Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 v
41
Guðmundur Egilsson:
Guðsþjónusta á táknmáli
í Garðakirkju á Álftanesi
skrifað til áréttingar ummælum á
fundi í samstarfsnefnd iðnaðar-
ráðuneytisins og Náttúruverndar-
ráðs 3. mars 1975. Var þessi
fundur fyrsta tækifærið, sem
Orkustofnun gafst til að láta í ljós
áhyggjur sínar um framkvæmda-
áform Kröflunefndar, en túrbín-
urnar voru pantaðar 7. febrúar?
Það eitt veit ég, að ég var á þessum
fundi og um þetta leyti nýbúinn að
frétta um túrbínukaupin. Hellti ég
úr skálum reiði minnar yfir
jafnhróplega heimskum vinnu-
brögðum að gana út í framkvæmd-
ir, þegar vitneskjan um jarðhita-
svæðið var allsendis ófullnægj-
andi. Orkumálastjóri tók í sama
streng og ég, en dró nokkuð úr
minni hörðu gagnrýni að mér
fannst. Svo var marsbréfið skrif-
að. Getur það verið, að einhverjir
Orkustofnunarmenn hafi vitað af
undirbúningi Kröflunefndar og
framkvæmdaáformum og ekki
komið á framfæri nauðsynlegum
upplýsingum um það, hvernig
undirbúa skuli háhitasvæði til
virkjunar, kannski gefið í skyn, að
ekkert væri því til fyrirstöðu að
leggja í framkvæmdir á grundvelli
þeirra niðurstaðna, sem fyrir lág
um jarðhitasvæðið á þessum tíma.
Ef svo er, þarf það að upplýsast.
Hverjir kunnu
ekki til verka?
Sú skoðun hefur skýrlega komið
í ljós hjá einum Kröflunefnefndar-
manna, Ingvari Gíslasyni, að
mistökin við Kröflu séu Orku-
stofnun að kenna. Hún hafi ekki
kunnað til verka. Bortæknikunn-
áttunni er áfátt. Nú er þess að
gæta, að þessi ágæti maður hefur
ekki til að bera þá faglegu
kunnáttu, sem gerir honum kleyft
að dæma sjálfur um kunnáttu
Orkustofnunar í þessum efnum.
Hans vitneskja hlýtur að vera
ættuð annars staðar frá. Það er
ekki rétt, að „gufuskortur“ orsak-
ist af bortæknilegum vandamál-
um. Þar er fyrst og fremst „um
að kenna" fremur lélegri vatns-
leiðni jarðlaganna og útfellingum
úr jarðhitavatninu, sem stífla
borholurnar. Útfellingarnar eru
líklega alvarlegasta vandamálið
við gufuöflunina. Ég fullyrði það,
að orsök ófaranna við Kröflu
stafar af því, að Kröflunefnd
kunni ekki til verka. Þegar þess er
gætt, að ráðgjöf um virkjunar-
framkvæmdir hlýtur að fela í sér
mat á því, hvort forsendur fyrir
ákvörðun séu fullnægjandi verður
einnig að segjast í því ljósi, að
ráðgjafaverkfræðingar Kröflu-
nefndar hafi ekki heldur kunnað
til verka. Ég get skilið, að ráðgjöf
sé heilsteypt, ef hún tekur t.d. til
uppsteypingar á húsi með meiru,
en lætur sig ekki varða, hvort
steypt sé á sandi eða bjargi.
Skilningur á því hvernig haga
skuli verkum við virkjun jarðhita
er ekki bundinn við einhverja
fagkunnáttu í raunvísindum eða
verkfræði. Því getur nánast hver
sem er tileinkað sér þá kunnáttu.
Til eru ýmsar prentaðar heimildir
um þessi mál. Held ég, að Kröflu-
nefnd hefði farnast betur, ef hún
hefði kynnt sér þessar heimildir og
lagt meiri áherslu á vandvirkni og
minni á framkvæmdagleði en
reynslan sýnir.
