Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.04.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. APRÍL 1978 25 Bjarna Benediktssonar og Þórdís- ar Ásgeirsdóttur á Húsavík. Ásgeir stundaði nám í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, og síðar í Köbmandskolen í Kaup- mannahöfn, og að námi loknu 1930 hóf hann störf. á skrifstofu Eim- skipafélags íslands, en þegar Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis var stofnaður 1932, réðst hann þar sem sparisjóðsstjóri og gegndi því starfi til 1942 að hann réðst sem skrifstofustjóri til fyrirtækja frænda síns Sveins B. Valfells við Vinnufatagerð íslands, þartil fyrir nokkrum árum er heilsu hans tók að hraka, að hann lét af þeim störfum. Hafði hann hin síðari ár umönnun bókfærslu fyrir fyrirtæki og einstaklinga, sem hann þó varð að hætta við vegna vanheilsu, sem að síðustu yfirbugaði hann fimmtudaginn 13. apríl, þegar hann kvaddi þennan heim. Ásgeir giftist 3. ágúst 1935 eftirlifandi konu sinni Rósu Finn- bogadóttur, f. 27. september 1914, dóttur hjónanna Finnboga Finn- bogasonar skipstjóra í Vallartúni í Vestmannaeyjum og konu hans Sesselju Einarsdóttur. Rósa bjó bróður mínum fallegt og gestrisið heimili, og eignuðust þau 3 eftir- talin börn: 1. Bjarna Benedikt, f. 31. ágúst 1937, kv. Elínu G. Guðmundsdóttur; 2. Sesselju Þór- dísi, f. 16. janúar 1941, g. Herði G. Albertssyni; 3. Finnboga Ásgeir, f. 27. febrúar 1945, kv. Eddu Val- garðsdóttur. Við systkinin vorum 15, en 13 náðu fullorðinsárum, og var Ásgeir okkar elstur, heitinn eftir afa sínum Ásgeiri Bjarnasyni í Knarr- arnesi á Mýrum. Ásgeir var hjartahlýr og góður bróðir, og þegar Benedikt sálugi bróðir okkar andaðist af völdum mislinga 1917 aðeins 5 ára, var það mikill söknuður fyrir hann að missa ljúfan leikfélaga og kæran bróður, og bar hann sáran trega minning- ar um þennan litla bróður okkar alla ævi. Okkar mörgu syst- kinum var Ásgeir alltaf góður ráðhollur og hjálpsamur elsti bróðir, sem við gátum alltaf leitað til um ráðleggingar og aðstoð. Undirritaður sem fór úr foreldra- 'húsum um fermin^araldur til sjós um líkt leyti og Ásgeir settist að í Reykjavík átti einna mestan samgang við hann árin á eftir, og leigðum við saman í Reykjavík, og oft stóð stóri bróðir á bryggjunni þegar sá litli kom af hafi, og styrktust bræðrabönd okkar þá hvað mest, og nú þegar ég kveð þennan góða bróður minn, er mér í huga innilegt þakklæti til hans fyrir ævilanga vináttu og bróður- kærleika, óska ég honum velfarn- aðar í nýjum heimkynnum, þar sem ég veit að áður farnir ástvinir taka á móti honum „því þar eru vinir í varpa, sem von er á gesti“. Rósu mágkonu minni sendi ég þakklæti fyrir alla ástúð og umönnun viö bróður minn í veikindum hans, svo og alla þá gestrisni sem hún ásamt bróður mínum hefir ætíð sýnt okkur ættmennum hans frá fyrstu tíð. Henni, börnum og niðjum bið ég guðs blessunar. Venni bróðir. MYNDAMÓT HF. PRENTM YNDAGERÐ ADALSTRÆTI • -SÍMAR: 17152-17355 María Jónsdóttir frá Kirkjubœ — Minning María Jónsdóttir heiðursfélagi í Kvenfélaginu Ósk lést í sjúkrahúsi í Reykjavík 19. marz síðastliðinn á 83. aldursári. Ég ætla ekki að rekja æviferil Maríu; það vona ég að aðrir mér færari geri, en mig langar að leiðarlokum að minnast aðeins þeirrar mikiihæfu félags- konu sern María var og þakka henni öll hennar ómetanlegu störf, sem hún vann fyrir Kvenfélagið Ósk. María mun hafa gengið í félagið ung stúlka, en það var stofnað 1907. Gegndi þá félagið mörgum líknarstörfum hér í bæ sem ég ætla ekki að rekja, en þar mun María hafa lagt hönd að verki og einnig er félagið vann að rekstri Húsmæðraskólans. Má segja að Kvenfélagið Ósk og Húsmæðra- skólinn Osk hafi verið sem nokk- urs konar óskabörn Maríu, svo annt lét hún sér um allt það er þar fór fram fyrr og síðar. María var mörg