Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 Könnum hegdun loðnunnar í vetur — segir Hjálmar Vilhjálmsson Á NÆSTUNNI verður gerð sér- stök vistíræðileK úttekt á aðsta-ð- um í sjónum fyrir norðan og austan land í vetur og er þetta gert til að reyna að finna skýringu á því hvers vegna loðnan hagaði sér allt öðru vísi á s.l. loðnuvertíð en hún hefur gert undanfarin ár. Verður m.a. farið nákvæmlega yfir hitastig og seltu sjávar á þessum slóðum. auk fleiri atriða. og annast þeir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð- ingur og Svend-Age Malmberg hafíræðingur þetta verk. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing sagði hann, að eins og komið hefði fram hefði loðnan hagað sér í vetur líkt og hún gerði 1970, en þá hefði hún ekki farið vestur fyrir Portland. „Ég kann enga viðhlítandi skýr- . ingu á því hvers vegna loðnan þagaði sér öðru vísi nú en á síðustu árum. Hins vegar fannst mér sjávarhitinn vera jafnari í vetur en oft áður og engin skýr hitaskil, sem vissulega geta haft mikil áhrif á hegðun loðnunnar," sagði Hjálmar. Þegar hann var spurður hvort hann teldi að sumarloðnuveiðarn- ar væru farnar að hafa áhrif á vetrarvertíðina hvað veiði snerti, sagði Hjálmar: „Sumarveiðarnar ættu ekki að hafa áhrif á vetrar- veiðarnar. Hins vegar verður að Lægsta tilboð- ið 23 milljónir TILBOÐ voru hinn 17. apríl siðastliðinn opnuð í 8. áfanga dreifikerfis fyrir Hitaveitu Akur- eyrar. Lægsta tilboðið kom frá Verktökum og vinnuvélum, Súlum h.f., en það hljóðaði upp á rúmlega 23 milljónir króna. Er það 87% af áætluðu kostnaðarverði, 26,5 milljónum króna. segjast að obbinn af loðnunni, sem veiddist í fyrrasumar, hefði átt að koma til hrygningar í vetur. En ég held að álíka mikil loðna hafi komið til hrygningar í vetur og undanfarin ár, og að því leyti er ég ósammála sumum sem hafa haldið því fram, að minni loðna hafi nú komið til hrygningar en áður. Stóra málið er, hvernig loðnan hagaði sér og síðan kemur veðráttan í vetur þar á eftir, en veður til veiða var mjög óhag- stætt." Frægir fálka- þjófar reyndu að smygla fálka- ungunum SAMKV/EMT fréttum af aðal- fundi Fuglaverndarfélags ís- lands hefur fálkaungaþjófnað- urinn, scm frægur varð í blöðum á sínum tíma, upplýstst. Reynd- ust fálkaþjófarnir vera hjón með barn að nafni Ciesielski, þýzkir Pólverjar, sem uppvis höfðu orðið af fálkaþjófnaði áður á Spáni. Fuglaverndarfélagið fékk far- þegalista þeirra flugvéla, sem fóru morguninn, sem fálkaung- arnir fundust á Keflavíkurflug- velli og voru þeir sendir rann- sóknarlögreglu, Náttúrufræði- stofnuninni og ennfremur var þýzkum fuglafræðingi sent afrit af listanum. Þá fékk íslenzka sendiráðið í Þýzkalandi lista yfir menn, sem grunaöir væru um að stunda slíka iðju, ekki aðeins á Islandi heldur víðar. Á listanum var nafn þessa manns. Því virðist ljóst, að hér hefur verið um þessi áðurnefndu hjón að ræða. Ekki hefur verið unnt að lögsækja manninn fyrir þetta athæfi á neinn hátt. Rauðinúpur; Innlenda til boðið miklu hærra en þau erlendu „ÞAÐ ERU komin þrjú tilboð í viðgerð á Rauðanúpi, eitt frá íslandi, þ.e. frá slippnum í Njarð- víkum og Stálvík, eitt frá Hollandi og eitt frá brezkum aðilum