Verkfræðingar
og jarðvísindamenn
Ef til vill hefur það ekki komið
algjörlega í ljós á opinberum
vettvangi, að hópar verkfræðinga
og jarðvísindamanna hafa oft deilt
sín á milli um vinnubrögð við
Kröfluvirkjun. I þessu sambandi
væri þó líklega réttara að tala um
rannsóknarmenn og framkvæmd-
armenn. Þessir tveir hópar skiljast
fyrst og fremst að á því, að
hlutverk rannsóknarmanna við
nýtingu jarðhita er að afla upplýs-
inga til að undirbyggja þær
forsendur, sem hönnun og ákvörð-
un um virkjun byggir m.a. annars
á. Framkvæmdarmennirnir hafa
síðan það hlutverk 'að annast
hönnun og athugun á fjárhagslegri
hlið fyrirtækisins, og eru að
sjálfsögðu í lausu lofti, byggi þeir
ekki á þekktum forsendum. Nú er
það svo, að frumáætlanir eru oft
gerðar, þar sem „giskað" er á
ýmsar forsendur með það fyrir
augum að fá „á tilfinninguna",
ætti maður að segja, hagkvæmni
þess að reisa eitthvert mannvirki.
Jákvæð niðurstaða slíkrar frum-
áætlunar gefur tilefni til þess eins
að Ieggja út í frekari vinnu og
kostnað til að afla raunhæfra
forsendna. Frumáætlanir af þessu
tagi voru gerðar vegna hugsan-
legrar virkjunar jarðgufu við
Námafjall eða Kröflu. Það er hér,
sem sorgarsagan hefst við svo
marga mannvirkjagerðina á ís-
landi, Kröfluvirkjun þar með talin.
Það. er ekki fyrr búið að giska á
einhverja forsenduna í frumáætl-
un, en sú ágiskun er meðhöndluð
sem staðreynd af framkvæmdar-
mönnum. Þá er næsta stigið
hönnun. Miðað við þessi vinnu-
brögð eru rannsóknir og rannsókn-
armenn óþarfir. Það þarf ekki að
afla upplýsinga með rannsóknum.
Það má bara giska á hlutina.
Ábyrgð
ráðgjafa
Þegar slíkar ágiskanir eru vafð-
ar inn í viðamiklar skýrslur, sem
innihalda áætlun um hagkvæmni
eru stjórnunarmenn vissulega oft
narraðir út í ákvarðanatökur um
framkvæmdir, sem ekki eru nægi-
lega grundvallaðar. Þegar svona á
sér stað, er naumast hægt að
sakfella stjórnmálamenn, heldur
Framhald á bls. 62.
Það er sannarlega fátítt að sjá
guðsþjónustu túlkaða á táknmál.
Sunnudaginn 30. apríl á almenn-
um bænadegi kirkjunnar efndi
séra Bragi Friðriksson, sóknar-
prestur í Garðahreppi til messu
fyrir heyrnarlausa og sóknarbörn
sín, þar sem einnig voru skírðir
tveir ungir Islendingar.
Fyrir atbeina Hallgríms
Sæmundssonar, yfirkennara, sem
er einn af stjórnarmönnum
Foreldra- og styrktarfélags
heyrnardaufra, voru fengnir tveir
félagar úr Félagi heyrnarlausra
sem túlkuðu. Ungur starfsmaður
kirkjunnar mælti falleg orð til
kirkjugesta og bauð sérstaklega
velkomna alla heyrnleysingja og
skólastjóra Heyrnleysingjaskól-
ans.
Forspil annaðist Þorvaldur
Björnsson og var það áhrifamikið.
Hallgrímur Sæmundsson flutti
bæn, sem Sigríður Skjaldberg
túlkaði á táknmál til heyrn-
leysingja sem voru í kirkjunni.
