Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 14
14 VERÖLD PYNDINGAR SMÁNARBLETTUR Á MANNKYNINU? Á hverjum einasta degi sæta tugir eða hundruð pólitískra fanga hér og hvar um heimmn pyntingum svo grimmilega úthugsuðum að ekki gefur eftir villimannlegum pyntingum rómverja hinna fornu eða rannsóknarréttarins, að ekki sé minnzt á þær sem viðgengust í stjórnartíð Hitlers eða Stalíns. Þegar fyrir tveimur öldum var búið að fella ákvæði um pyntingar niður úr refsilöggjöf allra Evrópu- ríkja. Og öll önnur ríki fóru síðan að því fordæmi. Hvernig má það þá vera, að pyntingar eru svo útbreiddar enn, að þær tíðkast að líkindum í fleiri ríkjum en ekki? Að því er skýrslur Amnesty International herma hafa pynting- ar viðgengist með fullu samþykki stjórnvalda í einum 60 ríkjum, að minnsta kosti, á þessum áratug. Eru þau þó trúlega fleiri, því að skýrslur Amnesty International taka að sjálfsögðu aðeins til þeirra ríkja þaðan sem einhverjar fréttir berast að jafnaði af föngum. Það virðist, að margir séu hálffeimnir að bera sér orðið pyntingar í munn nú orðið; það minnir ósjálfrátt á hinar myrku miðaldir, og það vekur með mönnum sterkari tilfinningar en algengt er um orð. Nokkuð er það til dæmis, að lögfræðingar og yfirvöld ýmis leggja hinar furðu- legustu lykkjur á mál sitt til þess að komast hjá því. í janúar síðastliðnum kvað Mannréttinda- dómstóllinn evrópski upp úrskurð um „aðferðirnar fimrn", sem svo eru nefndar og Bretar voru sakaðir um að hafa notað á Norðurírlandi frá því 1971 (menn voru t.d. látnir standa langtímum saman í mjög óþægilegum stellingum upp við vegg og þeir sveltir eða neyddir til að vaka þar til þeir voru orðnir hálf-ærir). Þar segir, að „aðferðir" þessar verði að teljast „grimmileg og niðurlægjandi meðferð", sam- kvæmt þeim skilningi sem fram komi í þriðju grein Evrópusátt- málans, en geti kallazt „pynting- ar“. Að því er segir og í úrskurðinum ollu „aðfarirnar fimm“ fórnar- lömbum að vísu „ekki beinum líkamsmeiðsium, en þó miklum líkamlegum og andlegum þjáningum... svo og mögnuðum geðrænum truflunum við yfir- heyrslur". En þær „ollu ekki þeim illbærilegum kvölum, sem orðið pyntingar felur í sér“. Dómstóilinn skilgreindi pynt- ingar sem sé með tilliti til áhrifa þeirra á fórnarlömbin. Þar með vék hann sér hjá kjarna hugtaks- ins og raunar að miklu leyti hjá inntaki þess, sem er fráleitt jafn einfalt og ætla mætti af úr- skurðinum. Jeremy Bentham, sem mun fremstur' þeirra lögfróðra er fjallað hafa um þetta mál í Bretlandi, heldur því fram, að skilgreining pyntinga hljóti fyrst og fremst að miðast við tilgang þeirra. Og tilgangur þeirra er sá að neyða menn til einhvers gegn vilja sínum. „Ég legg þann skiln- ing í pyntingar," segir Bentham í nýlegri ritgerð um málið, „að maður sé beittur miklum líkam- legum sársauka til þess að hann geri eitthvað eða láti eitthvað ógert en það fylgi að refsingu verði þegar hætt ef hann verður við því sem krafizt er.“ Refsingar, sem kveðið er á um í lögum, eru ætlaðar til hegningar fyrir framin afbrot. Pyntingum eru menn aftur á móti vanalega beittir til þess að fá þá til að gera eitthvað. Þeir sem beittir eru pyntingum hafa yfirieitt ekki verið fundnir sekir um og dæmdir fyrir nein afbrot. Og hefur það um langan aldur verið ein höfuðrök- semd þeirra, er barizt hafa gegn pyntingum. Erindrekar Rannsóknarréttar- ins, sem voru þaullesnir í Róma- rétti og kirkjurétti eins og vera bar, fóru í kringum þá röksemd með því, að þeir kváðu grun vera eina tegund afbrota — þ.e. að það væri „saknæmt" að vekja grun. Úr því gat Rannsóknarrétturinn dæmt fólk til pyntingar fyrir það eitt, að það hafði vakið grun, og tóku veraldlegir dómstólar í flest- um Evrópuríkjum þennan lögkrók upp eftir honum. Sú röksemd hefur ósjaldan heyrzt í umræðum um pyntingar, að þær kunni á stundum að þjóna almannaheill; og er þessi skilning- ur nokkuð áleitinn. Það fylgir þessari röksemd jafnan, að auðvit- að þurfi að gæta strangrar varúð- ar