Alþýðublaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 11
Sunnudagur 2. nóv. 1958. Alþýðublaðið 11 113 fsgarar hafa verið læriir. Framhald a£ 1. síðu. um virðist hafa verið hlýtt, og togararnir stundað sínar '3 sól- j arhringa óiögifegu ve.ðar á verndarsvæðunum, hvort seœ ; nokkurn fislt var par að fá eða ekki. í öðru lagi er hverjum togara algjörlega bannað að veiðá inn an gömlu 4 sjómílna takmark- anna, svo og að veiða innan 12 sjómílna takmarkanna utan hinna ákveðnu svæða. Ekki er annað vitað en að þessum regium hafi verið hlýtt, nem'a í einstaka tilfellum, en íslenzku varðskipin (og líka berzku hersliipin) hafa komið í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Loks má enginn fogari hafa við skipti við land eða önnur skip án viíundar herskipanna og með samþykki þeirra og alis ekki si-gia að og frá veiðisyæð- unum innan 12 sjómílna mark- anna, VERNDAESVÆÐI Frá byrjun hafa verndar- svæði brezku herskipanna ver- ið þrjú, hvert um 30 sjómílur á lengd, eða samtals um 9% af stækkun fiskveiðitakmarkanna úr 4 í 12 sjómílur. Hins vegar hafa brezku togararnir að lang- mestu leyti verið yzt, eða mjög utarlegu á svæðunum, þann.g að raunverulega hefur aðe.ns lítill hluti aukningarinnar ver-. ið nýttur að staðaldri til ólög- legra veiða. Sérstaklega er þetta áberandi fyr.r Vestfjörð- um, þar sem aðalveiðisvæðið hefur verið um eða rétt innan við takmörkin. Af þessum þremur svæðum hafa yfirle.tt tvö verið fyrir Vestfjörðum og eitt fyrir aust- an eða norðaustan land. Hafa oftast u-m 10—15 tögarar verið að ólöglegum veiðum fyrir vestan, en 4—5 fyrir norðaust- an. Hins vegar hefur ekki orðið vart v-ð neinar ólöglegar veið- ar á öllu svæðinu frá Breiða- firði suður um til Austurlands, svo og aðeins lítils háttar fyrir Norðurlandi, en á þessum slóð_ um vissi landhelgisgæzlan um erlenda togara að veiðum { 264 skipti á sama tíma í fyrra, þar af 235 sinnum fyrir sunnan og 29 sinnum fyrir norðan. Að jafnaðl hafa 4 bi'ezk her- skip aúk birgðaskipa verið hér við land Samtímis til verndar brezku togurunum, en þar sem iðulega hefur verið skipt um skip, þá hafa alls 14 tundur- spiliar og freigátur auk 3 brigða skipa, eða samtals 17 skip rrteð rúmlega 2700 manna áhöfnum tekið þátt í þessum aðgerðum. Á sama tíma hefur íslenzka landhelgisgæzlan notað 7 varð- skip og í—2 flugvélar, áhafnir samtals um 112 manns. Stærð íslenzku varðskipanna samtals mun vera nálægt 1/30 af sam- ■anlagðri stærð brezku sklp- anna, en mesti ganghraði þeirra 2—3 sinnum meiri. Síðastliðna tvo mánuði hafa íslenzltu varðskiþt n og flugvél arnar farið 55 450 sjómílur í gæzluerindum, en það er um 2Vi sinnum meira en á sama tíma í fyrra. Til þessa dags hafa alls 113 brezkir togarar verið kærðir fyrir ólöglegar veiðar, þar af margir oftar en einu sinni. Af þeiml voru um % hlutar gömul skip, ahnaðhvort smíðaðir fyrir síðasta stríð eða í því, og að- eins örfáir yngir en 8 ára. deyr aldregi H. J. Minney: lega einmana og fráskilin því, sem hún unni. Ekki var unnt að koma til hennar neinum skilaboðum, ef telpan var las- in, eða þótt eitthvað jrrði henni að slysi. Og hún minntist þess, að þegar hún dvaldlst í Rúðu- horg, liafði ein