Alþýðublaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 1
JCXXIX. árg. Sunnudagur 2. nóv. 1958. 249. tbl. FYRIR nokkrum mánuðum var hafizt handa um uppsetn ingu ratsjár á Reykjavíkur- flugvelli. Málið hafði verið í undirbúningi nokkurn tíma, enda að allra dómi tími til kominn að ratsjá yrði sett þar upp. Brezkir sérfræðingar komu til landsins og unnu að upp- setningu ratsjárinnár ásamt íslenzkum mönnum. Nii liefur komið í ljós, að ratsjá þessi er stórgölluð, svo ekki sé meira sagt. I góðu veðri sjást flugvélar, sem ná- læ-gt vellinum fljúga, allvel, en er syrtir að með rigningu cða éli, sést umferðin engu betur í ratsjánni en með ber um augum. Enn fremur hefur það flog- ið fyrir, að ratsjáin nái m'un skemur en upphaflega var á- kveðið. Samkvæmt samningi flugmálastjórnarinnar ís- lenzku átti svið ratsjárinnar að vera 75 rriílur. Reyndin mun vera að ekki náist heim- ingur þeirrar vcgalengdar. Hvort hér er um bein svik að ræða hjá íyrirtækinu, sem seldi Islendingum ratsjána, er erfitt að segja, en full á- stæða er til að halda, að hér sé eitthvað gruggugt á ferð- inni. Sem betur fer hefur flug að og frá Reykjavíkurflugvelíi gengið vel þau seytján ár, sem völiurinn hefur starfað, þótt ratsjá hafi ekki verið fyrir hendi. Engin ástæða cr til þess að halda, að svo verði ekki einnig í framtíðinni. En fyrst búið er að leggja í kbstnað við að ka-upa rat- sjána og koma henni upp, þá er það slæmt — að ekki sé meira sagt — að ekki skuli verða að henni þau not, sem til var ætlast. /ritskoðun^ „Og þar sem við höfum alltaf verið á móti bóka brennum, bá ættum við að banna að gefa bókina út.” FRÁ ÞVÍ að reglugerðin um 12 sjómílna fisk- veiðilandhelgi íslands gekk í gildi hafa alls 113 hrezk- ir togarar verið kærðir fyrir ólöglegar veiðar, þar af margir oftar en einu sinni. Á þessu tímabili hafa ís- lenzku varðskipin og flugvélarnar farið 59,450 sjó- mílur í gæzluerindum. Alþýðublaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá landhelgisgæzlunni um ganga málanna undanfarið: ,,Frá því að hin nýju fisk- veiðitakmörk tóku gildi hinn 1. sept. sl. og tii þessa dags er ekki vitað um að önnur skip hafi stundað ólöglegar veiðar hér við land en brezkir togarar, en þeir hafa eins og kunnugt er gert það samkvæmt fyrir- mælum útgerðarfélaga sinna og undir vernd brezkra her- skipa. Þessar ólöglegu veiðar hafa þó ekki verið stundaðar jafnt kringum allt land, heldtir á á- kveðnum svæðurn og undir stjórn yfirmanna brezku her- skipanna, eða umíboðsmanna togaraeigendanna, sem hafa verið þar um borð. Virðast á- kveðnar reglur hafa gilt um þar, en þær eru í stuttu máli þannig: í fyrsta lagi hefur hver brezk ur togari, sem veiðir á fslands- miðum, fyrirmæli um að stunda ólöglegar veiðar a. m. k. 3 sól- arhringa (72 klst.) í hverri veiðiferð, á einhverju þeirra veiðisvæða, sem vernduð eru af herskipunum. Hann skal til- kynna bæði komu sína og brott för frá svæðinu og vera í nánu radio-sambandi og undir algerri yfirstjórn herskipanna á meðan hann dvelst