Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 12

Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 Lang stærsta ungpólitíska félagið á landinu er Heimdall- ur, samtök ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Formaður Heimdallar er Kjartan Gunnarsson, laganemi. Um- horfssíðan hitti Kjartan að máli fyrir skemmstu, og ræddi við hann um starfsemi Heim- dallar og uppbyggingu. Kjartan sagði okkur að félag- ar í Heimdalli væru nú um það bil 3500 talsins, fólk á aldrinum 20-35 ára. Sagði hann þetta vera fólk alls staðar að , ef svo mætti að orði komst, fram- haldsskólanemar, iðnnemar, fólk úr öllum atvinnugreinum, einhleypt fólk og fjölskyldufólk. — í hverju er starfhemi Ileimdallar aðallega fólgin? „Starfsemin er fólgin í hvers konar stjórnmálastarfi, funda- höldum, útgáfustarfsemi og fleira í þeim dúr. En þrátt fyrir að Heimdallur sé pólitískt félag, þá er starf- semin alls ekki einskorðuð við stjórnmálastarfsemina eina, heldur er starfseminni beint að öllum áhugamálum ungs fólks, þannig að félagslegi þátturinn er ekki síður snar þáttur í starfseminni en sá pólitíski." — Getur þú nefnt okkur dæmi um slíka starfsemi sem verið hefur í vetur. og ekki er beint pólitísk? „Já, við höfum til dæmis haft svonefnd „opin hús“, þar sem fólk getur komið saman í húsakynnum félagsins, hitst og rabhað saman, við gengumst fyrir fjöltefli, þar sem heims- meistari unglinga, Jón L. Árna- son tefldi við Heimdallarfélaga og fleira mætti nefna. Á undanförnum árum hefur Heimdallur svo einnig gengist fyrir ferðalögum, tónlistar- kvöldum, og margs konar félagsstarfsemi sem of langt yrði upp að telja." — Hvernig er búið að starf seminni? — Hvers konar að- stöðu hefur Ileimdallur í Sjálfstæðishúsinu? „Heimdallur hefur þar í fyrsta lagi ágætt skrifstofuher- bergi, og svo aðgang að fundar- herbergjum og fundarsölum hússins eins og önnur félög. Þá má geta þess, að hús- stjórn Valhallar hefur sam- þykkt að kjallari Valhallar verði innréttaður í eins konar „félagsheimilisstíl", þar sem fyrst og fremst verður miðað við þarfir Heimdallar, þó vitan- lega muni önnur félög hafa aðgang þar að eins og áður. Er vonast til að þetta félagsheimili Heimdallar verði komið í gagn- „Sjálf- stæðis- flokknr- • ö F • uuifai lireinan • • meiri- hlntaá Alþingi” Rætt við Kjartan Gunnarsson for- mann Heimdallar „Sjálfstæðisflokkurinn er. og hefur verið flokka fúsast- ur til að gefa ungu fólki tækifæri.“ Ljósm. RAX. ið næsta vetur, og þá verður öll aðstaða orðin mun betri." — þú minntist á útgáfustarf- semi hér að framan. í hverju er hún fólgin? — Oft heyrist kvartað yfir því að erfitt sé fyrir frjálslynt fólk að fá lestrarefni um stjórnmál, öf- ugt við til dæmis ýmis rit sem út eru gefin um vinstri stefnur ýmis konar. „Já, það er alveg rétt, að alltof lítið er til af slíkum ritum á íslensku. Tímaritið Stefnir er nánast eina ritið sem hefur frjálslynd lífsviðhorf að leiðarljósi, og æskilegt væri að fjölga slíkum ritum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þó gefið út ýmis rit, einkum er vert að minnast á smáritaút- gáfu Sambands ungra sjálf- stæðismanna, en af ritum í þeim flokki má til dæmis nefna rit umathafnafrelsi og cinkarekstur eftir Friðrik Sophusson, rit um