konan í húsinu, þar sem hún var nætursakir, orðið að fara á fætur um miðja nótt og út í borgina til að vitja læknis handa barni sfnu. Hún reis á fætur, og ;enn lá e.nmanakenndin á henni eins ■g farg, þegar hún hélt hægum skrefum út í sólskinið. Undir irkjuveggjunum stóðu borð /■lómasaianna, og gat þar að líta hið fjöllita blómaskrúð vorsins í allri sinni dýrð. Þarna voru fjólur og túlipanar, — og 'ósir, það blóm sem Etienne mni mest blóma og skyldi það ildrei bregðast að hann færði htnni rósavönd að gjöí, þegar tækifæri bauðst. Hún gekk að einu borðínu og keypti þrjár rósir handa sjáMri sér. Með Þær við barm sér gekk hún yfir götuna og hugðist nú kaupa einhverjar mrnjagjafir handa þeim Veru Atkins og Taníu lltlu. En þegar inn í verzlun- ina kom, leit hún varla á gjafa varninginn heldur hélt rak- leitt á fund yfirafgreiðslu- mannsins og spurði hann hvort þar fengjust kjólar á tveggja ára telpu. Henni var vísað upp á aðra hæð í byggingunni. Úrval-ð var ákafiega takmark að. Það var fátt um lítil börn í París á þessum tímum, var henni svarað. Hún skoðaði kjól ana hvern af öðrum, og henni þótti sem sæi hún sjálfa sig klæða telpuna í þá, en þegar draumnum brá sá hún að þeir myndu allt of stórir, og spurði hvort ekki væri til minni kjól ar; telpan væri ekki nema tæpra tveggja ára. „Nei”, var henni svarað. „Við höfum lekki mikið úrval eins og stendur”. Loks tók hún ákvörðun og keypti einn kjól- inn; kjól úr blómmynstruðu silki, sem hún þóttist sjá að mundi fara henni ákaflega vel, þegar hún stækkaði. Hann yrði henni mátulegur þegar hún væri orðim fjögurra ára. Violetta sá sjálfa sig í anda, i þar sem hún leiddi litlu telp- una við hlið sér, og ef til vill voru þær á leið í boð saman. „Ég ætla að kaupa þerman”, sagði hún, og leið nú betur. Hún valdi ilmvatn r gjöf handa móður sinni, rl ;:;iu og svarta hanzka, en har ’ i Veru Atkins keypti hún aiE-l’.r, gim- steinum greypta. Næst þegar fundum hennár og Stauntons bar sama?, hafði hann þær fréttir aðíæva að þau yrðu sótt af -Lysandsrvél á leyndam lendingarstað í grennd við Blois. Hún yrði því að fara rneð lestinni frá París um kvöldið, — og taka kjólana áð ur en ráðgert hafði verið. Þegar kom á stöðina í Blois biðu þeirra menn með reið- hjól. Síðan urðu þau að hjóla langa leið í náttmyrkrinu, og auk þess sem Violetta hafði töskurnar tvær meðferðis, hafði stór böggull bæzt þar við, — varningurinn, sem hún hafði keypt í ferðinni. Loks kvöddu ættj arðarvinir þessir þau með Ijósmerkjum og beindu litlu vélinni til flugs. Fjórtándi kafli. HEIMA. Flugið heim gekk að óskum. Lysandex-flugvélin lenti á Tempsfordvellinum rétt fyrir dögun, og var síðan ekið í bíl til Lundúna. .Staunton fylgdist með Vio- lettu heim til foreldra hennar í Brixton. Hverfið virtist ekki enn vaknacT af nætursvefni. Allt var hljótt og kyrrt í hús- inu þegar þau knúðu dyra. Þau hjónin skyldu ekkert í hver gæti verið á ferð svo snemma dags, og Bushell garnli varð lit ið á klukkuna. En þó þóttist kona hans vita hver á ferð væri og hraðaði sér fram úr og til dyra. Hár hennar var allt í óreiðu, en hún lét sig það engu skipta; reyndi með ann- ar; hendi að skjóta slagbrandi frá dyrunum en hinni að binda að sér sloppinn. Þegar henni tókzzt loks að opna, sá hún að- eins karlmann einn standa þar úti fyrir. „Ég kem hér með dótt ur ykkar”, sagði hann. Þá fyrst sá hún hvar Violetta stóð og lét hallast upp að veggnum, urvinda af þreytu.