Morgunblaðið - 26.04.1978, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978
19
r
— Asgeir semur
Framhald af bls. 32.
þeirri keppni. Asgeir sagði að sér
teldist til að hann yrði 13.
landsliðsmaðurinn í Anderlecht ef
hann færi til félagsins. Þar eru
margir frægir kappar þessa stund-
ina, t.d. Hollendingarnir Rensen-
brink, Haan og Geels og Belgíu-
maðurinn Van der Elst. „Það yrði
mikil keppni um að komast í liðið
og það hentar mér vel,“ sagði
Ásgeir.
Ásgeir Sigurvinsson sagði að
lokum, að framkvæmdastjóri
Standard Liege, Petit að nafni,
væri ekki hrifinn af því að selja
leikmenn til annarra belgískra
félaga og allra sízt til helztu
keppinauta Standard. Hann hefði
ekki tekið vel í tilboð Anderlecht
en Ásgeir kvaðst leggja áherzlu á
það að málið gengi fljótt fyrir sig
því hann væri mjög spenntur að
fara til Anderlecht enda væri
þarna um einstakt tækifæri fyrir
sig að ræða. Ásgeir bjóst við því
að hann yrði formlega settur á
sölulista um næstu helgi og málin
skýrðust vonandi næstu daga þar
á eftir.
Eins og áður hefur komið fram
í Mbl. hafði vestur-þýzka knatt-
spyrnufélagið Eintracht Frank-
furt boðið stórfé í Ásgeir en
Standard hafnað því. Að sögn
Ásgeirs hefur áhugi þýzka liðsins
dofnað mjög þegar í ljós kom að
Standard heldur til streitu hinu
háa verði, sem það hefur sett upp
fyrir Ásgeir, eða 212 milljónum
ís.lenzkra króna.
— Dayan
Framhald af bls. 14.
við Cyrus Vance utanríkisráð-
herra mundi hann vænta nýrra
tillagna frá bandarísku stjórninni
og þeirri egypzku í kjölfar við-
ræðna Alfred Athertons aðstoðar-
utanríkisráðherra í Kaíró.
— Landspítalinn
Framhald af bls. 11.
Jónsdóttir. Sú kona sem lengst átti
sæti í stjórn sjóðsins var frk.
Ragnheiður Jónsdóttir skólastjóri,
en hún gegndi gjaldkerastörfum
frá upphafi til 1972.
Mestur hluti minningargjafa til
sjóðsins berst með samúðarskeyt-
um Landsíma íslands og hefur
alltaf verið góð samvinna milli
Landsímans og Minningargjafa-
sjóðsins.
— Skriður að
komast á. . .
Framhald af bls. 15
ísafold tók aldrei þróarrými frá
alíslenzkum skipum heldur var skipinu
jafnan stefnt á þær hafnir þar sem
vantaði hráefni og afli skipsins þannig
hrein viöbót í þeim höfnum er skipið
landaöi. Varöandi fyrirspurnina um
Norglobal sagöi ráðherra aö sam-
kvæmt upplýsingu ísbjarnarins, leigu-
takans, þá lægju ekki fyrir endanlega
tölur um útkomuna.
— Mótmæla
Framhald af bls. 12
haldinn 18. apríl 1978, sendir
Verkamannasambandi Islands
baráttukveðjur og hvetur allt
launafólk til að standa saman og
styðja aðgerðir Verkamannasam-
bandsins gegn árásum ríkisvalds
og atvinnurekenda á kjör og
samningsrétt".
„Launamálaráð Bandalags há-
skólamanna fordæmir þær refsi-
aðgerðir sem ríkisvaldið beitti
starfsmenn sína um síðustu mán-
aðarmót. Launamálaráð telur að
eðlilegt hefði verið að draga
einfalt dagvinnukaup frá launum
þess starfsfólks, dum í slíkum
tilvikum. Að öðrum kosti telur
ráðið að fara hefði átt eftir
ákvæðum umburðarbréfs fjár-
málaráðuneytisins nr. 7 frá 1968
og gefa starfsmönnum kost á að
velja um að vinna af sér fjarvist-
irnar með aukavinnu eða sæta
tilsvarandi fækkun sumarleyfis-
daga. Að vísu var tilkynnt hinn 28.
febrúar að umburðarbréfið væri
úr gildi fallið, en telja verður mjög
óeðlilegt að slík afturköllun taki
gildi án nokkurs fyrirvara.
