Morgunblaðið - 14.04.1978, Side 28

Morgunblaðið - 14.04.1978, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 M0RöJM-v'v;^_ kafp/no , s «■ (I) GRANI göslari F$>i 1'9Z4 Það er alvörumál, ef þér haldið að þér séuð Napóleon? Nei þetta cr ekki cítir neinn hinna ungu listamanna, því þetta er K°nan n)ln heldur að ég sé í spe/'ill! Sundhöllinni! Aukaatriði að meginmálum? BRIDGE Umsjón: P6H Bergsson Sterka laufopnunin, sem nú er orðin mjöí? algeng, hefur marga kosti. En einnig hefur hún ókosti, sem gjarna gleymast. Og í spilinu hér að ncðan kemur fram einn þeirra. Með sögn gat austur bent á heppilegt útspil en sagnhafi sigraðist á erfiðleikunum, sem það skapaði. Vestur gaf, norður-suður á hættu. Norður S. KD95 H. D105 T. ÁK102 L. ÁK Vestur S. G10832 H. 43 T. G8 L. 10542 Austur S. Á6 H. KG972 T. D764 L. 83 00** ©PIB OefMMGOl PAUNT BUREAU „Hvað eru Vottar Jehóva að hóa í fjöllum þar sem bergmálið íeikur á þá og segir: rúsínuslátur. Sér- skilningshópa kristninnar gæti rekið sömu sjóleið og Múhameðs- fylgjendur sbr. kvenréttindi mosl- ema. Greining kristninnar veitir hverjum nýjum Satan, sem upp- furtdinn er, aukin starfsskilyrði. Þannig verður kristnin sjálf sífellt minna áhugaverð. Ekki kenningar hins goðborna manns Krists, heldur bókstafsþröngsýnin. Þröngsýnismenn gera hvort- tveggja að veikja kirkju kristninn- ar og eyðileggja kristileg stjórn- málaáhrif. Heimatrúboðið danska sem festi nokkrar rætur hérlendis eftir aldamótin 1900 er frá þessum sjónarhóli síður en svo undanskil- ið. En andstaða gegn þessu trúboði þýðir líka síður en svo gagnrýni á starf og eðli Krists, eða kirkju hans nema þar sem þjóðkirkjur neita þekkingu gegnum spíritisma og þeósófíu. Greining kristninnar í auka- hópa, söfnuði, sem hafa æsinga- menn á snærum sínum eða gera eitt eða tvö aukaatriði að megin- málum, skapa margan vanda og sundrungu sem ýtir samstöðuhug- sjón Krists út í óvissa vanþekk- ingu. Agreiningsatriðin vísa til að Biblían er skeikul. Samt sem áður er heimspeki eða himinheima- reynsla og þekking Krists ekki gagnrýnanleg. Aðeins fótsporin þar sem takmarkaðir leiðtogar hafa gengið með kreddur sínar inn yfir hreina skuggsjá. Sökum alls hins forna átrúnaðar í Biblíunni hafa hverjir sem vildu oft getað fundið í henni rök að fleiri og fleiri breiðum vegum og allra-átta-stefnum. Kenning Krists á ekki heima í Biblíunni heldur meðal djúphugsuðustu og dýrmætustu mannfríðindaverka. Þó að ljóðmæli, orðskviðir og spádómar séu að mörgu leyti dásamleg bókmenntaverk í Gamla testamentinu eiga þau þó ekki heima með guðspjöllunum um ævi Krists sem í öllum stuttleika sínum gefa þó kjarnann í boðskap hans. Postulabréfin eiga heldur ekki heima í ævisögu og kenningarbirt- ingu Krists. Þau eru aukaskjöl til hvatningar. Skáldskapurinn í Gamla testamentinu og bréf Nýja testamentisins hafa að þessu leyti samstöðu. Engum dytti heldur í hug að taka inn í Biblíu meðal guðspjallanna skáldskap Tagores, Roberts Burns eða Davíðs frá Maðurinn sem bíður frammi segist geta gert fólk ósýnilegt! Suður S. 74 H. Á86 T. 953 L. DG976 Eftir sterka laufopnun norðurs sagði austur eitt hjarta. En síðan varð suður sagnhafi í þrem gröndum. Án sagnar félaga síns hefði vestur sennilega spilað út spaðagosa en eftir hana var hjartaútspilið sjálfsagt. Austur lagði gosann á tíuna og fékk að eigá slaginn. Suður fékk aukaslag á hjarta þegar austur spilaði kóngnum í 2. slag. Tilneyddur tók suður á ásinn og missti þar með einu öruggu innkomuna á höndina. í tíglinum leyndist möguieiki, sem suður ákvað að reyna. Hann spilaði lágu, vestur lét áttuna, tían frá blindum og aftur reyndi á austur. Hann