valddrcifinguog eflingu frjálshyggju eftir Jónas Har- alz, rit um utanrikismál eftir Jón Magnússon, „Ihaldsstefnan" eftir Jón Þor- láksson, ræður Solzhenitzyns, rit um kjördæmamál og kosn- ingaréttarmálefni eftir Jón Steinar Gunnlaugsson og fleiri rit. Þannig að talsvert hefur verið gefið út, en vissulega má gera betur. Einnig má svo minna á það að Heimdallur gefur út blaðið Gjallarhorn, og hefur það komið út tvisvar það sem af er þessu starfsári." — Hvernig er starfsemi Hcimdallar fjármögnuð? „Tekjur félagsins eru fyrst og fremst árgjöld, en þau eru nú eitt þúsund krónur á hvern félaga. Þá gefum við einnig út viðskiptablöð með auglýsing- um, sem dreift er í hús, en aðrar tekjur höfum við ekki. Enda er það svo að fjárskortur háir mjög allri starfsemi okkar, og mun meira væri unnt að gera ef nægilegt fjármagn væri fyrir hendi.“ — Því er oft haldið fram að pólitískur áhugi sé hér ákaf- lcga litill. og er í þvi' sambandi bent á lélega fundasókn hjá flestum flokkum. Hver er þín skoðun á því? „Nauðsynlegt er að breyta fyrirkomulagi funda, og ljóst er til dæmis, að fundir þar. sem ræðumaður kemur og „messar“ yfir fundarmönnum hafa misst gildi sitt, — að minnsta kosti sem baráttuaðferð í stjórnmál- um. Það getur þó oltið bæði á ræðumanni og umræðuefni hvernig til tekst. timHORF Umsjón. TRYGGVI GUNNARSSON OG ANDERS HANSEN. En það er mín- skoðun, að æskilegri séu fundir þar sem gerðar eru meiri kröfur til fundarmanna, og þar sem þeir verði virkari í sjálfum fundin- um. Ástæður þess að fólk er hætt að koma á fundi er sú, að það er ekki þátttakendur í fundinum, og svo má ekki gleyma því að samkeppnin um frítíma fólks er sífellt að harðna, og fólk hreinlega veigr- ar sér við að sitja á löngum fundum. Pólitískur áhugi þarf þó alls ekki að vera minni, og það er staðreynd, að ekki vantar áhug- ann þegar harðir pólitískir fundir eru annars vegar. Þann- ig komu til dæmis talsvert á 13. hundrað manns á kappræðu- fund Heimdallar og Æskulýðs- nefndar Alþýðubandalagsins í Sigtúni skömmu eftir áramót- in. Fámenni á flokksfundum, þar sem ætlunin er að koma einhverjum boðskap eða stefnu á framfæri, hefur þó orðið til þess að meira þarf að nota dagblöð, bæklinga og smærri fundi, til dæmis á vinnustöð- um.“ — Finnst þér að ungt fólk fái na-gileg tækifæri innan Sjálfstæðisfíokksins. Er ekki nein kergja í þeim sem eldri eru á að hleypa þeim yngri að? „Sjálfstæðisflokkurinn er, og hefur verið flokka fúsastur til að gefa ungu fólki tækifæri. Fjöldamargt ungt fólk hefur verið í trúnaðarstöðum fyrir flokkinn í sveitastjórnum og á þingi, og þegar framboðslistar flokksins í vor eru skoðaðir kemur í ljós að svo er enn. Þá hefur ungt fólk jafnan notið mikils trausts innan flokksins sjálfs, og benda má á að nú sitja þrír ungir sjálfstæð- ismenn í miðstjórn flokksins. Ungt fólk í Sjálfstæðis- flokknum getur því verið ánægt með sinn hlut, þó ég sé persónulega heldur mótfallinn því að draga fólk í dilka eftir aldri. Sjötugur maður getur vel verið yngri í anda en einhver sem er aðeins tvítugur, og það er mín skoðun að ekki eigi að treysta ungu fólki eingöngu vegna þess að það er ungt að árum. Hæfileikar og mannkost- ir eiga að ráða en ekki aldur eða kynferði." — En hvað með ýmis