Alþýðublaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 4
g Alþýðublaðið ‘ .3 Sunnudagur 2. nóv. 1958. verrvAmun mgsms AF TILEFNI umræðna, sem urðið hafa um ellilaun og af- komu aldraðs fólks hef ég feng- ið nokkur bréf og þar á meðal eitt frá Klóthildi. Hún segir, að það sé alveg rétt að ellilaunin séu ajlt of lág, svo lág, að eng- •" um manni detti í liug, að gamalt í'óik geti, án þess að styrkur komi annars staðar frá, dregið íram lí(fið á þeim. ,,En,“ segir Jiún, „fjöldinn allur af öldruðu iíolki fær hvergi annars staðar Iijálp og hefur ekkert fyrir sig að leggja utan þessi ellilaun.“ KLÖTHILDUR segir ennfrem vir: ,,En það er verst fyrir þá, sem um þessi mál ræða opinber- isga, og það er ekki gert nema úr einni einustu átt, eins og vant er, þegar smælingjarnir eiga í hlut, að hafa það í minni, að þessi ákvörðuðu ellilaun eru skert við ýmis tækifæri. aÞu. falla til dæmis niður ef laun- þeginn leggst í sjúkrahús. Þetta er vitanlega fráleitt, því að þó taki annar aðili við framfærslu- taki ananr aðili við framfærsi- unni, þá fylgir því ýmisskonar annar kostnaður að fara í sjúkra hús en sá sem beinlínis er kall- aður sjúkrahússkostnaður. ENGIR FARA í sjúkrahús- strax og þeir veikjast. Alltaf er einhver aðdragandi að því. Þá er búið að kalla á lækni og borga honum kr. 10.00 fyrir iieimsóknina, eða fara til nans, og borga honum kr. 5,00 fyrir viðtalið. Þá er ,búið að kaupa lyi —- og þau kosta kannski '300 kronur eins og ég veit dæmi um al yeg nýlega. — Ekkert af þessu. áæst bætt á neiijn hátt. Þetta á aldraða fólkið að borga af elliiaununum. ÞÁ ER ANNAÐ. Gamalmenni þarf að fara í sjúkrahús. Það er Ef gaKialmenni þarf að fara í sjúkrahús! Ef ganialme;nni verður fyrir óvöntum útgjöldum! Svifting ellilauna um tíma. Eru embættismenn svift- ir ellilaunum ef þeir fara í sjúkrahús? ír«-r* svift ellilaununum. Svo fær það bót meina sinna og fer heim til sín, en þá hefur það ekkert fyrir sig að leggja fyrr en það fær út- borguð ellilaun: enginn matar- biti til, kannski lokáð fyrir raf- magnið o. s. frv. Hvað á aldtað fólk að gera undir þessum kring umstæðum? Ég spyr af því að ég veit engin ráð. Ef til vili get- ur þú leyst úr vandræðunum með góðu ráði.“ ENNFREMUR segir Klólhild- ur: ,,í sambandi við þetta lang-, ar mig til að spyrja: Á í raun og veru í framkvæmdinni að vera nokkur munur á ellilaunum al- mennings, aldraðs fólks, og efl- irlaunum fy.rrverandi embætt- ismanna. Mér heíur alltaf skilist að að því væri stefnt, að svo væri ekki. En ef svo er, þá lang- ar mig til að bera fram aðra spurningu: Eru fyrverandi em- bættismenn sviftir eftirlaunum sínum þann tíma, sem þeir liggja í sjúkr-ahúsum? Ég-spyr ekki af því að ég viti ekki hvernig þetta er, það er nefnilega ekki gert. En hvers vegna eiga þá að gjalda aldraðir sjómenn og verkamenn eða konur þeirra? ÉG. ER HRÆDD UM að órétt- lætið og stéttamismunurinn ríði enn lausbeisluð um löggjafar- akur íslendinga. Ég fyrir mína parta, vil biðja þig að færa Al- þýðuflokknum þakkir mínar fyr ir baráttu hans frá upphafi fyr- ir tryggingum, sem miðuðu að auknu réttlæti og öryggi til handa öldruðu alþýðufólki. Err betur má ef duga skal. Það þarf að hækka ellilaunin og það verður að gera þau þannig úr garði, að fólk geti að minnsta kosti dregið fram lífið á þeim. En þannig er það ekki nú til dags. Lögin eru ekki eins og þau eiga að vera. Það er reynt að túlka þau á mannúðlegan hátt, en það er ekki hægt þann ig að réttlætinu sé fullnægt,- — Lögunum þarf að breyta.“ Hannes á horninu. Á FUNDI bæjarráðs Reykja víkur í fyrradag var samþykkt, samkvæmt tillögu samvinnu- nefndar um skipulagsmál, dags. 27. þ. m., að afturkalla fj'rirheit til Kvennaskólans um skólalóð á horni Suðurgþtu og Hjarðar- haga, en gefa skólanum kost á hentugri lóð í Háaleitishverfi, sunnan Miklubrautar. Skipu. lagsstjóra var falið að ræða nán ar við forráðamenn skólans um málið. Skátakaffi Skátafélag Reykiavíkur gengst fyrir kaffisölu á afmæl- isdegi félagsins 2. nóvember í Skátaheimilinu kl. 3—6 e. h. Ýmis skemmtiatriði. Drekkið síðdegiskaffið í Skátaheimilinu. Skátafélag Reykjavíkur. glæsilegt úrval MARKAÐURINN Hafnarstræti 5. Alþfðuílokkurinn efnir nú til HAPPDRÆITIS um glæsilegan heflir á flokksmenn að selja sem flesia miða. Miðarnir kosfa 50 krónur og fásf í skrifsf ofu símar 15020 og 16724 Fiokksmenn eru beðnir aS vitja miða í skrifstofuna og hafa samband við Aibert IVðagnússon.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.