Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 30

Morgunblaðið - 24.05.1978, Page 30
62 ^°ftG UNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 — Minning Pétur Framhald af bls. 52. hálfrar aldar hjúskap. Og svo nátengd voru þau hjónin „á Á“ í augum Siglfiröinga að þá kom jafnan hitt í hug er annað var nefnt. Fjögurra barna varð þeim hjónum auðið og eru öll á lífi. Þau eru: Hallfríður Elín handavinnu- kennari, gift Stefáni Friðrikssyni lögreglumanni; Stefanía María, gift Ólafi Tómassyni yfirverkfræð- ingi; Kristín Hólmfríður bóka- safnsfræðingur, gift Baldri Ingólfssyni menntaskólakennara; og Björn skrifstofustjóri á Akra- nesi, kvæntur Bergljótu Ólafsdótt- ur kennara. Barnabörnin eru 12. Þegar Pétur Björnsson varð 75 ára og á áttræðisafmæli hans minntist ég hans nokkrum orðum. Þar segir örlítið frá félagsmála- starfsemi hans og raunar þeirra hjóna beggja. Mun ég vitna til þess að nokkru hér: Þau hjón, Þóra Jónsdóttir og Pétur Björnsson, höfðu, þegar þau giftust, verið í stúkunni Framsókn um skeið og frú Þóra „hafði þá um sinn verið ein helsta stoð og stytta bindindisstarfs á Siglufirði. Unnu þau hjón síðan samhent og ákveðið að félagsmálum Siglfirðinga í tæpa þrjá áratugi. Frú Þóra var löngum gæslumaður barnastúk- unnar Eyrarrósar og mun varla ofmælt að hún hafi leitt tvær kynslóðir ungra Siglfirðinga fyrstu sporin á félagsmálabraut- inni. Mér er í barnsminni hve henni var eðlilegt að beina hugum ungs fólks að þeim siðum sem háleitastir eru. Fyrir það eiga margir henni þakkarskuld að gjalda. — Pétur Björnsson var hins vegar lengst af í fylkingar- brjósti í stúkunni Framsókn." Einn merkasti þátturinn í starfi stúkunnar var stofnun og starf- ræksla Sjómanna- og gestaheimil- is Siglufjarðar. „Saga Sjómanna- heimilisins er gildur þáttur í sögu Siglufjarðar um aldarfjórðungs skeið. Ekki hygg ég á neinn hallað þó að þess sé minnst að Pétur Björnsson átti hvað drýgstan þáttinn í stofnun þess og var öruggur bakhjarl starfseminnar jafnan síðan.“ I stjórn Sjómanna- og gestaheimilisins sat hann rúma tvo áratugi. Og þótt þessa eins væri minnst af störfum Péturs á Siglufirði „nægði það til að tryggja honum verðugan sess meðal bestu forystumanna Siglfirðinga." Ein var sú stofnun siglfirsk sem Pétur Björnsson lét sér annt um öðrum fremur. Það var Bókasafn Siglufjarðar. Sem fyrr segir var hann formaður stjórnar bóka- safnsins í áratugi „og átti manna drýgstan þáttinn í að efla safnið og afla því ýmislegs fágætis. Og það hygg ég sannmæli að Bókasafn Siglufjarðar væri önnur stofnun og rislægri ef ekki hefði notið forsjár hans um langan aldur og vökullar útsjónarsemi alla tíð.“ Þegar Pétur Björnsson varð fyrsti erindreki Áfengisvarnaráðs hafði frú Þóra um nokkurt árabil verið stórgæslumaður unglings- starfs Stórstúku Islands. „Var Afmælis- og minn- ingar- greinar AF GEFNU tilefni skal það enn ítrekað. að minningar- greinar. sem birtast skulu í Mb!.. og greinarhöfundar óska að birtist í blaöinu útfarardag. verða að berast með nægum fyrirvara (*g eigi síðar en árdegis tvcim dögum fyrir birtingar dag. eðlilegt að þau væru kvödd til starfa fyrir landsmenn alla. Slík höfðu störf þeirra á Siglufirði verið." „Pétur Björnsson átti hvað drýgstan hlut að máli þegar hafist var handa við að skipuleggja störf áfengisvarnanefnda og stofna félög þeirra. