Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
55
Z-an bíður næsta þings;
SáttatUlagan kom
ekki til atkvæða
Lárus Gylfi Þ.
Jónsson, Gíslason.
Atta á mælendaskrá móðurmálsum
ræðu, er þinglausnir fóru fram
Á næstsíðasta og síðasta
degi Alþingis komu stafsetn-
ingarmál til umræðu.
Snemma á þinginu báru
allmargir þingmenn úr fjór-
um þingflokkum fram til-
lögu til þingsályktunar þess
efnis, að sætzt yrði í hinni
langvinnu Z-deilu með því að
rita Z eingöngu í stofni orða.
Lárus Jónsson (S) hafði fram-
sögu fyrir áliti meirihluta alls-
herjarnefndar, sem mælti með
samþykkt tillögunnar, með þeirri
breytingu, að Islenzkri málnefnd
yrði falið að semja reglugerð á
grundvelli þingsályktunarinnar.
Magnús T. Olafsson (SV) flutti
framsögu fyrir áliti minnihluta
nefndarinnar, en hann lagði til að
tillagan yrði afgreidd með rök-
studdri dagskrá.
M.T.Ó taldi að þeir, sem að
þingsályktunartillögunni stæðu,
væru ekki með flutningi hennar að
vinna að málamiðlun. Málatilbún-
ingur þeirra sýndi að slíkt vekti
ekki fyrir þeim. Orðrétt sagði
M.T.Ó.i „Það, sem þeir (þ.e.
flutningsmenn tillögunnar, aths.
Mbl.) vilja vinna með því að ónýta
allar stafsetningarreglur frá 1974,
hvort sem þeir eru þeim í sjálfu
sér samþykkir eða ekki, þá sýna
þeir, að þeir hyggjast vinna þarna
heiftarverk, svo að ég segi ekki
fólskuverk, til þess að ná sér niðri
á þeim, sem stóðu að setningu
stafsetningarreglnanna frá 1973.“
M.T.Ó. vitnaði sérstaklega í
umsögn nýstofnaðra Samtaka
móðurmálskennara, sem leggja
höfuðáherzlu á að ekki sé hrapað
að breytingum á núgildandi staf-
setningarreglum, sem séu að
festast í sessi. Ennfremur vitnaði
M.T.Ó í undirskriftir móðurmáls-
kennara á grunnskólastigi, sem
hann sagði að kennarar í 7. og 9.
bekk hefðu haft forgöngu um, en
þar segir m.a. að við margan
vanda sé að glíma í stafsetningar-
kennslu.
Gylfi Þ. Gíslason (A) taldi að
málatilbúnaður í þessu máli af
hálfu menntamálaráðuneytisins
væri blettur á ráðuneytinu, fyrst
og fremst á fyrrverandi mennta-
málaráðherra, en einnig á núver-
andi ráðherra. Saga málsins síðan
fyrrverandi menntamálaráðherra
breytti meira en 40 ára gömlum
stafsetningarreglum árið 1973
væri ennfremur dæmi um vald-
níðslu af hálfu beggja ráðherra
gagnvart Alþingi.
G.Þ.G. taldi málatilbúnaðinn
blett á ráðuneytinu vegna þess, að
þáverandi ráðherra (M.T.Ó.) hefði
skipað 5 manna endurskoðunar-
nefnd um stafsetningarmál og
hefði ekki verið um það vitað að
hún væri að störfum fyrr en hún
skilaði till. til þáv. menntamála-
ráðherra. Hann hefði síðan farið
að till. nefndarinnar án þess að
leita umsagnar nokkurs aðila,
hvorki íslenzkudeildar Háskólans
né Islenzkrar málnefndar, sem
starfar þó lögum samkvæmt.