og það vcrður að segjast eins og er, að það er geysimikill munur á fslenzka og erlendu tilboðunum, þeim erlendu f hag,“ sagði Ólafur Sigurðsson hjá Almennum tryggingum í samtali við Morgunblaðið f gær. Ólafur sagði, að nú væri verið að fara yfir tilboðin og kanna hvað í þeim fælist, þannig að úttekt á þeim lægi ekki nákvæmlega fyrir fyrr en eftir helgi. Þegar Ólafur var spurður hvort stuttur viðgerðartími hefði ekkert að segja í sambandi við svona útboð sagði hann svo vera og því væri ekki hægt að tjá sig nánar um tilboðin fyrr en eftir helgi. Þá sagði Ólafur að hann yrði að játa að iðnaðarráðu- neytið hefði haft samband við Almennar tryggingar á föstudag með það í huga að beina viðgerðinni til innlendra aðila. Nígería: InnfhjtningStpDurinn mun ekki bitna á íslendingum „VIÐ höfum enn ekki fengið neinn fund með fulltrúum nfgerfskra stjórnvalda en von- umst eftir fundi f næstu viku um skreiðarmálin,“ sagði Magnús Friðgeirsson frá sjávarafurða- deild Sambandsins þegar Morg- unblaðið ræddi við hann f Logos í Nígcríu þar sem hann er nú staddur ásamt þeim Braga Eiríkssyni frá Samlagi skreiðar- framleiðenda og Bjarna Magnús- syni frá Sameinuðum framleið- endum. Hannibal Valdimarsson, formadur stjórnarskrárnefndar: Okkur voru engin tímamörk sett A.m.k. þrír nefndarmanna samþykkir því ad nefndin hætti „Þingið skipaði hina gömlu nefnd og pingtins réttur og skylda er aö skipa nýjan aðila til pess aó leysa málið, ef pví svo sýnist," sagði Hannibal Valdimarsson í samtali við Mbl. f gær, pegar leitað var élits hans á peirri tillögu allsherjarnefndar sameinaðs Alpingis að svipta stjórnarskrárnefnd umboði og skipa nýja nefnd. Hannibal er formaður núverandi nefndar, sem starfað hefur f 6 ér en engar tillögur gert enn, eins og fram kemur í geinargerð allsherjarnefndar. „í tillögunni er gert ráð fyrir því að umboö hinnar nýju nefndar sé víkkað, því við höfum aldrei haft neitt með kosningalög að gera,“ sagði Hannibal. „Þessi nefnd á líka að endurskoöa kosningalögin. Það er bert aö Alþingi haföi fullt svigrúm og rétt til þess aö breyta kjördæmaskipun eftir vild, þótt stjórnarskrárnefnd væri starfandi og það vissu þingmenn, samanber þau frumvörp, sem lögð hafa verið fram á þínginu um það efni upp á síökastiö." „Ég er nú dálítiö hissa á því fyrst nefndinni voru engin tímamörk sett í upphafi, aö ekki sé fariö fram á þaö viö okkur að viö Ijúkum störfum fyrir einhvern ákveðinn tíma. Það hefur ekki veriö farið fram á neitt slíkt. Og þegar ég talaöi við forsætisráöherra á síöasta vetrardag virtist hann ekki, vita neitt um tlllögu allsherjar- nefndar um að umboð núverandi nefndar faili niður og önnur nefnd veröi skipuð." — Nú er látiö að því liggja í greinargeröinni að stjórnarskrár- nefndin hafi ekki verið starfsðm í þau 6 ár, sem hún hefur starfaö. Hvað vilt þú um þetta segja? „Það er rétt, við höfum engum tiDögum skilaö, en þaö liggur mikið safn af tillðgum fyrir hjá nefndinni og tillögur frá mér í viöbót viö það, sem ég hafði áöur lagt fram til umsagnar í vetur hjá varaformanni nefndarinnar, Gunnari Thorodd- sen.