Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 27 „50-60% af vinn- unni er við land- búnaðartæki” segir Björn Níelsson annar eigenda bifreiöaverkstœöisins á Hofsósi Á síðastliðnu ári tók til starfa nýtt og glæsilegt bifreiðaverk- stæði á Hofsósi, en áður hafði ekki verið fullkomið verkstæði á staðn- um, en nýja verkstæðið er í stóru stálgrinarhúsi. „Við byrjuðum á viðgerðum hér í nýja húsinu í ágúst á s.l. ári, en áður höfðum við rekið lítið verk- stæði," sagði Björn Níelsson annar eigenda bifreiðaverkstæðisins þeg- ar rætt var við hann. „Með tilkomu nýja verkstæðis- ins batnaði öll aðstaða gífurlega hjá okkur og höfum við haft meira en nóg að gera frá því að verkstæðið tók til starfa. Annars Björn Níelsson við vinnu á nýja bifreiðaverkstæðinu. 1 J Bifreiðaverkstæðið á Hofsósr. er 50—60% af allri vinnu hér viðgerðir á landbúnaðartækjum, sem koma hingað úr sveitunum hér í kring," sagði Björn ennfrem- ur. Það kom fram hjá Birni, að ekki er auðhlaupið að því að tyggja fullkomið bifreiðaverkstæði um þessar mundir og taldi hann nýja verkstæðið kosta um 30 milljónir króna, og væri þó ýmislegt eftir enn. „Við erum alls 5, sem vinnum hér á verkstæðinu og ec minnst unnið 10 tíma á dag. Yfir sumar- tímann ér miklu meira að gera og er þá komið með alls kyns landbúnaðartæki á öllum tímum sólarhringsins. Sömu sögu er að segja þegar vegavinna stendur yfir hér í nágrenninu, þá er mikið leitað til okkar með bíla yfir nóttina og eins um helgar." Þá sagði Björn, að þetta væri eina verkstæðið í Skagafirði, sem annaðist þjónustu fyrir Globus h.f., en mikið af landbúnaðartækj- um væri í héraðinu, sem það fyrirtæki hefði flutt inn. Þá kvað hann þá einnig vera með viðgerðir á hjólbörðum og ennfremur hjól- barðasölu. Kæmi þetta sér vel fyrir Hofsósbúa jafnt sem ferða- menn. Það kæmi einnig oft fyrir að ferðamenn, sem ættu leið um Hofsós, þyrftu á smáviðgerðum að halda, og reynt væri að sinna þeim í hvívetna, þó að mikið væri að gera á öðrum sviðum. - Þ.ó. Hér eru þrjú af hrossum Guðmundar á beit í túninu á Reykjarhóli „Verst að mega ekki auglýsa eftír ráðskonu” segir Guömundur Runólfsson bóndi á Regkjarhóli í Fljótum „Mér finnst þreytandi að vinna alltaf inni, og ákvað því að snúa mér að búskap," sagði Guðmundur Runólfsson bóndi á Reykjarhóli í Fljótum þegar Mbl. hitti hann að máli. Bragi hefur nú búið á Reykjarhóli í nokkur ár og yrkir jörðina einn. „Ég lærði á sínum tíma vélvirkj- un, en annars hafði ég verið í sveit fram til 20 ára aldurs. Þegar ég fór úr sveitinni lærði ég vélvirkjun í Reykjavík og byrjaði námið 1946. Að því loknu vann ég við það fag og var mikið við uppsetningu á frystitækjum. Einnig byggði ég nokkur hús og seldi. Arið 1970 var ég orðinn svo þreyttur á þessari sífelldu innivinnu, að ég ákvað að kaupa mér jörð og byrja að búa. Það fór svo að ég keypti Reykjar- hól í Fljótum árið 1970, en hins vegar fluttist ég ekki hingað alkominn fyrr en fyrir nokkrum árum.“ — Hvernig kanntu nú við þig í sveitinni? Langaði í sveitina aftur „Hingað fór ég þar sem mig langaði sífellt í sveitina aftur og Guðmundur Runúlfsson bóndi á Reykjarhóli því kann ég vel við mig. Annars kunni ég nú bezt við mig fyrst. Egg hef verið að reyna að byggja jörðina upp og er langt kominn með fjárhúsin, hlaðan er sem sagt eftir og þá hef ég í huga að gera einhverjar betrumbætur á íbúðar- húsinu eða hreinlega byggja nýtt,“ sagði Guðmundur. Guðmundur býr nú með 200 kindur og um 40 hross og það er auðséð á honum að honum þykir vænt um hrossin. „Annars