lét lágt en annars hefði nían orðið lykilspil sem innkoma. Sigurmöguleikum suðurs var nú tekið að fækka. Fyrst hann fékk á tígultíuna og eftir umhugsun austurs mátti heita öruggt, að liturinn lægi ekki 3—3. Hann átti sjö slagi örugga og varð því að fá tvo á spaða. Spilaði því lágum spaða frá borði, vestur fékk slaginn, spilaði aftur spaða og án hiks lét suður níuna frá borðinu. Og níu slagir voru í húsi þegar austur drap með ási. MAÐURINN A BEKKNUM Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdottir íslenzkaði 20 — Þér voruð kannski að fara að borða? Hjá blaðinu stóð diskur og glas með vatnslituðu rauðvíni. þar var líka brauðbiti. — Mér liggur ekkert á. —Jú. fyrir alla muni. þér skuluð borða. Látið bara sem ég sé ekki hér. — Eggið mitt er sjálfsagt orðið harðsoðið núna. Gamli maðurinn ákvað að ná í eggið. Ilann slökkti fyrir gasið. — Fáið yður sæti Jögreglu- foringi. Þér verðið að fara úr írakkanum. ég er búinn að venja mig á að kynda mikið út af þessu bronkitis í mér, svo að þér þolið sjálfsagt ekki við hér. Hann var að likindum á líkurn aldri og móðir friiken Leone en hann átti engan að sem annaðist hann. Kannski kom aldrei neinn og heimsótti hann hér í þessa eymd. — Er langt síðan þef hafið séð hr. Louis? Samtalið hafði staðið æði lengi vegna þess að Saimbrom var stöðugt að fá hóstaköst og reyndi samtímis að snaeða eggið sitt. Hvað hafði Maigret fengið að vita þegar allt kom til alls. Ekkert sem hann vissi ekki fyrir. annaðhvort frá húsverð- inum eða fröken Leone. Það hafði verið hörmulegt áfali fyrir Saimbron þegar fyrirtækið lokaði eigi síður en fyrir hr. Louis. Hann hafði ekki einu sinni gert tilraun til að fá sér aðra vinnu. Hann hafði lagt fyrir dálítið af peningum. Hann hafði ailtaf trúað því að það dygði til að tryggja honum gott líf í ellinni. en gildi peninganna hafði rýrnað svo mjiig að það mátti kallast gott að hann var ekki löngu orðinn hungurmorða og þetta egg var sjálfsagt eina staðgóða fæðan sem hann fékk þann daginn. — Sem betur fer hef ég búið hér í íbúðinni í fjörutíu ár! Ilann var ekkjumaður, átti engin börn og enga fjölskyldu. Þegar Louis Thouret hafði komið til hans. hafði hann ekki hugsað sig um andartak. Ilann hafði lánað honum alla þá peninga sem hann gat. — Ilann sagði að það ylti á lifi eða dauða og ég fann að það var satt. Og fröken Leone hafði einnig lánað Thouret peningana sína. — Ég fékk þá aftur nokkr um mánuðum siðar. — En þessa mánuði hafði honum aldrei dottið í hug að Thouret myndi kannski alls ekki koma aítur, Og hvernig hefði Saimbron þá getað veitt sér sitt daglega egg? — Heimsótti hann yður oft? — Nei, aðeins stöku sinnum. í fyrsta skipti þegar hann kom með peningana. Ilan gaf mér vandaða pípu. Hann gekk að hillunni og náði ( pipuna. Augljóst var að hann varð að vera sparsamur með tóhakið. — Hvað leið langur tími að þér sáuð hann ekki? — Ég sá hann í síðasta skiptið fyrir þremur vikum, þá sat hann á hekk á Boulevard Bonne Nouvelle. Þráði gamli bókhaldarinn að komast aftur í hverfið þar sem hann átti sitt ævistarf. Fór hann stundum í eins konar pílagrímsferðir þangað? — Töluðuð þér við hann? — Já. ég settist hjá honum. Hann vildi við færum á kaffi- hús og fengjum okkur í glas en ég afþakkaði. Það var sólskin og við sátum og skröfuðum saman og horfðum á þá sem framhjá fóru. , — Var hann í brúnum skóm? — Ég tók ekki eftir því. — Nefndi hann ekkert um hvað hann hefðist að? Saimbron hristi höfuðið. Ilann var feiminn og hlédræg- ur og minnti að því leyti á fröken Leonc. Maigret fannst hann skilja þau bæði. Hann var

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.