Alþýðublaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 3
Sunnudagur 2. nóv. 1958. AlþýðublaS3<5 '3 Alþýðublaöiö Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: A Iþýðuf1okkurínn. Helgi Sæmundsson. Sigvaldi Hjálmarsson Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Alþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Ráðstefnan í Genf Á FÖSTUDAG hófst í Genf ný ráðstefna-um kjarnorku. málin, sem verið hafa eitt mesta ágreiningsefni stórveld- anna undanfarið. — í því samíbandi er þess spurt af millj- ónum víðs vegar um heim, hvort tilraunum með kjarn- orkuvopn muni hætt. Því miður er ekki ástæða til mikillar bjartsýni í upphaf. ráðstefnunnar, hversu svo sem til 'tekst • að lokum. Bretar og Bandaríkjamenn vilja hætta tilraun- um með kjarnorkuvopn í eitt ár, ef Rússar geri slíkt 'hið sama. Rússar ieggja hins vegar megináherzlu á, að tilrauri- um þessum verði hætt um aldur og ævi. Ágreiningurinn ér hins vegar um hvernig tryggja skuli, að við það bann verði. staðið. Auðvitað er eðlilegt að krefjast þess, að jafnframt banni við tilraunum með kjarnorkuvopn komi til sögunnar öruggt eftirlit í þessu efni og skipulögð afvopnun stórveldanna, en þá myndu aðrar þjóðir að sjálfsögðu.fara að dæmj þeirra. Vesturveldin gera þessi atrið. að skilyrði. Eftir er svo að vita, hvort Rússar fallast á þau eða svara þeim þvermóðsku- lega. Úr því mun ráðstefnan í Genf skera, Von mannkynsins er sú, að stórveldin beri gæfu til samlkomulags og samvinnu um kjarnorkumálin. Tilraun- irnar með kjarnorkuvopnin eru öllumi hugsandi o-g á- byrgum mönnum áhyggjuefni. Sérfróðir aðilar færa mörg rök að því, hversu hættulegar þær séu. Þó er skug-gi þeirra enn ægilegri. Hann er sú tilhugsun, að kjarnorkustyrjöld kunni að vera í vændum. Hún myndi tefla öllu lífi á jörðinni í tvísýnu. Að þes§u athug'uðu virðist ekkert álltamál, að stórveld- in eigi að hætta tilraunum með kjarnorkuvopnin í eitt sk'pti fyrir öll eins og Rússar leggja til. En sú ráðstöfun verður því aðeins raunhæf, að jafnframt sé fallizt á skil- yrði Vesturveldanna, öflugu eftirliti á komið og hafizt handa um, skipulagða afvopnun. Og smáríkin hljóta að beita áhrifum sínurn eindreg ð í þá átt, að þessi megi verða niðurstaða ráðstefnunnar í Genf. Þar með væri óttanum víð tortímingarstyrjöld bægt fá dyrum heimsins og mann- kynsins. En hann verður því aðeins sigraður að áður sé endi bundinn á kalda stríðið. Tiliögur begsja deiluaðilanna hafa því rétt á sér. Spurningin er aðeins sú, hvort þeir ná. sam- komulagi um að fram,kvæma sameiginlega, það, sem hvor um sig læzt vilja. BRYNJÖLFUR BJAENASON vék af vettvangi íslenzkra stjórnmála í síðustu alþ ngiskosningum, en nú er hann kominn aftur í leitirnar. Iiann var kjörinn formaður Sós- íalistafélags Reykjavíkur á aðalfundi þess í síðustu viku og fékk til ráðunevtis nokkra af kunnustu Moskvakommúnist- um höfuðstaðar ns. Afturkoma Brynjólfs er að athuguðu máli ekkert undr- unarefni. Hann tók sér fyrir hendur að ag'a Þá Alþýðubanda lagsmienn, sem dirfðust að fordæma „lýðræðið" í Ungverja- landi. Og vitað er, að Brynjólfur hefur litla velþóknun á þeim mönnum, sem leystu hann frá störfum sumarið 1956. Raunar metur hann varla þingmennskuna mikils, en hon- um er sárt um völdin í flokknum. Nú er hann sem. sagt kom. inn á stúfana aftur. Er því ekki ósennilegt, að til nokkurra tíðinda dragi í Sósíalistaflokknum og að „lýðræðishetjurn- ar“ í Alþýðubandalaginu, sem ætluðU að losa íslendinga við Moskvukommúnismann, fái verk að vinna. Brynjólfur Bjarnason