Morgunblaðið - 14.04.1978, Síða 32

Morgunblaðið - 14.04.1978, Síða 32
AUGLVsiNGASÍMINN ER: 22480 AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JH«rgunI>labit» FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 „Kominn til að ræða málefni en ekki vandamál,> - sagði K. B. Andersen utanríkisráðherra Dana í upphafi opinberrar heimsóknar „ÉG hefi hlakkaö mjög til fararinnar og er ákaflega ánægður með að vera kominn hingaö. Tengsl ís- lendinga og Dana standa á gömlum merg og við Eínar Ágústsson höfum margt að tala um, eins og til dæmis samvinnu á sviði utanríkismála og menningarmála," sagði K.B. Ander- sen, utanríkisráðherra Dana, við komuna til Keflavíkur um þrjúleytið í gærdag. „Samvinna landanna er náin, og enda Þótt oft gefist tækifæri til að skiptast á skoðunum er petta kærkomið tækifæri til að ræða vandamálin í næði, — nei annars, ekki vandamálín, heldur málefnin, pví að paö er ekki um nein vandamál að ræða,“ sagði K.B. um leið og hann bretti upp frakka- kragann í kuldagjólunni á flugvellin- um. Einar Ágústsson utanríkisráðherra, sem ásamt fylgdarliði sínu var kominn til að taka á móti hinum danska starfsbróður sínum, frú Grethe og öðru föruneyti, sagði: „Það er mér mikiö ánægjuefni að bjóða velkominn hingað utanríkisráðherra Dana í opinbera heimsókn og ég met það mikils að hann endurgeldur heimsókn mína til Danmerkur í desember í vetur nú, þegar hann á óvenju annríkt vegna formennsku Vidgerd á Rauða- núp dýr VIOGERÐ á togaranum Rauöanúp ÞH 160 sem strandaði við Raufar- höfn í fyrradag er talin munu verða mjög kostnaðarsöm Þar sem botn togarans er mjög illa skemmdur. Aö sögn Helga Ólafssonar, fréttaritara Mbl. á Raufarhöfn, athugaöi kafari skemmdírnar í gær og kom Þá í Ijós að stjórnboröshluti botns Rauða- núps er sundurtættur. Ennfremur er talið að viðgerð muni taka jafnvel nokkra mánuði, og þar sem togarinn Rauöinúpur hefur verið kjölfestan í atvinnulífi Raufarhafnar í nokkur ár, hefur fjarvera hans frá veiðum einnig alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnumál staðarins, að sögn Sveins Eiðssonar, sveitarstjóra á Raufarhöfn. Sveinn sagði í viðtali við Mbl. á Raufarhöfn að fjarvera togarans frá veiðum kippti nánast rekstrargrundvellinum undan frysti- húsinu á Raufarhöfn. Rauðinúpur var dreginn á flot af strandstað í fyrrinótt af togaranum Sléttbak frá Akureyri og varöskipinu Þór. Göt komu á togarann þegar hann var dreginn af strandstað sem var stórgrýtt fjara. í gærkvöld lagði björgunarskipið Goðinn af stað til Raufarhafnar og er ætlunin að færa Rauðanúp til Reykjavíkur. Dana í Efnahagsbandalaginu. Við höfum margt að ræða um, alþjóða- mál, efnahagsmál og varnarmál, svo eitthvað sé nefnt, en einnig samvinnu ríkjanna almennt, sem er mikil og fer vaxandi, bæði í Norðurlandaráði, innan Atlantshafsbandalagsins og á alþjóðavettvangi." í dag ræðir K.B. Andersen viö dr. Kristján Eldjárn forseta íslands, Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og Einar Ágústsson, en i hádeginu situr hann veizlu Birgis ísl. Gunnarssonar borgarstjóra í Höfða. Ríkisstjórnin heldur gestunum veizlu á Hótel Sögu í kvöld, en í gærkvöldi snæddu þeir kvöldverð á heimili Einars Ágústs- sonar utanríkisráðherra og frú Þórunnar Siguröardóttur. í fyrramálið verður farið til Vestmannaeyja og þaðan verður haldið til Egilsstaöa og Reyðarfjarðar. K.B. Andersen heldur á laugardagskvöldið veizlu að Hótel Borg, en í bíti á sunnudags- morgun heldur hann til Kaupmanna- hafnar ásamt fylgdarliði sínu. Meðan á viðræðum K.B. Andersen við íslenzka ráðamenn stendur í dag skoðar frú Grethe Andersen Barna- spítala Hringsins, Listasafn íslans og tízkusýningu Heimilisiðnaðarfélags íslands, auk þess sem hún heimsækir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara. O --------------------------------- D — Sjá nánari frásögn á bls. 16 D -----------------------—--------- D Einar Ágústsson utanríkisráðherra og frú Þórunn Siguróardóttir bjóða dönsku utanríkisráðherrahjónin velkomin, en hingað komu Þau með potu Flugfélagsins síðdegis í gær. (Ljósm. Ól. K. Magn.) Samráðsfundur ASÍ um samningamálin: Mikill fundartími fór 1 karp milli Suðumesja- manna og ASÍ-manna FUNDUR miöstjórnar AlÞýöusam- bands íslands, 10-manna nefndar Þess og samstarfsnefnda svæða- sambandanna var haldinn á Hótel Loftleiðum í gærdag og stóð frá klukkan 14 til klukkan 18. Allmikill tími fundarins fór í karp milli Suðurnesjamanna og annarra for- ystumanna um aðgerð Verka- mannasambandsins, útflugnings- bannið, sem nú er sem óðast aö taka gildi um mestallt landið, tók m.a. gildi í Reykjavík í fyrrinótt. Engir fulltrúar Vestfirðinga sátu fundinn. Greinilegur vilji kom fram um að haldið yrði áfram útflutnings- banni, Þegar frá eru skilin sjónar- mið Suðurnesjamanna, sem telja ekki grundvöll fyrir slíkri aðgerð í sinni heimabyggð. Fundurinn samþykkti ályktun sem er svohljóöandi: „Með riftun kaup- gjaldsákvæða kjarasamninganna frá 22. júní síöastliðnum hefur ríkisstjórn landsins og meirihluti Alþingis vegið að hagsmunum alls launafólks og ógnaö frjálsum, lögbundnum samn- ingsrétti þess, og stofnað með því til ófriðar í landinu með atvinnurek- endasamtökin sér viö hlið. Við því óheillaspori, að rifta kjarasamningum, höfðu Alþýðusam- bandið og önnur hagsmunasamtök launþega í landinu varaö og lýst yfir, að slíkt myndi hafa í för með sér gagnráöstafanir af hálfu verkalýðs- samtakanna. Þessum aðvörunum var í engu sinnt. Engum þarf að koma á óvart, þótt verkalýðssamtökin hafi boðað til aðgerða í því augnamiöi aö fá atvinnurekendur til samninga. Á þeim fjórum viðræðufundum, sem fóru fram milli aðila í marzmán- uði, neituðu atvinnurekendur meö öllu að koma til móts við kröfur verkalýöshreyfingarinnar. Á síösta fundinum, 31. marz síðastliðinn, tilkynntu atvinnurekendur að þeir hefðu óskaö eftir viðræöum við ríkisstjórnina og myndu kveðja Frá sarnráðsfundi ASÍ á Loftleiðahótelinu ( Finnst vera farið að síga á seinni hluta starfsins — segir Hannibal Valdimarsson, formaður stjórnarskrárnefndar „ÞAÐ MÁ til sanns vegar færa að nefndin hafi ekki beinlinis hraðað störfum sínum. enda henni engin tímamörk sett. Ég hneykslast því ekkert á þessum ummælum forsætisráðherra,“ sagði Hannibal Valdimarsson, formaður stjórnarskrárnefnd- ar. er Mbl. ræddi við hann í gær í tilefni af þeim ummælum Geirs Hallgrímssonar forsætis- ráðhe. ra í samtali við Mbl. að stjórnarskrárnefndin hefði „vægast sagt — ekki verið athafnasöm". Hannibal Valdimarsson kvaðst ekki vilja spá neinu um það, hvenær tillagna nefndar- innar væri að vænta. „Mér finnst nú sjálfum eins og það sé farið að síga á seinni hluta nefndarstarfsins, en lokin geta nú reynzt erfiðust, því þá er komið að ályktununum og ágreiningsmálunum." Þegar Mbl. spurði, hvort ágreinings- málin væru mörg, svaraði Hannibal: „Það tel ég vera, en ég Framhald á bls. 18 fulltrúa ASÍ til fundar aftur, ef nú viðhorf sköpuðust. Síðan hefur ekkert frá þeim heyrzt. Meðan þessu fer fram, dynja samfelldar verðhækkanir yfir al- menning í landinu. í staö jákvæöra viöbragöa frá atvinnurekendum við kröfum verka- lýössamtakanna hafa þau mætt hatursáróðri. Fundurinn telur ástæöu til aö mótmæla sérstaklega tillögu eins af þingmönnum ríkisstjórnar- flokkanna, sem hann hefur lagt fram á Alþingi, um bann við verkföllum. Fundurinn lýsir fyllsta stuöningi viö ákvörðun Verkamannasambands ís- lands um útflutningsstöövun, og hvetur jafnframt önnur aöildarsam- bönd innan ASÍ til aö braöa undir- Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.