Bæði fluttu þau mál sitt af blöðum
og fylgdi táknmálið hinu talaða
orði nokkuð vel. Kór kirkjunnar
söng nokkra sálma. Berglind
Stefánsdóttir túlkaði orð séra
Braga. Ekki var þó öll stólræða
prests túlkuð, en meginmál hennar
var túlkað til heyrnleysingja. Ekki
verður annað sagt en þessi fyrsta
tilraun lofi góöu um framhald. í
þessu tilfelli sem við sáum var
hlutverk túlka að túlka fyrir
áhorfendur, færa talmál yfir í
sýnilegt mál. Þó hefðu túlkar mátt
nota smæstu táknin meira, til að
tengja táknmálið í samfelldar
setningar og hefði það skapað
meira, samhengi, það hefði verið
fallegra. Að öðru leyti var þetta
skilmerkilega sett fram.
Skólakór Garðabæjar söng
nokkra sálma, þar á meðal negra-
sálma. Alltof sjaldan fær maður
að heyra í vel æfðum barnakór og
var þetta eitt það áhrifamesta í
athöfninni fyrir heyrendur og
mættu kirkjunnar menn vafalaust
hafa það til athugunar þegar
kirkjusókn gesta er í lágmarki.
Stjórnandi kórsins er Guðfinna
Dóra Ólafsdóttir.
Ekki þurfti þarna að kvarta um
slæma kirkjusókn, en Garðakirkja
var þéttsetin og öllu tjaldað, sem
til var af aukastólum og margir
urðu að standa meðan á messu
stóð.
Bænagjörð var flutt. „Ó, faðir
gjör mig lítið ljós" sungið og flutt
á táknmáli af börnum Heyrna-
leysingjaskólans undir stjórn
Guðlaugar Snorradóttur og var
það fríður hópur ungmenna sem
fyllti kórgólfið og var það einn af
hápunktum stemningar og áhrifa-
mikil sjón. Almenn bænagjörð
flutt af fjórum þátttakendum og
presti var einnig túlkuð á táknmál.
í tilefni þessa viðburðar þykir
vel hæfa að fara nokkrum orðum
um táknmálið. Tjáning flestra
manna er rígbundin við orðið og
tugir ára eru síðan lestrar- og
skriftargerð var skylda í uppeldi
hvers íslendings. En ritmál og
talmál er aðeins eitt af tjáningar-
formum mannsins (sem notað er
til að flytja þekkingu frá manni til
manns), t.d. eiga heyrnleysingjar
sitt mál sem er táknmálið og við
sáum og fundum áhrif þess og
mátt í Garðakirkju. Hefur það
stundum verið kallað móðurmál
heyrnleysingjans. Málið nota þeir
innbyrðis þegar þeir tala saman.
Ekki hefur hinum lærðustu mönn-
um, sem fengist hafa við kennslu
heyrnarlausra alltaf komið saman
um, hvað væri best til árangurs í
kennslu heyrnarlausra, og hefur
það verið skoðun sumra manna, að
ef táknmálið væri kennt í auknum
mæli truflaði það talkennslu og
málþroska nemenda. Nú á seinni
árum hefur „total kommunika-
sjon“ eða alhliða tjáning verið
tekin upp í mörgum skólum
erlendis og þykir gefast vel, þar
sem það eykur orðaforða og
málskilning. En af hverju er
táknmál og fingramál notað þegar
túlkað er? Táknmálið hefuryfir-
burði, það sést langt að og er eina
tjáningarformið sem kemur til
greina þegar túka þarf á ráðstefn-
um, í kirkjum eða félagsfundum.
