Morgunblaðið - 14.04.1978, Side 17

Morgunblaðið - 14.04.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 17 Geir Hallgrímsson forsætisráðherra um kosningalög: Ekki samstaða um gild- istöku breytinga núna En hugsanlega eftir næstu Alþingiskosningar Geir Hallgrímsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær, að ekki væri samstaða um framgang frumvarpa um breytingu á kosningalögum, með gildistöku nú þegar. Hins vegar væri til athugunar, hvort unnt væri að ná slíkri samstöðu með gildistöku eftir komandi Alþingiskosningar. Þá lýsti hann yfir þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt væri að endurskipuleggja stjórnarskrárnefnd, til að flýta því að hún skilaði ætlunarverki sínu. Hann sagði ennfremur að Alþýðubandalagið hefði sýnt algjört áhugaleysi um hugsanlegar breytingar á kosningalöggjöf til jöfnunar á vægi atkvæða. Fjörugar umræður urðu utan dagskrár í efri deild Alþingis í gær um hugsanlegar breytingar á kosningalögum til jafna vægi atkvæða. Ragnar Arnalds, for- maður þingfl. Alþýðubandalags- ins, minnti á, að flokkurinn hefði flutt í byrjun þings tillögu um viðræðunefnd þingflokka, til að kanna möguleika á samstöðu um nauðsynlegar breytingar á kosn- ingalögum. Sú tillaga hefði ekki fengið afgreiðslu í þingnefnd. Forsætisráðherra hefði heitið því að beita sér fyrir viðræðum þingflokka um sama efni. Efndir hefðu ekki verið umtalsverðar. Frumvörp, sem nú hefðu komið fram, til breytinga á kosninga- skipan, væru gölluð. Frv. um að afnema hlutfallsákvæði við út- reikning uppbótarsæta rétti e.t.v. hlut Reykjavíkur en ekki Reykja- ness, þar sem vægi atkvæða væri minnst. Það gæti jafnvel skert hlut þess kjördæmis við hugsanleg kosningaúrslit, t.d. hliðstæð þeim sem urðu 1971. Loks las Ragnar samþykkt þingflokks Alþýðu- bandalagsins, frá 12. apríl sl., þar sem lagt er til að stjórnmálafl. á Alþingi skipi nefnd í þinglok til að fjalla um hugsanlegar breytingar á kosningalöggjöfinni, svo „að annað kjörtímabil líði ekki án þess áð tekið sé á þessum málum á raunhæfan hátt, þar sem sýnt virðist að stjórnarskrárnefnd er ekki líkleg til að hafa þar forystu um“. Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra sagði m.a., að þingfl. Sjálf- stæðisfl. hefði þegar í þingbyrjun skipað þá Gunnar Thoroddsen og Ingólf Jónsson í viðræðunefnd um kosningalög. Hann hefði sjálfur kunngjört Ragnari Arnalds þá skipan munnlega. Formenn þing- flokka hefðu og rætt þessi mál á sl. hausti. Alþýðubandalagið hefði í fáu sýnt áhuga á þessum viðræðum. Tillaga þeirra hafi legið í nefnd mánuðum saman án þess að þeir ýttu á eftir afgreiðslu hennar. Forsætisráðherra sagði að þrennt kæmi einkum til greina varðandi breytingar, án þess að snerta stjórnarskrá: 1) úthlutun uppbótarþingsæta, eins og lagt væri til í frv. Ellert B. Schram o.fl. 2) að tiltekið heildarkjörfylgi skapi rétt til uppbótarþingsætis, eins og lagt væri til í frv. Jóns Árm. Héðinssonar og í 3) að breyta vægi útstrikana eða til- færslna á kjörseðli. Forsætisráðherra sagði að ekki samstöðu um að framkomin frum- vörp um breytingar á kosningalög- um næðu fram að ganga með gildistöku nú þegar. Hins vegar væri athugunarefni, hvort ná mætti slíkri samstöðu með gildis- töku eftir komandi alþingiskosn- ingar. Sjálfsagt væri að þingflokk- ar héldu áfram viðræðum um hugsanlega samstöðu, í þessu efni, eins og Ragnar Arnaíds hefði lagt til. Loks þyrfti að endurskipu- leggja núverandi stjórnarskrár- nefnd, til að ýta eftir því að hún skilaði ætlunarverki sínu. Ríkis- stjórnin myndi hafa samráð við þingflokka sína í ljósi upplýsinga, sem komið hefðu fram og myndi hann bíða með endanlega niður- stöðu, unz það samráð hefði átt sér stað. Jón Árm. Héðinsson, Oddur