Morgunblaðið - 31.12.1977, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977
47
gætu stuðlað að heilbrigðu Ifferni. Jðmfrúin er yfirleitt greiðvikin »g fús að
hjálpa öðrum. En sjálf er jðmfrúin feimin, oft taugaæst, innhverf, praktfsk,
ástríðufull og áreiðanleg, en hættir til að venja sig ájeiðindanöldur sem
tekur oft á taugar þeirra sem umgangast þær.
Árið 1977 var bæði gott og slæmt ár f.vrir jðmfrúna. Hún lærði að meta
margt nýtt, ekki hvað sízt á andlega sviðinu og las sér til uni marga hluti.
Hún k.vnntist mörgu nýju fðlki, sem hafði hvetjandi og uppbyggileg áhrif á
hana. Jðmfrúin ferðaðist mikið og reynslan sem hún öðlaðist á ferðum
sfnum hafði meiri áhrif á hana en hún hefur almennt gert sér grein fyrir.
Fjármál voru í megnustu óreiðu hjá mörgum jómfrúm. Þær áttu í
erfiðleikum með aðeyða ekki langt um efni fram.
.Margt bendir til að árið næsta verði all sviptingasamt fyrir jðmfrúna og
hún hafi t.d. ekki fullkomlega bitið úr nálinni með eyðslu sína í fjármálum.
Einkamálin eru hjá mörgum jðmfrúm all erfið viðfangs og er ekki f fljðtu
bragði unnt að sjá að þau levsist með snöggum hætti. heldur verður að vinna
að þvf að þolinmæði og umhurðarlyndi.
Þekktir borgarar fæddir í jðmfrúrmerkinu: Ómar Ragnarsson fréttamað-
ur. Ásgeir Bjarnason alþm., Jðn Birgir Pétursson fréttastjðri. Ólafur
Ragnarsson ritstjóri, Ilalldðr Ásgrfmsson alþm.. Halldðr E. Sigurðsson
alþm., Jökull Jakobsson rithöfundur.
Vogin leggur mikið upp úr friði »g samrænii f umhverfi sfnu, er fagurkeri
hinn mesti. Hún hefur rfka félagsþörf og einvera á ekki við hana nema
skamma hrfð. Hún ieitar áfjáð félaga, sem hún getur deiit kjörum með og
stundum verður ákefðin dðmgreindinni yfirsterkari.
Vogin er listræn og skapandi og hefur þörf fvrir munað, allt að þvf höglífi,
leggur mikið upp úr glæstum ytra búnaði. Vogín á oft við tilfinningalega
erfiðleika að etja, þvf að sveiflur eru talsverðar í sálarlífinu. Vogarfölk er
seinþrevtt til vandræða en dðmhart og ðsveigjanlegt meðöliu ef því finnst á
rétt sinn gengið. Það er sérstaklega lofsvert við Vogarmerkið að þvf er
gefinn sá eiginleiki að sjá báðar hliðar máls. Vogarfðlk er oft að finna í
listum og f skemmtiiðnaði, þar sem það nær markverðum árangri. Vogarfðlk
hefurumfram allt þörf fyrir að finna að aðrir hafa þörf fyrir það. Vfirleitt
er Vogarfölk vingjarnlegt og jákvætt, þolínmött og umburðarlvnt og hefur
áhuga á að láta gott af sér leiða.
Árið 1977 var ár mikill persðnulegra brevtinga fvrir margar vogir. Þt‘gar
hún Iftur nú um öxl verður sjálfsagt mörgum um megn að skilja hvernig
þetta rðlyndíslega Vogarfðlk sem hefur svo mikla þörf fyrir kyrrð og næði
komst ðskaddað í gegnum þessa raun. Eftir stendur vogin, sterkari en áður,
og hefur þá trú að hún sé hæfari til að takast á við það sem hana hefði ekki
órað fyrir áður að hún réði við. Vogin hefur einnig komizt að þvf að henni er
gefið að hafa áhrif á fðlk og láta það þðknast sér. Þetta skvldi vogin vara sig
á að misnota.
Vinir leita mjög til Vogar um ráðleggingar. Sumir vinir reyndust ekki
eins hollir og vogin hafði búizt við.