stefnu- mál ungra sjálfstaðismanna. hafa þau hlotið hljómgrunn meðal þeirra eldri? „Já, ekki verður annað sagt. Þau mál sem við höfum lagt áherslu á, til dæmis á lands- fundum eða flokksráðsfundum, hafa yfirleitt hlotið góðar undirtektir, og oft hefur fyrsta stefnumótun margra mála komið frá ungum sjálfstæðis- mönnum. Þar má til dæmis nefna prófkjörin, hugmyndir. um kjördæmaskipun og kosninga- löggjöf, valddreifingu í þjóðfé- laginu, baráttu fyrir samdrætti í ríkisumsvifunum, og fleira. Hvað það síðast nefnda varðar, þá hafa flestir sjálfstæðismenn fallist á þá skoðun okkar yngri mannanna, að ríkisvaldið á ekki að vasast í atvinnurekstri, og krafist er aukins athafna- frelsis einstaklinganna. Hugmyndirnar eru oft í upphafi yngra fólksins, en verða síðar að stefnu flokksins í heild.“ — Undirtektirnar eru sem sagt góðar, en hvað þá með framkvæmdina? — Eru þetta ckki oft innantóm loforð, orð án efnda? „Hafa verður það hugfast, að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki alltaf í aðstöðu til þess í þessu landi samsteypustjórna, að koma fram öllum sínum stefnu- málum. Því er gagnrýni á ríkisstjórnir þær sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur átt sæti í ekki alltaf reist á nægilega traustum rökum hjá sjálfstæð- ismönnum sjálfum. Menn vilja stundum gleyma því að við erum ekki einir við stjórnvöl- inn. En þar sem við höfum fengið tækifæri til að stjórna einir, án afskipta annarra, eins og til dæmis í Reykjavík, þar hafa orðið meiri framfarir í efna- hags- og menningarmálum en á nokkrum stöðum öðrum. Við hljótum því að setja markið hátt, og berjast fyrir því að fá meirihluta á Alþingi, til þess að geta í raun sýnt þjóðinni stefnu okkar. — Stefnu frjálslyndis og fram- fara, stefnu stéttasamvinnu í stað stéttásundrungar, þjóð- lega og víðsýna umbótastefnu sem leitar nýrra lausna og er ekki bundin á klafa kerfis- og kreddubundinnar hugsunar eins og sósíalisminn.“ - AH Fréttabréf úr Stykkishólmi: Bændur halda aðalfund, vertíðar- lok, sumarvertíð hótelsins hafin Aðalfundur Búnaðar- og rækt- unarsambands Snæfellinga var haldinn í Stykkishólmi laugardag- inn 6. maí s.l. Formaður sambandsins, Gunnar Guðbjartsson, stjórnaði fundi en mættir voru fulltrúar úr allri sýslunni ásamt starfsliði sam- bandsins. Mörg mál voru rædd á fundinum og ályktanir gerðar: 1. Að skora á landnám ríkisins að láta á þessu sumri ganga á landamerki jarða í Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu og merkja þau með tilliti til væntanlegrar myndkortagerð- ar. 2. Skorað var á fjármálaráðherra að beita sér fyrir því að landmælingar ríkisins fái nægj- anlegt fjármagn til að taka myndir úr lofti af öllu landinu samkværot áætlun á næstu 5 árum. Sérstök áhersla verði lögð á gerð myndkorta af Snæfellsnesi. Mikil nauðsyn er á að verk þetta verði fram- kvæmt og leysir það vanda margra stofnana sem vinna að opinberum framkvæmdum svo sem Skipulags ríkisins, Vega- gerðar, Orkustofnunar o.fl. 3. Þá lýsti fundurinn yfir stuðn- ingi sínum við framlagða áætl- un Búnaðarþings um nýja sam- ræmda stefnu í leiðbeiningar- þjónustu landbúnaðarins með tilliti til breyttra viðhorfa í framleiðslu og markaðsmálum. 