Morgunblaðið - 26.04.1978, Síða 25

Morgunblaðið - 26.04.1978, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978 25 fclk í fréttum + Barbara Carrera er fædd í Nicaragua, alin upp í Evrópu og búsett í Bandaríkjunum. Hún var fræg fyrirsæta áður en hún komst á hvíta tjaldið og hafði meðal annars komist á forsíður blaða eins og Vogue, Playboy og Cosmopolitan. Hún var ein af 400 umsækjendum um hlutverk í kvikmynd með Rock Hudson, en þrátt fyrir að margir væru um hlutverkið var hún sallaróleg því að allan tímann var hún viss um að fá hlutverkið (spákona hennar hafði sagt henni það). + Carol Kane var aðeins 6 ára, þegar hún ákvað að verða kvikmyndaleikkona. Og 23 ára gömul fékk hún sín fyrstu Óskarsverðlaun, það var fyrir leik í myndinni „Hester Street“. Síðan hefur hún m.a. leikið í einni mynd Woody Allen „Me and Annie“ og með Rudolph Nureyev í „Valentino". + Jodie Foster er nú þegar orðin heimsfræg þótt hún sé aðeins 17 ára gömul. Hún fór með aðalhlutverkin í kvikmyndunum „TAXI DRIVER“ og „BUGSY MALONE", sem báðar hafa verið sýndar hér á landi. Nú hefur hún einnig sýnt að hún getur sungið og það nokkuð vel. Hún kom fram í sjónvarpsþætti í Frakklandi með Gil- bert Becaud og hlaut góða dóma. + Leikarinn og dansar- inn Fred Astaire hefur ekki í hyggju að setjast í helgan stein þrátt fyrir háan aldur. Hann er nú kominn hátt á áttræðis- aldur. Hann hefur nýlok- ið við að leika í sjón- varpskvikmynd, sem fjallar um eldri hjón sen eiga í vandræðum með að halda hjónabandinu gangandi. Fred Astaire er margfaldur milljóna- mæringur og á hann auðæfi sín ekki aðeins kvikmyndaleiknum að þakka, heldur einnig dansskplum sem hann á um gjörvöll Bandaríkin. Hann segist hafa lifað í sviðsljósinu og ætti sér að deyja í því líka. Bridgefélag Reykjavíkur Á síðasta spilakvöldi var spiluð 1. umferð í Meistara- keppni félagsins í sveitum. Aðeins einni sveit tókst að knýja fram afgerandi sigur. En það var sveit Hjalta Elíassonar, sem náði 17 vinningsstigum gegn þremur stigum sveitar Olafs H. Ólafssonar. Úrslit annarra leikja urðu þessi: sveit Steingríms Jónassonar vann sveit Eiríks Helgasonar 11—9, sveit Guðmundar T. Gíslasonar vann sveit Jóns Hjaltasonar 12—8 og sveit Stefáns J. Guð- johnsen vann sveit Sigurðar B. Þorsteinssonar einnig með 12 stigum gegn 8. Samhliða sveitakeppninni skemmtu 12 pör sér í tví- menningi. Var það ákveðið með stuttum fyrirvara þar sem ekki reyndist áhugi fyrir langri sveitakeppni í 1. flokki. Sigur- vegarar urðu þeir Bragi Braga- son og Karl Logason og hljóta þeir að launum fjórða hluta keppnisgjalda þessara 12 para. En annars varð röð efstu para þessi: Bragi Bragason — Karl Logason Hannes Jónsson — Ágúst Helgason Páll Valdimarsson — Valur Sigurðsson Steinberg Ríkarðsson — Daníel Gunnarsson Rögnvaldur Ólafsson — Sveinn Sigurgeirsson Meðalskor var 165 Sigurvegararnir eru kornung- ir piltar. Eru þeir aðeins 15 ára gamlir og er árangur þeirra mjög skemmtilegur. Sama fyrirkomulag verður á spilakvöldum félagsins út maí- mánuð. Tvímenningur samhliða sveitakeppninni og fjórða hluta spilagjalda varið til verðlauna. Næst verður spilað í Domus Medica í kvöld, 26. apríl. 194 183 177 171 170 Brldge eftir ARNOR RAGNARSSON Bridgedeild Breiðfirðinga- félagsins 20 pör mættu til leiks í síðustu keppni vetrarins hjá okkur og er spilað í tveimur 10 para riðlum. Alls verður spilað í fjögur kvöld og eftir fyrsta kvöldið eru Magnús Oddsson og Magnús Halldórsson í efsta sæti, en sem kunnugt er stóðu þeir sig mjög vel í úrslitakeppni Islandsmóts- ins sem fram fór um síðustu helgi. Staða efstu para: Magnús — Magnús 150 Guðlaugur — Öskar 138 Gísli — Þórarinn 127 Anton — Sverrir 122 Margrét — Júliana 120 Ingibjörg — Sigvaldi 116 Ása — Sigríður 115 Steinunn — Þorgerður 112 Á morgun, fimmtudag, verður gert hlé á tvímenningnum og spiluð sveitakeppni gegn Bridge- félagi kvenna en það er árlegur viðburður í starfi félagsins. 28. maí n.k. er væntanlegur þrjátíu manna hópur frá Nýja bridgefélaginu í Færeyjum. Munu þeir dvelja hér í viku og búa hjá félögum innan bridge- deildarinnar. Færeyingunum mun m.a. verða boðið í skemmti- ferð upp í Borgarfjörð svo eitthvað sé nefnt. Breiðfirðingar hafa tvívegis farið til Færeyja og hafa sömu sögú að segja um móttökur Færeyinga og aðrir sem þangað fara. Þær eru frábærar og þeim verður seint gleymt. GARÐYRKJUAHOLD SKÓFLUR ALLSKONAR RISTUSPAOAR KANTSKERAR GARDHRÍFUR GREINAKLIPPUR GRASAKLIPPUR HEYHRÍFUR GIRÐINGAVÍR, GALV. SLÉTTUR GARÐKÖNNUR Járnkarlar Jarðhakar Sleggjur SLÓNGUKLEMMUR nota hinir vandlátu. Stnröir Irá V«“—12“. Einnig ryötríar GARÐSLÖNGUR VATNSÚÐARAR SLÖNGUKRANAR SLÖNGUTENGI VÆNGJADÆLUR Tjöruhampur VIÐARKOL FERNISOLÍA Karbólín Viðarolíur Tjörur Fúavarnarefni RYÐEYÐIR — ryðvörn MÚRARAVERKFÆRI MURSKEIÐAR MÚRBRETTI MURHAMRAR MÚRFILT STALSTEINAR Olíuofnar með rafkveikju Björgunarvesti Árar — Árakefar Bátadælur Vélavistur Hvítur — mislitur Handfæravindur HANDFÆRAÖNGLAR NÆLONLÍNUR HANDFÆRASÖKKUR HAKARLAONGLAR SKÖTULÓÐAÖNGLAR GRÁSLEPPUNET SILUNGANET NETAFL0T Ananaustum Simi 28855

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.