var kosinn formaður Sósíalistafé- lags Reykjavíkur fjarverandi eftir að hafa gengið frá und- irbúningi afturkomunnar. Hann er um þessar mundir í fyrirlestraferð um Rússland og Kína. Táknræn tilviljun það! Samstarfsfólki, félögum, stofnunum, vin- um, kunningjum og vandafólki, er sýndu mér margvíslega vinsemd á is'extugs afmæli mínu 29. september síðastliðinn, þakka ég innilega og bið þeim allrar blessunar. J ó n A x e I. lurjón Jónsson rithöfundur sjöfugur. SIGURJÓN Jónsson, einn af sérstæðustu mönnum, sem ég hef kynnzt, og um leið mjög sérkennilegur rithöfundur, er sjötugur í dag. Sigurjón er fæddur í Reykja- vík 2. nóvember 1888. Faðir hans stundaði sjósókn. Hann var Vatnsdælingur að ætt og uppruna. Móðir Sigurjóns hét Guðrún og var Sæmundsdótt- ir. Hún var úr Skagafirði, Sig- urjón fór snemma í fóstur til Guðrúnar Jónsdóttur úr Norð- tungu í Borgarfirði og ólst upp hjá henni í Húsavík í Þingeyj- arsýslu. Hún hefur verið ein af þeim miklu, íslenzku al- þýðukonum, sem með hand- leiðslu fátækra og fákænna, en í rauninni mjög mannaðra og' á vettvangi skapgerðarinnar þroskaðra foreldra, mótuðust þanriig í bernsku, að.þæf urðu viðbrögð hennar við hverjum höfðingskonur í kotiingskjör- um og sérstæð valmenni. kröfu harðar við sjálfar sig, en ótrú- lega skilningsríkar á mein og misferli annarra. og því gædd- ar svo ríkri fórnarlund, að þær sáust ekki fyrir um viðleitni sína til bóta og bjargar og mátu aldrei velgjörðir sínar við það, hvort um þær munaði til fram- búðar, heldur við skyldu sína og líknarþörf þeirra, er þáðu. Sigurjón tók gagnfræðapróf á Akureyri tvítugur, og var síðan farkennari í Þingeyjar- sýslu í fimm ár. Árið 1913 kvæntist hann Rósu Jónasdótt- ur frá Völlum í Eyjafirði, tók þar við búi og bjó þar til vors- ins 1918. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og gerðist starfs- maður í Landsbankanum. Þar gegndi hann störfum í hálfan fjórða áratug og veitti lengi forstöðu útibúi bankans við Klapparstíg. Við Sigurjón hittumst fyrsí vorið 1918. Ég var þá í könn- unarleiðangri upp á þá sjónar- hæð, sem guðspekingar höfðu fundið og töldu veita víða sýn yfir dulda heima tilverunnar og að nokkru tilgang hennar. Sigurjón var þa orðinn sann- færður guðspekingur og jafn- framt var hann á hraðri leið til sósíalismans, því að honum virtist markmið hans samræm- ast þeirri lífsskoðun, sem guð- spekin hafði að flyt.ja. Við Sig- urjón ræddumst stundum við sumarið 1918 og veturinn 1918 —19, en raunar voru samræð- ur okkar oftast þannig, að ég spurði, og hann svaraði. Þótti roér hann fjölvís um dulda heima og æðri máttarvöld, skýr í hugsun og markviss, en í rauninni fannst mér hann vita til margt um hið flestum hulda og stefna hans öll furðu strikbein, og þótti mér ólík- legt, að svo væri byr hagstæð- ur, sjóar litlir, straumar linir og skyggni gott á hafi tilver- unnar, ag ekki kæmi til ein- hverra frávika á strikinu, ef skútan ætti að verða vel reið- fara. Ég sá og heyrði sitthvað af því, sem hann hafði þá skrif- að. Það var skráð á óvenju- hreinu og rökvísu máli, og mér duldist ekki, að hann réð yfir miklum orðaforða og hafði ríkt hugarflug, en ég þóttist sjá, að hann léti mál- og skáldgáfu sína þjóna svo mjög ákveðnum tilgangi, að ekki gæti gætt æskilegrar og eðlilegrar fjöl- breytni um könnun þeirra hvata og tilfinninga manneskj- hans, sem í rauninni eru rit- aðar í anda hins svokallaða og' síðar ræmda sósíalrealisma. Þær eru Silkikjólar og vað- málsbuxur og Glæsimennska . . Þar var hinn þröngi sósíalíski áróður