Morgunblaðið - 14.04.1978, Side 16

Morgunblaðið - 14.04.1978, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 Útgefandi Framkwœmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuSmundsson. Björn Jóhannsson ASalstræti 6. simi 10100. Aðalstræti 6. simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuSi innanlands í lausasölu 90 kr. eintakið Aðgerðir norskra stjórnvalda Hinn mikli olíuauöur Norðmanna veldur því, að almennt hafa menn litið svo á, að efnahagur þeirra stæði mjög traustum fótum og að styrkur þeirra í efnahags- og atvinnumálum mundi fara vaxandi á næstu árum. En jafnvel þótt olíu- lindirnar í Norðursjó séu byrjaðar að mala gull fyrir frændur okkar í Noregi standa þeir frammi fyrír alvarlegum vanda í efna- hagsmálum. Umræður um þennan vanda hófust í Noregi fyrr í vetur. Hann er í stuttu máli í því fólginn, að sá kostnaður, sem norskir atvinnuvegir þurfa að standa undir er orðinn svo mikill, að það verð sem Norðmenn þurfa að fá fyrir útflutningsafurðir sínar er ekki fáanlegt á heimsmark- aði. Þar af leiðir að atvinnu- fyrirtækin standa ekki und- ir kostnaðinum og neyðast til að draga saman seglin og segja upp fólki. Fjölmargar atvinnugreinar í Noregi standa nú frammi fyrir þessum vanda. í raun og veru er þetta vandamál Norðmanna mjög áþekkt þeim vanda, sem Svíar fást við. Fyrir nokkrum árum lentu sænsk atvinnufyrirtæki í þeirri aðstöðu að geta ekki selt framleiðsluvörur sínar vegna samdráttar í efna- hagsmálum helztu iðnaðar- ríkja heims. Viðbrögð Svía voru þau, að þeir notuðu auð sinn til þess að gera at- vinnufyrirtækjunum kleift að framleiða vörur, þótt þær seldust ekki, en í stað þess fylltust allar vörugeymslur í Svíþjóð. Með þessum hætti var hægt að koma í veg fyrir samdrátt í rekstri fyrir- tækjanna og atvinnuleysi, og Svíar gerðu sér vonir um, að vörur þeirra yrðu seljanlegar þegar aftur rof- aði til í efnahagsmálum öflugustu ríkja heims. Sá bati hefur látið á sér standa og smátt og smátt er að renna upp fyrir Svíum, að þeir standa frammi fyrir stórfelldu og djúpstæðu vandamáli, sem m.a. hefur leitt til þess, að í samninga- viðræðum sænsku verka- lýðsfélaganna og vinnuveit- enda fyrr í vetur stóð deilan im það, hvort kaup ætti ekkert að hækka eða um 2%. Niðurstaðan varð sú, að laun hækkuðu um örfá prósent, ef vísitöluhækkanir eru meðtaldar. Að undanförnu hafa staðið yfir í Noregi viðræður milli verkalýðssamtakanna og vinnuveitenda og höfðu verkalýðssamtökin boðað allsherjarverkfall í dag, föstudag, sem hefði orðið hið fyrsta í Noregi í nærfellt hálfa öld, ef til þess hefði komið. En af því verður ekki vegna þess, að jafnaðarmannastjórnin í Noregi hefur ákveðið að vísa þessari kjaradeilu til gerðardóms og á úrskurður gerðardómsins að gilda um kaup og kjör á norskum vinnumarkaði næstu 2 árin og verður ekki áfrýjað. Þessi ákvörðun norsku stjórnar- innar jafngildir því banni við verkföllum. Þessar aðgerðir jafhaðarmanna- stjórnar í Noregi hljóta að vekja mikla athygli. í fyrsta lagi vegna þess, að þær undirstrika, hversu alvar- legar horfur eru í efnahags- og atvinnumálum Norð- manna, þrátt fyrir olíuauð þeirra og í öðru lagi vegna þess, að um er að ræða ríkisstjórn Verkamanna- flokksins, sem hefur mjög náin tengsl við norsku