svo að ekki komi til misbeiting- ar. Því miður virðist af sögunni, að það sé erfitt í framkvæmd. Það er hægt að fá alla „til samvinnu" með því að beita þá sársauka, og menn segja þá hvað sem er til þess að hann hætti, jafnvel þótt þeim sé ljóst að það muni bitna á alsak- lausu fólki. Þess eru ótal dæmi frá miðöldum til að mynda, aö meintir villutrúarmenn voru pyntaðir og „komu upp um“ blásaklausa, sann- trúarmenn, trúaða kaþólikka, sem síðan voru pyntaðir sjálfir og „komu þá upp um“ enn aðra og svo koll af kolli. Rannsóknarrétturinn var stofnaður á sínum tíma til þess að útrýma villutrú. Hann færði brátt út kvíarnar og tók til að kveða niður galdra, hvar sem þeir tíðkuðust, og kom brátt í ljós, að þar var ærið verk að vinna. Rétturinn gekk að þessu af slíkri atorku, að honum tókst á skömm- Uruguay. Myndin var að sjálfsögðu tekin á laun. um tíma að blása tiltölulega meinlítið kukl nokkurra manna upp í útbreidda djöfladýrkun, sem aldrei og hvergi fyrirfannst að því er seinni tíma safnfræðingar hafa sannað. Líkt fór í Sovétríkjunum upp úr 1930, þegar farið var í stórum stíl að pína menn til „játninga", sem voru svo aftur hafðar að afsökun til að pína einhverja aðra til játninga og þannig koll af kolli þangað til komið var upp um samsæri sem þótti nógu stórt og hroðalegt. Komst þá á skömmum tíma upp um undramarga „njósn- ara“, „niðurrifsmenn" og „skemmdarvarga", fylgjendur Trotskís og Búkaríns, „handbendi nasista og kapítalista", sem höfðu lagt á ráð um að steypa föðurlandi sínu í glötun. Liggur manni við að halda, að siðferðisþrek þessara manna hafi verið næsta lítið. Aðferðir þær, sem þeir voru beittir til „játninganna" munu nefnilega fæstar hafa getað talizt pyntingar í þeirri merkingu, sem Mann- réttindadómstóllinn leggur í það orð... Rannsóknarréttur er þess konar verk, að þegar einu sinni er búið að setja það á stofn vita menn ekki fyrri til en það er farið að ganga af sjálfu sér og herðir ganginn stöðugt. Brátt þykir of tímafrekt og fyrirhafnarsamt að yfirheyra menn og veiða upp úr þeim játningarnar; er þá farið að beita hörðu, afdráttarlausum hótunum og loks hvers kyns líkamsmeiðing- um; en með þessum skjótvirku og áhrifaríku aðferðum má komast yfir langtum fleiri en áður, og innan skamms er orðin ógnaröld í landi. Það er vitað mál, að djöflafræð- ingar kirkjunnar á miðöldum, og dómarar Rannsóknarréttarins, trúðu staðfastlega á djöfla- dýrkendurna sem þeir voru að eltast við. Margt bendir líka til þess, að Stalín og reyndar mikill hluti Sovétmanna, hafi trúað á djöflaeðli og meðfædda illsku trotskíistanna og búkharínista. Og það virðist eins, að margir ein- ræðisherrar nú á tímum trúi því einlæglega, að öll ókyrrð og óánægja í löndum þeirra sé eingöngu að kenna vinstrihreyf- ingum þeim, sem þeir eiga við að stríða, og mundu þegnar allir una glaðir við sitt, eftir sem áður, ef tækist að uppræta þær. Svona illa vill til, að ráð þau sem einatt er beitt gegn óvininum eru líka sérstaklega til þess fallin að eyðileggja þjóðfélagið. Stjórnirnar taka sem sé upp aðferðir „niður- rifsmanna". Þær fara að brjóta lögin til og halda uppi reglu. Og það eru vafasöm skipti. Þegar teknar eru upp pyntingar til „verndar öryggi ríkisins" er ríkið langt leitt. Og pyntingameistaar, sem réttlæta gerðir sínar með því að það verði að „vernda" þjóðfélag- ið við „hryðjuverkum" eru í rauninni ekkert annað en einkennisklæddir hryðjuverka- meun. - MALISE RUTHVEN FISKVEIÐAR Um daginn var blaðamaður á ferð í Riga í Lettlandi, kom þar m.a. í merkt fyrirtæki, „Útgerðar- samvinnufélagið" kennt við 9. maí, og var honum kynnt starfsemin. Útgerðarfélag þetta er eitt hið arðgæfasta sinnar tegundar í Sovétríkjunum. En útgerðin hefur dregizt saman á nokkrum undan- förnum árum, og afli síminnkað. Það er þó ekki einstakt um Útgerðarsamvinnufélagið 9. maí i — heldur hefur heildarafli Sovét- 1 flotans minnkað líka. Til þess eru ýmsar ástæður, og ofveiði m.a., en framkvæmdastjóri