G.Þ.G. nefndi síðan dæmi um þá
ringulreið, sem nú ríkir í stafsetn-
ingarmálum. Þingmaðurinn rök-
studdi því næst fullyrðingu sína
um að ráðherrar hefðu framið
valdníðslu gagnvart Alþingi og
minnti á, að 29. apríl 1974 hefði
Alþingi samþykkt skýlausa álykt-
un þess efnis, að nýju reglunum
skyldi hrundið og gamla skipanin
tekin upp aftur. En þáv. mennta-
málaráðherra hefði hundsað þessa
ályktun Alþingis. „Sá ráðherra,
sem neitar að haga stjórnarat-
höfnum sínum í samræmi við
ályktanir Alþingis á ekki lengur að
sitja í ráðherrastóli. Það er
mergurinn málsins," sagði G.Þ.G.
Þá minnti G.Þ.G. á, að núver-
andi menntamálaráðherra hefði á
árinu 1975 fengið í hendur skrif-
lega áskorun 33 þingmanna af 60
um að breyta reglunum frá 1974.
Það væri annað dæmið um vald-
níðsluna að þessi ráðherra hefði
hundsað þann þingmeirihluta.
Þriðja dæmið um valdníðsluna
væri frá árinu 1976. Þá hefði
frumvarp til laga um lögfestingu
gömlu stafsetningarreglnanna
verið til afgreiðslu á Alþingi og
neðri deild afgreitt lögin með 25
Magnós T. Sverrir
ólafsBon. Hermansson.
Hj&lmarsson.
atkvæðum gegn 14 og vitað að
fyrir frumvarpinu var meirihluti í
efri deild. Með bolabrögðum hefði
fyrrverandi og núverandi mennta-
málaráðherrum tekizt að koma í
veg fyrir afgreiðslu málsins í efri
deild á síðasta starfsdegi þeirrar
deildar.
G.Þ.G. endaði ræðu sína á því,
að hann kæmist ekki hjá því að
segja, að öll framganga fyrrver-
andi og núverandi menntamála-
ráðherra í þessu máli væri þeim
því miður vægast sagt ekki til
sóma og myndi verða lengi minnzt
í þingsögunni.
Sverrir Hermannsson (S) rakti
sögu málsins í stuttu máli og kvað
einsýnt, að nú tækist greinilegum
minnihluta á Alþingi að hindra að
þingviljinn kæmi i ljós. Hins vegar
kvaðst hann engu kviða um það, að
sigur ynnist í þessu máli. Islenzk
tunga hefði ævinlega sigur, hún
hefði sigrazt á dönskunni á sínum
tíma og hún myndi nú sigra
nýjabrumsmenn áður en langir
tímar liðu. Sv.H. spurði á hvað
þeir treystu, nýjabrumsmenn í
máli þessu. „Treysta þeir því,
hæstvirtur núverandi og fyrrver-
andi menntamálaráðherra, að um
ómunatíð muni sitja í embætti
menntamálaráðherra á íslandi
menn, sem eru handkurrur og
hankatrog embættismanna?"
Sv.H. taldi ekki líklegt að Sjálf-
stæðisflokkurinn myndi lengi enn
standa að myndun ríkisstjórnar á
Islandi án þess að hafa með
höndum hin mikilvægu mennta-
mál.
Sv.H. kvaðst hafa beitt sér fyrir
þessari málamiðlun af heilum hug
og tekið mjög nærri sér að teygja
sig svo langt sem raun bæri vitni
um. Hann kvað þeirri tilraun sinni
nú lokið a.m.k. í bili, og myndi
hann hverfa aftur að því að brjóta
þeirri reglu leið, sem gilti frá 1929
og menn höfðu búið sáttir við i
nærri hálfa öld.
Sv.H. lauk máli sínu með því aö
vekja athygli þingheims á því
stóralvarlega máli, sem það hlyti
að teljast að ekki næðist fram
meirihlutavilji hins háa Alþingis.
