Morgunblaðið - 31.12.1977, Síða 11

Morgunblaðið - 31.12.1977, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977 43 aö tilraunin með lyfin, sem hér voru til umræðu, tók tvö ár, þó að vísu væri ekki unnið að því verk- efni sleitulaust. UPPLÝSINGA- MIÐLUN UM LYF OG VERÐ LYFJA En hvernig á þá að fá í notkun ódýrari lyfin, sem reynst hafa jafngóð? Eru læknar sér meðvit- andi um verðmismuninn þegar þeir segja fyrir um notkun ákveð- inna lyfja? Láta þeir sig þetta varða? — Það verður að upplýsa lækna um, að til séu lyf, sem eru bæði góð og gild og jafnframt ódýr. Og að halda þeim lyfjum fram. Oft er hægt að velja um lyf með gífurlegum verðmuni. En ástæðan fyrir þvi, að ekki eru kannski notuð ódýrari lyfin, þó þau geri sama gagn, er oft van- þekking. Læknar hafa ekki vitn- eskju um það hvað lyfin kosta, sem þeir ávisa sjúklingum sinum. Margir þekkja alls ekki lyfjaverð- skrána, sem gefin er út á hverju ári. Þorkell vekur athygli á þvi, að bæði Vilhjálmur og Magnús sitja i iyfjanefnd, sem nú er að hefja útgáfustarfsemi, er miðar að kynningu á lyfjum, þar á meðal lyfjaverði. Vilhjálmur bendir á, að í sjúkrahúsunum séu kjörnar lyfja- nefndir, sem eigi að gefa leiðbein- ingar um það, hvaða lyf skuli kaupa til sjúkrahússins. I henni sitja venjulega tveir læknar auk lyfjafræðings sjúkrahússins. Þar sé líklega vænlegast að byrja, enda mætti i sjúkrahúsunum spara gífurlegar upphæðir með þvi að taka skynsamlegt tillit til lyfjaverðs. Bent er á, að þess verði varla vænst, að frumkvæði í þessu máli komi frá lyfsölum eða innflytj-' endum. Smásöluálagningu á lyfj- um sé nefnilega háttað eins og á svo mörgum öðrum vörum, sem kaupmenn selja. Álagningarregl- ur séu því síður en svo til fram- dráttar ódýrum lyfjum. Sem dæmi mætti nefna, að álagning lyfsala, sem selur 100 valíumtöflur, 5 mg, sé ekki minni en 800 kr., en ef sami lyfsali mundi kaupa af innlendum lyfja- framleiðanda 100 5 mg. diazepam- töflur, sem fyrr voru nefndar í viðtalinu, þá færi smásöluálagn- ingin ekki fram úr 70 kr., miðað við verðlag i árslok 1976. — Frumkvæðið hlýtur því að koma frá hinu opinbera i sam- vinnu við lækna, sjúkrahús og rannsóknastofnanir. Um það eru þeir Magnús, Þorkell og Vilhjálm- ur sammála. — Eigi lyfjagerð hér ekki að leggjast niður eða dragast saman að miklum mun, verður einhver að ganga fram fyrir skjöldu og vinna að nauðsynleg- um rannsóknum, sögðu þeir. Þeir tóku enn fram, að þeir væru ekki framleiðendur, heldur einungis rannsóknaaðilar, sem byggju í hendurnar á þeim, sem siðar kynnu að framleiða lyfin, hvort sem það yrðu opinberir aðilar eða einkaaðilar. • EFNIN KEYPT Á frjAlsum MARKAÐI En hvað um einkaleyfi á lyfj- um? Eru þau ekki þrándur í götu fyrir innlendri framleiðslu? — Einkaleyfi eru tímabundin og taka ekki til efnisins, heldur framleiðsluaðferðar, er svarið. Lyf j averksmiðj ur geta tekið einkaleyfi á nafni og aðferð. Hins vegar er oft hægt að kaupa virk efni á frjálsum markaði af þeim, sem hafa fundið aðrar aðferðir til framleiðslu á hlutaðeigandi efni. Islenzk lyfjaframleiðsla verður fyrst og fremst að byggjast á efn- um, sem hægt er að kaupa á al- mennum markaði. Úr þeim eru þá framleidd lyfjaform. Og þó vinnu- afl sé hér dýrt, þá gæti sparast mikið fé við lyfjaframleiðslu inn- anlands og mjög mikið umfram það sem nú er. Það er ekki um að Fáránleg krafa? Er einhver leið til að uppfylla hana? Einfaldasta leiðin er sú að vera með i happdrætti SÍBS. Þar hlýtur fjórði hver miði vinning. Alls verða þeir 18.750 í ár - rúmar 324 milljónir króna. Mánaðar- lega er dregið um heila og hálfa milljón. Aukavinningur í júní er Mercedez Benz 250 að verðmæti yfir 5 milljónir. Það kostar aðeins 600 kr. á mánuði að gera eitthvað í því að fjölga happadögum sínum í ár. HappdrættisáriÖ 1978 - Happaárið þitt? Happdrætti Þetta línurit sýnir samanburð á inntöku á tveimur mixtúrum. ísl. lyfið í blóðinu sésl á heilu línunni, en það svissneska á brotnu línunni. ræða sparnað sem næmi tugum heldur væntanlega hundruðum milljóna króna á ári hverju. . Tilraunir þeirra Magnúsar Jó- hannssonar dósents, Vilhjálms G. Skúlasonar prófessors og Þorkels Jóhannessonar prófessors með þessi tilteknu súlfalyf hafa sýnt, að þau má framleiða á viðunandi hátt á tslandi og mun ódýrar en nemur kaupverði þeirra frá er- lendum lyfjaverksmiðjum, án þess að gæði séu minni. En hvað svo? Við því fást ekki bein svör. En bent á að. svar yfirvalda liggi ekki fyrir í þessu máli. Aftast í ritgerð- inni eru hins vegar einkunnarorð, sem vekja athygli. Þar stendur: „Ritgerð þessi, niðurstöður og efniviður, er tileinkuð Sigurði Öl- afssyni, lyfsala í Reykjavikur apó- teki fyrir langt og óeigingjarnt starf að lyfjamálum." Má kannski af þessum einkunn- arorðum ráða, að niðurstöður rannsóknanria séu ekki ætlaðar skúffunum á ráðuneytisskrifstof- um, heldur til hagnýtari nota ein- staklingum, og rikisstofnunum til hagsbóta. Þessu viðtali má ljúka með þvi að vitna í orð Þorkels Jöhannes- sonar prófessor, er birtust i Morg- unblaðinu 6. des. 1976. Hann seg- ir þar að ekkert áhorfsmál sé að efla beri innlenda lyfjafram- leiðslu og tryggja, að innlend lyf séu notuð á kostnað erlendra lyfja, svo fremi að innlend lyfja- framleiðsla sé jafngild hinni er- lendu. Er öruggt, að slíkt gæti sparað ríkissjóði óhemju fé, enda þótt innlendir lyfjaframleiðendur fengju meira fyrir sinn snúð en nú er, en það sé raurrar sanngirn- ismál. Liggi beint við að yfirvöld feli Lyfjaverzlun rikisins, sem nú sé góðu heilli verið að reisa úr rústum að heita má, forustu í þessu máli í samvinnu við lækna, spítala og rannsóknastofnanir í landinu. — E.Pá.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.