Ef flytjandinn er heyrandi maður
notar hann samtímis tal og tákn,
sem hann tengir fingramáli, það er
að segja hann talar um leið og
hann táknar. Geta þeir sem heyra
þá notið um leið. Gildir þetta
þegar tilheyrendur eru bæði heyr-
andi og heyrnarlausir. Þetta krefst
mikillar einbeitningar túlks og er
skemmst að minnst komu danska
heyrnleysingjaráðgjafans Agnete
Mundeso í Norræna húsið eða
finnska prestsins Eino Savisaari
sem fiutti guðsþjónustu á tákn-
máli í Grensásskirkju og var öllum
sem þar voru ógleymanleg. Séra
Þorsteinn Stefánsson
Það getur kostað mikið lýðræðið
þegar það fer yfir skynsamleg
takmörk. Eru það ekki fleirum en
mér sem finnst það jaðra við
landráð að leita aðstoðar erlendra
aðila í baráttu gegn velferðarmál-
um þjóðarinnar. Eða hvað er
okkur meiri nauðsyn en að snúið
sér af braut skuldasöfnunar,
Eino Savisaari er bróðir Runo
Savisaari, en hann köm til íslands
1973 og hvatti til að Ísland gerðist
aðili að Doves Nordiske Rád, sem
er eins og nafnið bendir til,
Norðurlandaráð heyrnleysingja.
íslenskir heyrnleysingjar gerðust
aðilar að ráðinu 1974. Bræður
þessir eru börn heyrnarlausra
foreldra og hafa unnið stórvirki í
allri félagsuppbyggingu heyrn-
leysingja í Finnlandi. Eino
Savisaari er heyrnleysingjaprest-
ur en Runo er vatnsaflsverkfræð-
ingur og er þekktur maður í sinni
starfsgrein víða um heim.
Ollum sem eitthvað þekkja til
þessara mála er ljóst að ekki
verður notast við eitt tjáningar-
form heldur allt sem hægt er til
að auka orðaforða og málþroska
heyrnleysingja. Ekkert má leggja
niður, allt verður að nota.
Fyrir tæpum þremur árum var
stofnuð samstarfsnefnd Félags
heyrnarlausra og Foreldra- og
styrktarfélags heyrnardaufra, sem
hafði það meðal annars á stefnu-
skrá sinni að gefa út Táknmálsbók
og safna saman öllum táknum,
sem teljast íslensk. Engu hafði þá
verið haldið til haga um þessi mál
og varð hér því ærið að starfa.
Bókin hefur litið dagsins ljós og
var Heyrnleysingjaskólanum af-
hent 20 eintök. Svo vel hefur
bókinni verið tekið að upplag
hennar er þrotið og er von á
endurútkomu bókarinnar eftir
nokkra daga. Höfum við orðið þess
vör að þeir sem samfara heyrnar-
leysi búa við aðra fötlun geta
notfært sér táknin í bókinni og er
það okkur gleðiefni.
Vonandi eiga bækur þessar eftir
að koma kennurum og nemendum
að gagni, ef tekið verður upp
fjölbrautarnám við Heyrnleys-
ingjaskólann.
Félag heyrnarlausra er fámenn-
ur félagsskapur, enda munu
heyrnarlausir vera um 2% af
þjóðinni eða rúmlega 200 manns.
Þetta er samstæður hópur, sem
stundum virðist vera Iítið samfél-
ag, sem lítið blandast heyrandi.
En svo vikið sé að athöfninni í
Garðakirkju ber Hallgrími
Sæmundssyni og séra Braga Frið-
rikssyni mikil þökk fyrir lofsvert
framtak svo og öllum sem þar
stóðu að málum.
Guðmundur Egilsson.
falskri kaupgetu og hallarekstri
þjóðarbúsins.
Guðmundur J, Guðmundsson
hefur sagt frá því að leitað hafi
verið til erlendra aðila að setja
afgreiðslubann á íslenzk skip í
erlendum höfnum. Þetta mun þó
hafa runnið út í sandinn, en
innrætið segir til sín, og orðin eru
til alls fyrst.
Það i er vel ef rétt er að
láglaunafólki í Alþýðusambandinu
sé að skiljast það, að kauphækkan-
ir, sem ekkert fjármagn stendur á
bakvið, renna jafnharðan út í
verðbólguna og eru því engin
kjarabót. En þetta kemur nú brátt
í ljós við tvennar kosningar, sem
brátt eiga fram að fara. Mér
virðist það fullreynt, að ekki er
hægt að semja við launþegasam-
tökin um hjöðnun verðbólgunnar,
meðan kommúnistar eru þar alls
ráðandi. Þar verður fleira til að
koma svo sem breytt vinnulöggjöf,
afnám verðlagsvísitölunnar, og
fyllri skilningur á skaðsemi
verðbólgunnar.