Ólafsson og Jón Helgason tóku og til máls við þessa umræðu. Sá síðast nefndi, sem sæti á í allsherjarnefnd Sameinaðs þings, staðfesti, að Alþýðubandalagið hefði í engu ýtt á eftir afgreiðslu tillögu þeirrar, er Ragnar Arnalds hefði minnst á í frumræðu sinni. Auto ’78 öpnar í dag: Sigfús Sigfússon, forstjóri P. Stefánsson, ásamt starfsmönnum, en þeir voru að Gísli Guðmundsson og aðrir starfsmenn Bifreiða- og landbúnaðarvéla unnu við að ljúka við að setja upp sýningarbásinn. setja upp skreytingar sínar í gærdag. „AUtaf mikil bílasöluár þeg- ar sýningar eru haldnar” UNNIÐ var af fullum krafti við undirbúning bílasýningarinnar Auto ‘78 í gær er Morgunblaðs1 menn litu inn í sýningarhöllina við Bíldshöfða. Sýnendur voru önnum kafnir við að útbúa sýningarbása sína, setja upp skreytingar, myndir og merki og koma bílunum fyrir. Raunar var ólíklegt að þarna væri í ráði að opna sýningu í dag, þar sem allt var á fleygiferð og á rúi og stúi, en kl. 19 verður hún opnuð almenningi. Bæði iðnaðarmenn og starfs- menn bílaumboðanna sem þarna voru að verki bjuggust við að eiga eftir að vinna fram á nótt, en öllu á að vera lokið um hádegið í dag, föstudag. í sýningarbás P. Stefánssonar h.f. voru starfsmenn langt komnir við undirbúning og sagði Sigfús Sigfússon forstjóri að eiginlega væri ekkert eftir nema að ryksuga. — Það er tvímælalaust margt sem svona sýning hefur uppá að bjóða, sagði Sigfús, hér geta gestir séð alla bíla á einum stað og borið þá saman að vild, verð, útlit, kosti og galla og segja má að þetta skapi nánara samband á milli viðskiptavinanna og bílaumboðanna. Nú eru liðin 5 ár frá síðustu sýningu og er í ráði að sýna framvegis á tveggja ára fresti. Um sýningarstaðinn sagði Sigfús að hann væri hinn ákjósanlegasti, húsið væri teiknað sem sýningarhús og væri að öllu leyti mjög hentugt sem slíkt. Hann sagði að hjá P. Stefánsson myndu um 20 manns í allt starfa á sýningunni. í næsta bás við hliðina voru starfsmenn Bifreiða- og land- búnaðarvéla að ganga frá og voru bílarnir komnir inn en verið var að hengja upp skreyt- ingar. — Menn hafa lagt gífurlega vinnu í þessa sýningu, sagði Gísli Guðmundsson, og finnst mér eiginlega réttara að hafa svona sýningar oftar og hafa þá heldur minna umstang í kring- um þær. Við verðum með fjóra bíla í okkar bás Lada Sport og Lada 1600 og 1500 station og sérstaka gerð af Moskvitz. Verður áberandi söluaukning við sýningu sem þessa? — Það eru alltaf mikil bíla- söluár þau ár sem sýningar hafa verið haldnar, en hvort það er eingöngu þeim að þakka skal ég ekki segja um eða hvort góðæri hefur sitt að segja einnig, en ég minnist þess að mikil sala hefur jafnan verið þegar bílasýning er betta er grind úr Alfa Romeo Alfetta 2000, en á sýningunni verður hún sett í gang þannig að gestir geta séð hvernig vél og gírkassi starfa. haldin, en þær hafa ekki verið nema tvisvar áður. Sýningarsvæðið er tæplega 9000 fermetrar á tveimur hæð- um og hinum megin við götuna að Tangarhöfða 8—12 verða sýndir vörubílar, jeppar, hjól- hýsi o.fl. en sýnendur eru alls um 50. Á efri hæð sýningarhall- arinnar var einnig verið að ganga frá og voru bílarnir hífðir beint inná hæðina og teknir inn af palli fyrir utan. Jöfur h.f. sem hefur umboð fyrir Skoda og Alfa Romeo verður með 8 bíla alls og sagði Svavar Egilsson framkvæmda- stjóri Jöfurs að ráðgert væri að hafa 5 af gerðinni Alfa Romeo og 3 Skoda. — Ég geri ráð fyrir að sýningin kosti okkur um það bil 11—12 milljónir króna, sagði Svavar, og þá á ég við leiguna á sýningarbásnum og kostnað- inn við að skreyta hann og útbúa, en þá tel ég ekki með vinnu starfsmanna umboðsins, heldur aðeins það sem er beinn útlagður kostnaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.