fór í þriðja bekk
grunnskóla og komst klakk-
laust í gegnum píanólagið
„Draumavalsinn hennar Geir-
þrúðar“ eftir Beethoven. Björn
Ölafur, sonur minn, varð 7 ára i
febrúar fór í fyrsta bekk grunn-
skólans og lærði „Menúett í G-
dúr“ eftir J.S. Bach.
í ágúst fórum við hjónin góða
reisu á hestbaki frá Bolungar-
vík til Þingeyrar við Dýrafjörð
og heim aftur. Ég fór sjóleiðis
milli Reykjavíkur og ísafjarðar
í fyrsta skipti á ævinni og þótti
gaman.
i október lét af embætti
prófasturinn í Ísafjarðarpró-
fastsdæmi, séra Sigurður
Kristjánsson, og fluttist til
Reykjavíkur. Finnst okkur mik-
il eftirsjá af honum og fjöl-
skyldu hans. Ég hafði þá
ánægju í janúar að vígja nýja
sundlaug hér í Bolungarvík og
nokkru siðar mjög fullkomna
skíðalyftu.
í september sat ég fróðlega
ráðstefnu um sálusorgun og var
hún haldin í Skálholti. Mér er
ofarlega í huga orkubú Vest-
f jarða, sem komið var á laggirn-
ar á árinu og skal sjá Vestfirð-
ingum fyrir nægilegu rafmagni
svo og stofnun Landssamtak-
anna Þroskahjálp, en þau vinna
að bættum hag vangefinna. Ég
fagnaði mjög því framtaki, að
nú er byrjað að lýsa upp Eyrar-
hlíðina, veginn milli Hnífsdals
og fsafjarðar.
Dýrmæt minning frá s.l. vori
eru frumflutningur nýs ís-
lenzks tónverks sem heitir
„Concerto piccolo" og er eftir
Leif Þórarinsson, en tileinkað
föður mínum, Birni R. Einars-
syni. Það var hljómsveit Tón-
iistarskóla Isafjarðar sem flutti
verkið á tónleikum á ísafirði.
Af bókum sem ég kynntist á
árinu set ég efstar Heim til þin
Island eftir Tómas Guðmunds-
son og Christ sein eftir
kaþólska guðfræðinginn Hans
Kiinhg. Af erlendum tiðindum
nefni ég valdhafaskiptin í Kína,
bandaríska rithöfundinn Mara-
bel Morgan, sem boðar hús-
mæðrum afturhvarf til heim-
ilisstarfa og fráfall tveggja stór-
snillinga jassins, þeirra Errolls
Garners og Paul Desmonds.
Af frændliði mínu lézt tvennt
í desember þau Ásbjörn Ólafs-
son stórkaupmaður og Ragn-
heiður Jónsdóttir Ream listmál-
ari.
Halla
Jónsdóttir
FRETTIR þær sem okkur hafa
borizt um öldu mannrána og
hryðjuverka á síðasta ári hljóta
að fylla alla hugsandi menn
óhugnaði og viðbjóði.
Af innlendum fréttum er mér
minnisstæðust fréttin um
heimsmeistaratitil unglinga í
skák Jóns L. Árnasonar. Ef-
laust hafa fleiri en ég orðið
montnir þá.
Að lokum tvær grátbroslegar
fréttir héðan, annars vegar
barnalegt hringl Alþingis með
stafsetningarreglur og hins
vegar Kröfluævintýrið sorglega
á meðan hvorki er hægt að
byggja sundlaug fyrir lamaða
og fatlaða né veita öldruðum
viðunandi aðstæður.
Hannes Þ.
Hafstein
Þegar litið er yfir farinn veg
liðins árs, er að vonum, að til-
greind séu þau atvik, sem eru í
beinum tengslum við starf mitt
hjá Slysavarnafélagi Islands.
Tvímælalaust eru lögin um
Tilkynningaskyldu islenzkra
skipa efst i huga, en þau voru
samþykkt og staðfest í maí.
Þessi Iagasetning er stórmerk-
ur áfangi i slysavarnamálum og
stórt skref stigið til aukins
öryggis sjófarenda og bættrar
þjónustu fyrir aðstandendur
þeirra svo og útgerðarmenn.
I annan stað er tíðni bana-
slysa minnisstæð og jafnfram
ógnvekjandi. Ekki verður sú
atburðarás rakin hér, en bent á
þá sorglegu staðreynd, að bana-
slys í umferðinni hafa aldrei
orðið fleiri en á því ári, sem nú
er að kveðja. Því er fyllsta
ástæða, til þess að vekja athygli
allra vegfarenda á þessari stað-
reynd og hvetja til samstöðu
fjöldans til aukins öryggis í um-
ferðinni.
Þá er vissulega ástæða til að
minnast ágæts starfs slysa-
varnadeilda og björgunarsveita
félagsins, fjölmennra funda um
slysavarnamál og skipulagsmál
varðandi umdæmaskiptingu
björgunarsveitanna. I því sam-
bandi er einnig ánægjulegt að
minnast hinna mörgu og fjöl-
mennu samæfinga björgunar-
sveita félagsins.
Eitt atvik um hjálp og aðstoð
er mér ofarlega í huga svo sér-
stætt sem það er. Um miðjan
ágúst barst SVFÍ hjálparbeiðni
frá vöruflutningaskipinu Eld-
vík, sem þá var að leið til
Hornarfjarðar frá Portúgal, og
statt 420 sjómílur suður í hafi.
