Morgunblaðið - 31.12.1977, Side 18
50
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977
EFUÐ STYRKASTA STJORNMÁLAAFUÐ
HER á eftir er stutt kynning á starfsemi og helztu
stefnumálum Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Enn-
fremur verður skýrt frá aðalfundum hverfafélaga Sjálf-
stæðismanna í Reykjavík, en áður hefur verið skýrt frá
aðalfundum Varðar, Heimdallar, Óðins og Hvatar.
HEIMDALLUR
SAMTÖK UNGRA SJÁLFST-ÆÐISMANNA
HEIMDALLUR er félag ungra sjálfstæSismanna i Reykja-
vík. Markmið félagsins er að berjast fyrir þjóSlegri og
viSsýnni framfarastefnu i þjóðmálum með hagsmuni allra
stétta og öfluga sameiningu þjóðarinnar fyrir augum
Kjörorð félagsins er „Gjör rétt, þol ei órétt"
I anda þessarar grundvallarstefnu hefur félagið starfað og
þannig mun það starfa
Heimdallur var stofnaður 16 febrúar 1927 og er elsta
stjórnmálafélag ungs fólks á íslandi Heimdallur hefur verið og
er stærsta og öflugasta stjórnmálafélag ungs fólks hér á landi
Helstu baráttumál félagsins nú eru:
Að standa vörð um frelsi og sjálfstæði íslands
Að stuðla að einkaeignarrétti og frjálsu markaðskerfi
Að draga úr rikisbákninu og þá um leið úr skattheimtu
Að breyta kjördæmaskipuninni þannig að kosningaréttur
borgaranna verði jafn.
Að tryggja öllum borgurum þá menntun, sem hugur og
hæfileikar standa til
Að stuðla að valddreifingu i þjóðfélaginu
Heimdallur berst fyrir þessum baráttumálum með því að
reyna að hafa jákvæð áhrif á stefnu Sjálfstæðisflokksins og
með fundahöldum. pólitiskri fræðslustarfsemi, útgáfustarfsemi
og fleiru
s máta<Lé.í.aai2
Vm..
LANDAMÁLAFÉLAGIÐ Vörður var stofnað 13. febrúar
1 926 og hefur frá upphafi verið öflugasta og fjölmennasta
stjórnmálafélag landsins.
Stefna Varðarfélagsins i þjóðmálum hefur verið frá byrjun i
fullu samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins
Helstu stefnumál Varðarfélagsins í dag eru
1 Að berjast fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu i
landsmálum
2 Að styðja og efla atvinnulif landsmanna á grundvelli
einstaklingsframtaks
3 Að efla hag Reykjavíkur og vinna að alhliða framförum
borgarinnar á sviði atvinnumála, fjármála og menningarlífs
Á aðalfundi Varðar í nóv 1973 var gerð sú breyting á
lögum félagsins. að Vörður er nú samband hverfafélaga
Sjálfstæðismanna í Reykjavík, en slik hverfafélög eru starfandi
i öllum hverfum Reykjavikur og eru félögin 12 að tölu.
Jafnframt var gerð sú breyting á lögunum að fulltrúar allra
hverfafélaganna eiga nú sæti i stjórn Varðar ásamt 7 öðrum
sem kjörnir eru ár hvert
Starfsvettvangur Varðar er þessi:
1 Að vinna að samræmingu á störfum félags sjálfstæðis-
manna í hverfum Reykjavíkur
2 Að annast skrifstofurekstur fyrir hverfafélögin, að svo miklu
leyti sem þau æskja þess. gefa út félagsskírteini fyrir félögin
og almennt aðstoða þau i starfi sinu
Helstu þættir í starfsemi Varðar eru funda- og ráðstefnuhöld
um þau málefni sem efst eru á baugi hverju sinni, spilakvöld,
sumarferðir félagsins. sem jafnan hafa verið mjög vel sóttar og
heppnast með ágætum, utanlandsferðir, útgáfustarfsemi. svo
almennur undirbúningur kosninga.
Hvöt, félag
Sjálfstœðlskvenna
HVÖT er félag Sjálfstæðiskvenna i Reykjavik, stofnað 15.
febrúar 1937.
HVÖT berst fyrir þjóðlegri og víðsýnni framfarastefnu í
þjóðmálum
HVÖT grundvallar stefnu sína á:
— frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar
— einstaklingsfrelsi
— séreignaskipulagi
— jafnrétti allra þjóðfélagsþegna ekki aðeins að lögum heldur
og i raun
HVÖT v.ll leggja áherzlu á aukna þátttöku kvenna í stjórnmál-
um og ákvarðanatöku innan þjóðfélagsins
— á Alþingi
— í borgarstjórn
— i ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu
HVÖT vill vinna að því að styrkja hag heimilanna sem allra
bezt
MALFUNDAFÉLAGIÐ
ÓÐINN
MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn er félag sjálfstæðismanna i
launþegasamtökum.