Síðasti ræðumaður var Vil-
hjálmur Hjálmarsson. mennta-
málaráðherra. Hann kvaðst vera
hissa á því að síðustu mínútur
þingsins skyldu vera notaðar til að
ræða þetta mál. Ráðherrann
kvaðst hafa aflað sér lögfræðilegr-
ar álitsgerðar vegna þessara
umræðna allra um stöðu Alþingis
og stöðu ráðuneytisins í máli
þessu. Las hann síðan upp langt
mál úr þeirri álitsgerð. í álitsgerð-
inni kemur fram að þingsályktanir
séu yfirlýsingar Alþingis, sem ekki
hafi lagagildi, enda ekki undirrit-
aðar af þjóðhöfðingja. Aðalinntak
álitsgerðarinnar var það, að fyrr-
verandi og núverandi mennta-
málaráðherrar hefðu ekki gerzt
brotlegir við lög með þýí að fara
ekki að meintum meirihlutavilja
Alþingis í málinu.
Að lokinni ræðu menntamála-
ráðherra var umræðunni slitið, en
þá voru enn átta þingmenn á
mælendaskrá.
Tillagan um sátt í Z-deilum kom
því ekki til atkvæða og ákvörðunar
Alþingis. Má því búast við að mál
þetta komi enn til kasta nýkjörins
þings, 100. löggjafarþings þjóðar-
innar, sem hún kýs um sólstöður
i sumar.
Sigurlaug Bjarnadóttir:
Læknisþjónusta
í strjálbýli
Á síðustu dögum þingsins voru
samþykkt ný lög um heilbrigðis-
þjónustu en lögin frá 1973 hafa
undanfarin 2—3 ár verið í endur-
skoðun hjá þar til skipaðri nefnd.
Sigurlaug Bjarnadóttir alþm. er
sæti átti í þessari endurskoðunar-
nefnd, hafði framsögu í neðri deild
fyrir nefndaráliti heilbrigðis— og
trygginganefndar. Vitnaði hún í
upphafi máls síns til ítarlegrar
framsögu heilbrigðis— og trygg-
ingaráðh. Matthíasar Bjarnas. er
frumvarpið var fyrr í vetur lagt
fram í deildinni en gerði síðan
grein fyrir umfjöllun nefndarinn-
ar um málið og nokkrum
breytingartillögum hennar við
frumvarpið, er allar voru sam-
þykktar.
M.a. lagði nefndin til, að
dregið skyldi allverulega úr verk-
efnum heilbrigðismálaráða þ.e.
ekki virtist raunhæft að ætla þeim
jafn fjölþætt hlutverk og frumv.
gerði ráð fyrir. Ætti það sérstak-
lega við um hin dreifbýlu læknis-
héruð úti um land þar sem erfiðast
væri um samgöngur og samskipti
manna að vetrinum til.
Er Sigurlaug hafði gert grein
fyrir breytingartillögum heil-
brigðis— og trygginganefndar, vék
hún í lok ræðu sinnar að þeim
vanda, sem enn er við að fást við
að mannu ýmis læknishéruð úti í
dreifbýlinu. Átaldi hún harðlega
þá skipan mála, er viðgengist hefir
undanfarin ár, — að læknastúd-
entar, sumir varla meira en
hálfnaðir í námi, hafa verið sendir
út á land til læknisþjónustu í einn
SinurlauK Bjarnadóttir
mánuð en þá er skipt um og annar
sendur í staðinn. Sigurlaug taldi
furðulegt, að ráðningarstjóri
læknastúdenta við Háskólann
skuli fá að ráða í þessum málum.
Útvegun lækna út í héruðin heyrði
undir embætti landlæknis og það
væri óhæfa, að námsmenn gætu
rekið slíka vinnumiðlun í sumar-
fríum, sem þýddi læknaskipti á
mánaðarfresti. Hægt væri að
viðurkenna þau rök, að það væri
lærdómsrík reynsla fyrir verðandi
lækna að fá að kynnast
heilbrigðisþjónustunni úti á lands-
byggðinni. Sú reynsla, sem svo
stutt dvöl veitti, væri hins vegar
hvorki fugl né fiskur og allsendis
óboðleg fyrir það fólk, sem ár eftir
ár verður að láta sér lynda þessa
skipan mála. Skoraði þingmaður-
inn á landlækni og yfirstjórn
heilbrigðismála í landinu að kippa
þessu í lag.
AlÞinGI