Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1978
Hef alltaf
haft áhuga á
félagsmálum
Aðaláhugamál mitt er og heíur verið, allt írá því er ég tók að nema
múrverk, almenn félagsmál," sagði Hilmar Guðlaugsson, múrari
og 11. maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksink við
borgarstjórnarkosningarnar, sem fram fara á sunnudaginn.
Hilmar er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og býr nú á
/ / Háaleitisbraut ásamt konu sinni, Jónu Steinsdóttur. Þau eiga
þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku, og barnabörnin eru þegar orðin fjögur.
Eg er fæddur og upp-
alinn í Reykjavík,"
sagði Hilmar. „Fað-
ir minn, Guðlaugur
Þorsteinsson, var
/ / sjómaður, sem
starfaði í áratugi á togurum héðan frá
Reykjavík og síðar fisksali og var
hann jafnframt fæddur hér og uppal-
inn. — Móðir mín, Guðrún Jónsdóttir,
er hins vegar ættuð austan úr
Hreppum, en faðir hennar var Jón
Eiríksson múrarameistari, sem hafði
umsvifamikinn atvinnurekstur hér í
höfuðborginni á sinni tíð. Vann hann
m.a. við byggingu Korpúlfsstaða og
vann mikið fyrir 'Thor Jensen. Múr-
verk lærði ég hjá honum.“
„Hvers vegna lagðir þú múraraiðn
fyrir þig?“
„Eins og ég sagði, þá lærði ég
múrverkið hjá afa, sem ég dáði mjög.
Sem unglingur hafði ég unnið öll
sumur hjá honum í byggingavinnu og
kynntist þá vel því starfi og bygginga-
framkvæmdum í borginni yfirleitt. I
framhaldi af því ákvað ég að læra
múrverk. Þessi tími, sem ég vann hjá
gamla manninum, tel ég að hafi verið
mér mjög lærdómsríkur. Afi var
ákaflega nákvæmur í öllu og ekki sízt
í því að merin kæmu stundvíslega til
vinnu. Þá var vaninn að vinna hæfist
hvern morgun klukkan 07,20 og ekki
svo sjaldan stóð hann á tröppunum,
þar sem við vorum að vinna með
klukkuna og fylgdist með stundvísi
manna. Afi kenndi mér stundvísi og
síðar, þegar ég fór að fást við
félagsmál, skildi ég bezt hvað stund-
vísi er mikil dyggð. Sá maður, sem
boðaður er á fund með öðrum og
kemur of seint — er í raun að sóa
dýrmætum tima annarra. Því hefi ég
ávallt reynt að vera stundvís við öll
þau störf, sem ég hefi tekið mér fyrir
hendur."
„Nú, en svo hefjast afskipti þín af
félagsmálum?"
„Já, frá því ég lauk við iðnskólann
1953 og tók sveinspróf í múrverki hef
ég fengist við félagsmál meira eða
minna. Ahugi minn vaknaði snemma,
einkum á félags- og kjaramálum
stéttar minnar, og eins og jafnan er
um háværa félagsmenn, leið ekki
langur tími þar til ég var kjörinn í
stjórn og trúnaðarmannaráð Múrara-
félags Reykjavíkur. Ég var kjörinn í
trúnaðarmannaráð 1956 og varð síðar
gjaldkeri, varaformaður og loks for-
maður félagsins, en því starfi gegndi
ég í 6 ár eða til ársins 1971, er ég
hætti. Þá fór ég að vinna að stofnun
landssambands múrara. Ég áleit þáð
mikið hagsmunamál múrarastéttar-
innar, að unnt yrði að sameina alla
múrara landsins í landssambandi.
Okkur tókst að stofna Múrarasam-
band Islands 1973 og varð ég fyrsti
formaður þess í tvö kjörtímabil eða til
ársins 1977.“
Hilmar Guðlaugsson
ásamt konu sinni Jónu
Steinsdóttur og barna-
börnunum fjórum. Frá
vinstrii Hilmar Magnús,
Kristín, Jóna Hildur og
Magnús. — Ljósm.i
Ól.K.M.