útgerðarinnar, sem hér um ræðir, taldi þá helzta, að búið væri að friða svo mörg mið og svo mörg ríki búin að færa út fisk- veiðilandhelgi sína, að það mætti orðið hvergi veiða... Til dæmis um það hve útgerð og afli hefðu minnkað upp á síðkastið sagði hann, að fyrir þremur árum hefðu skip félagsins aflað 25 þúsund tonn, en nú væri svo komið að hann byggist varla við meira en 15 þúsund tonnum á þessu ári. Fyrir þremur árum hefði félagið haft 32 skip að veiðum á Atlants- hafi og Eystrasalti, en nú væru þau ekki nema 25. -Hann hvað sjómönnum einnig hafa stórfækk- að. Þeir hefðu verið 500 á skipum félagsins árið 1975, en væru nú aðeins 300. Þrátt fyrir minnkandi afla krefjast sovézk stjórnvöld þess, að heildarfiskframleiðsla verði aukin um hvorki meira né minna en 30%, eða rúmlega það fyrir 1980. En Sovétmönnum ríður mjög á því að hafa nógan fisk — vegna þess hve kjötframleiðsla er lítil. Verða þeir nú, af áðurtöldum ástæðum, að endurskipuleggja fiskveiðar sínar allar og fiskframleiðslu ef þeir eiga að hafa sem þeir þurfa, hvað þá ef þeir ætla að auka framleiðsluna jafnstórkostlega og þeir segja. Þeir verða að leita nýrra miða, fiska dýþra og sækja lengra. iíú þegar eru þeir farnir að fiska undan strönd- um Alaska, Suður- heimskautslandsins og Afríku sunnan- verðrar; hafa þeir fundið ný mið þar sums staðar og aflað vel. Senni- lega mun þeim þó ekki duga það til fulls að auka sóknina og sækja lengra, þeir treysta ekki heldur á sjóinn einvörðungu en eru byrjaðir fiskirækt í stórum stíl og binda miklar vonir við hana. Hefur fiskiræktarbúum stjórfjölgað í Sovétríkjunum á síðustu árum. Reyndar eru stjórnvöld búin að gefa út strengilega tilskipun, þar sem þess er krafizt að framleiðsl- an á fiskiræktarbúum verði aukin svo, að hún nemi 70% heildarafl- ans árið 1980, en fæstir munu þó trúa því að það takizt. í Ríga stríða þeir líka við aflabrest „ÚR EINU í ANNAГI Sumir kyn- skiptingar kunna sér varla læti Miskvnjun er ( tízku nú á dögum. sérstaklega þó (Kaliforn- (u, þar sem Stanford háskóli rekur eitt hið stærsta „kynleið- réttingar“sjúkrahús í heimi. Um það bil tiu þúsund miskynjaðra manna í Bandaríkjunum hafa i reynd farið á stúfana á síðastliðn- um áratug til þess að leita sér hjálpar í cinhverri af hinum 40 miðstöðvum, sem fást við þennan þátt mannlegra vandamála. Af þessu fólki hefur meira en 3500 manns „tekið skrefið til fulls" og látið með hormónagjöfum, endur- hæfingu og uppskurðum breyta sér í fulltrúa hins kynsins. Enda þótt slíkar kynskipti-aðgerðir séu stórlega að aukast í Banda- rikjunum, þá hafa fordómarnir gegn kynskiptingum samt ekki minnkað. „Þetta er til skammar fyrir land okkar", segir dr. Roberto Granato, en hann er skurðlæknirinn, sem breytti Richard Raskin í Renée Rich- ards, en hún er tennisstjarna, sem hefur með afrekum sínum á fjölmörgum tennismótum kvenna, orðið völd að alimörgum hneykslum. „Erfiðasta vandamálið, sem þetta fólk á við að striða er það misrétti, sem það er beitt á vinnustað" segir lögfræðingur einn ( Kaliforníu, sem hefur barizt fyrir dómstólunum út af hinum óljósa lagalega rétti nokk- uð-margra manna, sem hafa með uppskurði látið breyta kyni sínu. Paula Grossman, sem var sagt upp stöðu sinni sem kennari, eftir að hafa skipt um kyn, hefur nýlega unnið smásigur i langri þaráttu sinni fyrir dómstólunum fyrir rétti sfnum til að fá að hefja kennslustörf sín á ný. Enda þótt Hæstiréttur Bandaríkjaanna hafi árið 1974 staðfest brottrekstur hennar úr skólakerfinu, þá veitti áfríjunardómstóll í New Jersey henni örorkustyrk núna i þessum mánuði sem bætur fyrir allt það, sem hún hafði orðið að þola á síðustu árum. Það voru ekki sjálf kynskiptin, sem höfðu „bæklað" hana, var niðurstaða dómstóls- ins, heldur það, að sérhver skóli, sem hún sótti um vinnu hjá, neitaði að ráða kynskipting. Hvernig tekst þá kynskipting- um að aðlagast hinu nýja l(fi sínu eftir uppskurðinn? Sérfræðingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.