Alþýðublaðið - 02.11.1958, Side 6

Alþýðublaðið - 02.11.1958, Side 6
Alþýðublagið S Sunnudagur 2. nóv. 1958. — i..—i—i ■ -km. »-»r iwn ^ Kirkjuþáttur: \ S $ Állra heilagra messa. í ■^r Hvað er að vera heilagur? Það liggur við, að það sé orðið skammaryrði að vera nefndur heilagur. Ástæðan er sú, að v.ð þetta orð hafa verið tengdar ýmsar rangar hug- myndir, sem sprottnar eru af misskilningi og valda því einn ig mlsskilningl. ,,Heil'aguir“, er ekk sama sem syndlaus, og 'heldur ekki sama sem skin- heilagur, — maður, sem ger- ir sér upp guðrækni og gott siðferð'. Heilagur er ofur-ein. faldlega sá maður, sem guði er heilagur, kallaður til að vera hans eign og hans þjónn. En það er vilji Guðs, að maður- inn sjálfur, hið innra og ytra, svarl tij þessarar köllunar. — ,,Það er viíji Guðs, að þér séuð heilagir“, segir postuli Drott. ins. •fc H\rað er helgun? Helgun þýðir ekki aðeins að maður.nn verði heilagur, held ur, að hann sé gerður heilagur — En hvaða afl er það, sem vekur og eflir sanna trú og einlæga gæzku í hjarta manns ins? Það er „krafturinn af hæðum,“ heilagur andi Drott- ins sjálfs. Líkami mannsins vex ekki af sjálfs síns orku, — hinn andlegi, innri maður ekki heldur. Samfélag Íf heilagra. Allir þeir, sem eru á helg- unar vegu, eru sameinaðir á andlegan hátt, — tengd.r ó- sýnilegum böndum, —- sam- einaðir í andlegri iðju, bæna- gjörð, tengsl við aðra menn undir mörgum kringumstæð- um, en samfélagið nær ekki aðeins til þeirra, sem nú lifa á jörðunni, heldur og hinna, — sem dánir eru, og „komnir heim úr þrengingunni miklu“. — í himninum, — í hinum ó- sýnilega heimi eru þeir einn- ig, bræður vorir og systur á vegi helgunarinnar. Þegar t. d. stjórnmálaflokkur minnist dáinna samherja, er hugsað um þá sem tilheyrandi fortíð. inni, sögunni, — en kristinn söfnuður hugsar til sinna dánu bræðra og systra sem lifandi, starfandi og þjónandi samherja innan hinnar stríð- andi og sigrandi kirkju. Ít Allra heilagra if messa. Þegar kaþólskir menn hugsa til þessara ósýnilegu vitna, — hafa þeir fallið fyrir þeirri freistingu að ákalla þá með bænum og knéfalli, María, móðir Jesú, hefur t. d. orðið í vitund kaþólskra manna að guðlegri veru. Þarna er of langt gengið. Vér eigum að hugsa um þessa góðu vini semj samherja og samþjóna sjálfra vor, gleðjast yfir nálægð þeirra os hjálp, biðja rneð þeim og fyrir þeim, en ekki að biðja 'til þeirra. Þegar þú, lesandi mmn, ferð til messu í dag, vill kirkjan minna- þig á, að hið biðjandi og þjónandi samfélag er stærra en þú sérð með líkamans augum. Kirkjan þín er aðeins hverfandi lítill hluti þess musteris, sem um- lykur allar biðjandi sálir í þessum og öðrum heimi. Hvernig samfélag •fc kýst þú sjálfum ★ Þér? Til er samfélag, sem ekki getur talist heilagt. Hvernig er það samfélag, sem þú velur þér frá degi til dags? Er sá félagsskapur, sem þú ert í, — þess eðlis, að hann glæði iöng un þína til trúar og kærleika, eða efli hið góða í sjálfum þér? Hvort viltu vera í sam- félagi heilagra — eða vanheil- agra? Jakob Jónsson. Sýningu Guðmund- ar Einarssonar framiengd. SÝNING Guðmundar Ein- arssonar frá Miðdal hefur ver- ið framlengt til sunnudags- kvölds. Sýningin, sem er að Skólavörðustíg 43, er opin í dag kl. 10—22. Rösklega 1000 ínþnns hafa skoðað sýninguna og mikið selzt. JAFNAN VEL B8RGUR AF: Kvenskóm, handgerðum Karlmannaskóm, íslenzkum, spænskum Barnaskóm, „Areli” Gúmmískóm, gamla góða merkið „TRE TORN" Ingólfsstræti (gegnt Gamla Bíói) og ____ Laugavegi 7. 106 B A R N A GrA M A N barnagaman 107 Lag: Álfhilda Þegar skátarnir hlaupa um hæðir og móa og hvggja að blómum, sem á jörðinni gróa, þá leikur um kinn þeirra ljúfur blær. Við Iindina hjalar bergfossinn tær. Bergfossinn tinga-linga-ling :,: Bergfossinn tinga-Iinga-linga-linga la-ah-ah. :,: Bergfossinn tinga-linga-ling :,: Bergfossinn tinga-linga-Iinga-linga-Ia. atríði, en þau eru gaman vísur, skátavísur, smá- þættir úr daglega lífinu, söngur, rabb um skáta- mál o. fl. Það er óneit- anlega oft hávaðasamt, enda þurfa unglingar að hafa hátt öðru hverju. En stundum er allt hljótt, E.nhver skátinn er að segja sögu, en frá- sagnir eða sögur eru vinsælar á varðeldum. En ef til vill er varðelda stjórinn að tala við skát. ana um. skátaheitið, skátalögin eða rætt við þá um markmlð starfs- ins. Sennilega er skátinn aldrei eins næmur fyrir áhrifum eins og þarna, þar sem hann situr í rauðleitu eldskininu, — þreyttur eftir skemmti- legan dag í hópi góðra félaga. Það er eins og allir færist nær hverjir öðr- um, sameinist, allt verð- ur svo einlægt, hreint og og einhver göfgi og ró hafi færst yfir þessa hvirfingu kringum eld- inn. Og foringinn, sem finnur einlægnina og yinarhuginu streyma á móti sér, hrífst með, — rödd hans styrkist, orð hans verða innilegri og áhrifamajri, festa enn betur rætur í hugum og hjörtun^ skátanna. Og handtökin, þegar skát- arnir. mynda hring t.il þess að syngja kveðju- sönginn, eru hlý og föst. Það hvílir ró og fr.our yf ir þeim, sem ganga til tjalda sinna eftir góðan varðeld. Já, svona er varðeldur inn, hvorki eintómt grín eða alvara, hvorki stór- felldar leíksýningar eða prédikanir. Varðeldur. inn er skátinn sjálfur, þegar hann í einlægni opnar hug sinn og hjarta fyrir áhrifum eldri og reyndari skátabræðra og tengir bræðralagsbönd- j in enn fastar við féiaga sína. (Skátablaðið, 1948). Nú skuluð þið, krakkar, reyna að búa til stutta sögu við þess- ar myndir. Sendið sögurnar til Alþýðublaðsins, og merkið þær Barnagaman. Bezta sagan verður birt einhvern næsta sunnu- dag.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.