Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 1
64SÍÐUR 84. tbl. 65. árg. SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Kambódíumenn í vitnastúkunni við Kambódíu-réttarhöldin í Ósló, en þeim lýkur í kvöld. Sjá frásögn hér á síðunni. (AI*-símamynd) Páfinn grát- bænir Rauðu herdeildina Róm, 22. apríl, AP. PÁLL PÁFI VI grátbændi í dag Rauðu herdeildina um að pyrma lífi Aldo Moros. Yfirlýsing páfa var birt á laugardagsmorgun, fáum stundum áður en frestur mann- ræningjanna er á enda kl. 14 í dag aö íslenzkum tíma. Engin breyt- ing hefur orðið á afstööu ítölsku stjórnarinnar um að smna ekki kröfum mannræningjanna um að „öllum kommúnískum föngum" í landinu verði sleppt úr haldi, en ekkert hefur heyrzt frá Rauðu herdeildinni frá pví aö hún kunngjörði kröfur sínar í fyrradag. Tverdokhlebov handtekinn Moskvu, 22. apríl, AP. LEIÐTOGI sovézkra andófs- manna, vísindamaðurinn Andrei D. Sakharov, skýrði frá því í dag, að tekinn hefði verið fastur andófsmaðurinn Andrei Tverdokhlebov, sem fyrr á árinu kom úr tveggja ára útlegð í Síberíu. Tverdokhlebov á yfir höfði sér að verða dæmdur til allt að eins árs fangelsisvistar, en honum er gefið að sök að hafa brotið reglur um ferðalög innan Sovétríkjanna. Hann hafði ekki leyfi til að búa í Moskvu vegna andófsaðgerða sinna, en reyndi engu að síður að verða sér úti um leyfi til búsetu í Moskvu, að því er heimildir meðal andófs- manna hafa skýrt frá. „Þið ókunnu og óvægnu and- stæöingar þessa saklausa manns, sem ekkert á skilið nema gott: Á hnjánum fer ég þess á leit við ykkur aö þið frelsið Aldo Moro, án skilyrða,“ sagöi páfinn í bæjarskjali sínu. Með því aö tala í fyrstu persónu til mannræningjanna, sem er afar óvenjulegt, leggur páfinn áherzlu á að áskorun hans er persónubundin, og hann segir ennfremur: „Þið liösmenn í Rauöu herdeildinni, takið mark á orðum mínum, sem tala fyrir munn svo ótalmargra samborgara ykkar. í huga ykkar býr enn siguraflið mannúð. Biöjandi og ennþá kærleiksríkur gagnvart ykkur vænti ég sönnunar um þetta.“ Rómarblaðið La Republica birtir í morgun bréf til framkvæmda- stjóra Kristilega demókrataflokks- ins, sem talið er frá Aldo Moro. Bréfið viröist ritað áöur en stjórn- málaflokkar birtu ákvöröun sína á föstudagskvöld um aö hefja ekki samningaviöræöur við Rauðu her- deildina um fangaskipti. í bréfinu eru harðoröar ásakanir í garð framkvæmdastjórans og annarra flokksleiötoga, og m.a. sagt aö þeir hafi sýnt áhugaleysi og kaldlyndi þá 40 daga, sem hann, þ.e. Moro, hafi þurft að líða óbærilegar þjáningar. „Blóð mitt mun flekka ykkur, flokkinn og ríkiö,“ segir í bréfinu, sem talið er aö Moro hafi ritaö nauðugur, ef þaö er ófalsaö. Á fundi Öryggisráðs Sameinuöu þjóðanna, sem Andrew Young, sendiherra Bandaríkjanna, hafði frumkvæöi aö, var tillögu hans um Framhald á bls. 31 Kambódíuréttarhöldin í Ósló: S-kóreanska T^l "1 >. Farþegar og áhöfn til Helsinki Moskvu — Seoul, 22. apríl — AP BOEING 747 þota frá Pan American-ílugfélaginu er nú á leiðinni til Múrmansk til að sækja farþega og áhöfn suður- kóreönsku farþegaþotunnar, sem sovézkar orrustuvélar neyddu til að lenda á ísilögðu stöðuvatni. Fulltrúi flugvallaryfirvalda í Múrmansk sagði í morgun að farþegarnir væru væntanlegir af lendingarstaðnum, Kem, síð- degis. Um borð í bandarísku þotunni er hjúkrunarlið, en þotan lagði upp frá Berlín og hefur viðkomu í Leníngrad. þar sem japanskir og bandarískir diplómatar koma um borð, en þeir hafa á hendi milligöngu í málinu, þar sem stjórnmálasam- band er ekki milli Sovétríkjanna og Suður-Kóreu. í ráði er að Pan Am þotan fljúgi með farþegana til Helsinki í kvöld en þangað cr nú komin þota frá suður- kóreanska flugfélaginu KAL, og mun hún sjá um flutninginn til Seoul. Fer KAL-þotan til Seoul á sunnudag, og hefur viðkomu f Alaska og Japan á leið sinni á áfangastaðinn. Skelfilegar