“Hún var ger samlega að lotum komin”, sagði frú Bushell síðar. „Komið henni sem fyrst í rekkju”, mælti Staunton enn. Sjálfur neitaði hann því boði, að koma inn og fá kaffisopa. Violettu varð það eitt að orði, að hún gætj sofið vikum saman. „Komdu þér í rúmið, ljúfan”, sagði móðir hennar, tók utan um hana og studdi hana inn í húsið. Og þar beið öll fjöl- skyldan á náttklæðunum ti! þess að bjóða hana velkomna; fyrst og fremst faðir hennar og auk þess systir hans, Florence, sem komið hafði frá Hereford að hitta son sinn, Norman, sem hafði þá leyfi úr hernum; og hann var þarna líka og öll fögn uðu þau Violettu innilega. „Allt í lagi”, varð Violet-tu að orði. „Ég drekk með ykkur kaffið áður en ég fer að’ sofa”. Síðan sátu þau öll í eldhús- :nu og spurðu og spurðu, og það drógst í rneirá en tvær klukkustundir að hún færi að sofa. Hún minntist ekki á för ina til RúðUborgar, en kvaðst hafa dvalizt í París. Hún gat ekki stillt sig um að segja þaim frá þýzku liðsforingjunum, sem buðu henni inn í lestar- klefann til sín, buðu benni xdndlinga og vildu allt fyrlr hana gera. Komu þá vel f ljós leikhæfileikar hennai', þegar hún hermdi eftir þeim gor- hljóðsframburðinn á frönsk- unni, hælaslátt þeiri'a, frukt og hneygingar og öfgakennda hæ versku. Þá voru töskurnar opnaðar og varningurinn skoð- aður. Kjólarnir frá Molyneux vöktu sérstaka athygli. Mamma þuklaði efnið, skoaði gaumgæfilega snið og frágang allan. Og þegar hún tók upp kjólinn, sem hún hafði keypt handa Taníu litlu kváðu við undrunar- og aðdáunaróp. Og mamma varð harla kát er hún fékk gjafirnar; hún mátaði Parísarhanzkana, lyktaði af ilmvatninu og dáðist að angan þess og slæðan þótt henni með afbrigðum falleg. Violetta gaf og Florence fi'ænku eitt af ilm vatnsglösum þeim, sem hún hafði keypt handa sjálfri sér. Og nú var allt í einu eins og Violettu væri horfin öll þreyta, enda harðneitaði hún að fara að hátta og sofa. Hún kvaðst vera þurfandi fyrir bað og ann að ekki, og þegar húh hafði fullnægt þeirri þörf, var hún eins og nýsleginn túskyldingur Hún hélt rakleitt til aðal- stöva frönsku deildar leyni- þjónustunnar. Þar var meðal annars fyrir ,einn af starfs- bræðrum hennar, sem var í þann veginn að leggja af stað til Frakklands. „Komið vor“, tuldraði hann lítt ánægður, „Allir nema við tvö virðast fá tíma til að njóta veðurblíð- unnar”. „Ég hef lokið starfi í bili”, svaraði hún. „Ég var að koma h’eim”. Staunton kom fram eftir að h'afa afhent skýrslu sína. „Ég hef boðið Bob að snæða kvöld verð með okkur. Ég vona að þér sé ekkert að vanbúnaði”. Hún kvaðst einmitt hlakka mikið til að koma. „En það getur verið að ég komi í seinna lagi. Mig langar til að heilsa telpunni minni”. Og xtm leið var isem birfi yf'ir svip hennar af ástúð. Hún var lengi kvöldsins mieð telpunni. Það voru gleði ríkir endurfundir. Öll sú ást, sem svo lengi hafði legið dul in með henni, brauzt út í fögnuði hennar, þegar hún leit