settur í hásætið og lát- inn ráða um val leiða og leið- arloka. í fótspor Sigurjóns fet- aði síðan Gunnar Benedikts- son. Ég þekkti Gunnar og taldi hann mikið efni í að minnsta kosti mjög rökrænan og víð- sýnan rithöfund, en mér duld- ist ekki, að kreddublindan mundi jafnt hefta hann og Sig- urjón á brautinni til frjórrar leitar og listræns sjálfstæðis. Án þess að ég þá gerði- mér fulla rökræna grein fyrir því, var ég þarna að hefja barátt- una gegn þeim þrældómsanda, unnar, sem valda mestu um sem gíðar he£ strítt og Sigurjón Jónsson. lífsvanda. Þó var ég svo óráð- inn sjálfur og' bókmenntaleg viðleitni mín svo reikul og fitlkennd, að engan veginn þóttist ég bær til, að kveða þarna upp neinn áfellisdóm, og skildum við Sigurjón sáttir, þegar ég lagði leið mína aust- ur á land 1919. En á þessum árum mátti heita, að ég sinnti ekki nema í ígripum neinu öðru en lestri og heilabrotum um skáldskap- arleg, trúarleg og söguleg við- horf, sem ég þóttist finna að vrðu að vera grundvöllur þjóð- félagslegra stefna og mark- miða. Ég komst að þeirri nið- urstöðu, að hvað sem öðru liði, yrðu skáldin að skyggnast sem dýpst í menningarleg og sögu- leg rök þjóðlegrar þróunar, gera upp reikningana fyrir ein- staklinginn og heildina á tím- um mikilla breytinga og um- brota og móta í samræmi við fortíðina heildarstefnu, sem gerði ráð fyrir nægilega mörg- um og margvíslegum frávik- um til þess að fullnægja þörf einstaklinganna til persónu- legs frelsis og þroska og þjóð- félagsins til lífrænnar fjöl- breytni um hvers konar við- horf. Því var það, að þá er hin- ar fyrstu bækur Sigurjóns komu út, var ég ekki lengur í neirium vafa um, að skáld- gáfa hans og ritleikni væri á villigötum. Hvort sem litið var til listarinnar eða til áróðurs- gildis væru þær of léttvægar, vegna einhæfni um viðmiðun, skort á lífrænum andstæðum og skírskotun til hins marg- breytilega lifandi lífs, Dómur minn hlaut því að verða óvægi- legur. Eins fór um þær bækur nú hefur lýst sér svo skýrt og átakanlega í viðhorfum ráð- stjórnarvaldanna til Boris Pa- sternaks, að jafnvel áratuga bandingjar rumska í fjötrun- um. Dómar mínir um fyrstu bæk- ur Sigurjóns urðu til þess, að leiðir okkar skMdi um áratugi. Árið 1947 las ég nýja bók frá hans hendi, Sögur og ævintýri. Þar hverfur hann í sumum sög- unum til bernskunnar, að knjám fóstru sinnar og í hóp leikbræðra og leiksystra. Hann kannar á vegum fóstrunnar þau lífskjör og lífsviðhorf, sem mótuðu hana og gerðu hana að þeim sérstæða persónuleika, sem hún var, hann athugar bernskuferil sinn og gerir sér grein fyrir, hverju örin frá beim árum hafa valdið um stæl ingu, herkju, einsýni og þörf til stuðnings, þá er í þau hef- ur tekið svo miög í næðingum lífsins, að vart hefur hann get- að af sér borið. Yfir öllu, sem hann segir frá úr þessari könn- unarför sinni á vit bernskunn- ar. hvílir blær heiðríks raun- sæis, sem einnig nær að móta flest annað, sem í bókinni birt- ist. Mér var þegar ljóst, að af rithöfundinum Sigurjóni Jóns- svni hafði fallið fjöturinn, og að hvort tveggja kostir og gallar þessarar bókar var í nánu samræmi við hæfileika hans og eðlilega lífstjáningu. Svo gerist þá það, að á sjö- tugsaldrinum skrifar Sigurjón skáldsögu eftir skáldsögu, þar sem hann rýnir í menningar- leg örlagarök þjóðar sinnar. Þessar sögur gerast á þeim tím um, sem hinn heiðni dómur Framhald á 5. síÍSu. Hrcyfilshúðin. Það er hentugt fyrir FERVAMENN að verzía í Hreyfilsbúðinnl. Hreyfilsbúðin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.