Morgunblaðið - 31.12.1977, Síða 19

Morgunblaðið - 31.12.1977, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977 51 Rússar deila um Kínveria Kremlverjar eru ósammála um afstöðuna til Kína. Sumir þeirra vilja að önnur tilraun verði gerð til að ná fram sátt- um, en þeir eiga í höggi við harðlinumenn, sem óttast að það muni kosta meiri tilslakan- ir af hálfu Rússa. Hófsamir Kremlverjar unnu fyrstu lotuna þegar sovézkum áróðri gegn Kínverjum var hætt eftir dauða Maos og Rúss- ar buðust til að semja við Kin- verja. Samkvæmt slíkum samn- ingi hefðu Kínverjar fengið fram nokkrar tilslakanir og samningsaðilar hefðu tekið upp friðsamlega sambúð. En þá stóð yfir valdabarátta i Peking og stjórnin þar gat ekki svarað. Harðlínumenn í Moskvu not- uðu þetta sem röksemd fyrir því að áróðursherferðin gegn Kínverjum yrði hafin að nýju og þeir unnu aðra lotuna. Þriðja lotan stendur enn. Hófsömu leiðtogarnir trúðu því greinilega að árásirnar á Kin- verja hefðu verið endurvaktar i of miklu fljótræði. Þeir höfðu haldið því fram að „ef við bíð- um þolinmóðir mun eiga sér stað snögg breyting, sem leiðir til eðlilegra samskipta". Lev Delyusin, forstöðumaður Kina- deildar Stofnunar Austurlanda- fræða, sem er nátengdur so- vézka utanríkisráðuneytinu, lét þessa skoðun opinberlega í ljós. En harðlinumennirnir vildu ekki bíða. „Nógum tima hefur verið varið til að útskýra þetta mál“, sögðu þeir I grein, sem var til þess ætluð að réttlæta að áróðursherferðin gegn Kínverj- um var hafin að nýju. Greinin birtist í flokkssöguriti, sem er stundum notað sem vettvangur fyrir leynilegar kappræður inn- an valdaforystunnar, þegar herferðin hafði verið hafin að nýju. í greininni sagði, að „mörgum hefði fundizt i fyrstu", og þar með var greini- lega átt við hófsama, að nokk- urt frávik frá maoisma hefði greinilega átt sér stað í Kina og það hefði vakið „nokkra von“ um stefnubreytingu. I grein- inni voru þeir teknir til bæna fyrir þessa gömlu skyssu. „Menn voru tregir til að trúa þeim einfalda sannleika," sagði í greininni, að eftirmenn Maos stæðu aðeins i valdabaráttu. Komizt var að þeirri niður- stöðu, að stefna nýju valdhaf- anna í Peking væri enn „her- , skár maoismi" fyrri ára. Hófsömu leiðtogarnir urðu að setja hina hlið málsins fram með meiri varfærni, þar sem þeir voru að andmæla rikjandi skoðun. Rök þeirra koma gleggst fram milli línanna í nokkrum greinum og útvarps- erindum eins af fyrrverandi ráðunautum Brezhnevs í utan- rikismálum, Alexander Bovin, sem er nú aðalfréttaskýrandi stjórnarmálgagnsins Izvestia. Bovin hafði haldið því fram löngu áður en Mao lézt, að frá- fall hans gæti haft í för með sér „sársaukafullt endurmat" í Peking á mönnum og málefn- um. Þetta var þáttur í fyrri kapp- ræðum i Moskvu, árið 1974, milli þeirra sem vildu taka upp harðlínustefnu gegn Peking- stjórninni og þeirra sem hvöttu til hófsemi eins og Bovin. Þegar kappræðurnar hörðnuðu snemma á þessu ári, þar sem Moskvustjórninni tókst ekki að fá svar við friðarumleitunum sinum, virtist Bovin óttast að Kremlverjar brygðust of hart Brezhnev við. Hann viðurkenndi í febrú- ar, að Pekingstjórnin væri enn andsovézk, „en við verðum að vera bjartsýnir," sagði hann, og fyrr eða síðar munu raunveru- legir hagsmunir Kína vega þyngra en skoðanir „örfárra sk^mmsýnna stjórnmála- manna“. I maí, þegarTiarðlínumenn i Moskvu héldu þvi fram að einskis væri að vænta frá valda- baráttunni í Peking, þar sem hún snérist um völd, ekki stefnu, kynnti Bovin hina and- stæðu skoðun. Það væri „of mikil einföldun" að halda því fram, að það sem væri að gerast í Peking væri „eingöngu sam- vizkulaus valdabarátta“, sagði hann. Hann taldi að rætur þess sem hann taidi að væri „viðvar- andi“ deila í Peking væri að finna í „ólíkum hugmyndum" ýmissa leiðtoga um þá braut, sem Kínverjar ættu að fara og hann benti máli sínu til stuðn- ings á Chou En-lai forsætisráð- herra, sem barðist fyrir hóf- samari stefnu og gegn öfga- stefnu róttækra. Dæmið, sem Bovin valdi, var mikilvægt, því að sovézkir harð- línumenn og hófsamir andstæð- ingar þeirra hafa lengi deilt um hlutverk Chou En-lais i valda- Eftir Victor Zorza baráttunni i