Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 3 Samkeppni um húsa- og umhverfisvernd FERÐAMÁLARÁÐ íslands og samtökin Evropa Nostra — Evrópa okkar — efna um þessar mundir til samkeppni meðal þeirra er sérstaklega hafa unnið að varðveizlu og endurbótum á byggingar- og náttúruarfleifð Evrópu. Mun domnefnd skipuð af Ferða- raálaráði veita sérstaka viður- kenningu einum íslenzku þátttak- endanna en verklýsingar keppenda verða síðan sendar höfuðstöðvum Evropa Nostra. A því sérhver keppandi kost á tveimur viður- kenningum. Mun Evropa Nostra gefa út bók með myndum af verkefnum þeirra, er viður- kenningu hljóta og verður henni dreift um öll Evrópulönd. Þátttakendur geta sent verk- Framhald á bls. 31 Gústaf og félagar í Reykjavík VAKIN skal athygli á því að í dag, sunnudag, sýnir hinn þekkti, þýzki brúðuleikhúsmaður Al- brecht Roser í Hagaskóla kl. 20 og er það eina sýning hans hér á landi en um hann var fjallað í frétt • Morgunblaðinu í gær. Skólasýningunni í Asgrímssafni að ljúka SKÓLASÝNINGU Ásgrímssafns, sem opin hefur verið undanfarn- ar vikur, lýkur í dag. Verður safnið lokað um tíma vegna ýmiss konar lagfæringa. Næsta sýning þess verður hin árlega sumarsýn- ing, sem opnuð verður um svipað leyti og Listahátíðin hefst. Fjöldi nemenda úr hinum ýmsu skólum borgarinnar skoðuðu sýninguna. Meðal verkanna á þessari sýningu eru þjóðsagna- myndir og landslagsmyndir, málaðar með olíu- og vatnslitum. I dag er sýningin öllum opin frá kl. 1.30 — 4. Aðgangur er ókeypis. Roser kom hingað a vegum Goethe-stofpunarinnar þýzku, þýzka bókasafnsins og Unima, félags íslenzkra brúðuleikhús- manna. Þau Hallveig Thorlacius og Jón E. Guðmundsson formaður Unima á íslandi höfðu samband við Mbl. til að vekja athygli á sýningu Rosers. Sögðu þau m.a.: „Við. sóttum alþjóðlega hátíð brúðuleikhúsfólks í Moskvu árið 197é og sáum um 20—30 brúðu- leikhússýningar hvaðanæva að úr heiminum og óhætt er að segja að sýning Rosers vakti mesta athygli Enda eru sýningar hans eftirsótt- ar alls staðar." Þau Hallveig og Jón vildu að lokum koma á framfæri þakklæti til fræðsluráðs Réykjavíkur fyrir veitta aðstoð í sambandi við sýninguna. Málverkasýningu Gísla Sigurðssonar í Norræna húsinu lýkur á morgun, mánudag. Aðsokn að sýningunni hefur verið góð en hún er opin frá kl. 14—22 daglega. Sýningu Gísla í Norrœna húsinu að Ijúka ^i -A= | Grípiö tækifæriö meö Loftbrú Út- sýnar sem lækkar feröakostnaöinn svo aö miöaö viö hótelgistingu meö háifu fæöi eru Grikklandsferöir Útsýnar á sambærilegu veröi viö Spánar- feröir. Grikkland er gætt marg- slungnum töfrum og Ijóma, sem ekki stafar aöeins af fornri frægö og hetjudáðum Heilena hinna fornu, heldur orkar hér bjarmi himins og blámi lofts og sjávar á gestinn með seiðmögnuðu afii, og dulúö liöinna alda, biönduð austrænu ívafi, ails staðar nálæg, greypt í ásýnd landsins og ótal minjar svo aö sagan stígur fram eins og Ijóslifandi og -i5?5ií|jSjr~*ii, &ar1| • -|r Brotttör: Maí 13. — uppsalt Júní 1. — örfá Mti laua Júní 22. — laus sati Júlí 6. — nokkur sssti Júlí 27. — laus sæti Ágúst 10. — laus s»ti Ágúst 24. — nokkur sssti Sapt. 14. nokkur s»ti laus feS.JBiib-'Sta I tr - tur STRAND HOTEL verður aöalgististaður Útsýnarfar- þega í Vouliagmeni sumariö 1978. Þetta vistlega hótel stendur aöeins steinsnar frá AKTI-ströndinni, um 5 mín. gang frá ASTIR-ströndinni og um 10 mín. gang frá miöborginni. öll herbergi eru loftkæld, hafa baö og svalir, útvarp og síma. Á 1. hæö er bar og veitingastaöur undir beru loft meö tónlist og dansi á kvöldin. MARGI HOUSE Hótel, sem er í A. flokki er mjög smekklegt og þægilegt, steinsnar frá AKTI-ströndinni. Öll herbergi eru loftkæld, hafa baö og svalir, útvarp og síma. Stór setustofa og bar. Hárgreiöslustofa, gjafa-verzlun o.m.fl. Á efstu hæð er skemmtileg „TavernaMnnréttuö í rúmönskum stíl. Lítil sundlaug. Hótelið hefur sérstakan áætlunarbíl í förum til Aþenu fyrir gesti hótelsins, gegn vægu gjaldi. Diskótekiö, þar sem dansað er flest kvöld. WHITE HOUSE er nýtízkuleg íbúöabygging, sem stendur viö strandgðtuna f Vouliagmeni. tbúöirnar eru eitt eöa tvð svefnherbergi, Iftiö eldhús, setustota meö svölum og gott baöherbergi. íbúöirnar eru smekklega búnar og öll nauösynleg eldhúsáhöld fylgja. Matvöruverzlanir skammt frá. i Vouliagmeni eru margir matsölustaöir f öllum veröflokkum, frá hinum þekktu grísku „Tavernum', þar sem lítiö er lagt upp úr íburöi, en hægt aö fá góöa máltíö fyrir ótrúlega lágt verö, allt upp í glæsilegustu matsölu- og skemmtistaöi Grikklands, sem einnig eru staösettir f Vouliagmeni og nágrannabænum Varklza.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.