Máliundafélagið Óðinn hefur náð þvi markmiði að efla
samhug sjálfstæðismanna innan launþegasamtakanna í þeim
tilgangi að þroska þá í almennri félagsstarfsemi, svo sem
málflutningi á mannafundum. fundarstjórn og fundarreglum
og öðru því, sem að gagni má koma í þeirri viðleitni að vinna
að bættum lífskjörum launþega
Málfundafélagið Óðinn beitir sér fyrir þ\?i að vinna að öllum
þeim málum i hinum ýmsu stéttarfélögum, sem stuðla að
varanlegum kjarabótum og jafnrétti meðlimanna
Málfundafélagið Óðinn vill efla samvinnu og skilning milli
launþega og vinnuveitenda
Málfundafélagið Óðinn berst gegn hvers konar pólitiskri
misnotkun á verkalýðsfélögum
Málfundafélagið Óðinn leggur áherzlu á:
1) Að tryggja lýðræði og skoðanafrelsi innan launþegasam-
takanna i landinu.
2) Faglega hagsmunabaráttu launþegum til heilla og koma í
veg fyrir pólitíska misnotkun launþegasamtakanna
3) Að hafa þau áhrif á stefnu og störf Sjálfstæðisflokksins.
að hagsmunir launþega séu ávallt i hávegum hafðir, svo
flokkurinn eigi í raun fylgi allra stétta skilið
Helztu baráttumál Málfundafélagsins Óðins i dag eru:
1) Atvinnuöryggi fyrir hvern vinnufæran mann
2) Trygging kaupmáttar launa
3) Bætt vinnulöggjöf
4) Vinnuhagræðing til framleiðniaukningar og hagsbóta
fyrir almenning
5) Arðshlutdeild og áfkastabónus.
6) Auknir möguleikar á heilbrigðri nýtingu frístunda. sem
leiðir af styttingu vinnutimans.
7) Verðtryggður lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn
8) Atvinnulýðræði, þ e þátttaka launþega í stjórnun fyrir-
tækja
9) Ibúðabyggingar á félagslegum grundvelli
Frá aðalfundum hverfafélaga sjálfstæðismanna
I öllum hverfum Reykjavfkur eru starfandi félög sjálfstæðismanna
og eiga félögin aðild að Landsmálafélaginu Verði. Hvert hverfafé-
lag skipar fulltrúa sinn f stjórn Varðar.
Félagar f hverfafélögunum eru nú rúmlega 5000 manns og er
þeim, sem áhuga hafa á að ganga í hverfafélag bent á að hafa
samband við annað hvort stjórnarmann f viðkomandi hverfi eða
skrifstofu Varðar og Fulltrúaráðsins f síma 82963 — 82900.
Hverfafélögin héldu almennt uppi mjög virkri starfsemi s.l.
starfsár, sem miðaðist aðallega við fundahöld um einstaka þætti
Nes- og Melahverfi Sigríður Anna Valdimarsdóttir og
Fundurínn var haldinn að Hótel UnnurJónasdóttir.
Sögu. Vilhjálmur S. Heiðdal var Albert Guðmundsson. alþingis-
þjóðmála og borgarmála, skemmtikvöld, blaðaútgáfu og viðtalstfm-
um fyrir hverfisbúa.
Hverfafélögin hafa nú öll haldað aðalfundi sfna og hafa félögin
hafið vetrarstarfsemi sína af fullum krafti.
A flesta aðalfundina hafa komið borgarfulltrúar eða alþingis-
menn og rætt fjölmörg mál á vettvangi landsmála og borgarmála.
Aðalfundirnir hafa verið haldnir sem hér segir og eftirtaldir
kjörnir í stjórn:
kjörann formaður og aðrir i stjórn:
Egill Snorrason, Danilína Svein-
björnsdóttir, Hörður Jóhannesson,
Kristjón Kristjónsson, Lúðvig
Hjálmtýsson og Sólveig Pálmadótt-
ir '
Albert Guðmundsson, alþingis-
maður flutti ræðu um kjaramál
Skrifstofa félagsins er að Ingólfs-
stræti 1 A. sími 25635.
Vestur- og
M iðbæjarhverfi
Fundurinn var haldinn i Valhöll.
Háaleitisbraut 1. Brynhildur K
Andersen var kjörin formaður og
aðrir i stjórn: Ásgeir Bjarnason.
Áslaug Cassata. Guðmundur I.
Gunnlaugsson. Jón Ólafsson. Pétur
Sigurðsson og Pétur Snæland
Skrifstofa félagsins er að Ingólfs-
strætí 1 A. simi 25635.
Austurbæ og Norðurmýri
Fundurinn var haldinn í Valhöll
Snorri Halldórsson var kjörinn for-
maður og aðrir i stjórn: Gústaf B
Einarsson, Hermann Bridde, Páll
Sigurðsson, Sigríður Ásgeirsdóttir.
maður flutti ræðu á fundinum.