verkalýðssamtökin. Þegar þessi efnahags- vandamál frændþjóða okkar eru höfð í huga og þær harkalegu ráðstafanir, sem norska ríkisstjórnin hefur gripið til nú, ætti mönnum að verða ljóst, að sá vandi sem við Islendingar höfum átt við að etja í efnahags- málum um nokkurt skeið er ekkert einsdæmi eða til marks um, að stjórnvöldum hér séu mislagðari hendur við stjórn efnahagsmála en ríkisstjórnum í öðrum löndum. Þvert á móti er athyglisvert, að okkar ríkis- stjórn hefur tekizt að fást við þessi vandamál án þess að til atvinnuleysis hafi komið. Hið sama verður ekki sagt um ýmsar nágrannaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hér hefur heldur ekki gripið til svo harkalegra ráðstafana, sem stjórnvöld hjá margfalt auðugri þjóð, Norðmönnum, hafa talið nauðsynlegar. Þeir sem telja, að allt sé verra hjá okkur en öðrum ættu því að huga að vanda- málum frændþjóða okkar og aðgerðum ríkisstjórna í nágrannalöndum í efna- hagsmálum. Ljósm. Friðþjófur. „Alvarlegt atvinnu ástand framundan á Raufarhöfn” „VIÐ höfum sloppiö ágætlega að því leyti að skipið er ekki ónýtt. Hins vegar er botn þess mjög illa leikinn þar sem skipið hjóst mikið á strandstað og talið er að viðgerð taki langan tíma. Þá tel ég ólíklegt að islenzku skipastöðvarnar geti gert við jafn alvarlega og mikla skemmd svona fyrirvaralaust og ætli við verðum ekki jafnvel að senda skipið til útlanda til við- gerðar. Þó svo að við höfum ef til vill sloppið tiltölulega vei frá strandinu, hvað skipið snertir, þá er útlitið í atvinnumálum þorpsins aftur á móti mjög alvarlegt vegna þessa." Þannig mælti Helgi Ólafs- son sveitarstjórnarmaður á Raufarhöfn í viðtali við Mbl. á Raufarhöfn í gærmorgun. Um Sigrún Björnsdóttir aíhausar að líkindum færri fiska á næstunni en hún reiknaði með fyrir strand Rauðanúps. nóttina tókst skuttogaranum Sléttbak frá Akureyri og varð- skipinu Þór að draga á flot af strandstað skuttogara þeirra Raufarhafnarbúa, Rauðanúp ÞH 160, en hann strandaði á miðviku- dagsmorgun fyrir mynni Hrúta- vogs skammt frá Raufarhöfn. Leki kom að togaranum er hann var dreginn á flot. Rauðinúpur hefur undanfarin ár verið kjölfestan í atvinnulífi Raufarhafnar og fyrirsjáanleg fjarvera togarans frá veiðum nú, hefur ekki einungis í för með sér atvinnuleysi að einhverju marki, að sögn heimamanna, heldur kemur hún einnig illa við út- gerðarfyrirtækið og frystihúsið. Raddir voru uppi í gær meðal Raufarhafnarbúa að þegar í stað bæri að athuga frieð að fá leigðan togara til staðarins til að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Eins og skýrt var frá í Mbl. í gær voru á miðvikudag gerðar árangurslausar tilraunir til að draga Rauðanúp á flot. Um kvöldið kom varðskipið Þór á strandstað og tókst því og Slétt- bak að draga Rauðanúp á flot á öðrum tímanum aðfaranótt fimmtudagsins. Samkvæmt dag- bók í vélarrumi strandaði Rauði- núpur klukkan 9.30 á miðviku- dagsmorgun. Ljósavél stöðvaðist og skipið þar með stjórnlaust aðeins fimm mínútum áður, eða klukkan 9.25. Skipverjar á Rauðanúpi tjáðu blaðamanni Mbl. á Raufarhöfn í gær að togarinn hefði losnað af strandstað um 30—45 mínútum eftir að Þór og Sléttbakur hófu að toga í hann á flóðinu eftir miðnættið. Þeir sögðu að taugar hjálparskipanna hefðu verið festar í stefni