Á árinu var við nokkra fjárhagsörðugleika aðglíma en útlitið er betra nú.
Vmis vandamái voru ekki útkljáð á árinu »g ýmiss konar sárindi sitja eftir.
Árið næsta verður allt árevnsluminna og kærkomin rð og friður áberandi. 1
leik og starfi gengur flest f haginn »g fitjað verður upp á nýjuni leiðum til
aukins þroska og ánægju mörgu Vogarfólki.
Þekktir horgarar fæddir í Vogarmerki:
Albert (íuðmundsson aiþm., Ellert B. Sehram alþm., Jðn Sðlnes alþm.,
Sonja Diego fréttamaður, Jðn Haraldsson arkitekt, Silja Aðalsteinsdðttir
kennari, Ingvar Jðnasson fiðluleikari, Svava Jakobsdðttir alþm.
Sporðdrekinn er það merki stjörnuhringsins sem hvað mestri dul er
sveipaður. Margir hafa horn í sfðu sporðdreka og stimpla þá kaldrifjaða og
útsmogna aðila sem einskis svffist og unir sporðdreki — að minnsta kosti á
vfirborði — undur vel þessari umsögn. En fráleitt er að setja stimpil á þetta
fðlk vegna þess hve fjölþadt fðlk og margslungið er fætt undir þessu merki.
Sporðdrekar geta verið blíðlyndír með afbrigðum, en þeir geta einnig verið
hörkutðl sem láta sér ekki allt fyrir brjðsti brenna. Sporðdreki er öðrum
langra'knari og ségert á hluta hans fyrirgefur hann það naumast.
Þrátt fyrir allt eru sporðdrekar miklar tilfinningaverur. Þð eru þeir
ðfúsir á að láta tilfinníngar sfnar í ljðs. Þeir eru seinteknir til vináttu og
hvað svo sem þeir tala digurbarkalega sjálfir vefst oft fyrir þeim að skilja
sjálfa sig. Þð eiga þeir mjög auðvelt með að setja sig inn í ýmis mál og brjðta
þau til mergjar og hafa hina mestu unun af þvf að skilgreina og setja fram
kenningar, sem þeir vita fvrirfram aðeru réttar því að skarpleiki þeirra og
áiyktunargáfa eru með ðlfkindum. Það skyldi enginn leika sér að tilfinning-
um sporðdreka. — og þð enn sfður að hégðrnagirnd hans.
Arið 1977 var umbyltingarsamt mörgum sporðdrekanum. Persðnulegar
breytingar urðu á högum margra og ekki tðkust allar ráðgerðir þótt vel
hefði verið að staðið. Þegar sporðdrekinn sneri sér sfðan að því að le.vsa
málin. raksl hann oft á erfiðar tálmanir. Frjármálin voru f kalda koli, þótt
svo reynt væri eftir megni að koma skipulagi á þau. Persónulega sa*tti
sporðdrekinn mikilli gagnrýni sem angraði hann mjög — ekki hvað sízt þar
sem hann varð og að gæta þess að láta ekki á gremju sinni bera.
Árið sem í hönd fer lofar öllu betra fvrir sporðdreka. Allt sem sporðdreki
hefur mátt reyna á sig á árinu 1977 kemur honuni nú á ýmsan hátt til gðða.
Einkalffið virðist og færast í meira jafnvægi á árinu og þau tengsl sem
sporðdrekar mynda nú á árinu gætu mörg hver orðið varanleg.
Þekktir borgarar fæddir í sporðdrekamerkinu:
Eiður Guðnason fréttamaður, Guðrún Ásmundsdðttir. leikkona, (iuðjðn
Einarsson fréttamaður, Garðar Sigurðsson alþm, Björn Bjarnason deildar-
stjðrí, Þorsteinn Pálsson ritstjðri. Pálmi Jðnsson alþm., (íarðar Gfslason
borgardómari.
Bogmaðurinn.