þar. Þessum regl- Framhald á 11. síðu ■iir Fasfakaup hækkar um 22% í grunn á mánuði Áki Jakobsson í GÆR tóku gildi nýir kaup- og kjarasamningar háseta og annarra undirmanna á togur- um. Samkvæmt þeim samning- um fá hásetar 22% grunnkaups hækkun á fastakaupi sínu á nánuði. Netamenn, bátsmaður tg matsveinar fá hlutfallslega afnmf.kla hækkun. Gilda hinir týju samningar til 1. júní nk. Alþý'ðublaðið sneri sér til Sjómannafél. Rvíkur í gær og 'ékk þessar upplýsingar: Samningaviðræður hafa und- mfarið staðið yfir milli samn- .nganefnda Félags ísl. botn. vörpuskipaeigenda Og sjó- rnanna um breytingar á samn- ingunum án þess, að til upp- sagnar þyrfti að koma. En ef samningunum hefði verið sagt upp, þá hefðu þeir fallið úr gildi 1. desember. 22% GRUNNKAUPS- HÆKKUN FASTAKAUPS 'Samkomulag tókst um, að fastakaup háseta hækkaði úr 1596 kr. á mánuði í grunni 1950 kr. eða um 22%. Kaup kyndara og matsveina skyldi hækka hlutfallslega. Þá náðist einnig samkomulag varðandi kaup þeg ar um slys eða veikindatilfelli er að ræða, á þá lund, að út- gerðin skuli greiða eftirfarandi umfram það, er sjólög ákveða: Sjómanni, sem hefur verið eitt ár í þjónustu útgerðarinnar, 75 kr. á dag í grunn og fæðispien- inga auk verðlagsuppbótar í 2 vikur (til viðbótar þeirri viku, er sjólög ákveða). Manni, er hef ur unnið 2 ár í þjónustu útgerð árinnar þetta sama í allt að 4 Vikur til viðbótar því, er sjó- lög ákveða. Og þeim, sem unnið hafa í 3 ár eða lengur, þetta sama í allt að 6 vikur til við- bótar. KAUP UNGLINGA HÆKKAÐ Auk þessa voru ýmsar fleiri breytingar gerðar til hagsbóta fyrir sjómenn. Varð andi kaup unglinga yngri en 16 ára var samið um eftirfar- andi: Efitir 2ja mán. reynslu- tíma skulu 15 ára unglingar Framhald á 5. síðu. Pasfernak skrifar Krústjov Eggert G. Þorsteinsson. TVEIR fundir verða haldnir í dag á vegum Alþýðuflokksins. Á Hofsósi hefst fundur kl. 2 e. h. í dag og á Sauðárkróki í kvöld í Templarahúsinu kl. 8.30 e. h. Á fundum þessum mæta alÞingismennirnir Áki Jakobsson og Eggert G. Þor- steinsson. BORIS PASTERNAK hefur skrifað Krústjov hréf og biður hann að korna því til leiðar, að hann fái að búa áfram í Sovét- ríkjunum. Bréfið er einnig stíl- að til miðstjórnar kommúnista- flokks Sovétríkjanna. Paster- nak segir að það sé ógerningur fyrir sig að flytja úr landi, hann sé fæddur í Rússlandi og þar sé bakgrunnur verka sinna og starfs. Hann kveðst ekki hafa -gerf sér í hugarlund, að hann yrði miðdepill pólitísks mold- viðris á Vesturlöndum. Bókmenntamenn i Sovétríkj. unum hafa mjög krafizt þess að Past-ernak hverfi úr landi. Tass fréttastofan lét svo um mæ'lt í gær, að Pasternak væri heimilt að fara úr landi og setjast að þar sem hann geti notið lysti- semda hins kapítalíska heims. Bréf Pasternaks til Krústjovs fer hér á eftir í lauslegri þýð- ingu: „Kæri Nikita Sergeyvits. Ég sný mér til yðar persónu- lega, miðstjórnar Kommúnista flokksins og ráðstjórnarinnar. Af ræðu félaga Semikastni Framhald á 5. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.