Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 Heimsókn til ntanríkisráðherrafjölskvldu Portúgals „Mig langar mikið til að maður- inn minn og^börn fái tækifæri til að kynnast fslandi, skoða sig þar um og ég er viss um að Victor kynni vel að meta landið, fólkið og þess náttúru. Af börnunum þremur finnst mér Paulo sem er 14 ára vera einna mestur Islend- ingur í sér, hann hefur mikinn áhuga á því að fá að fara til íslands.“ Börnin þrjú, Paulo 14 ára, Marguerita 13 ára og André 8 Þetta segir Kirsten Thorberg, utanríkisráðherrafrú í Portúgal, þegar ég var í heimsókn hjá henni fyrir stuttu. Kirsten hefur ekki komið heim síðan Paulo var nokkurra mánaða, það var rétt eftir að móðir hennar, Margrét Thorberg, lézt. Hún hefur búið í Portúgal í sautján ár og það er ekki fyrr en á síðustu árum að einhverjar umtalsverðar gesta- komur frá Islandi hafa verið hjá henni. Þó talar hún algerlega lýtalausa íslenzku og segir að auðvitað telji hún sig Islending í húð og hár. „Auðvitað er ég íslenzk og lít á mig sem slíka. Hins vegar á ég mitt heimili hér í Portúgal og mér hefur liðið vel hér, fjölskylda Victors tók mér prýðilega og hér er sem sagt mitt heimili, ekki á arskólanum og barn var hún í sveit að Staðarfelli í Dölum hjá Halldóri E. Sigurðssyni bónda þar og nú ráðherra og hún segir það hafa verið góðan tíma: „Þau hjónin voru ung og létt í lund. Þá var margt skeggrætt. Það var mannmargt á Staðarfelli, þar voru umsvif og erill. Og húsráðendur komu fram við okkur unglingana eins og jafningja og töluðu við okkur eins og fullorðið fólk og hlustuðu á það sem við höfðum til mála að leggja. Unglingar kunna vel að meta það.“ Hún vann á skrifstofu hjá H. Ben. og varð síðar flugfreyja hjá Plugfélagi Islands. Þau hjónin Kirsten og Victor eiga þrjú börn, Paulo 14 ára sem áður er minnzt á, Margarit 13 ára og André 8 ára, glaðleg, fríð og Kirsten og Victor Sa Machado. j. tfiTÍn vinnuleysið í landinu sem áhyggj- um valda. Victor Sa Machado segir: „Við þurfum að gera ákaflega margar breytingar. Og á afar skömmum tíma. Það er enginn vafi á því að lífskjaraskerðing verður en hér gildir í raun og veru aðeins það, hvort ríkisstjórninni tekst að fá fólk til að trúa á hana og verður fúst að taka á sig þær byrðar sem verða afleiðingar af þeim ráðstöfunum sem á næstunni er nauðsynlegt að gera — og er þegar byrjað að gera. Það getur vel verið að um hríð verðum við að borða kartöflur í staðinn fyrir hrísgrjón sem okkur finnst miklu betra og ýmislegt fleira kynnum við að þurfa að neita okkur um. Það gæti meira að segja farið svo — ef allt um þryti — að við yrðum að hætta að borða saltfisk. Það væri meiri háttar áfall. En ég hef trú á því að fólk skilji og muni átta sig enn betur á því að ástandið hér í Portúgal er svo erfitt viðureign- ar, að það duga engin vettlingatök ef á að koma málunum á réttan kjöl. Annars er bara flotið sofandi að feigðarósi. „Verðum að snúa okkur að Evrópu“ Meðal þeirra verkefna sem ég tel mikilvægt er að stuðla að virkri utanríkisþjónustu, til dæmis gera sendiherra okkar að sölumönnum okkar ef svo má á orði kveða. Sendiherra Portúgals á íslandi, Fernando Reino, hefur verið ötull og áhugasamur og áfjáður í að „ísland njtor óneitanlega tölnverðs velvilja í utanríkisráðuneytinu... ’ ’ íslandi, heldur í Portúgal. Það væri líka óbærilegt að búa í framandi landi og geta aldrei hugsað um annað en það að fá tækifæri til að fara heim. Þegar ég fluttist hingað búferlum gerði ég það eftir töluvert langan aðdrag- anda, síðan var ég þó nokkuð lengi að komast niður í máiinu, en eftir að ég náði góðu valdi á portúgölsk- unni, breyttist margt til hins betra eins og gefur að skilja. Maður er hálfeinangraður ef maður talar ekki málið, og við hjónin töluðum saman á ensku framan af. „Mínar