lýsing- ar—vitnin tortryggin Osló 22. apríl — frá Elínu Pálmadóttur blaðam. Mbl. í Kambódíuréttarhöldunum f morgun lýsti dr. Nal Oum, aðstoðaryfirlæknir við sjúkra- hús f Pnom Penh, hvernig læknar, hjúkrunarfólk og sjúklingar voru reknir út úr sjúkrahúsinu 17. apríl 1975 þegar borgin féll. Sjálfur var hann rekinn út f læknakyrtlin- um. „Ég var svo heppinn að vera rekinn sömu leið og sjúklingar mínir og gat svolftið hjálpað. t>ar voru sjúklingar sem limir höfðu verið teknir af, voru nýlega uppskornir og illa farnir. Þarna voru nokkrir af mfnum eigin sjúklingum.“ Seinna var hann látinn vinna á ökrunum í Norðvestur-Thai- landi. en tókst að flýja frá Battambang 16. aprfl 1976. Hann hafði greinargóða lýs- ingu á ástandinu f landinu fram að þeim tíma, stundum svo skelfilegar að enski túlkur- inn átti erfitt um mál. Réttarhöldin fóru ekki svo vel af stað í gær, að dómi Charles Meyers, hins fræga Kambódíu- sérfræðings, sem bjó í landinu í 25 ár og var í 12 ár ráðgjafi Shianouks prins. Hann sagði það stafa af því að í upphafi erindis- síns hefði bandaríski rithöfundurinn Anthony Paul sagt frá því áð Khmeri hefði steikt lifur úr fórnarlambi sínu og kambódísku vitnin hefðu haldið að hann væri að ásaka kambódísku þjóðina um að vera mannætur. Paul sagði mér er ég bar þetta undir hann, að þetta hefði verið að kenna slæmri þýðingu yfir á kambódísku, en Meyers, sem þekkir Kambódíu- menn vel og skrifaði meðal annars bókina „Bak við bros Khmeranna", sagðist hafa séð hvernig öll tíu vitnin stirðnuðu upp í gær. Voru Kambódíu- mennirnir greinilega nokkuð tortryggnir og varkárir gagn- vart beinum spurningum spyrj- enda. Meyer kom sjálfur að þessu í ræðu sinni í morgun, bað menn að muna að þarna mættust tveir heimar. Öðrum megin væru vitni úr öðrum menningarheimi, sem ekki væru vön beinum, áköfum spurning- um, enda þar í landi venja að fara í kringum spurningar, og þau væru viðkvæm fyrir þjóð sinni. í viðtali við blaðamann Mbl. sagði Meyer að hann hefði þekkt flesta núverandi stjórnendur byltingarinnar í Kambódíu og hefðu þeir verið elskulegustu menn áður. Kieu Sampan hefði verið vinur hans til dæmis. En hvað hefði þá komið fyrir þá? Þeirri spurningu svaraði Meyer á þann hátt, að Kambódíumenn væru mjög sérkennileg þjóð, sem alltaf hefði gengið langt í hverju sem þeir gera. Grimmd blundaði í þeim og hættulegt væri að vekja hana. „Þeir eru ekki hlédrægt fólk,“ sagði hann, „og nú eru þeir sem reka byltinguna hreyknir eins og forverar þeirra áður af að hafa gengið lengra en jafnvel kín- verskir vinir þeirra í menning- arlegri byltingu með því að afnema peninga, alla einkaeign og öll merki um fyrra samfélag. Þeir telja að Kambódía sé eina framúrstefnu kommúnistaþjóð- félagið í heiminum. Þeir, sem nú stjórna Kambódíu," sagði hann, „eru ekki skrímsli, en þeir hafa séreinkenni þjóðar sinnar, sem eru önnur en t.d. Víetnama eða Thailendinga." Hann bætti við Framhald á bls. 31 Samningaviðræður um að Sovétmenn láti af hendi þotuna. sem neydd var til lendingar, hefjast eftir að Pan Am-þotan fer frá Múrmansk, en enn er ekki vitað hvort tveir menn um borð. svo og þeir þrettán, sem særðir eru, særðust í lendingu eða í skotárás sovézku herþotnanna. 48 S-Kóreumenn voru um borð í KAL-þotunni, 51 Japani, 5 Frakk- ar, 2 Bretar, 2 V-Þjóðverjar og 2 Kínverjar. Paul Newman á afvopnun- arfundi S.Þ. Washington, 22. apríl, AP. BÚIZT er við því, að Jimmy Carter Bandaríkjaforseti skipi leikarann Paul Newman í sendinefnd Banda- ríkjanna á aukafundi Allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna um afvopnunarmál, að því er haft var eftir embættismönnum í Washing- ton í dag. Newman verður einn þriggja nefndarmanna af tíu, sem ekki eru úr röðum stjórnmálamanna. Fundirnir hefjast í lok maí og standa i fimm vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.