Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 + Faöir minn, tengdafaöir og afi, JÓN NÍELSSON, FramnMvegi 18, veröur jarösunginn mánudaginn 24. apríl kl. 1.30 frá Fossvogskirkju. Elsa Braiófjörö, og daatur. Giali Magnússon t Sonur okkar, bróöir og faöir, BRAGI HAUKUR KRISTJÁNSSON, Mýrargötu 14, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, þriöjudaglnn 25. apríl kl. 10.30 f.h. Þeim, sem vildu minnast hans er bent á Slysavarnafélagið. Fyrir hönd systur, dætra, vina og vandamanna, Guórún Bjsrnadóttir, Kristján J. Sveinbjömsson. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi, KARL JÓNSSON frá Mörk, Sörlaskjóli 94, sem andaöist 17. apríl, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni, þriöjudaginn 25. apríl kl. 1.30. Fyrir hönd vandamanna, Kristjana Baldvinsdótlir. + Útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, ÁSGEIRS BJARNASONAR frá Húsavfk, Tjarnargötu 44, Raykjavík, ferö fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 24. apríl kl. 3 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir, sem vilja minnast hins látna eru beönir aö láta líknarstofnanir njóta þess. Rósa Finnbogadóttir, Bjarni B. Ásgeirsson, Elín Guömundsdóttir, Þórdís Áspeirsdóttir, Höróur G. Albartsson, Finnbogi Asgairsson, Edda Valgarósdóttir og barnabörn. + Móöir, stjúpmóöir og tengdamóöir okkar, ELÍSABET M. JÓNASDÓTTIR, sem lést aö Hrafnistu 15. þ.m. veröur jarösungin þriöjud. 25. þ.m. kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Jónas A. Aóalsteinsson, Guórún Eiríksdóttir, Elín Aðalstainsdóttir, Siguróur Hallgrfmsson, Guóbjörg Finnsan, Ólafur Finnsan, Sigríóur Aóalstainsdóttir, Svana Aóalstainsaon, Össur Aöalatainsson, Guðrún Pálsdóttir. + Innilegar þakkir til allra, er auösýndu okkur samúö og hlýhug vlö andlát og jaröarför, ÞORVALDAR EYJÓLFSSONAR, bifválavirkjameistara, Rauóagarói 72. Fyrir hönd vandamanna. Sigrfður Kristinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og jaröarför konu minnar og móöur, JÁRNGERÐAR EIRÍKSDÓTTUR. Ólafur Ólafsson, Katla Ólafsdóttir. Minning: Ásgeir Bjarnason framkvœmdastjóri Fæddur 10. júní 1910 Dáinn 13. apríl 1978 Einn af eftirminnilegustu at- burðum úr barnæsku minni var, er ég, strákhnokki á 7. ári var við brúðkaup frænku minnar, Þórdís- ar Ásgeirsdóttur frá Knarrarnesi á Mýrum. I barnsaugum mínum var hún glæsilegust ungra kvenna. Ásgeir faðir hennar bóndi í Knarrarnesi var mjög hlédrægur en virðulegur geðspektarmaður og kona hans Ragnheiður Helgadóttir frá Vogi á Mýrum, húsmóðir af reisn og skörungskap. Knarrarnes var að þéirra tíma búskaparháttum mikil gæðajörð, hlunnindi til sjós og lands, gott útræði, selveiði mikil, fuglatekja svo og æðardúntekja, sem þá þegar var mikil og arðbær peningalind. Svo voru þar grasgefnar eyjar, sem sjávarfuglinn lagði til ókeypis áburð af gnægð. Ásgeir og Ragnheiður bjuggu þarna við góð efni og nutu virðingar sveitunga sinna. Brúðkáup uppáhalds dótturinn- ar skyldi fara fram með rausn, er hún gekk að eiga myndarlegan kaupmann með glæsibrag, frá Húsavík í Þingeyjarsýslu. Gestum var boðið víða að og sjálfur dómkirkjupresturinn úr Reykjavík var tilkvaddur til að framkvæma vígsluna, er fram skyldi fara í hinni fornu kirkju að Álftanesi á Mýrum, einni af höfuðbújörðum Skallagríms landnámsmanns. Eg hafði sem drengur aldrei séð slíkan hóp glæsibúins, fólks og konur klæddar höfuðdjásni og útflúri hins glæsilega íslenska skautbúnings. Hjónavígslan fór fram við kirkjufylli sveitunga og fjarlægra gesta og að henni lokinni var haldin vegleg veizla. Þessi ungu hjón, Þórdís og maður hennar, Bjarni Benedikts- son kaupmaður, stofnuðu svo heimili sitt að Húsavík, þar sem Bjarni rak umfangsmikla verzlun