Alþýðublaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.11.1958, Blaðsíða 7
Sunnudagur 2. nóv. 1958. AlþýSublaðið f Útgefandi: /EJ IC Á M flfc /J I A 8 Ritstjórar: Unnar Stefánsson. ’’ Samband ungra jafnaðarmanna. * " ^ ■“ * » ■ ^ Auðunn Guðmundsso*. iðalfundur FUJ í Reykjavík Auðunn Guðmundsson kjörinn formaður Búiit við góðri þáttiöku sambandsfélaga AÐALFUNDUR Félags ungra jafnaðármanna í Reykjavík var haldinn í Alþýðuhúsinu yið Hverfisgötu s. 1. þriðju- dagskvöld. Fráfarandi for- maður, Jóhann Möller, flutti skýrslu stjórnar um störf á Auðunn Guðmundsson. árinu og þakkaði gott sam- starf við aðra stjórnarmenn. Baðst hann eindregið undan endurkjöri og var Auðunn Guðmundsson, blaðamaður, kjörinn formaður. Aðrir í stjórn voru kosnir: Árni Gunnarsson, verzlunar- - maður, Eyjólfur Sigurðsson, prentnemi, Haukur Helgason, stud. oecon., Jóhann Möller, stud. odont., Karl Þorkelsson, símvirkjanemi og Kristinn Guðmundsson, stud. med. Skipt ir stjórniri með sér verkum á næsta stjórnarfundi. •— í vara- stjórn voru kosnir: Guðjón Guðmundsson, stud. polyt., Jó- hann Einarsson, járnsmíða- nemi, og Már Alfreðsson, járn- smíðanemi. — Endurskoðend- ur: Unnar Stefánsson, stud. oecon. og Sigurður Guðmunds- son, stud. med. Til vara: Ey- þór Árnason, bókari. TRÚNAÐARMANNARÁÐ. Þá voru eftirtaldir fulltrúar kjörnir í trúnaðarmannaráð P'UJ í Reykjavík: Árni Sigur- björnsson, Björgvin Guðmunds son, Eyþór Árnason, Gylfi Gröndal, Halldór Steinsen, Helgi Jónsson, Hreiðar Ársæls- son, Ingimundur Erlendsson, Jón Kr. Valdemarsson, Jörgen Berndsen, Kristinn Breiðfjörð, Kristinn Guðmundsson, Lárus Guðmundsson, Lúðvík Gizur- arson, Sigurður Guðmundsson, Sveinn Hálfdánarson, Sævar Júníusson og Unnar Stefáns- son. — Er í ráði að kalla ráðið saman innan skamms til skrafs og ráðagerða með stjórninni. FULLTRÚAR Á ÞING SUJ. Að loknum venjulegum að- alfundarstörfum fór fram kjör 14 fulltrúa á 17. þing Sambands ungra jafnaðarmanna, sem hald ið verður í Reykjavík um næstu heigi, og jafnmarga varafull- trúa. Aðalfulltrúar voru kjörn- ir: Ámi Gunnarsson, Auðunn Guðmundsson, Eyjólfur Sig- urðsson, Eyþór Árnason, Guð- jón Guðmundsson, Gylfi Grön- dal, Halldór Steinsen, Hreinn Erlendsson, Ingimundur Er- lendsson, Jóhann Möller, Karl Þorkelsson, Kristinn Guð- mundsson, Lárus Guðmunds- scn og Unnar Stefánsson. Síðasta mál á dagskrá fund- arins var önnur mál. Urðu all- miklar umræður um starfsem- ina á vetrinum. Hvöttu fund- armenn einum rómi til aukinn ar starfsemi og var mikill sókn arhugur ríkjandi með ungum jafnaðarmönnum á fundinum. 17. ÞING Sambands ungra jafnaðarmanna verður haldið í Revkjavík dagana 8. og 9. nóvember. Verður þingið sett í Ajþýðuhúsinu við Hverfis- götu kl. 2 e. h. laugardaginn 8. nóv. Á sunnudaginn heldur þingið svo áfram og er áformað að því ljúki á sunnudagskvöld- inu. Undanfarið hefur sambands- stjórn unnið að undirbúningi Björgvin Guðmundsson, form. SUJ. þingsins. Hefur verið unnið að fjölritun skýrslu um starfsemi fráfarandi sambandsstjórnar og unnið að uppkasti ályktana þingsins. BÚIZT VIÐ GÓÐRI ÞÁTTTÖKU. FUJ-félögin eru þegar byrj- uð að kjósa fulltrúa á þingið. Er greint frá fulltrúakjöri í FUJ í Reykjavík og FUJ í Hafnarfirði annars staðar hér síðunni. Sambandsstjórnin hef ur verið í sambandi við félögin úti á landi undanfarið og standa vonir til, að flest félögin sendi fulltrúa á þingið. SAMA FYRIRKOMULAG OG ÁÐUR Þingið verður með svipuðu sniði og áður, Á: laugardegin- um mun formaður sambands- ins setia þingið. Þann dag verða einnig fluttar skýrslur fráfar- andi stjórnar og kosið í nefnd- ir þingsins. Á laugardagskvöld verður þingfundum frestað til sunnudagsmorguns. Munu nefndir starfa milli þingfunda. RÆTT UM STJÓRNMÁL OG INNRI MÁL SAMBANDSINS. Eins og venja ber til verður jafnt rætt um stjórnmál al- mennt sem innri mál sambands ins á sambandsþinginu. í sam- bandi við aukna starfsemi sam- bandsins undanfarið, hafa kom ið fram ýmsar tillögur í skipu- lagsmálum sambandsins og verða þær teknar til rækilegr- ar athugunar á sambandsþing- inu. Áðalfundur FUJ í Hafnarfirði IngéEfscafé Ingélfscafé Gömíu daRsarnir í Ingólfscafé í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 8 sama dag. Sími 12826 Sími 12826 Nrscafé DANSLEIKUR í kvöld kl. 9. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar. Söngvari: Þórir Roff. Birgir Dýrfjörð Ecjörinn fcrmaéur. ~AÐALFUNDUR Félags ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði var haldinn í Alþýðuhúsinu við Strandgötu -s. 1. sunnu- dag. Fráfarandi formaður, Árni Gunnlaugsson. flutti skýrslu stjórnarinnar og baðst eindregið undan end- urkosningu. Förmaður fé- lagsins var kjörinn Birgir Dýrfjörð, iðnnemi. Aðrir í stjórn voru kosnir Helgi Maríasson, skrifstofu- maður, varaformaður; Snorri Jónsson, kennari, ritari; Guð- rún Guðmundsdóttir, frú, gjald keri; Albert Magnússon, mat- sveinn, fjármálaritari. — Vara stjórn: gústa Kristjánsdóttir, frú; Stefán Sigurbentsson, húsasmíðameistari og Birgir Emilsson, kennari. — Endur- skoðendur voru kosnir: Hólm- fríður Finnbogadóttir, frú, og Þórir Sæmundsson, verzlunar- maður. Til vara: Hrafnkell Ás- geixsson, nemandi. FULLTRÚAR Á ÞING SUJ. Að loknum aðalfundarstörf- um fór fram kjör 13 fulltrúa á 17. þing SUJ og jafnmargra til vára. Aðalfulltrúar voru kjörn ir; Albert _ Magnússon, Árni Gunnlaugsson, Ágústa Krist- jánsdóttir, Birgir Dýrfjörð, Birgir Emilsson, Björn Jó- hannsson, Guðrún Guðmunds- dóttir, Helgi Maríasson, Hólm- fríður Finnbogadóttir, Jón Páll Guðmundsson, Snorri Jónsson, Stefán Sigurbentsson og Þórir Sæmundsson. ' Birgir Dýrfjörð. FJÖRUGAR UMRÆÐUR. Miklar og fjörugar umræður urðu um væntanlegt veti'ar- starf og var ríkjandi mikill á- hugi á eflingu félagsins. Sam- þykkt var ályktun um land- helgismálið. SAMBANDSSTJÓRNIN S.TÁLFKJÖRIN. Sambandsstjórnin öll er sjálf kjörin á þingið með öllum rétt indum en hana skipa nú: Formaður: Björgvin Guð- mundsson, Reykjavík. Varafor maður: Stefán Gunnlaugsson, Hafnarfirði. Ritari: Sigurður Guðmundsson, Reykjavík. Gjaldkeri; Lúðvík Gizurarson, Reykjavík. Meðstjórnendur: Sigurður Nikulásson, Hafnar- firði, Haukur Helgason, Rvík, Kristinn Breiðfjörð, Reykjavík. Varamenn: Guðmann Sveinsson, Hafnarfirði, Krist- inn Guðmundsson, Reykjavík, Snorri Jónsson, Hafnarfirði, Fulltrúar fyrir Suðurland: Hilmar Hálfdánarson, Akra- nesi, Vilhjálmur Þórhallsson, Keflavík. Til vara: Einar V. Bjarnason, Vestmannaeyjuro. Fulltrúar fyrir Norðurland: Þorvaldur Jónsson, Akureyri, Jón Sæmundsson, Siglufirði. Til vara: Sigurjón Bragason, Akureyri, Einar Jóhannsson, Húsavík. Fulltrúar fyrir Vesturland: Lárus Guðmundsson, ísafirði, Sigurður Jóhannsson, ísafirði. Fulltrúar fyrir Austurland: Ari Bogason, Seyðisfirði, Gest- ur Janus Ragnarsson, Norð- firði. Til vara: Jóhann Sigurðs- son, Norðfirði. 1 IIIIIIIIIIRIIillVVBIIIIIIIRIkl'illli ■ “ j Þrjií þing \ í ÞESSUM mánuði fjöl- menna íslenzkir jafnaðar- nienn víðs vegar að af lan«l- inu á þrjú þing. f fyrsta lagi hefst þing Sambands ungra jafnaðarmanna um næstu helgi, þar sem fulltrúar æsk- unnar fylkja liði undir merki jafnaðarstefnunnar til að ræða innri mál samtakanna, útbreiðslu- og skipulagsmál og fleira. — Þá hefst síðar í mánuðinum þing Alþýðu1- flokksins. Þar verða, ef að Iíkum lætur, teknar j'mtsar ákvarðanir, sem mikilvægar eru fyrir framgang jafnaðar- stefnunnar í landinu. Góðu heilli eru úr sögunni innbyrð is átök og bræðravíg, seni höfðu lamandi áhrif á flokks starfið fyrir nokkrum árum, og má því búast við því, að flokksþin-gið starfi samherit- ara en um langt skeið. Loks er þing Alþýðusant- bands íslands í þessum m)án- uði. Þar getur farið svo, að róstusamt og tíðindasamt verði, enda eru veður öll vá- lynd í verkalýðsmálunuin þessa dagana. Á síðasta þingi vöktu kommúnistar upp draug sundrungarinnar og er við því fcúið, að sá draugnr gangi nú aftur og tortími þeim, sem hann mögnuðu. Þetta mun koma skýrt í ljós á næsta Alþýðusam- bandsþingj og samkvæmt hinni dýrkeyptu renyshi, sem! þegar er fengin af korn- nuinistum, fást einunigs nokkrir nytsamir sakleys- ingjar til fylgis við þá að þessu sinni. Þeir munu ein- angrast og því fyrr, þvi 1 betra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.