Morgunblaðið - 24.05.1978, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
61
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
0100 KL. 10—11
FRÁ MÁNUDEGI
yniJAmsPfara'u ir
ganga þá braut þar sem klukkan
á Lækjartorgi blasir við. í margar
vikur hefur sá ágæti tímakvarði
verið skertur sínu málfrelsi ef ég
má taka svo til orða, því hann fær
ekki að mæla til okkar, sem eigum
leið um, á sínu algenga máli.
Nú má ekki skilja það svo að ég
ætli mér að vera harður við
klukkuna og tillitslaus. Nei, þyrfti
svo ágæt vinnukona á hvíld að
halda myndi ég ekki mæla því í
mót. En staðreyndin er sú að
klukkur hafa betra af því að ganga
en standa hreyfingarlausar og auk
þess sem ætíð er gott og gagnlegt
að líta á hana blessaða og vonast
ég því til að ráðamenn hennar
komi henni í gang sem fyrst.
En svo ég spyrji sömu aðila:
Hvers vegna í ósköpunum er
klukkan ekki prýdd á hliðunum
með skemmtilegum myndum í stað
þess að halda sýningu á gömlum
tréspjöldum sem sett eru í ramm-
ana? Þar sem svo gagnlegur gripur
sem klukkan á Lækjartorgi er og
auk þess fyrir augum almennings
dag hvern er óskandi að fá að líta
hana prýdda á ný og með lífs-
marki.
Einar I. Magnússon.“
• Skemmtilegur
þáttur
„Mig langar til þess að koma
á framfæri þakklæti fyrir
skemmtilega þætti í sjónvarpinu á
Vorkvöldi sem Ólafur Ragnarsson
sá um. Hann er sá alhæfasti til að
sjá um þætti af þessu tagi, helzt
er hægt að líkja því við áramóta-
skaupið góða sem hann sá um um
síðustu áramót. Það vonast eflaust
margir eftir því að þetta verði
með svipuðu sniði á vetri
komanda."
Guðjón Kristinsson.“
Þessir hringdu . .
• Gömlu fólki
hegnt fyrir
vinnu?
T?—Maður á ferð og flugii
— Ég hafði tal af gamalli
konu sem er á níræðisaldri. Hún
vinnur hálfan daginn og segist
þess vegna ekki njóta sama réttar
og annað gamalt fólk sem er á
ellilífeyri. Það er tekin af henni
tekjutrygging og heimilistrygging
og ellilífeyririnn sem hún fær er
lagður við hálfs dags vinnu hennar
og fer beint til gjaldheimtunnar.
Er þetta réttlátt? Eiga lífeyrisþeg-
ar að greiða skatta þegar þeir eru
komnir yfir áttrætt? Spyr sá sem
ekki veit. Er ekki réttlætismál að
gera eitthvað raunhæft til bóta.
Islenzkur
æskulýður
Sveinn Sveinssoni
— Notið ekki æskuþróttinn til
skemmdarverka, notið hann ykkur
sjálfum, landi og þjóð til farsæld-
ar. Látið ekki það traust sem ég
og önnur gamalmenni berum til
ykkar fjúka út í veður og vind.
Sameinizt nú öll, takið saman
höndum, byggið yfir ykkur sjálf
skemmtistað og látið þar ríkja
fagurt framferði, sláið eldra
fólkinu við. Sýnið að þið eruð
ekkert upp á okkur eldra fólkið
SKAK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á alþjóðlegu skákmóti í Zilina í
Tékkóslóvakíu í fyrra kom þessi
staða upp í skák þeirra Antonovs,
Búlgaríu og Banas, Tékkósló-
vakíu, sem hafði svart og átti leik.
18.... Rf3+!!, 19. gxf3 - Dxh3
(Hótar 20.... Be5) 20. f4 - Hb5,
21. e5 - Bxe5!,22. fxe5 - Hxe5,
og hvítur gafst upp. Skemmtileg
flétta!
komin. Gerið nú stórt átak, leggið
smáupphæðir sem þið vinnið fyrir
í bók Æskulýðssjóðs sem liggur
frammi hjá gjaldkerum Alþýðu-
bankans, sem ég hefi oft minnst á.
Þið getið ekki tapað neinu, það
sem þið leggið inn fáið þið til baka
með vöxtum verði ekkert úr
framkvæmdum. Ég hvet ykkur til
athafna og dáða og treysti ykkur.
Bregðist ekki trausti mínu, því um
leið bregðist þið ykkur sjálfum og
íslenzkri þjóð. Ég vænti mikils af
ykkur, við skulum komast heil í
höfn. Sjálfs er höndin hollust, lifið
heil. „Ef æskan vill rétta þér
örvandi hönd, ertu á framtíðar
vegi.“
HÖGNI HREKKVÍSI
Það var einhver að hrekkja kolkrabbann og
reyndi að hremma mörgæsina?
1
sl
i
4-*
C // 0 RSKA- 5AFN1Ð 1
é
r* jjTl-
SIGGA V/öGA í ‘ííLVtRAW
Tilkynning til fjáreigenda
frá Sauðfjárveikivörnum
Vegna hættu á dreifingu fjárkláða og annarra smitsjúkdóma
í sauðfé á milli varnarhólfa, er hér með varað við því, að
sleppa fé á afrétt nú í vor fyrr en giröingar hafa veriö
lagfærðar sem tök eru á.
Ber að hafa samráö viö fulltrúa Sauöfjárveikivarna á
hverjum stað um þetta.
Poul Ramel og
Sven Olsons Trio
mánudaginn 29. maí kl. 20:30
Þriðjudaginn 30. maí kl. 20:30
miövikudginn 31. maí kl. 20:30
Aögöngumiöar á kr. 1.000 - í kaffistofu Norræna
hússins.
íslensk-sænska félagiö Norræna húsiö.
Aðalfundur
félagsins
verður haldinn í húsi
Slysavarnafélags íslands,
Grandagaröi,
fimmtudaginn 25. maí kl. 21.00.
Fundarefni:
1. Skýrsla formanns.
2. Lagabreytingar.
3. Innritun nýrra félaga.
4. Stjórnarkjör.
5. Kynnt hugmynd um keppni hraðbáta umhverfis ísland.
6. Önnur mðl.
Látið fundarboöið berast og takið
með ykkur gesti.
Allir sportbátaunnendur velkomnir.
Fjölmennum
Stjórnin
>
C
Bifreióar
á kjördag
D-listann vantar fjölda bifreiða til aksturs frá
hinum ýmsu bifreiðastöövum D-listans á
kjördag.
Frambjóðendur heita á stuöningsmenn listans
aö breðgast vel viö og leggja listanum liö m.a.
meö því aö skrá sig til aksturs á kjördag 28.
maí næstkomandi.
Vinsamlegast hringiö í síma: 86216—82900.
Skráning bifreiöa og sjálfboöaliöa fer einnig
fram á skrifstofum hverfafélaganna.
111-listinn