- segir Hilmar
Guðlaugsson,
11. maður á lista
Sjálfstæðisflokks
við borgarstjórnar-
kosningarnar
„Eg var aldrei launaður starfsmað-
ur Múrarafélagsins þau ár, sem ég var
formaður þess. Slíkt tíðkaðist ekki þá.
Það var því oft og tíðum mjög erfitt
að skila fullum vinnudegi sem múrari
og gegna formennskustörfum í félag-
inu um leið. I dag er formaður í
stéttarfélagi sem Múrarafélaginu á
launum og vinnur fullt starf fyrir
félagið. Það er ekki hægt að reka
kjarabaráttu einnar stéttar með öðru
móti.
En þetta var því erfiður tími. Ég
þurfti oft að hlaupa frá hálfunnu verki
á samningafund eða til að sinna
einhverjum erindum félagsins. Og
múrverk er ekki auðveldasta starf í
heimi að hlaupa frá. Því kom ég oft
að hörðnuðum veggjum. Þá má ekki
gleyma því, að ég vann með góðum
mönnum, sem liðu mér hlaupin og
hlupu undir bagga, og luku við
hálfunna veggi. Sem betur fer er
skilningur manna nú orðinn sá að
félagsstörf vinna menn ekki í hjáverk-
um. Formennska í verkalýðsfélagi er
fullkomið starf.“
„En hvers vegna hættirðu að
múra?“
„Það var nú af illri nauðsyn.
Múrverk er erfið iðngrein, sem sést
bezt á því, að naumast engin fjölgun
hefur orðið í stéttinni undanfarna
áratugi. Margur múrarinn þarf að
hætta störfum á miðjum aldri vegna
þess að hann þolir ekki starfið. Svo var
um mig. Ég fékk í bakið, og var þar
af leiðandi oft mikið frá vinnu, en
bakveiki er einn algengasti atvinnu-
sjúkdómur múrara. Þurfti ég þá að
fara að leita mér að annarri vinnu og
varð þá svo lánsamur að mér var trúað
fyrir framkvæmdastjórn Verkalýðs-
málaráðs Sjálfstæðisflokksins. Hef ég
starfað þar síðan. Ég hætti þá um
svipað leyti formennsku í Múrarafé-
laginu, þar sem mér fannst ekki
tilhlýðilegt að gegna þar áfram
formennsku og vera hættur störfum
sem múrari. Ég tók mér þó fyrir
hendur að koma á laggirnar Múrara-
sambandi íslands eins og ég sagði
áðan.
Ja, — ef ég ætti þess kost að velja
mér lífsstarf aftur? — Þá held ég að
ég verði að svara því til, að ég hefi
aldrei séð eftir að hafa valið mér þetta
lífsstarf. Ég hef haft mikla ánægju af
því að vinna fyrir stéttarfélag mitt,
þótt það hafi kannski á stundum verið
erfitt fjárhagslega. En við þessi störf
hef ég kynnst fjölmörgu fólki, sem
ánægjulegt hefur verið að eiga sam-
skipti við. Þetta hefur svo haldið
áfram í þvi starfi, sem ég nú gegni.“
„Þú hefur jafnframt verið varaborg-
arfulltrúi í Reykjavík."
„Já, ég hefi lengi haft áhuga á
borgarmálefnum. Eg var fyrst í
framboði 1966 fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn og síðan allar götur frá því. Frá
1970 hef ég verið varaborgarfulltrúi og
hef starfað í borgarstjórnarflokki
Sjálfstæðisflokksins, og átt sæti í
ýmsum nefndum borgarinnar þ.á m.
bygginganefnd Reykjavíkurborgar, en
í verkahring hennar er að fara yfir
allar teikningar að mannvirkjum, sem
reisa á í borginni. Þessi nefndarstörf
eru á margan hátt bæði fróðleg og
skemmtileg, enda hef ég haft sérstak-
an áhuga á öllu, sem snýr að
húsnæðis- og skipulagsmálum.“
„En hvernig stendur á því að þú, svo
mikill verkalýðssinni, velur Sjálfstæð-
isflokkinn sem pólitískan vettvang?"