ár í stjórn og þá lengst af gjaldkeri félagsins enda kunni hún öðrum betur góð skil á sjóðum þess. Eitt aðalstarf Maríu fyrir kvenfélagið var að skreyta kirkjuna fyrir jarðarfarir og önnur hátíðleg tækifæri, og gerði hún þetta í fjölda mörg ár af þeirri alkunnu smekkvísi og nákvæmni að aðrir gerðu það ekki betur og var það lærdómsríkt að starfa þar með henni. Hannyrðakona var María mikil og meðal annars saumaði hún altarisdúk sem kven- félagið gaf ísafjarðarkirkju. Einn- ig hafði hún á hendi sölu minn- ingarkorta félagsins. Það þótti tíðindum sæta ef María kom ekki Jóhann Jónsson kaupmaður-Mummg Fæddur 31. ágúst 1896. Dáinn 7. aprfl 1978. I síðustu viku var til moldar borinn Jóhann Jónsson kaupmað- ur. Jóhann Jónsson fæddist að Hóli í Grýtubakkahreppi í Eyja- firði 31. ágúst 1896. Rétt eftir aldamótin, þá fimm ára, fluttist Jóhann með foreldrum sínum að Hvammi í Dýrafirði. Jóhann mun ekki hafa verið eldri en 15—16 ára, þegar hann fór að stunda sjóinn, síðar tók hann svokallað minna- próf í skipsstjórn og vélstjórn. Fyrir stríð gerði Jóhann út eigin bát í nokkur ár og rak fisk- verkunarstöð að Haukadal í Dýra- firði á árunum 1935—1940. Stríðs- árin öll sigldi Jóhann milli landa og hafði þá vélstjórn á hendi. Eftir stríð réðst hann til Gísla J. Johnsen h/f og vann þar í 2—3 ár. Þegar hér er komið sögu fer hugur Jóhanns að beinast að kaup- mennsku. Árið 1947 stofnsetur hann svo verzlun að Kirkjuteigi 19 hér í borg, sem síðar hét Teigabúð- in og heitir enn. Kynni mín af Jóhanni hófust einmitt á þessum tíma, þegar ég réð mig hjá honum sem af- Guðmundur Ingvar Ágústsson -Minning Það var á páskadagsmorgun, á sjálfri upprisuhátíð kristinna manna, að tengdafaðir minn Guðmundur Ingvar Ágústsson, kaupmaður, fékk sína upprisu til eilífs lífs. Hann var þá staddur suður á Mallorca, þar sem hann hugðist eyða tveggja vikna hvíldartíma frá amstri og erfiði hins daglega brauðstrits. Ég veit ekki hvort nánustu vinir hans hafi gert sér ljóst hve trúhneigð hans var orðin sterk á síðustu æfiárum hans, en hún kom fram í afstöðu hans og viðhorfum til kirkjufélagsins, sem hann var í síðustu æfiárin, — Bústaðakirkju. Ég held að þar hafi hann fundið fullnægingu fyrir trúarþörf sína með aðstoð prests safnaðarins. Guðmundur Ingvar Ágústsson var fæddur 13. mars 1917. Foreidr- ar hans voru Ágúst Fr. Guðmundsson skósmiður og kona hans Maiendína Kristjánsdóttir. Eftir því sem mér hefir verið tjáð, voru þessi hjón dæmigerð fyrir borgara höfuðstaðarins, þeirra sem með hörðum höndum byggðu upp Reykjavík vorra tíma. Á öðru aldursári fékk Guðmundur Ingvar spnönsku veik- ina og var þá tvísýnt um líf hans. Aðeins 5 ára gamall kenndi hann liðagigtar, sem þjáði hann alla æfi. Þrátt fyrir þennan sjúkdóm vann hann alla ævi, lengst sem skósmið- ur. Auk þess reyndi hann strax á Þakkir Öllum þeim stofnunum og því fjölmenni sem vottaöi mér vináttu sína og heiðruöu mig með blómum, heillaóskum, símtölum, gjöfum og heimsóknum í tilefni af sjötugsafmæli mínu 5. aþríl sl., flyt ég mína heitustu þökk. Sérstakar þakkir flyt ég kirkjukórunum í Suöur-Þingeyjarsýálu, söngstjórum þeirra og stjórn kirkjukórasambandsins, sem efndu til fjölmenns söngmóts, samsætis og hljómleika hinn 9. aþríl mér til heiðurs. Blessun og hamingja fylgi ykkur öllum. Páll H. Jónsson frá Laugum. unga aldri að verða sér úti um aukavinnu til að aðstoða foreldra sína á krepputímunum fyrir heimsstyrjöldina seinni. þegar liðagigtin ágerðist svo, að hann varð að ganga við tvær hækjur, fékk hann leyfi borgaryfirvalda til að byggja strætisvagnabiðskýli við Bústaðaveg ögreka þar verslun. Rekstur þessara biðskýla hefir síðan verið lífsafkoma fjölskyldu hans. Vegna breytinga á ferðum strætisvagna varð tengdafaðir minn að flytja biðskýli sín til, að kröfum borgaryfirvalda. Nú ný- lega