Morgunblaðið - 14.04.1978, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.04.1978, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 Bjössi Lár. þjálfar nyrðra EINN litríkasti leikmaður íslenzku knattspyrnunnar síðastliðin 15 ár heíur ákveðið að draga sig í hlé frá toppknattspyrnunni í sumar. Maðurinn, sem hér um ræðir, er Björn Lárusson, sem á síðasta ári lék sinn 300. leik með meistaraflokki Akraness. Björn hefur ákveðið að gerast þjálfari hjá Ungmennafélagi tilkynnt félagaskipti þar að Björn Lárusson lék til að byrja með sem íramlínumaður og skor Björn Lárusson hefur betur í skallaeinvígi við Árna Sveinsson í pressuleik fyrir tveimur árum, Ágúst Guðmundsson og Ástráður Gunnarsson fylgjast með, en þeir munu báðir hafa lagt skóna á hilluna. Mývetninga í sumar og hefur lútandi. aði þá mikið af mörkum. Síðari árin hefur Björn lcikið sem bakvörður og staðið sig frábær- lega í þeirri stöðu, ekki aðeins með ÍA hcldur einnig með ís- lenzka landsliðinu. Björn er 33 ára gamall og hefur þjónað mcistaraflokki Skagamanna dyggilega síðan 1962. Björn hcfur fjórum sinnum orðið íslands- meistari í knattspyrnu með fþróttabandalagi Akraness. -------------- - áij Unglingalands- liösmaður til liðs við Austra UNGMENNAFÉLAGIÐ Austri á Eskifirði hefur fengið góðan liðsauka þar sem er Sigurður Gunnarsson, unglingalandsliðs- maður úr Víkingi. Lék Sigurður fyrir tveimur árum með ungl- ingalandsliðinu i knattspurnu við góðan orðstír og þá einnig nokkra leiki með meistaraflokki Víkings. Er ekki að efa að hann verður Eskifjarðarliðinu mikill styrkur, en Sigurður er einnig unglinga- landsliðsmaður í handknattleik og er meðal sterkustu leikmanna liðsins, sem tekur þátt í Norður- landamótinu í Noregi þessa dagana. Juno Já, þaö er ótrúlegt en samt er þaö satt, aö í JUNO bakarofni er hægt aö steikja kjöt og/eöa fisk um leiö og bakaö er. Sem sagt, þér getiö bakað meö eftirmiödagskaffinu um leiö og þér steikiö „sunnudags steikina”. Nú, eða þá aö baka fjórar mismunandi kökutegundir samtímis, til dæmis smákökur og/eða formkökur. Meö því aö nota JUNO ofn spariö þér rafmagn og tíma. JUNO tæki. Vestur-Þýzk gæöavara. Leitiö nánari upplýsinga hjá umboðsmönnum JUNO verksmiðjanna á íslandi. JON J0HANNESS0N 0 C0. S.F. Hafnarhúsinu. Símar 26988 og 1 5821. Úr leik Þróttar og Stúdenta fyrr í vetur. Gunnar Árnason gegn tveimur stúdentum. IS og Þróttur leika til úrslita í blakbikarnum Á MORGUN leika ÍS og Þróttur til úrslita í bikarkeppni í blaki! Þetta er í 4. sinn sem leikið er til úrslita í bikarkeppni BLÍ, ÍS vann 1975 og 1976 en í fyrra vann Þróttur Laugdæli í úrslitum. Leikir ÍS og Þróttar í vetur hafa verið mjög spcnnandi og oft hefur verið mjótt á mununum, en ÍS stendur betur að vígi ef á heildina er litið. Bæði liðin munu tefla fram sínum bestu mönnum í þessum leik og hafa Þróttarar örugglega í hyggju að verja bikarinn, en róðurinn verður þeim þungur þar eð stúdentar hafa fullan hug á að endurheimta bikarinn likt og íslandsmeistaratitilinn. Þetta verður síðasti stórleikur vetrarins í blakinu og er áhugafólk um blak þvi hvatt til að mæta og sjá spennandi leik. Leikurinn hefst kl. 13.30 í íþróttahúsi Ilagaskólans. Þs/kpe Blakþing um helgina 6. ÁRSÞING Blaksambands íslands verður haldið á Hótel Sögu og hefst strax að ioknum úrslitaleiknum í bikarkeppninni og er gert ráð fyrir að þingsetning verði um kl. 16.00 á laugardag. 90 fulltrúar frá 22 ungmenna- og héraðssamböndum og íþrótta- bandalögum hafa rétt til setu á þinginu auk stjórnar- og nefndarmanna BLÍ. Aðalmál þingsins verður fyrirkomulag deildarkeppninnar og mun stjórnin leggja áherslu á að kynna þingfulltrúum kosti og galla fjögurra, fimm og sex liða fyrstu deildar svo og átta liða deildar sem skipt yrði í tvennt eftir fyrri umferð. I ljósi lítillar þátttöku fulltrúa víða utan af landi á fyrri þingum, svo og vegna þess að á þessu þingi verður 5 ára afmælis BLI sérstaklega. minnst hefur stjórn BLI ákveðið að þingið verði opið öllu blakáhugafólki með málfrelsi undir liðnum „skýrsla stjórnar". Núverandi formaður Blaksambandsins er Guðmundur Arnalds- son. ' þs/kpe. Stórsvigsmót í Skálafelli og Bláfjöllum REYKJAVÍKURMÓT í stórsvigi verður haldið í Skálafelli á morg- un, laugardag, en fresta varð stórsvigskeppninni um síðustu helgi. Keppt verður í flokkum 13 ára og eldri. Á laugardag verður hins vegar fyrri hluti stórsvigs- móts Ármanns í Bláfjöllum og hefst það klukkan 13. Verður keppt í flokkum 12 ára og yngri í Bláfjöllum á laugardag, en flokk- um 13 ára og eldri á sunnudag. 