23 'nóvember—21. desember
Bogmaðurinn vill helzt alltaf vera á faraldsfæti. Hann er nýkominn frá
Árgentfnu, þegar hann fer að skipuleggja villidýraveiðar í Áfrfku. Bogmenn
geta verið annars hugar og glevmnir, gera stöðugt áætlanir sem ekki
standast — »g kæra sig kollötta um það. Bogmenn eru ákaflega glaðlvndir f
viðmóti. en þar með er ekki sagt að þeir séu alltaf dús við sjálfa sig. En þeir
eru hlátui mildir. hafa næman húmor. Margir bogmenn hneigjast til að hafa
áhuga á heimspeki og trúmálum. Bogmenn eru teldir mestir bjartsýnis-
menn stjörnuhringsins og þessi eiginleiki á sinn þátt f að gera þá að einkar
skemmtilegum félögum. Þrátt fyrir alla hjartsýni og glaðlyndi eiga þeir til
ákveðið raunsæi sem getur stundum orðið að svo mikilli sjálfsgagnrýni að
minna hefði mátt gagn gera. Þeir hafa þörf fvrir að vera frjálsir og varasamt
er að ætla sér að drottna yfir bogmanni. Hins vegar er Ijúft að leiða hann.
Bogmenn eru sagðir hafa eins konar Poliyönnuskaplyndi. þ.e. sjá jafnan
betri hlið á hverju máli. Bogmaður hefur persðnutöfra og gáfur, en
vfirgengíleg elskulegheit hans geta stundum orkað þrevtandi. En þðtt
bogmaður sé jákvæður og Ijúfur fer hann sínar eigin leiðir ef því er að
skipta og á þá ekki um það við annan en eigin sannfæringu.
Arið 1977 var athyglisvert og árangursrfkt ár fyrir marga bogmenn. Vmsir
fengu framgengt áformum sem lengi hföðu verið á prjónunum. Ýmsar
hrevtingar urðu í kunningja- »g vinahöpi. Margt fðlk sem bogmaður hafði
lengi umgengist virtist nú ekki falla lengur inn f Iffsmynstur hans, honuni
til nokkurrar furðu. Nokkrar sveiflur og ruglingur á tilfinninga- og ástalífi
gerði vart við sig, einkum sfðari hluta ársins. Árið 1978 virðist á ýmsan hátt
verða gott ár og mun fyrirhafnarminna en sl. ár. einkum vegna þess að
mörgum bogmanninum hefur tekizt að vinna ýmsa áfangasigra í því að
sætta sig við sjálfan sig.
Nokkrir þekktir borgarar fæddir í bogmannsmerkinu: Egill Friðleifsson
tónlistarkennari, Haukur Helgason ritstjðrafulltrúi, Sverrir Runólfsson
vegagerðarmaður, Þorsteinn (íunnarsson leikari, Geir llallgrfmsson ráð-
herra, Jón Skaftason alþm.. Kjartan Jðhannsson verkfræðingur.
Steingeitin.
22. desember—20. janúar
Steingeítur eru alvarlegar, feimnar, sjálfsagðar, fálátar og tekst alltaf að
koma sfnum niálum fram. Þær una ekki neinum að standa framar en þa*r og
eru góðir skipuleggjendur. Steingeitur eru vfirleitt framgjarnar og þegar
þær setja sér eitthvert áveðið markmið ná þær því hvað sem það kann að
kosta.
Ahrif frá Satúrnusi valda því að þær (steingeitina) skortir oft sjálfsgagn-
rýni og hún ofmetur sjálfa sig. Steingeitur eru áfjáðar í að lifa þægilegu Iffi
og svffast einskis til að ná þeini peningaáhrifuni sem þær telja sig þurfa.
Þegar áhrifin frá Satúrnusi eru niikil verða þær oft kaldar f viðmóti og
halda sfnum skoðunum til streitu. Flestar steingeitur þurfa að læra að vera
sveigjanlegri. taka árásum á sig léttar og hafa meðaumkun með öðrum. Á
ytra borði geta þa*r sýnst kaldranalegar, en hið innra eru þær óvenju
tilfinninganæmar.
Steingeitur verða alltaf að vera á varðbergi gegn þunglyndi. Dapurlegar
hugsanir, bölsýni og örvæntíng ná oft yfirhödninni í steingeitum, ef þa*r
læra ekki að taka lffiiiu léttar. Þa*r geta oft verið mjög önuglyndar vegna
þess að þa*r leggja mikla ra*kt við smámuni. Stundum eru steingeitur svo
gagnteknar af þeirri hugsjón að komast til mikilla metorða, að þa*r gefa
ekki smáhlutum gaum, og fara oft þanitig á mis við ánægju og hamingju.