Ég get vel fallist á tillögu Gylfa
Þ. Gíslasonar um þjóðhagsvísitölu,
þar sem kauptaxtar eru miðaðir
við afkomu þjóðarbúsins. Svo er og
góður vinnufriður höfuðskilyrði
fyrir bættum þjóðarhag.
Gjört í Reykjavík í maí,
Þorsteinn Stefánsson.
Þorsteinn Stefánsson:
Enginn kann tveim-
nr herrum að þjóna
Við alþingiskosningar þær, sem
fram fara fjórða hvert ár eða
oftar, ef þing er rofið áður en
kjörtímabili er lokið, kemur fram
að kjörfylgi lýðræðisflokkanna er
eitthvað yfir 80%, en kommúnista
undir 20%. Maður skyldi því ætla
að lýðræðisflokkarnir væru alls
ráðandi um stjórn landsins. En
hér er ekki allt sem sýnist. Fjöldi
þess fólks, sem kýs lýðræðisflokk-
ana, er flokksbundið í stéttarfélög-
um launþegasamtakanna, en þar
hafa kommúnistar búið svo um sig
að heita má, að þeir séu þar alls
ráðandi og segja þar fyrir verkum.
Þeirra fyrirskipunum verða fé-
lagsmenn að hlýða hvort sem þeim
líkar betur eða verr. Afleiðingin er
svo sú að þetta fólk er liðsmenn
lýðræðisins þann litla tíma, sem
þeir eru í kjörklefanum. Allt þar
á milli eru þeir liðsmenn skemmd-
arverkanna í þjóðfélaginu, og á
móti stjórn þeirra flokka, sem það
hafði stutt við kjörborðið.
Með vinnulöggjöfinni er launa-
mönnum gefið það vald í þjóðfé-
laginu að þeir geta haldið ríkis-
stjórninni í spennitreyju aðgerða-
leysisins meðan launþegasam-
bandið teflir refskák um bjarg-
ræðisvegi þjóðarinnar. Verkfalls-
rétturinn hefur verið gerður að
fjórðu trúarsetningu þjóðarinnar,
eða jafnvel einu trúarjátningu
fjölda fólks.
Menn deila ekki svo um lítilfjör-
leg réttindi eða hagsmuni, svo ekki
sé tiltækur dómstóll eða mats-
nefnd til að leysa málið, ef annar
hvor aðili óskar þess. En þegar
deilt er um afkomu atvinnuveg-
anna, lífæðar þjóðfélags, þá eiga
hlutlausir fulltrúar réttvísinnar
þar ekkert atkvæði, og heldur ekki
ríkisstjórnin. I kaupdeilum er það
hnefarétturinn sem skal ráða.
Lengi hefur það viðgengist, að
haldið hefur verið uppi falskri"
kaupgetu með taprekstri atvinnu-
veganna og skuldasöfnunum er-
lendis og ríkisstyrkjum. Mest
hefur þó kveðið ?ð þessu nú á
líðandi áratug. Óðaverðbólgar
blómstrar nú ár frá ári, eins og
fífill í túni, og er nú svo komið að
íslendingar eru að verða vinnu-
þrælar erlends fjármagns, sem í
vaxandi mæli tekur væna sneið af
þjóðartekjunum í vaxtagreiðslur.
Ríkisskuldirnar eru á takmörkum
þess viðráðanlega, sem þýðir að
þar má engu við bæta.
Hvað verður svo um sjálfstæði
þjóðarinnar, ef þessu heldur fram?
Þeir eru ófáir milljarðarnir, eða
öllu heldur milljarðatugirnir, sem
þjóðin hefur tapað á verkföllum.