“ — Hefur nefndin haldiö marga fundi? „Nei, nefndin hefur nú ekki haldiö marga fundi síðan hún var sett á stofn 1972. Þetta er nú ekkert skorpuverk að fá endana saman.” Morgunblaöiö leitaði einnig eftir áliti annarra nefndarmanna: Nefndin hefur ekkert starfað „Ég er þessu fyllilega sammála og hefur verið með í því aö óska eftir breytingum á nefndinni," sagöi Emil Jónsson, fyrrverandi ráðherra. „Nefndin hefur alls ekkert starfaö, þaö veröur aö segja það eins og er. Þaö er eins gott að leggja slíka nefnd niöur eins og að halda henni hangandi." Hafa einstakir nefndarmenn rekið eftir því að nefndin starfaöi af meiri krafti? „Eg hef óskaö Hannibal en það orðiö úr því.“ eftir því við hefur ekkert Þörf á aö breyta til „Ég er því innilega sammála að nefndin verði leyst upp og önnur skipuð,“ sagði Ingólfur Jónsson aiþ.m. og fyrrverandi ráðherra. „Þessi nefnd hefur ekki komið saman á annað ár og ég tel því fulla þorf á því að breyta til.“ Ekki haldiö fund á annaö ár „Ég lýsti því yfir fyrir allnokkru í umræöum á Alþingi aö ég teldi óhjákvæmilegt að endurnýja stjórnarskrárnefnd,“ sagöi Ragnar Arnalds alþingismaöur. „Nefndin var kosin fyrir sex árum og hún þyrfti aö starfa í nánari tengslum viö stjórnmálaflokkana. Menn veröa aö koma sér saman um þaö, hvernig eigi aö standa aö endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Ég tel rétt að endurnýja nefndina enda hefur hún haldiö mjög fáa fundi þau sex ár, sem liðin eru síðan hún var sett á laggirnar og nú er liðiö á annaö. ár frá því síöasti fundur var haldinn aö mig minnir. Þaö segir sig sjálft, aö eigi einhver von aö veröa um árangur af starfi slíkrar nefndar þarf hún aö koma oftar saman.“ Ekki náöist í þrjá nefndarmenn í gær, þá Gunnar Thoroddsen ráöherra, Tómas Árnason alþingis- mann og Sigurð Gizurarson sýslu- mann. Magnús sagði í upphafi samtals- ins, að þeir hefðu fregnað að stjórnvöld hefðu ákveðið 30% innflutningstoll á skreið og l'k% þjónustugjald, þannig að 31 'k% tollur legðist á innflutta skreið til Nígeríu, ef samningar tækjust. „Hins vegar hefur okkur þegar verið tjáð, að þessi innflutnings- tollur mun ekki bitna neitt á íslenzkum seljendum, þeir munu fá beint það verð sem um.semst. Við eigum heldur ekki von á að eftirspurn eftir skreið hér minnki, þar sem rætt hefur verið um að lækka álagningu á skreið, frá því sem verið hefur og reyndar verið mjög há.“ Þá sagði Magnús, að það, sem ýtti enn frekar undir bjartsýni íslenzku samninganefndarinnar, væri, að samvinnu- og viðskipta- ráðherra Nígeríu hefði haldið blaöamannafund í fyrradag og skýrt frá því að innflutningur yrði nú heimilaður á mikilvægum fæðutegundum eins og mjólk, hrísgrjónum, hveiti og skreið. 1.250 minka- læður frá Skot- landi til Dalvíkur MINKABÚIÐ á Böggvistöðum í Eyjafirði fékk hinn 12. aprfl síðastliðinn 1.250 minkalæður beint frá Skotlandi. Flutninginn annað- ist Iscargo og var lent með þennan farangur á Akureyrarflugvelli og dýrin sfðan flutt til Dalvíkur. Læðurnar voru keyptar til lands- ins til að endurnýja stofn minkabús- ins. Þær eru allar ó fyrsta ári og hvolpafullar. Nauðsynlegt mun að fá nýtt blóð til þess að endurnýja stofninn, en að auki er fyrirhugað að stækka búið. Nú eru á búinu á Böggvistöðum 3.300 læður. » -f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.