Allar steingeitur verða að læra að hvfla sig og taka lilutunum léttar en þa*r
gera.
Steingeitur margar skiptu algerlega iim starfssvið á sfðasta ári og lítur út
fyrir að það muni gefa góða raun. Steingeitin varði ntiklum tfnia með vinum
sfnum á sl. ári og kann að vera að slitin hafi verið böntl við nokkra, þegar
sameiginleg áhugamál voru ekki lengur fvrir hendi.
Engin afgerandi þáttaskil verða við áramðt. Árið sfðasta var skapandi.
umsvifamikið »g erfitt og allt bendir til að áfram verði steingeitin að strita
og stökkva áður en eftirlætisdraumurinn hennar um þa*gindi og hóglffi
rætist.
Þekktir horgarar fæddir f Steingeitarmerkinu:
Ólafur B. Thors. forseti borgarstjðrnar. Ásbjörn Magnússon sölustjóri.
Elfas Snæland Jónsson hlaðamaður, Ólafur Skúlason dómpröfastur, Óli
Tynes blaðamaður, Gils (íuðmundsson alþm.. Helgi Seljan alþm., Þorbjörn
Guömundsson ritstjórnarfulltrúi, Björn Vignir blaðamaður.
Vatnsberinn.
21. janúar—19. febrúar
Vatnsberi er merki vináttu og öpersðnulegs kærleika. Fók sem er fætt
undir þessu merki er rausnarlegt, vinalegt og mannúöarsinnaö og hefur
ðhemju mikla þörf fvrir að fá að halda frelsi sínu og einstaklingseinkenn-
um. Vatnsherar eru þannig f viðmðti að aörir telja mjög auðvelt að kynnast
þeim, en því erfiðara að skilja þá. Vatnsberar eru trúir vinum sfnum og eiga
þá fáa, en hinn fjöimenni kunningjahópur þeirra stendur f þeirri sælu trú
að þeir eigi vináttu hans. Vatnsberinn er trúr í ástum, en hann leggur meira
upp úr þvf að félagi sinn af hinu kyninu sé sér andlegur jafningi. Sagt er að
vatnsberinn hafi meiri áhuga á fjöldanum en einstaklingunum og talað er
um ákveðna firð sem vatnsheri vilji halda. Fórnfúst starf vatnsbera i þágu
einhvers málstaðar sem hann metur þess verðan hefur þó kumiö bæði
einstaklingum »g fjölda til góöa. Vatnsberar hafa unun af einveru »g fhvgli.
Þrátt fyrir glaðlvndi þeirra út á við eru þeir oft innhverfir. hafa yndi af
bðkmenntum og listum. hugsa um hið óræða og það hefur verið sagt að þeir
hugsi nú það sem hin stjörnumerkin hugsi eftir fimmtfu ár. Vatnsberar eru
skapandi og uppfinningasamir, hafa óvenjulegt næmi gagnvart fðlki og hika
ekki við að gefa af sjálfum sér. Þeir verða fyrir hinum mestu vonbrigðum —
sem eru sárari en margt annaö fðlk í öðrum stjörnumerkjum upplifir — ef
fðlk revnist ekki verðugt þeirrar vináttu sem þeir vilja veita.
Vatnsberi hefur hæfni til að vera í stööugri endurnýjun. Því hefur fðlk í
merkinu meiri stjórn yfir sfnu lífi en ýmis önnur merki. Á árinu 1977
slitnaði upp úr ýmsuni tengslum sem vatnsberar töldu sig verulegu skipta.
Þar réð mestu að vatnsberum þótti sjálfsvirðingu sinni mishoðið og enda
þðtt langlundargeð vatnsberans sé með ölíkindum og umburðarlyndi gagn-
vart annarra göllum sé mikið getur þó svo fariö að vatnsberinn skelli í lás —
og þá er ekki hægt að opna aftur.
En slfk vinslit hafa áhrif á hann — en ekki til lengdar. t starfi viróist vera
nokkrar sveíflur en einnig slíkt á prýðlega við vatnsberann. A árinu næsta
skapast möguleikar til að beztu eiginleikar vatnsberans fái að njðta sfn og
svo virðist sem velgengni á síðari hluta ársins hafi verkað örvandi á hann og
muni hann búa að henni.
