Morgunblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 Landshappdrætti SVFÍ fer af stað HAFIÐ er nú landshappdrætti SlysavarnafélaKS íslands í tilefni 50 ára afmælis félagsins fyrr á árinu. Aðalvinningur happdrætt- isins er að þessu sinni Chevrolet Malibu-bifreið og að auki eru 9 sjónvarpsspilavinningar og er verðmæti þessara vinninga sam- tals um 4.4 milljónir króna. „Öll vinna samfara þessu happ- drætti mun verða unnin í algerri sjáifboðavinnu. Söluna munu deildirnar víðs vegar um land annast. Seit verður í hús, á götum úti svo og við skemmtistaði borgarinnar. Þá má geta þess, að Slysavarnafélagið verður með sér- stakan sýningarbás á bílasýning- unni Auto 78 í Bílshöfða og verða miðar að sjálfsögðu seldir þar,“ sagði Gunnar Friðriksson forseti Slysavarnafélags Islands á blaða- mannafundi í gær. „Það var samþykkt á s.l. lands- þingi félagsina á Höfn í Horna- firði að efna til þessa happdrættis. Ágóðanum verður fyrst og fremst varið til viðhalds og uppbyggingar björgunarskýlum víðsvegar um landið, en þau eru í dag 98 talsins, Gunnar Friðriksson forseti SVFÍ ásamt þremur happdrættisnefndarmönnum, Herði Friðbertssyni, Guðjóni Jónatanssyni og Böðvari Ásgeirssyni. Eruð þér að Lausnin er TERRAZZOP LAST byggt á Desmodur/Desmophen hugsa um efni á gólfið? Gult/Flögur Nr. J Gólftex er mjög fallegt og slitsterkt, tveggja þátta plastefni, ætlað á gólf í heimahúsum, (geymslur, ganga þvottahús, stigahús, baðherbergi, eldhús. bílskúra), verksmiðjuhús- um, skrifstofuhúsnæði og víðar. Hringið eða skrifið og biðjið um nánari upplýsingar. EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN Akureyri. Glerárgata 28 . Sími (96)21400 Reykjavík . Hringbraut 119 . Sími (91)17045 en í bígerð er að fjölga þeim nokkuð. Þá mun einnig verða varið fjármunum til að kaupa fluglínu- tæki og að lokum höfum við lagt út í mikinn kostnað vegna afmælis félagsins á þessu ári. Sem dæmi um það höfum við látið útbúa litskuggamyndir úr starfi félags- ins sem sendar munu verða í alla barna- og unglingaskóla landsins. Með því vonumst við til að ná til um 58000 ungmenna og kynna þeim starf okkar,“ sagði Gunnar ennfremur. „Eins og áður sagði er sala miðanna þegar hafin, sendir hafa verið miðar víðs vegar um landið. Við munum ekki senda neina miða heim með gíróseðlum, en munum aftur á móti senda fólki miða heim HAPPDRÆTTI 1978 ef þess er óskað. Verð hvers miða er 500 krónur, en við gefum út alls 45000 miða. Dregið verður 17. júní n.k. og nauðsynlegt er að vinninga sé vitjað innan árs,“ sagði Gunnar að lokum. Starfandi er nefnd sem sér algerlega um framkvæmd happ- drættisins, en í henni eru þeir Hörður Friðbertsson, sem er formaður, Guðjón Jónatansson, Böðvar Ásgeirsson, Einar Sigur- jónsson, Ólafur Jónsson og Eggert Vigfússon. í Koupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.