og útgerð. Húsmóðirin rak þar mannmargt heimili með rausn og þau eignuð- ust þar hóp glæsilegra barna svo þekkt var um byggðir landsins. Elstur barna þeirra var látinn heita Ásgeir í höfuð afa síns laglegt og ljóshært ungmenni. Þessum frænda mínum kynntist ég fyrst, er ég var samskipa honum, ungum að aldri, er hann var að koma úr verzlunarnámi frá Kaupmannahöfn, hvað eftir hann hóf verzlunarstörf hjá fyrirtæki föður síns. Fyrirtæki Bjarna, sem og flest önnur atvinnufyrirtæki á Islandi komst í fjárhagsörðugleika er viðskiptakreppan hin mikla skall á á árunum 1930. Þá var lítill skilningur á að skipulögð atvinnu- fyrirtæki væru verðmæti fyrir samfélagið og að upplausn þeirra eða stöðvun væri verðmætalegt tjón fyrir umhverfið og jafnvel þjóðarheildina. í stað þess að hjálpa þeim út úr aðsteðjandi örðugleikum, sem þeim voru flest- um óviðráðanlegir var miskunnar- laust gengið að þeim og þau færð til slátrunar í fullu skilningsleysi á því að slík framkvæmd hafði neikvæð áhrif á hag þjóðarheild- arinnar. Þessi framkvæmd leiddi til að fátækt og mikið atvinnuleysi hóf innreið sína í mörg byggðarlög landsins og áhrif kreppunnar urðu geigvænlegri langt fram yfir það, sem þurft hefði, ef skynsamlegar hefði verið staðið að hlutunum. Eftir nútíma skilningi hefði þetta vandamál verið leyst með gengis- falli íslensku krónunnar hvað nú er ástundað árlega eða oftar á ári. Rekstrarörðugleikar fyrirtækis Bjarna leiddi til þess, að Ásgeir •sonur hans hvarf frá störfum hjá honum og hann leitaöi sér starfa á öðrum vettvangi. Hann réðst fyrst til starfa hjá Eimskipafélagi íslands, en er Sparisjóður Reykja- víkur og nágrennis var stofnaður sótti hann um starf framkvæmda- stjóra sjóðsins, sem hann svo var ráðinn til. Þar kynntist ég Ásgeiri frænda mínum fyrst, þar sem fyrirtæki það, er ég veitti forstöðu, hafði fengið lánsfjárfyrirgreiðslu og átti viðskipti við Sparisjóðinn. Þetta starf hentaði Ásgeiri vel. Hann hafði áhuga á viðskiptamál- um og peninga- og verðbréfaverzl- un og allskonar fjármálalegum útreikningum og bókhaldi í því sambandi. Lét hann sér mjög annt um Sparisjóðinn og var mjög áhugasamur í starfi sínu þar. Eftir að hann hætti sem starfsmaður Sparisjóðsins var hann stjórnar- meðlimur hans til æviloka. Er heimsstyrjöldin skall á, batnaði mjög hagur þjóðarinnar og færðist fjör í viðskipti. Freist- aði það Ásgeiri að reyna sig á einhverju nýju viðskiptasviði og varð það að niðurstöðu, að hann réðist til starfa sem forstjóri hjá VINNUFATAGERÐ ÍSLANDS, hvar hann starfaði um áratuga skeið, ásamt fyrirtækjum, sem voru Vinnufatagerðinni tengd og sem hann var meðeigandi að. Fyrir allmörgum árum varð Ásgeir fyrir þeirri ógæfu að fá innanmein, sem kallaði á að hann þurfti að gangast undir mikinn holskurð. Hann náði sér aldrei fyllilega eftir þessa aðgerð og gekk tæplega heill til skógar upp frá því, sem endaði með að hann taldi sig ekki færan til fullra starfa að lokum. Áratuga náið samstarf mitt með Ásgeiri gáfu mér náin kynni af honum og hans lyndiseinkunn. Hann var mér í fyrsta lagi tryggur vinur og frændi. I starfi sínu var hann afskaplega samviskusamur og trúverðugur. Hann var stund- um nokkuð orðhvatur, sem aflaði honum stundum nokkurrar and- stöðu. En hvatleiki hans til orða, sem talin hefur verið fylgja sumum ættmennum hans, var ekki sprottin af slæmu innræti, frekar af hreinlund, öru geði, sem ekki + Þökkum auösýnda samúö og viröingu viö andlát og jaröarför, ARTHÚRS H. ÍSAKSSONAR. Lillý Krimtjénsson, Guömundur Kristjénsson, Karl Harrý Sigurösaon, Halga Krialín Möllar, Ari Guömundaaon, Fríöur Siguröardóttir. Kriatjana Guömundadöttir, Guörún Guömundadóttir, Guómundur Ebanaaar Hallatainaaon. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför bróöur okkar, SIGURDAR ÓLAFSSONAR, bókbindara, Hoftoigi 10, Sigurbór Ingi Ólafsaon, Auöur Ólafsdóttir, Jónína Birna Kialua. tamdi sér aðferðis að, að hagræða sannleikanum, sem einhverjum, sem á hlýddi, kynni að finnast bitur. Að þessu leyti var hann líkur Georg Washington, hann kunni ekki að skrökva. Þessi lyndiseinkunn gerði Ásgeir mjög ákveðinn í skoðunum óg hann lét lítt aðra telja sér hughvarf. Hann var mjög tryggur vinur vina sinna og varði þá með oddi og egg, ef einhverjum þeirra var hallmælt. Hann átti því fjölda traustra vina sem minnast hans með hlýhug. Ásgeir var hamingjusamur í einkalífi sínu. Hann kvæntist ungri og ástúðlegri stúlku, Rósu Finnbogadóttur frá Vestmanna- eyjum, sem lifir mann sinn. Þau áttu 3 mannvænleg börn, tvo syni, Bjarna og Finnboga, ásamt dóttur, Þórdísi, sem öll eru gift og búsett hér í borg. Þessum eftirlifandi ættingjum Ásgeirs sendi ég, ásamt fjölmörgum starfsfélögum hans hjá Vinnufatagerð Islands, hug- heilar samúðarkveðjur. Sveinn B. Valfells. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis tók til starfa 28. apríl 1932. Iðnaðarmannafélagið hafði haft forgöngu um stofnun spari- sjóðsins, en einn helzti forvígis- maður málsins var Jón Þorláks- son, áður forsætisráðherra en síðar borgarstjóri. Varð hann jafnframt fyrsti formaður stjórn- ar sparisjóðsins. Jón Þorláksson og meðstjórn- endur hans völdu Ásgeir Bjarna- son frá Húsavík til að gegna starfi skrifstofustjóra hins nýstofnaða sparisjóðs, en starf sparisjóðs- stjóra bar um alllangt árabil það starfsheiti. Ráðningin mun hafa verið ákveðin að undangengnu hæfnisprófi meðal umsækjenda. Ásgeir Bjarnason hafði þá skömmu áður lokið námi í verzlun- arfræðum í Kaupmannahöfn og var aðeins 21 árs að aldri. Stjórnendur sparisjóðsins hafa því með vali sínu sýnt ungum manni óvenjulegt traust, og segir það eflaust meira en mörg orð um hæfileika Ásgeirs á sviði við- skipta- og fjármála auk annarra mannkosta, sem krefjast verður af þeim, sem valdir eru til slíkra trúnaðarstarfa. Ásgeir Bjarnason gegndi starfi skrifstofustjóra Sparisjóðs Reykjavikur og nágrennis með miklum ágætum í áratug, er hann kaus sjálfur að snúa sér að öðrum þáttum viðskiptalífsins. En frá þeim tíma, eða árlega frá 1942, hafa ábyrgðarmenn sparisjóðsins sýnt Ásgeiri traust með því að kjósa hann í stjórn sparisjóðsins og s.l. 4 ár var Ásgeir varaformað- ur stjórnarinnar. Þegar aðalfundur sparisjóðsins var haldinn 8. apríl s.l. var ljóst, að Ásgeir Bjarnason gat ekki gefið kost á sér til endurkjörs vegna heilsubrests. Fáum dögum áður hafði hann lagzt á sjúkrahús og nóttina áður verið fluttur á gjörgæzludeild mjög þungt hald- inn. Á fundinum voru Ásgeiri þökkuð margháttuð og mikilvæg störf í 46 ára sögu sparisjóðsins. Fimm dögum síðar lézt Ásgeir Bjarnason. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis átti alla tíð hug og hjarta Ásgeirs Bjarnasonar og var stór hluti af lífi hans. Ásgeir Bjarna- son hefur einnig markað stór spor í sögu sparisjóðsins og átt drjúgan þátt í vexti hans og velgengni. Fyrir það og samfylgdina þakka stjórnendur, ábyrgðarmenn og starfsfólk sparisjóðsins og senda eiginkonu Ásgeirs, Rósu Finn- bogadóttur, börnum þeirra og öðrum aðstandendum einlægar samúðarkveðj ur. Persónulega þakka ég Ásgeiri Bjarnasyni vinsemd í minn garð allt frá því er við vorum sveitung- ar á Seltjarnarnesi fyrir tæpum tveimur áratugum og fyrir einlægt og hnökralaust samstarf í stjórn sparisjóðsins s.l. tvö ár. Jón G. Tómasson. Mánudaginn 24. þ.m. verður kvaddur hinstu kveðju hjartkær bróðir minn Ásgeir. Hann var elstur okkar systkina, barna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.