Morgunblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 — Farið að síga Framhald á bls. 18 vil ekkert ræða þetta á þessu stitíi. Við reynum að þoka málinu áleiðis, en ég nefni það bara sem eitt dæmi, að það er oft erfitt að finna hentugan fundartíma fyr- ir nefnd, sem fjórir alþingis- menn eiga sæti í.“ Hannibal sagði, að stjórnar- skrárnefndin hefði gefið ein- staklingum og samtökum rúma fresti til að koma fram ábend- ingum sínum. „En það kom nú frekar lítið út úr því og mér fannst sú útkoma í nokkru ósamræmi við þann mikla áhuga, sem margir virtust hafa á stjórnarskrármálinu." Spurningu Mbl. um það, hverra breytingatillagna mætti vænta frá nefndinni, svaraði Hannibal á þann veg, að hann vildi ekkert um slíkt tala nú. — ASÍ fundur Framhald af bls. 32. búningi aðgerða, með það markmið fyrir augum að fá samningana í gildi eða sambærileg kjör.“ Á fundinum urðu miklar umræður um samningamálin og kom fram í máli Jóns Helgasonar, formanns Verkalýðsfélagsins Einingar á Akur- eyri, að atvinnurekendur nyrðra heföu þau rök, að þeir gætu samiö og vildu semja, en þeim hefði verið tilkynnt að gerðu þeir þaö, yrði lokað fyrir öll bankaviðskipti þeirra. Akur- eyringarnir settu á sínum síma ákveðinn fyrirvara fyrir þátttöku í útflutningsbanninu — svipaðan og Suðurnesjamenn. Jón Helgason skýrði þennan fyrirvara og sagði að þar sem Eining hefði verið meö fund til að ákveða banniö strax í upphafi, hafi menn viljaö hafa fyrirvarann á. Hann taldi hins vegar samstöðuna nú það góöa að fyrirvarinn væri ekki lengur fyrir hendi. Eftir árangurslaus- ar viöræöur Einingar við vinnuveit- endur nyrðra, sagði Jón að ýmsir vinnuveitendur heföu haft við sig samband og sagt að fyrirtækin gætu vel greitt fulla veröbótavísitölu, þar sem hún væri aöeins lítið brot af því sem vaxtahækkunin hefði á þá lagt. Hins vegar hefði þeim veriö tilkynnt að lokað yrði fyrir bankaviöskiptin, semdu þeir. Menn lýstu því aö mikill áhugi væri á útflutningsbanninu i sinni heima- byggð — alls staöar nema á Suðurnesjum. Þá var það óráðin gáta, hvaö gerast myndi á Vestfjörö- um, enda enginn fulltrúi þess lands- hluta á fundinum. Strax að þessum fundi ASÍ loknum var haldinn samráösfundur í Verka- mannasambandi íslands og síöan var ráðgerður framkvæmdastjórnarfund- ur í Verkamannasambandinu í gær- kveldi. Á ASÍ-fundinum kom einnig fram að Verkamannasambandið eitt myndi ekki bera kostnað af út- flutningsbanninu, ef hann yrði ein- hver, heldur myndu önnur sambönd innan ASÍ tilbúin til að styrkja Verkamannasambandiö eða það fólk þess, sem yröi fyrir verulega skertum tekjum af aðgerðinni. Vegna þeirra ummæla, sem Jón Helgason viðhafði á fundi ASÍ um vinnuveitendur nyrðra og bankavið- skipti þeirra, spurðist Morgunblaðið fyrir um þetta hjá Baröa Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins, en hann tók þátt í viöræðunum nyrðra, hvort slíkt hefði komið fram þar. Baröi kvað ekki hafa verið minnzt á nokkur slík atriði í samningaviðræðunum. Taldi hann þetta hina mestu firru. — Hlítum Framhald af hls. 1. tx'ini á horóar aó vega og meta rétt óháóra samtaka til aó reka launaharáttu sína á móti þoim þjóðfélagsvanda. sem af slíkri haráttu hlýzt. p]nda þót vió séum í grundvallaratrióum á móti því aó kjarasamningar séu útkljáóir með geróardómi viðurkennum við þessa ákviirðun ríkisstjórnarinnar og munum fara eftir henni." sagði Tor Ilalvorsen formaður norska alþýðusamhandsins ennfremur. Akvörðun stjórnarinnar uni að vísa deilu vinnuveitenda og alþýðusambandsins til gerðar- dónis hefur að vonum vakið mikla athygli og umræður í Noregi, en þetta er í fyrsta sinn í 12 ár að aðalkjarasamningar eru gerðir með þeim hætti. Yfirleitt eru menn á einu máli um að eftir að upp úr samkomu- lagsumleitunum slitnaði á miðvikudagsmorgun hafi ekki verið um annað að ræða en að fara þessa leið, og bendir allt til þess að stjórnarandstöðu- flokkarnir, aðrir en Sósíalíski vinstriflokkurinn, muni ekki greiða atkvæði gegn stjórnar- frumvarpinu um gerðafdóm, sem lagt verður fyrir Stórþing- ið í næstu viku. Lars Korvald, fyrrum for- sætisráðherra og formaður Hægri flokksins, og Káre