Skrifstofa félagsins er er í Val-
höll. Háaleitisbraut 1, sími 82900
Hlíða- og Holtahverfi
Fundurinn var haldinn í Valhöll,
Háaleitisbraut 1 Ásgrímur P. Lúð-
víksson var kjörinn formaður og
aðrir í stjórn: Bogi J. Bjarnason
Bogi Ingimarsson, Haukur Hjalta-
son, Jórvina Þorfinnsdóttir. Unnur
Jensen, og Valdimar Ólafsson
Markús Örn Antonsson borgar-
fulltrúi flutti ræðu á fundinum.
Skrifstofa félagsins er í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, sími 82900.
Laugarneshverfi
Fundurinn var haldinn í Valhöll.
Háaleitisbraut 1. Baldvin
Jóhannesson var kjörinn formaður
og aðrir í stjórn: Garðar Ingvars-
son. Guðrún Jónsdóttir, Halldór
Levi Björnsson, Margrét Ákadóttir.
Ragnhildur Pálsdóttir og Pórður
Einarsson.
Albert Guðmundsson. alþingis-
maður flutti ræðu á fundinum.
Skrifstofa fétagsins er i Valhöll.
Háaleitisbraut 1. simi 82900.
Langholt
Fundurinn var haldinn að Lang-
holtsvegi 124 Árni B Eiríksson
var kjörinn formaður og aðrir í
stjórn: Agna Jónsson, Elín Pálma-
dóttir, Finnbjörn Hjartarson,
Matthías Haraldsson. Steinar Berg
Björnsson og Þóroddur Th
Sigurðsson.
Jónas Haralz. bankastjóri. flutti
ræðu, sem fjallaði um nokkur við-
horf á alþjóðaefnahagsmálum
Skrifstofa félagsins er að Lang-
holtsvegi 1 24, simi 34814
Háaleitishverfi
Fundurinn var haldinn í Valhöll,
Háaleitisbraut 1 Guðni Jónsson
var kjörinn formaður og aðrir í
stjórn: Ásgeir Hallsson, Hilmar
Guðlaugsson, Klara Hilmarsdóttir,
Jón B Stefánsson, Ragnar Július-
son og Stella Magnúsdóttir
Pétur Sigurðsson, alþingismaður
flutti ræðu um stjórnmálaviðhorfið.
Skrifstofa félagsins er Í Valhöll,
Háaleitisbraut 1, sími 82900.
Smáíbúða- Bústaða-
og Fossvogshverfi
Fundurinn var haldinn í Valhöll,
Háaleitisbraut 1. Jóna Sigurðar-
dóttir var kjörin formaður og aðrir i
stjórn: Gísli Jóhannsson, Gunnar
Jónasson, Hróbjartur Lúthersson.
Jón Hjartarsson, Ottó Örn Péturs-
son og Þórir Lárusson
Magnús L Sveinsson, borgarfull-
trúi, flutti ræðu um „atvinnumál
Reykjavíkur."
Skrifstofa félagsins er að Langa-
gerði 21, simi 36640
Árbæjar- og Seláshverfi
Fundurinn var haldinn að Hraun-
bæ 102 B Konráð Ingi Torfason
var kjörinn formaður og aðrir !
stjórn: Gisli Baldvinsson, Gylfi
Konráðsson, Guðjón Reynisson,
Guttormur P Einarsson, Margrét
S. Einarsdóttir og Haukur Ólafsson
Skrifstofa félagsins er að Hraun-
bæ 102 B, simi 7561 1.
Bakka- og Stekkjahverfi
Fundurinn var haldinn að Selja-
braut 54 Eirikur Kristinsson var
kjörinn formaður og aðrir i stjórn:
Erla Þórðardóttir, Grétar Hannes-
son, Hreiðar Jónsson. Inga
Magnúsdóttir. Jakob Jóhannesson.
og Steinþór Ingvarsson.
Magnús L Sveinsson, borgarfull-
trúi, flutti ræðu um atvinnumál
Skrifstofa félagsins er að Selja-
braut 54, simi 7431 1
Felia- og Hólahverfi
Fundurinn var haldinn að Selja-
braut 54. Gunnlaugur B Daníels
son var kjörinn formaður og aðrir i
stjórn: Edgar Guðmundsson. Eyþór
S. Jónsson, Helgi Árnason, Hilda
B. Jónsdóttir, Jónína Hansen og
Sævar Sæmundsson.
Ragnar Júliusson, borgarfulltrúi,
ræddi um borgarmálefni.
Skrifstofa félagsins er að Selja-
braut 54, simi 7431 1.
Skóga- og Seljahverfi
Fundurinn var haldinn að Selja
braut 54. Bjarni Guðbrandsson var
kjörinn formaður og aðrir í stjórn:
Guðmundur H. Sigmundsson,
Guðrún Guðmundsdóttir, Ingibjörg
Vilhjálmsdóttir, Július Hafstein, Óli
Björn Kærnested og Rúnar Sig-
marsson.
Guðmundur H Garðarson. al-
þingismaður, flutti ræðu um stjórn-
málaviðhorfið.
Skrifstofa félagsins er að Selja-
braut 54, sími 73220
Vilhjálmur
S. Heiðdal
Eiríkur
Kristinsson
GunnlaugurB. BjarniGuð
Danfelsson brandsson