telpuna. Hún sagði henni af b)i:felti4rn,inuJm, dcirnkiriq- unni fögru og öllum þeim stöð um, sem hún ætlaði að sýna henni þegar hún væri orðin nægilsga stálpuð, og stríðinu lokið. Og loks sagði hún henni af kjólnum. Þau Staunton og Bob urðu að bíða hennar í meira en klukkustund. „Ég gleymi því aldrei þegar hún gekk'inn í salinn’”, segir Bob. .,Hver ein asti maður viðstaddur leit um öxl og starði á han'a. Hún var g.qislandi fögur og glæsileg og leyndi sér ekki að það lá mjög vel á henni. Hún bar xauða klæðiskjólinn, sem hún keypti í París og nýja eyrna hringi, sem hún hafði líka keypt í París, — rauð blóm, sem héngu í gullinni keðju, — og þótt hún væri venjuleg mjög hóflega í notkun ilm- vatna, hafði hún leyft sér að vera allrífleg í notkuninni í þetta skiptið, ef til vill végna þess að nú voru dýr ilmvötn yfirleitt ekki fáanleg á Bret- landi. Þetta varð til þess að allar konur viðstaddar litu upp og teiguöu að sér anganina titrandi nösum og lygndu aftur augunum eins og í leiðslu. Dá- sarnleg, er í rauninni eina orð ið, sem lýsir henni nokkurn veginn réttilega”. Augu hennar leiftruðu, þegar hún tók sér sæti við borð þeirra tvímenninga og mælti. „Hvað skyldu þær segj a, ef bær vissu hvar ég hef keypt þetta allt“. Það |skal tekið fram, að enda þótt yfirleitt væri nóg af vörum í slíkurn verðlaunum í París, voru þræla tök Þjóðverja slík, að yfirlaitt þorði enginn að kaupa í verzl unum, nema rétt brýnustu lífs nauðsynjar; matvæli voru flest . skömmtuð, jafnvel vindlingar, og fólk fékk ekki að dansa nema fram á miðnætti vegna hins hrottalega umíerðabanns, sem var svo miskunnarlaust framfylgt, að ef fólk var statí í næturklúbb, þegar bannið hófst, varð það að gera svo vel og dúsa þar, þangað til klukkan fimm að morgni, þeg því lauk. Hún sagði Bob af för sinni til Rúðuborgar, og sýndi hon um götuauglýsinguna, með myndinni af þeim tvímenning- unum. Bob brosti, yppti öxlum og sagði. „Jæia, ég ei nú loks und ir það búinn að takast ein- hverja slíka ferð á hendur”. „Látið ykkur ekki bregða”, sagði hún, „þótt svo fari að ég verði send þangað á undan ykk ur“. Og sú varð raunin að eft- ir fimm vikur lögðu þau öll-sam an af stað upp í slíka hættu- för, en um það gat ekkert Þeirra haft hugboð þetta kvöld. Hún dansaði við Staunton. Og þegar hún dansaði nokkru seinna við Bog, vakti hann at- hygli hennar á laginu, sem ver ið var að leika. Það nefndist, „Síðast, þsgar ég var í París”. Hún leit í augu honum og brosti. Eítir þetta héldu þau í nætur klúbb, þar sem. þau dvöldust allar pötur til moi'guns. Hvorki Violetta né Stau.nton virtust hið mimxsta þreytt, — en ''dag inn eftir sváfu bæö: til kvölds. Norman frændi hennar, en bau höfðu ekki sést í tvö ár, hélt því 'mjög fram hve gott hún mundi hafa af því að halda með hönum til Hereford, og dveljast hjá móður hans og honum í nokkra daga. Hún sam þykkti það fúslega, og daginn eftir lögðu þau bæði af stað. í Hereford stóð þá markaður mikill og hátíðarhald og skemmtanir, þar sem þau dvöld ust nótt með degi. í skotsölun um sópaði hún til sín ölluiV verðlaunum að vanda, en þeg . ar þau óku saman í kringekj*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.