Willoch, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, hafa báðir lýst því yfir að ákvörðun Nordlis hafi verið rétt, fyrst ekki tókst að útkljá deiluna með eðlilegum hætti, en telja hins vegar að stjórnin hefði getað afstýrt því að samningaviðræðurnar sigldu í strand með því að hefja fyrr afskipti af málinu. Aftenposten, sem styður borgaraflokkana, segir m.a. um málið í forystugrein: „Þegar ríkisstjórnin sá að samningar tækjust ekki átti hún einskis annars úrkosti og forsætisráð- herrann gerði því grein fyrir því að deilunni yrði vísað til gerðar- dóms. Með tilliti til hins alvar- lega efnahagsástands í Noregi hefði það líka verið út í hött að láta 230 þúsund launþega fara í verkfall, sem enginn hefði haft ávinning af.“ Segist blaðið síðan styðja þessa ákvörðun ríkis- stjórnarinnar og telur að sama gildi um þorra landsmanna. Síðan segir að engin ástæða sé að leita að syndaselum þótt svona hafi farið, en þó sé ástæða til að vekja athygli á þeirri tilhneigingu ríkisstjórnarinnar að gera sem minnst úr vanda- málunum og að það hafi torveld- að samningaviðræður að ekki hafi legið Ijóst fyrir hvaða efnahagsráðstafanir stjórnin hefði í hyggju. Aftenposten segir í lok forystugreinarinnar, að þótt gerðardómur sé ekki góð lausn þá hafi ríkisstjórnin ekki átt annarra kosta völ, og að ákvörðun hennar hafi verið tekin með tilliti til þjóðarhags- muna. Það segi sig sjálft að þegar methár framleiðslukostn- aður og gífurlegar erlendar skuldir séu staðreynd þá sé ekki hægt að steypa sér út í allsherj- arverkfall ef ætlunin sé að ná því marki að halda fullri atvinnu. auka samkeppnismögu- leika á erlendum markaði og stefna að stöðugleika í efna- hagslífinu. Arbeiderbladet, málgagn Verkamannaflokksins, segir í forystugrein m.a., að með tilliti til baráttunnar fyrir því að halda fullri atvinnu i landinu sé það nauðsynlegt að hafa tök á efnahagsmálum og það hefði verið ábyrgðarleysi að kasta landinu út í stórverkföll. Ríkis- stjórnin hafi sýnt ábyrgð og viljafestu með því að vísa kjaradeilunni til gerðardóms eftir að samningaviðræður rofn- uðu. — Mega nú taka Framhald af bls. 2 enda sé andvirði nýrra vara í heild ekki meir en 32.000 kr. Að því er varðar innflutning farmanna og flugliða, sem hafa verið 20 daga eða skemur í ferð, hækkar hámarksandvirði toll- frjáls varnings úr 3.000 kr. í 7.000 kr. við hverja komu til landsins. Sé lengd ferðar á bilinu frá 21 til 40 dagar skal farmönnum og flug- liðum heimilt að flytja með sér tollfrjálsan varning að andvirði 21.000 kr. í stað 9.000 kr. áður en fyrir 32.000 kr. í stað 14.000 kr. áður, sé ferð lengri en 40 dagar. Engar breytingar eru frá eldri reglugerð um það magn áfengis og tóbaks, sem áhafnir mega taka með sér til landsins, en ferða- mönnum er nú heimilt að hafa með sér 1 lítra af sterku áfengi í stað 3A lítra áður.“ Oozz Uoknin n<2 Almennir jazztónleikar B0DEGA BAN0 18 manna jazzhljómsveit frá Noregi í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut í kvöld kl. 20.00. Vorfájjnaður í Skiphóli r* Hinir frábæru Halli og Laddi skemmta. Modelsamtökin sýna vortízkuna. ■ Hljómsveitin Dominik leikur fyrir dansi til kl. 2. Matur framreiddur frá kl. 7. Borðapantanir í síma 52502. F.U.F. Strandgötu 1 Hafnarfiröi sími 52502. NORSKIR TÓNLEIKAR Stúdentakórarnir í Þrándheimi (TSS og TKS) halda tónleika í dag föstudag í sal Menntaskólans í Hamrahlíö kl. 19. Miðar viö innganginn. r0pið í kvöld Opiö í kvöld Opið í kvöld1 HÓT4L /A<iA SÚLNASALUR Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og söngkonan Þuríður Siguröardóttir. Dansað til kl. 1. Opiö í kvöld Opiö í kvöld Opiö i kvöld EFÞAÐERFRÉTT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU HOTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 TÍsku- sýning Föstudag kl. 12.30—13.30. Sýningin, sem verður í Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, íslensks Heimilisiðn- aðar og Hótels Loftleiða Sýndir verða sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatn- aðar, sem unnin er úr islenskum ullar- og skinnvörum. Módelsamtökin sýna. Hinir vinsælu réttir kalda borðsins á boðstólum. Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.