Vatnsherinn vill gjarnan mvnda tengsl eða halda tengslum við hitt kyniö.
Þau verða að vera upp á vatnsberabýti. Það getur verið hægara ort en gjiiii
að minnsta kosti ef í hlut eiga hin vfirgangssamari nierki stjörnuhringsins.
Nokkrir þekktir horgarar fa*ddir f Vatnsberamerkinu:
Gylfi Þ. (ííslason alþm.. Friðjðn Þiirðarson alþm.. Jónas Kristjánsson
ritstjðri, (*ísIi Magnússon pfanðleikari. Elfn Pálniadóttir borgarfulltrúi.
Guðni (iuðniundsson rektor, Tómas Helgason prðfessor, Níels P. Sigurösson
sendiherra, Jóhanna Kristjðnsdógtir blaöamaóur, Haraldur Henrýsson saka-
dómari.
Þvf hefur oft verið óréttlátlega haldið fram að fiskarnir væru „ruslatunna
stjörnumerkjanna". en fðlk í þessu stjörnumerki getur verið mjög vinsam-
legt, samúðarfullt, brjóstgott og förnfúsf. Áðalvandamál fiskanna er tog-
streita þeírra við kraft Neptúnusar, sem er stjarna blekkinga og draumsýna.
og veldur því að fiskarnir lifa í eigin heimi.
Þvf verður ekki neitað að fiskarnir eru niiklir draumóramenn. Imyndun-
arafl þeirra er oft svo ríkt að þeir lifa í eigin heimi, óháðir veröldinni fyrir
utan. Ánnað hvort eru þeir miklir listamenn, tónlistarmenn, balletdansarar
og skáldsagnahöfundar eða þeir flýja frá raunveruleikanum og verða
drykkjusjúklingar eða eiturlyfjane.vfendur. Állt sitt líf eru fiskarnir að afla
sér revnslu og þekkingar og veldur það þvf að annaö hvort eru þeir mjög
hátt uppi á andlega sviðinu eða kafna í tilfinningum sínum.
Fiskarnir revna oft að svala ást sinni í rómantískum draumórum. og verða
ástfangnir af hugsjðn sinni. Þeir leita að ástrfðu en gleyma því að ástrfða
veröur ekki fullkomiu þegar hún verður raunveruleg. Þá draga þeir sig inn f
skel sfna og sökkva sér í tilfinningar sfnar.
Þegar fiskarnir hafa áttað sig á því að þeir hiindra sjáifa sig á því að hafa
samgang við umheiminn opna þeir hug sinn. en þangað til halda þeir áfram
að hrærast í sinni eigin draumðraveröld.
Á sfðasta ári gætu ýmsir fiskar hafa tekið ástfðstri við ýmiss konar
dulspeki svo sem stjörnufræði, hugleiðslu og yoga. Þessi áhugi heldur áfram
á þessu ári og líklegt að fiskar hafi gaman af að glfma við þessi efni og
forvitni þeirra sé vakin. Almennt voru furðu miklar sveiflur í lífi fisksins.
Hann kann jafnvel að hafa stofnað hugsjónuni sínum í hættu. en hann lærði
ef til vill á því og fer eftirleiðis ögn varlegar í sakirnar.
Árangur i starfi var ekki metinn sem skyldi á árinu en á þvi verður nú
breyting og í flestu má segja að fiskarnir verði á uppleið á árinu hinu næsta.
Nokkrir þekktir borgarar fæddir í fiskamerkinu.
Ólafur Jóhannesson ráðherra. Magnús Kjartansson alþm.. Hjalti Rögn-
valdsson leikari. Brynja Benediktsdðttir leikstjðri. Arni Johnsen blaða-
maður, Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður. Markús Á. Einarsson veður-
fræðingur. Björn Thors blaðamaður, Ólafur K. Magnússon fjósmyndari.
Oskum vióskiptavinum vorum farsældar
á komandi ári og þökkum
ánægjuleg samskipti
á liðnum
arum
J. ÞORLÁKSSON & NORDMANN H.F Skúiagötu30- sími ii280