Morgunblaðið - 26.04.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 26.04.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978 Hægviðri og sólarlaust áfram ..I‘AÐ má búast við ha*KU og sóiarlausu vcðri áfram og liklega hcldur sviilu nyrðra,“ sagði Knútur Knudsen vcðurfraeðingur í samtali við Mbl. í gær. í gær var hægviðri um allt land, sæmilega hlýtt sunnanlands en svalara nyrðra. Sólar naut ekki við. llitinn var mestur 7 stig á Suðurlandsundirlendinu en 1—3 stig norðaniands. Nýfundnaland: Vilja fá 4 ís- lenzka loðnu- báta til veiða Jökull Jakobsson rithöfundur látinn NOKKRIIt íslenítkir útgerðar- menn eru nú nýkomnir til lands- ins frá Nýfundnaiandi. þar sem þeir áttu viðra'ður við eigendur fyrirtakisins Fisherý Products Ltd. en það fyrirta-ki vill fá a.m.k. fjóra islenzka loðnubáta til að veiða loðnu og landa á Nýfundnalandi í vor. Gunnar Ólafsson forstjóri Fisk- iðjunnar h.f. í Keflavík var einn þeirra sem fór til Nýfundnalands og sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær, að samningar uni veiðar og löndun bátanna hefðu ekki tekizt nú, þar sem ísiandingar hefðu ekki alls kostar getað sætt sig við það verð, sem í hoði var fyrir hráefnið. Kvað hann Nýfundnalendingana hafa boðið 34 dollara fyrir hvert tonn af loðnu með fituinnihaldi frá 0—3%, en það eru kringum 7.36 kr á kíló, þá buðu Nýfundnalendingarnir í upp- hafi aðeins 700 dollara fyrir hvert kíló af hrognum, sem er lægra verð en var greitt fyrir hvert kg af hrognum á Islandi á síðustu loðnuvertíð. Að sögn Gunnars hækkuðu þeir boð sitt nokkuð frá því, enda er nú eftirspurn eftir loðnuhrognum mjög mikil, sökum þess hve lítið var hægt að frysta á Islandi og í Noregi s.l. vetur, en engu að síður tókust ekki samning- ar um verðið. Þá sagði Gunnar, að Nýfundna- lendingarnir hefðu rætt um að fá fjóra íslenzka báta til viðskipta í sumar og auk þess einn frá Noregi. togaranna daga úthald. Þá hefur afli Vest- fjarðatogara verið mjög góður síðustu daga og hafa þeir komið með allt að 240 lestir í veiðiferð. Afli togara á Austfjarðamiðum hefur að mestu verið þorskur, en nokkuð hefur einnig verið af grálúðu, sem nú er farin að ganga á miðin frá Vestfjörðum til Austfjarða. Margir togaranna fengu mjög góðan afla á Vestfjarðamiðum um helgina og sem dæmi má nefna að Guðbjörg kom með 240 lestir til ísafjarðar og Páll Pálsson 200 lestir, og er þetta einhver mesti afli, sem þessir togarar hafa komið með til hafnar. I aflanum var mikið af karfa og grálúðu. „B*tir ekki lífskjörin ætla að vinna 19 daga í maí en hvíla sig í 12 daga” konu hans, Þóru Einarsdóttur. Hann fluttist með foreldrum sínúm til Kanada 1935 en heim til Reykjavíkur 1940. Jökull varð stúdent frá MR 1953 og stundaði síðan háskólanám í Vín, Lundún- um og Reykjavík. Hann var hlaðamaður við Tímann 1957-‘58 og 1959-‘61 og ritstjóri Vikunnar 1958-‘59. Eftir 1961 helgaði Jökull sig ritstörfum ásamt því sem hann starfaði við útvarp og sjónvarp. Jökull Jakobsson var einn þekktasti rithöfundur íslands af yngri kynslóðinni og eftir hann liggja mörg ritverk, skáldsögur, leikrit, ferðasögur, smásögur o.fl. Af skáldsögum má nefna „Tæmd- ur bikar“, „Ormar“, „Fjallið“ og „Dyr standa opnar“. Af leikritum má nefna „Hart í bak“, „Sjóleiðin til Bagdad“, „Pókók“, „Sumarið ‘37“, „Dórhínó" og „Klukkustreng- ir“. F'lest þessara leikrita voru frumsýnd hjá LR í Iðnó og þar standa núna yfir æfingar á nýj- asta leikriti Jökuls. Af ferðabók- um má nefna „S'ðasta skip suður“, „Dagbók frá Diafani“ og „Suðaust- an fjórtán„. •Jökull Jakobsson var tvíkvænt- ur. Hann lætur eftir sig 5 börn. Góður afli AFLI togara hefur verið góður síðustu vikur, hvort sem verið hefur á Vestfjarðamiðum eða Austfjarðamiðum. Nú f