Með refsiaðgerðum sínum hefur
ríkisvaldið sýnt fram á hve
mikilvægt er fyrir launþega að
hafa yfir að ráða öflugum verk-
fallssjóði, þannig að slíkar refsiað-
gerðir missi marks“.
— Kosnaður við
Framhald af bls. 17.
króna. Veröi ákvöröun um slíka gjald-
miöilsbreytingu tekin fljótlega, mundi
kostnaöur viö gerö nýrra peningaein-
inga ekki veröa stórum meiri en
áðurnefndur kostnaöur, sem hvort sem
er veröur aö leggja í á næstunni.
Ljóst er, aö gjaldmiöilsbreyting mun
ekki hafa mikla beina hagkvæmni í för
með sér umfram þaö, sem þegar hefur
fengist meö niöurfellingu aura. Afstaöa
til þessa máls hlýtur því aö ráöast af
því, hvort taliö yröi, aö breyting á
gjaldmiölinum heföi áhrif í þá átt aö
auka trú manna á verömæti peninga og
stuöla aö jafnvægi í efnahagsmálum.
Staðreyndin er hins vegar sú, að
gjaldmiöilsbreyting ein sér nægir engan
veginn til aö ná slíkum árangri. Á sviöi
efnahagsmála er veröbolgan þaö
vandamál, sem nú þarf fyrst og fremst
aö ná tökum á og árangur í því efni er
háöur samstilltu átaki ríkisvalds, hags-
munasamtaka og allra þeirra, sem áhrif
hafa á framvindu efnahagsmála. Án
raunhæfra aögeröa til aö draga úr
verðbólguþróuninni, mundi gjaldmiðils-
breyting missa marks og gæti þá jafnvel
oröiö til aö rýra trú manna á gjaldmiöl-
inum.
Viö hagstæö skilyröi í efnahagsmál-
um getur gjaldmiðilsbreyting hins vegar
haft jákvæö áhrif og treyst þann
efnahagsárangur, sem aö er stefnt.
Ákvöröun um aö taka upp nýja
mynteiningu nú gæti þannig oröiö
brýning til aö takast á viö verðbólgu-
vandann af meiri einurö og hún gæti
einnig átt þátt í því aö skapa skilyröi
fyrir, aö víötæk samstaða geti tekist um
leiöir í efnahagsmálum, er treysti
verögildi hins nýja gjaldmiöils".
á sólarstrendur Ámeríku 9. júni.
í annað sinn efnum við til hópferðar til Florida.
Fyrsta ferðin tókst stórkostlega vel og hin þriðja verður
sennilega farin í ágúst.
Dvalið verður á góðu hóteli, Ivanhoe á hinni skjannahvítu og hreinu
Miamiströnd, þar sem sjórinn er notalega hlýr og ómengaður.
Frá hótelinu bjóðast skoðunarferðir til:
Disney World - heims teiknimyndapersónanna.
Seaquarium - stærsta sædýrasafns heims.
Safari Park - eftirmyndar frumskóga Afríku
Everglades þjóðgarðsins sem á engan sinn líka
og fjölmargra annarra áhugaverðra staða.
Nánari upplýsingar: Söluskrifstofur okkar Lækjargötu 2 og Hótel Esju, sími 27800, farskrárdeild,
sími 25100, skrifstofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur.
FLUGFÉLAG
ÍSLANDS
Brottför 9. júní.
Komudagur 1. júlí.
Verð kr. 189.000.- á mann í tveggja manna herb.
Aukagjald fyrir eldunaraðstöðu kr. 10.800. -
fyrir hvorn.
L0FTLEIDIR