4. Fundurinn ítrekar fyrri áskor- un sína til landbúnaðarráðherra um að hann beiti sér fyrir því að frumvarp til laga um vinnu- aðstoð í sveitum í veikinda- og slysatilfellum verði lagt fram á Alþingi og gert að lögum hið fyrsta. 5. Áð séð verði um að bændur fái fullt grundvallarverð fyrir framleiðslu sína á yfirstandandi verðlagsári. 6. Fundurinn lýsir yfir stuðningi við samþykkt Náttúruverndar- þings 1978 um verndun og skipulag Breiðafjarðareyja og telur fundurinn að eyjarnar yrðu best nýttar með hefð- bundnum búskap af heima- mönnum og eignarrétturinn sé þeirra. Niðurstöðutölur rekstrarreikn- ings Búnaðarsambandsins voru rúmar 12 millj. s.l. ár og Ræktun- arsambandsins rúmar 38 milljón- ir. Framkvæmdastjóri, Leifur Jó- hannesson, lagði fram á fundinum. starfsskýrslu fyrir árið 1977 og kom þar fram, að á vegum sambandanna störfuðu að meiru eða minna leyti 15 manns. Bú- stofnsaukning várð á árinu um 1300 ærgildi aðallega í sauðfé. Kúm fækkaði lítillega. Bygginga- framkvæmdir voru meiri en nokkru sinni áður. Á s.l. ári staðfesti landbúnaðar- ráðuneytið húsagerðarsamþykkt Búnaðarsambandsins. Var sam- kvæmt henni hafin starfsemi og ráðnir 5—6 menn til að vinna með flekamótum. Ólafur Guðmundsson frá Dröngum var ráðinn yfirsmið- ur og tókst að Ijúka þeim bygging- um sem lofað hafði verið en þær voru 8 talsins. Telur fram- kvæmdastj. að byggingarsam- þykktin og tilkoma byggingar- flokksins sé eitt af því besta sem Búnaðarsambandið hefir gert fyr- ir félagsmenn sína. Byggingar- flokkurinn hefir verið pantaður í 10 byggingar í sumar á vegum félagsmanna. Þá gaf Búnaðarsambandið út á árinu bókina Byggðir SnæfeOs- ness, sem er héraðssaga og hefir verið unnið að efni og útgáfunni undanfarin ár. Kom bókin út í desember og er vönduð að öllum frágangi. Er í henni mikill fróð- leikur um eldri tíma. Unnu margir að efni bókarinnar úr öllum hreppum sýslunnar. Þá eru í bókinni margar myndir af búend- um og býlum. Stjórn sambandsins skipa: Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, formaður, Hjörtur Gíslason, bóndi, Fossi, og Arnór Kristjánsson, bóndi að Eiði. Vetrarvertíð er lokið í Stykkis- hólmi þótt einhverjir bátar haldi áfram nokkra daga. Hjá fiskvinnslu Þórsness h.f., en þar lögðu 5 bátar upp, komu á land 1780 tonn. Frá áramótum til 15. mai eru aflabrögð þessara báta sem hér segir: Þórsnes II 595 lestir, Sif 322 lestir, Þórsnes I 313 lestir, þessir bátar voru bæði með línu fyrri hluta og net síðari hluta. M.b. Anna 266 lestir og m.b. Sigurður Sveinsson 251 lest en þeir voru síðari hlutann og aðeins á netum. Sumaráætlun áætlunarbifreið- anna sem ganga milli Reykjavíkur og Snæfellsness hófst fyrir hvíta- sunnu og er það með allra fyrsta móti. Farið verður frá Reykjavík alla daga nema sunnudaga. Farið kl. 9 að morgni nema laugardaga, þá farið kl. 1 e.h. Suður verður svo farið frá Stykkishólmi alla daga nema laugardaga kl. 6 síðdegis. Sumarvertíðin er hafin hjá hótelinu í Stykkishólmi. Nýr hótelstjóri er tekinn til starfa, Guðrún Þorsteinsdóttir, og nýtt fyrirkomulag hefir verið tekið upp. Tekið verður á móti hópum og einstaklingum og hefir hótelið yfir að ráða 25 herbergjum, svefnpoka- plássum og eins herbergjum úti í bæ. Öll þjónusta er þarna fyrsta öokks. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.