3. deild karla í handknattleik: LOKA- STAÐAN EINS og skýrt hefur verið frá, lauk keppni í deiidinni í síðustu viku. En Eyjaliðið Þór haföi pá pegar nokkru áður tryggt sér sigur og sæti í 2. deild næsta ár. Breiöablik í Kópa- vogi hreppti annað sætið og rétt til pess að leika heima og heiman við næstneðsta lið í 2. deild um sæti Þar. Eyjaliðið Týr var í priöja sæti. Þessi prjú lið skáru sig nokkuð úr í deildinni að pessu sinni. En Þórsarar reyndust sterkastir á lokasprettinum. Keppnin í þessari deild var æði götótt á köflum og gekk hvergi nærri eðlilega fyrir sig. Þurftu mörg liðanna aö þola veruleg hlé sitt á hvaö og á löngu tímabili seinni helmings keppn- innar voru sum liðin með upp í helmingi færri teiki leikna en önnur, svo að ekki varð neitt jafnræði í stigakeppninni. Liö Breiðabliks varö verst úti að þessu leyti, fékk engan leik í tvo mánuði samfleytt. Þá fór margt úr skorðum í lokin, vegna þess aö lið Dalvíkinga mætti ekki í leiki og síöast ekki heldur lið Keflvíkinga. Ekki er ennþá Ijóst viö hvaöa lið Blikarnir keppa um 2. deildar-sætiö. Akureyrarliðið Þór og Breiöholtsliöið Leiknir þurfa að keppa fyrst um þriöja neösta sætiö í 2. deild, heima og heiman. Leiknisliðið fer norður um næstu helgi og Þórsliðið kemur suður um þar næstu helgi. En þá sömu helgi er ætlunin aö koma á fyrri leik Blikanna og þess liðsins, sem hafnar móti þeim. Þessi aukaleikja-keppni er nú þegar oröin mjög langdregin. Leiknir lék síöasta leik sinn í 2. deild 4. mars, en Þór hefur leikiö tvo leiki síöan þá. Innbyrðis keppni þessara liða verður svo ekki búin fyrr en 21. eöa 22. apríl, en þá hefur lið Breiðabliks beöið 3 vikur og ekki víst að þeirri biö Ijúki þá. Þetta allt og þróun deildakeppninnar í handknatt- leik í heild í vetur 3ýnir fyrst og fremst, aö endurskoða verður leikja- skipulagið frá grunni og samræma það. Lokastaðan f 3. deild varð þessi, Þór Eyjum 14 11 2 1 286,241 24 Breiðablik 14 10 1 3 288.257 21 Týr Eyjum 14 9 1 4 263.232 19 Afturelding 14 8 0 6 319,314 16 Akranes 14 6 0 8 288.290 12 Njarðvík 14 4 2 8 248.265 10 Keflavfk 14 3 0 11 247.314 6 Dalvík 14 2 0 12 221.258 4 Markatölur eru ósambærilegar, vegna 5 gefinna leikja. — herb. 2. DEILD KVENNA KEPPNI í deildinni lauk um síðustu helgi. Orslit varðandi fyrsta og annað sætið urðu Ijós fyrir fjórum vikum, en pá voru eftir tveir leikir, sem skipulagið gerði ráð fyrir loks núna. Lið Njarðvíkur gaf leik sinn gegn liði Grindavíkur. En lið Þróttar sigraði hins vegar lið ÍR með 17 mörkum gegn 11 í leik, sem fram fór í Laugardalshöll. Eins og áður hefur verið greint frá, hlaut Breiöablik fyrsta sætiö ídeild- inni og þar með sæti í 1. deild næsta tímabil. íþróttabandalag Keflavíkur hlaut annaö sætiö og með því rétt til þess að leika tvo leiki við næstneösta liðið í 1. deild um sæti þar. Þessi félög skáru sig úr í keppninni, en innbyrðis sigraði lið Breiðabliks Keflavíkurliðið í báðum leikjum liöanna með eins marks mun, og kom upp sama markatala í báöum leikjunum. í upphafi voru 8 li í deildinni, en lið Fylkis var dregið út úr keppni áöur en það hafði leikið nokkurn leik og undir lokin hætti lið KA og var þurrkað út af töflunni. Lokastaðan f deildinni er þessi. Breiðablik Keflavfk Þróttur Grindavík ÍR Njarðvfk 10 7 1 2 157,111 15 10 7 0 3 143. 97 14 10 4 2 4 119.116 10 10 4 1 5 105,129 9 10 3 1 6 100.124 7 10 2 1 7 69.116 5 — herb.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.