Peking. Rétt eins 'og harðlínumenn halda þvi fram nú, að valdabaráttan í Peking snúist um völd frekar en stefnu, héldu þeir því áður fram, að Chou En-lai væri í raun og veru ekkert frábrugð- inn róttækum, að bæði hann og þeir væru einlægir maoistar. En þeir menn í Moskvu, sem töldu að Chou vildi fylgja raun- særri stefnu, hvöttu Kreml- verja til að mæta honum á miðri leið og þeim varð nokkuð ágengt, þvi árásunum á hann frá Moskvu var hætt um skeið. En að lokum varð skoðun harð- línumanna ofan á í Kreml. I júlí síðastliðnum færði Bov- in skýrari rök fyrir máli sinu. I Hua mai hafði honum fundizt „erf- itt“ að segja til um hvort „raun- verulegar breytingar“ mundu eiga sér stað i Peking. Nú fannst honum að „raunveruleg- ar breytingar“ ættu sér reynd- ar stað, að „umskipti" væru að verða sjáanleg, og hann ítrek- aði skoðun hinna hófsömu með þyngri áherzlu. Valdabaráttan i Peking, sagði hann, er „ekki aðeins persónulegur metorða- rigur". Hér væri á ferðinni bar- átta um ólíkar leiðir og aðferð- ir, ólíkar hugmyndir um hvern- ig Kína ætti að þróast. Þetta væri barátta milli þeirra sem stæðu nær Mao i skoóunum og annarra „sem reyndu að milda nokkuð lamandi áhrif öfga- stefnu maoista og hugmynda og vigorða Maos“. Athugun hans varð til þess að hann komst að þeirri niður- stöðu, að vegna nýrrar áherzlu, sem Kinverjar legðu á efna- hagsþróun væri jörðin smám saman að gliðna undan fótum pólitískra öfgamanna í Peking. Þetta gæti leitt til þess með timanum, að „raunverulegir þjóðarhagsmunir" Kínverja, „hlutdrægnislausar - þarfir" þeirra, yrðu látnir sitja í fyrir- rúmi. Síðan gæti tekið við „millibilsástand, sem leiddi til traustari pólitískrar stefnu- skrár“, þegar úttekt hefði verið gerð á arfi Maos. Það sem Bovin og aðrir, sem eru sama sinnis og hann, virð- ast halda er að valdabaráttan í Peking gæti orðið til þess að til valda kæmust menn, sem Kremlverjar gætu samið við — svo framarlega þó sem menn- irnir í Moskvu geri ráð fyrir þvf, að sumir leiðtogar Kín- verja séu hófsamari og þar með ekki eins andsovézkir og aðrir og breyti samkvæmt því. Þær nýju vísbendingar, sem hafa komið fram í Peking og greint hefur verið frá fyrr í þessum dálkum, benda til þess að ráðamenn Kínverja, sem vilja verja auðlindum landsins til að flýta efnahagsþróuninni í stað þess að nota þær til endur- vigbúnaðar, kunni að vera mót- tækilegir fyrir einhverjum svona tilboðum frá Moskvu. Ef Kremlverjar hafa til að bera nógu mikla hugkvæmni og nota hana til að hefjast handa getur verið að vinsamlegri samskipti við Kinverja mótist — og það mun valda miklu hugarangri allra þeirra á Vesturlöndum, sem telja að deila Kínverja og Rússa hafi komið Rússum i veika og viðkvæma aðstöðu sem sé varanleg. V Stórt framfaraspor... Landsýn og Samvinnuferðir hafa tekið upp samstarf og leggja nú saman starfskrafta sína og sambönd til þess að geta veitt sem greiðasta, ódýrasta og fullkomnasta íslenska ferðaþjónustu, um allan heim. Þessar ferðaskrifstofur eru reknar af tveimur stærstu almenningssamtökum í landinu, samvinnufélögunum og launþegasamtökunum. Enginn vafi er á því að með þessu samstarfi ferðaskrifstofanna er stigið eitt stærsta framfaraspor í íslenskum ferðamálum. Með samstarfi sínu standa Landsýn og Samvinnuferðir ólíkt betur að vígi en áður til að veita landsmönnum betri og ódýrari ferðaþjónustu. Framvegis sem hingað til annast skrifstofurnar hvers konar ferðaþjónustu, auk skipulagðra ferða útlendinga til landsins og fyrirgreiðslu við þá. Samvínnuferðir Fastar hópferðir verða famar á næsta ári reglulega til: KANARÍEYJA, COSTA DEL SOL, JÚGÓSLAVÍU, ÍRLANDS, LONDON, NORÐURLANDA. Þar sem hagsýni og hagkvæmni eru fyrir hendi, eiga nútíma vinnubrögð og tækni að geta gert fólki kleift að ferðast áhyggju- og óþægindalaust. Góðar ferðir eiga að geta verið öllum viðráðanlegar ef þær eru skipulagðar rétt og með hliðsjón af efnum og ástæðum. Landsýn og Samvinnuferðir óska félagsmönnum verkalýðs- og samvinnuhreyfingar og öllum öðrum viðskiptavinum sínum gleðilegs nýárs og þakka samstarf og samfylgd á liðnu ári. AUSTURSTRÆTI 12 REYKJAVIK m iahdsym SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.