„Af hverju ekki?“ spurði Hilmar á
móti. „Strax og ég fór að hafa áhuga
á stjórnmálum og kynnast stefnumál-
um flokkanna, þá rak ég mig á það, að
t.d. stefna kommúnista var andstæð
skoðunum mínum í grundvallaratrið-
um og gerði ég mér fljótlega ljóst að
stefna Sjálfstæðisflokksins átti bezt
við mig. Stefna flokksins fór næst
mínum skoðunum í landsmálum al-
mennt og utanríkismálum. Ég aðhyllt-
ist flokkinn ekki sízt fyrir þá stefnu
hans að einstaklingurinn skuli hafður
í fyrirrúmi.
Eár hef ferðazt nokkuð um dagana,
bæði í einkaerindum og þann tíma,
sem ég átti sæti í miðstjórn Alþýðu-
sambands íslands 1968—1972. Þá fór
ég m.a. austur fyrir járntjald sem
kallað er og kynntist nokkuð þjóð-
skipulagi því, sem þar ríkir. Ég er ekki
í nokkrum vafa um hvort þjóðskipu-
lagið, ég myndi velja. Sjálfstæðis-
flokkurinn er tvímælalaust flokkur
allra stétta, og það er mikill, en því
miður útbreiddur misskilningur, að
ætla að Sjálfstæðisflokkurinn og
stefna hans nái aðeins til ákveðinna
stétta þjóðfélagsins. Stefna Sjálfstæð-
isflokksins lýsir sér m.a. í því, að
ávallt skuli sitja í öndvegi: mannhelgi,
frjálshyggja, valddreifing, einstakl-
ingsfrelsi og virðing fyrir eignarétti."
„Hvað gerir þú í tómstundum
þínum?"
„Það hefur nú ekki verið mikill tími
til tómstundaiðkana yfirleitt. Ég hef
frá unglingsárunum hrærzt í félags-
málum og segja má að það hafi bæði
veriö starf mitt og áhugamál. En ég
eins og aðrir á mínar frístundir.
Fjölskylda mín á sumarbústað austur
í sveit og þar erum við öllum stundum.
Það hefur reynzt eina leiðin til þess að
komast úr skarkalanum og streitunni
hér í Reykjavík og þar eyðum við
helgunum.
Okkur finnst mikil afþreying í að
dveljast í sumarbústaðnum. Þar er
sundastaða og aðstaða til þess að leika
golf. Þegar ég var formaður Múrarafé-
lagsins var farið að færast í vöxt *að
æskulýðsfélög keyptu land undir
orlofshús fyrir meðlimi sína. Við
leituðum víða að sumarbústaðalandi,
sem hentugt gæti orðið fyrir félags-
menn. Árið 1968 keyptum við svo hluta
af jörðinni Öndverðarnes í Grímsnesi,
450 hektara lands, sem í dag er
paradís á jörð. I landareigninni er
heitt vatn, sem við höfum nýtt og
byggt sundlaug og 9 holu golfvöll. Þar
hefur félagið úthlutað félögum sínum
landskika, V2 hektara, í kjarrivöxnu
umhverfi, þar sem hver og einn getur
byggt sinn eigin sumarbústað, auk
þess sem félagið hefur og mun í
framtíðinni reisa orlofshús, þar sem
þeir félarsmenn, sem þess óska, geta
dvalizt eina viku í senn. Þarna rennur
Hvítá, sem félagið hefur aðgang að til
laxveiða. Þar hefur stundum verið
leigð út netaveiði, en ennfremur er þar
stangaveiði fyrir félagsmenn. Það er
mikil nautn að vera á þessum stað og
maður verður eins og nýr maður eftir
helgardvöl þar eystra," sagði Hilmar
Guðlaugsson að lokum.