nokkurn tíma hefur afli Austfjarðatogara verið frá 100-150 lestir eftir 710 JÖKULL Jukobsson rithöfundur lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík í gær. 11 ára gamall. Ranamein hans var hjartahilun. Jökull Jakobsson var fæddur í Neskaupstað 14. september 1933, sonur sr. Jakobs Jónssonar og Bjúgu og kæfa lækka í verði STAÐFESTAR hafa verið verð- breytingar á unnum kjötvörum, sem nýlega hlutu samþykki verð- lagsnefndar. Er bæði um að ræða lækkun og hækkun. Vörurnar sem lækka í verði eru kindabjúgu og kindakæfa. Kæfan lækkar úr 1834 krónum kílóið í 1540 krónur eða 16% og bjúgun lækka úr 1293 krónum í 1253 krónur kílóið eða 3,1%. Hins vegar hækkar kílóið af vinarpylsum úr 1228 krónum í 1339 krónur kg eða 9% og kjötfars hækkar úr 744 í 806 krónur kg eða 8,3%. Fyrsti viðskipta- fuUtrúiim í París Á FJÁRLÖGUM fyrir yfir- standandi ár er gert ráð fyrir, að utanríkisráðuneytið fái að ráða sérstakan við- skiptafulltrúa, sem starfi síðan við sendiráð Islands í Evrópu, og er þetta í fyrsta sinn, sem heimild er veitt til að ráða viðskiptafulltrúa við sendiráð. Þegar Morgunblað- ið hafði samband við Einar Ágústsson utanríkisráðherra og innti hann frekar eftir þessu máli, sagði hann, að helzt væri rætt jim að hafa væntanlega viðskiptafulltrúa í París, en starfsvettvangur hans yrði meginland Evrópu. „Sjálfur tel ég mjög eðli- legt að við ráðum viðskipta- fulltrúa til starfa, og það fleiri en einn. Það hefur raunar komið í ljós, að sum útflutningsfyrirtæki eru and- víg ráðningu viðskiptafull- trúa, en fleiri sem telja starf slíks manns nauðsynlegt," sagði utanríkisráðherra. — segir Davíð Scheving Thorsteinsson um aðgerðir Iðju, og mótmælir ásökunum um að iðnrekendur hafi ekki virt Iðju svars „VIÐRÆÐUR iðnrekenda við viðsemjendur þeirra fara fram með viðræðum annarra vinnu- veitenda við launþega og því er það ekki rétt að við höfum ekki virt Iðju svars.“ sagði Davíð Scheving Thorsteinsson, for- maður Félags íslenzkra iðnrek enda. í samtali við Mbl. í gær. þegar hann var spurður álits á þeim ummælum Bjarna Jakobs- sonar formanns Iðju. að iðnrek- endur hefðu ekki virt Iðju svars við óskum um viðræður. „Ég veit ekki betur en viðræð- ur hafi farið fram milli Vinnu- veitendasambandsins og Alþýðusambandsins síðan lögin um efnahagsráðstafanir voru settar," sagði Davíð. „Ég hef sjálfur setið á þessum fundum fyrir iðnrekendur og á þeim hafa verið fulltrúar frá iðn- ’ verkafólki Alþýðusambands- megin. Það hafa engar sérvið- ræður farið fram en það er alrangt að við höfum ekki virt Iðju svars og ég vísa því á bug að við höfum ekki verið tii viðræðu. Það höfum við svo sannarlega verið en innan ramma heildarsamtakanna." Morgunblaðið innti eftir áliti Davíðs á fyrirhuguðum verk- fallsaðgerðum Iðju. Hann svar- aði: „Meginmál okkar íslendinga er að auka framleiðsluna. Því er ég á móti hlutum eins og þessum. Ég er á móti því að í maímánuði skuli starfsfólk í iðnaði ætla að vinna 19 daga og hvíla sig í 12 daga. Það er sízt til þess fallíð að bæta lífskjörin á íslandi." Viðræður Portúgala og Mendinga hefjast í dag VIÐRÆÐUR portúgölsku og íslenzku viðskiptanefndanna um viðskipti Portúgals og íslands hefjast að Þingholti kl. 10.30 í dag, en alls taka 19 Portúgalir og 15 Islendingar þátt í viðræðunum. Portú- galska sendinefndin er undir forsæti Fernado Reino sendi- herra Portúgals á íslandi, en formaður íslenzku viðræðu- nefndarinnar verður Þórhall- ur Ásgeirsson ráðuneytis- stjóri. Gert er ráð fyrir að viðræð- ur verði í dag og á morgun, en flestir Portúgalanna halda utan á föstudag. Auk þess sem Portúgalarnir ræða við ís- lenzku fulltrúana, ræða þeir við forráðamenn einstakra fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.