þarf ég að fara að selja eitthvað af hrossum. Það er ekki hægt að vera með hrossarækt ef maður selur ekki eitthvað. Ég er nú með góða tamda og hálftamda hesta af Flugumýrarkyni. T.d. undan Kol- skeggi, en undan honum hafa komið góðir gæðingar." Ekki alltaf einn — Hvernig er að vera einn svona meginhluta ársins? „Maður er nú ekki alltaf einn, það eru margir sem líta við, þannig að ég finn ekki svo mikið til einverunnar. Því er hins vegar ekki að neita að það er erfitt að sinna þessu öllu einn, sérstaklega yfir sláttinn, en þá mæðir mikið á manni. Þá finnst mér slæmt að maður megi ekki lengur auglýsa eftir ráðskonu, þessi jafnréttislög banna það víst.“ „Annars þýðir ekkert að gefast upp,“ heldur Guðmundur áfram, „ég er búinn að rækta dálitið upp af jörðinni og þarf að rækta meira, eins og er gefur jörðin af sér um 500 hestburði. Þá er það líka kostur hér að ég hef heitt vatn, húsið er hitað upp með 70—80 gráða heitu vatni, sem kemur úr Framhald á bls. 23 „Sala á hljóðkútunum mjög árstíðabundin” segir Gunnlaugur Steingrímsson hjá Stuölabergi á „Það eru svona 3—4 ár síðan að við hófum fjöldaframleiðslu á hljóðkútum, en það var hins vegar á árinu 1968, sem Fjóimundur framleiddi fyrstu hljóðkútana," sagði Gunnlaugur Steingrímsson, starfsmaður Stuðlabergs á Hofs- ósi, en það fyrirtæki framleiðir sem kunnugt hljóðkúta fyrir allar tegundir bifreiða og aukast umsvif fyrirtækisins jafnt og þétt. „Við erum nú 10—12 sem vinn- um við þessa starfsemi og hvað sjálfan mig snertir kann ég vel við mig hér. Vinnuaðstaða er mjög góð. Eigandi fyrirtækisins, Fjól- mundur Karlsson, leggur mikið upp úr þrifnaði og t.d. eru öll gólf rykhreinsuð á kvöldin. Þá er reynt Hofsósi að skreyta fyrirtækið, bæði að utan og innan, eftir því sem föng eru á,“ sagði Gunnlaugur. Gunnlaugur Steingrímsson Smíða mikið af tækj- unum sjálfir „Mikið af þeim tækjum sem við notum hafa starfsmenn fyrir- tækisins smíðað. Má þar nefna að við smíðum öll mót og stansa sem við þurfum að nota, og ef þetta hefði ekki verið gert frá upphafi, er hætt við að viðgangur fyrir- tækisins hefði ekki verið jafn ör og mikill og raun ber vitni. Fyrir utan stansa og mót höfum við einnig smíðað 200 tonna pressu hér á verkstæðinu og notum við hana mikið.“ 50—500 kátar í einu Gunnlaugur sagði, að mjög væri misjafnt hve mikið væri framleitt af hverri hljóðkútategund. Fjöld- inn færi eftir því hve mikið væri um viðkomandi bifreiðategund. Helzt framleiddu þeir ekki færri en 50 kúta af einnig tegund í einu, Unnið að samsctningu á hljóðkút. ef farið væri neðar, væri fram- leiðslan orðin mjög óhagkvæm og stundum væru framleiddir 500 kútar af sömu tegund í einu. Oftast væru framleidd 150—300 stykki. „Sala á hljóðkútum er mjög árstíðabundin og er lang mest á vorin og sumrin, þannig að yfir vetrarmánuðina framleiðum við mest á lager, ef svo má segja. Stuðlaberg selur nú hljóðkúta um allt land og fást hljóðkútar frá fyrirtækinu í svo til öllum vara- hlutaverzlunum landsins." Gunnlaugur er frá Brimnesi í Viðvíkursveit, en hefur búið í allmörg ár á Hófsósi og segist hann kunna vel við sig, enda kvæntur á staðnum. „Ég er búinn að starfa hjá Stuðlabergi í 8 ár og á þessum árum hefur framleiðslan hjá okkur aukist stöðugt. Ég get ekki betur séð en hún eigi enn eftir að aukast töluvert fyrir innan- landsmarkað. Um útflutning er það hins vegar að segja, að ég á ekki von á að hann geti orðið mikill að svo komnu máli,“ sagði Gunnlaugur að lokum. — bó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.