hafði hann undirbúið enn einn flutning starfsvettvangs síns á nýjan stað og hafði lagt í mikinn kostnað við undirbúning húsbygg- ingar á nýja staðnum. Einhver vafi mun leika á því að allir angar kerfisins hafi lagt blessun sína á staðarvalið. Þetta veit ég að olli honum allmiklum áhyggjum, enda varðaði það framtíð fjölskyldu hans. Fyrir rúmum 10 árum fékk Guðmundur Ingi kransæðastíflu sem þjáði hann til dauðadags og varð honum síðast að aldurtila. Það var okkur hjónunum alltaf mikið gleðiefni þegar hann kom í á fund og voru þá sérstakar ástæður fyrir því svo vel sótti hún fundi enda var þá fundurinn svipminni ef María mætti ekki, svo glæsileg, sem hún var í sínum íslenska búningi. Hún var mikill persónuleiki, snör í snúningum og greiðslumaður og var ég þá aðeins 15 ára gamall. Það þarf ekki að heimsókn til okkar í Luxembourg þegar hjartasjúkdómurinn kvaldi hann mest, enda fór hann jafnan heim hvíldur og endurnærður eftir dvöl í hlýju loftslagi. Hinn 12. október 1940 giftist Guðmundur Ingi tengdamóður minni Guðfinnu Olafsdóttur frá Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysu- strönd. Var hjónaband þeirra mjög ástrikt og þau einstaklega samhent við rekstur verslunarinn- ar í biðskýlinu við Bústaðaveg. Þeim varð 5 barna auðið og barnabörnin eru orðin 9. Með Guðmundi Ingvari Ágústs- syni er kvaddur góður drengur. Hafliði Ö. Björnsson. Luxe/nbourg. létt í lund, en ákveðin og áminn- andi okkur þessar yngri um hvað þetur mætti fara, einkum ef það snerti einhvern sem minna mátti sín, eða sýna samúð þeim sem í erfiðleikum áttu. María var mikil trúkona og setti traust sitt á þann sem öllu ræður. Nú hverfa óðum af sjónarsvið- inu þær konur sem stofnuðu fyrst kvenfélög á Islandi og er það mikil og merk saga sem þar er að baki. , Vonandi tekst okkur hinum yngri, sem nú tökum við, að halda merki þeirra á loft. Að lokum vil ég þakka Maríu hjartanlega fyrir öll hennar ómetanlegu störf í þágu félagsins og bið henni Guðs blessunar í landi eilífðarinnar. Eiginmanni Maríu, Baldvin Þórðarsyni, systrum hennar og öllu venzlafólki sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar Fyrir hönd Kvenfélagsins Óskar, V.J. taka það fram, hve mikils virði það er fyrir ungan pilt, sem er að fara út á vinnumarkaðinn að lenda hjá góðum atvinnurekanda. Ég var einn þeirra heppnu, hvað það snertir. Ábyggilegri og traustari mann í hvívetna hef ég vart fyrir hitt. Jóhann var alltaf tilbúinn að miðla af sínum mannkostum, þegar tækifæri gáfust. Ég hef reynt að hafa að leiðarljósi það veganesti, sem Jóhann gaf mér sem ungum manni og það hefur gefist vel hingað til. Þetta allt fæ ég honum seint þakkað. Síðar rákum við svo Teigabúð- ina í félagi, þar til ég stofnsetti stærri verzlun í öðru borgarhverfi. Síðustu árin vann svo Jóhann hjá Sælgætisgerðinni Nóa og vann þar meðan heilsa entist. Á jóladag heimsótti ég Jóhann á Hrafnistu og röbbuðum við um gamla daga, hugurinn var sá sami hjá honum um framtíðina, þó greinilega getuna vantaði. Mynd sú, er fylgir þessum línum, var tekin af Jóhanni þegar hann tók að sér starf faktorsins í Krambúðinni á Þróunarsýningunni haustið 1974. Það var mál manna að þarna hefði verið réttur maður á réttum stað. Jóhann Jónsson var sérstæður persónuleiki, hafði ákveðnar skoðanir og vék ekki frá þeim. Það má segja að kjörorðið gjör rétt, þol ei órétt ætti mjög vel við hans hugsunargang. Ég vil að lokum þakka tryggum og traustum félaga allt gamalt og gott. Hvíl í friði kæri vinur, Gunnar Snorrason. Chevrolet Caprice station árg. 1976 Lítiö ekinn og meö öllum aukabúnaöi Þessi glæsilegi bíll er til sýnis og sölu hjá Véladeild S.Í.S., Ármúla 3, sími 38900. Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki AUSTUR BÆR Ingólfsstræti, Upplýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.