Var óskað aðstoðar vegna hel-
sjúks sjómanns, er samkvæmt
sjúkdómsgreiningu Iækna var
úrskurðaður með sprunginn
botnlanga, og þyrfti þegar í
stað að komast á sjúkrahús til
uppskurðar. Var leitað til
björgunarsveitarinnar á Kefla-
víkurflugvelli, er þegar sendi
þyrlu og eldsneytisvél á vett-
vang. Eftir nær níu klst. flug
var hinn dauðvona islenzki sjó-
maður kominn í hendur hinna
færustu lækna i Reykjavík og
lífi hans bjargað.
Jóhann
Pétursson
„Það er að sjálfsögðu margs
að minnast frá árinu, en það
hefur lika ýmislegt farið fram-
hjá mér hérna og margt er það
sem maður gleymir þegar svona
spurning er borin upp. Þó vildi
ég slá því föstu að það sem ég
minnizt helzt frá árinu 1977 er
ráðstefnan í Belgrad og þessi
merkilega viðleitni Sadats til að
leita friðar fyrir botni Miðjarð:
arhafs og sannleikurinn er sá
að það er ekki honum að kenna
hvaða álit ýmsir þjóðhöfðingjar
hafa á honum fyrir það. Varð-
andi ráðstefnuna I Belgrad má
nefna að með frelsið er það
aðalatriðið að geta gert sér
grein fyrir því hvaða frelsi
hver á, frelsi er ekki það að
geta gert það sem manni sýnist,
samfara frelsi fer alltaf ábyrgð-
artilfinning, og frelsi er ekki
annað en það að vita hvar hver
maður stendur og meta út frá
því aðstæður sínar. Nú, það er
margt merkilegt að gerast hjá
okkur, það var einu sinni talað
um það hérna að við ættum að
eiga sem minnst samskipti við
aðrar þjóðir, og ekki skipta okk-
ur af þvi hvað þær gerðu en það
hefur nú komið á daginn að
slíkt verður sífellt nauðsyn-
legra á öllum sviðum þjóðlífs
okkar.“
Leifur
Magnússon
Af mörgum minnisstæðum
atburðum á líðandi ári eru mér
tveir minnisstæðastir, en það er
fyrst og fremst verkfall opin-
berra starfsmanna sem mark-
aði viss tímamót hér á landi.
Hitt er það, að meðan verðbólg-
an lækkar í flestöllum ná-
grannalöndum okkar i Evrópu
vex hún stöðugt hér.
Af erlendum atburðum ber
hæst ferð Sadats til ísraels i
desember, sem er alger tíma-
mótaatburður I sögunni. Hins
vegar vil ég nefna mál mér öllu
skyldara, en það er flugránið á
Lufthansa-þotunni í október s.l.
og þeirri frækilegu björgun
sem fram fór í kjölfarið á far-
þegum og áhöfn, en þessi at-
burður bendir okkur enn einu
sinni á þörfina fyrir auknar og
hertari reglur til að koma í veg
fyrir flugrán i heiminum.
Lilja
Gísladóttir
Siðast liðna níu mánuði hef
ég dvalið í Gautaborg og er
margt sem er mér minnisstætt,
en efst í huga er mér leirskrið-
an mikla þar síðasta dag
nóvembermánaðar.
Ég vann á barnaspítala og fór
heim ásamt einum vinnufélaga
mínum, sem ég ætlaði að hjálpa
að flytja. Um klukkan 18:30
settumst við niður og ætluðum
að.fá okkur að borða, kom þá
maðurinn á neðri hæðinni
hlaupandi upp og spurði hvort
við hefðum heyrt um slysið.
Ekki vissi hann hvað hafði
skeð, en maður frá bensínstöð
hefði hringt til lögreglunnar og
hrópað á hjálp, því hann horfði
á eftir húsunum ofan í jörðina.
Við kveiktum á sjónvarpinu og
urðum þá fljótt vísari hvað
væri á seyði.
Allt rafmagn fór af stóru
svæði, vatnsrör fóru í sundur
og svo mikið neyðarástand
skapaðist að enginn man annað
eins. Fólk kom heim úr vinnu,
fann ekki fjölskyldur sínar og
beið milli vonar og ótta í marga
klukkutíma, sumir nokkra daga
eftir að vita hvað orðið hefði
um fjölskylduna. Erfitt var að
leita við þessar aðstæður,
myrkrið var svo mikið og því
beðið birtunnar. Myndi þá
koma í ljós hve stórt svæði
þetta næði yfir, en þegar dagur-
inn rann upp var skollin á sú
alsvartasta þoka sem ég hefi
séð.
Stemmningin á spítalanum
var alveg sérstök, allir hugsuðu
um það eitt að hjálpa, hvort
sem vinnutíminn var útrunn-
inn eða ekki. Börn voru send
heim svo fleiri pláss væru fyrir
hina slösuðu. Lítill drengur
fannst lifandi eftir 11 klukku-
tíma i leirnum og hélt hann
utan um bak móður sinnar.
Móðirin var dáin svo og 9 mán-
aða gamalt ungbarn, sem hún
þrýsti að sér, en hola sem hafði
myndazt fyrir aftan drenginn
og líkamshiti frá móðurinni
höfðu bjargað honum. Það gekk
kraftaverki næst að ekki skyldu
fleiri farast í þessum ósköpum.