rætur eru ekki lengur á Islandi," segir hún blátt áfram. „Það væri ósköp mikil hræsni að segja það. En mér þykir ákaflega vænt um allt sem íslenzkt er og ég er stolt af þjóðerni mínu og hef sanna gleði af því að hitta íslendinga sem koma hingað og vona þeir geri miklu meira af því en hingað til. Það breyttist svo margt, þegar móðir mín dó ... eftir það fannst mér einhvern veginn að það væri ekkert sem kallaði beinlínis á mig heim. Þó á ég mín móðursystkini þar, indælis fólk sem væri fjarska gaman að hitta, ég á tvo hálfbræð- ur sem mér þykir vænt um, en þeir eru langtum yngri en ég og kynni okkar hafa mótast af því. Eini albróðir minn er líka dáinn. Við vorum ákaflega náin hvort öðru og þó að við værum sitt í hvoru landi mörg síðustu árin sem hann lifði voru mjög sterk tengsl milli okkar. Ég á líka góða vini á íslandi sem ég held alltaf sambandi við, og það er mér mikils virði." Kirsten segist minnast bernsku- og æskuára sinna á Islandi með óblandinni gleði. Hún var í Landa- kotsskólanum og síðan í Verzlun- viðfelldin börn. Fjölskyldan býr í rúmgóðri blokkaríbúð sem þau hafa haft á leigu í nokkur ár, ekki ýkja langt frá flugvellinum. Þau hafa ekki hugsað sér að breyta til þó svo að húsbóndinn hafi tekið við ráðherrastöðu. Einn sunnudaginn þegar ég var í Portúgal í fyrra mánuði var mér boðið til þeirra í mat ásamt sr. Jóni Thorarensen og Ólafi syni hans. Ólafur hafði komið þarna skipstjóri á saltfiskskipinu Eldvík og sr. Jón hafði slegizt í för með honum að gamni sínu. Kirsten sagði að það væri sérstök gleði fyrir sig að fá að taka á móti sr. Jóni á heimili sínu, vegna þess að sem unglingur kom hún mikið á heimili hans og konu hans vegna vináttu við Hildi dóttur þeirra. „Þar var mér alltaf tekið afskap- lega hlýlega: Og auk þess er mér það mikils virði að fá að hitta sr. Jón Thorarensen, vegna þess að hann er af kynslóð móður minnar, kynslóð sem nú er óðum að hverfa og mér finnst skilja eftir skarð í lífi mínu.“ „Við þurfum að gera margt á _____skömmum tímau Victor Sa Maghado er ákaflega önnum kafinn maður. Hann fer að heiman frá sér í bítið á morgnana og sést yfirleitt ekki fyrr en síðla kvölds. Þannig vinna aHir ráðherr- arnir í þessari nýju ríkisstjórn. Þeir eru staðráðnir í að liggja ekki á liði sínu til að vinna að því að leysa alla þá ótal erfiðleika sem við er að glíma og eru það þá fyrst og fremst efnahagsmálin og at- Kirsten á tali við gest af íslandi, sr. Jón Thorarensen. Victor Sa Machado. (Ljósm. ól. Thorarensen) vinna að raunhæfum og gagn- kvæmum viðskiptatengslum. Hann verður nú fyrir sendinefnd sem er að koma til Islands með það fyrir augum að fjalla um þessi flóknu mál. Sendiherrar okkar eiga ekki að vera toppfígúrur, þeir verða að vinna og vinna mikið og ég vona ég geti beitt áhrifum mínum í þá átt. „Meðal annarra verkefna sem ég tel að séu aðkallandi e'r að bæta samskiptin við fyrrverandi landsvæði okkar í Afríku. Segja má að samskipti Portúgals og Mósambik séu komin í nokkuð gott horf og sama má segja um Gíneu Bissá og Græn- höfðaeyjar. En umfram allt verðum við að einbeita okkur að Evrópu. Landið tilheyrir þessari álfu, én það er ’eins og við höfum einhvern veginn orðið utanveltu við Evrópu og gleymzt. Það liggur í augum uppi að við verðum að vinna að því að þarna verði breyting á. Með Evrópuríkjum eigum við fyrst og fremst samleið." „ísland nýtur 4ölu- verðs velvilja í utanríkisráðuneytinu.. Þegar hann er inntur eftir saltfiskmálunum segir hann og brosir við: „Ég dreg enga dul á að Island nýtur töluverðs velvilja í utanrík- isráðuneytinu. Og víðar reyndar. Svo að það mun áreiðanlega verða fullur vilji af okkar hálfu til að finna lausn á þeim vanda sem saltfiskmálin eru nú. En við eigum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.