Rauðanúps sem stóð upp í fjöruna. Var togarinn þvi snúinn út af strandstaðnum sem var stórgrýtt fjara skammt sunnan við Raufarhöfn. Þegar Rauðinúpur var dreginn úr fjörunni slóst hann mikið og hjóst við stórgrýttan botninn, að sögn skipshafnarinnar. Þó hjóst hann öllu meira þegar hann strandaði, að sögn hinna sömu. Skömmu eftir að skipið náðist á flot, en það var um kl. 01.50, varð þess vart að sjór var í lestinni. Blandaðist hann svartolíu og þótti áhöfninni því líklegt að komið hefði rifa á botntanka einnig. Skömmu áður en Rauðinúpur náðist á flot var kominn sjór í vélarrúm, en sá leki var vægur. Lensidælur skipsins höfðu sæmi- lega undan að dæla úr lestunum, en þó var ætíö 40— 50 sentimetra sjór í lestunum þar til að komið var í höfn seint um nóttina þá Og vart ntun Soffía Erlings- dóttir panna fiökin mikið iengur, í bili a.m.k. voru slökkvidælur og dælur úr Þór settar um borð í Rauðanúp. Skipverjar á Rauðanúpi sögðu í spjalli við Mbl. að skömmu áður en togarinn skyldi sigla út úr innsiglingunni hefði drepist á ljósavel skipsins, en við það fara öll stjórntæki úr sambandi og einnig á aðalvélin þá að drepa sjálfkrafa á sér. Aðalvélin drap þó ekki á sér strax og hélt Rauðinúp- ur því áfram inn með klettóttri ströndinni. Þegar vélin stöðvaðist síðan rak Rauðanúp stjórnlaust með öllu upp í syðri fjöruna fyrir myjini Hrútavogs. Frá því að ljósavélin stöðvaðist liðu aðeins nokkrar mínútur þar til Rauðinúpur strandaði, að sögn skipverja. Kallað var í land, og vel brugðist við en togarinn var þó strandaður löngu áður en bátar komu á vettvang. Eins og áður segir steytti Rauðinúpur mikið á stórgrýtinu á strandstað. Þegar fjaraði stóð hann alveg hreyfingarlaus, var klossfastur og skorðaður af í stórgrýtinu, sögðu skipverjar. Þeir telja líklegt að botninn sé mjög illa farinn og að mánuði taki að gera við skemmdirnar. Líklegt var talið á Raufarhöfn í gærmorgun að Rauðinúpur yrði annaðhvort dreginn til Akureyrar eða Reykja- víkur þegar í gærkvöldi. Sjópróf hafa enn ekki verið ákveðin. Raufarhafnarbúar eru allir sem einn felmtri slegnir yfir strandi Rauðanúps. Við þeim blasir að öllum líkindum eitthvert atvinnu- leysi, og voru flestir viðmælendur blaðamanna Mbl. á Raufarhöfn í gær frekar þungbúnir vegna þessa. - „Þetta er mikil blóðtaka fyrir staðinn," sagði Una Kristjánsdótt- ir í frystihúsinu við Mbl. „Það er augljóst mál að þegar við verðum búin að verka þann afla sem Rauðinúpur landaði hér fyrir nokkrum dögum þá skapast mikl- ar eyður í starfsemi hússins. Atvinnuleysi meðal okkar starfs- mannanna þýðir að sjálfsögðu tekjumissi, en strand togarans mun ekki síður koma mjög baga- lega við fyrirtækið," sagði Una. Hrefna Friðriksdóttir, hrepp- stjóri Raufarhafnarhrepps og starfsstúlka í frystihúsinu, var á sama máli og Una. „Strandið á eftir að hafa alvarlegar afleiðing- ar í för með sér, bæði hjá fyrirtækinu og starfsfólkinu. Það er vonandi að vel takist með fiskirí hjá þilfarsbátum og trillu- bátunum þegar vorar og í sumar," sagði Hrefna. Morgunblaðsmenn spjölluðu við fleiri starfsstúlkur í frystihúsi staðarins og voru þær allar á einu máli að framundan væru tímar hálfgerðrar ördeyðu í atvinnumál- um Raufarhafnarbúa. —ágás.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.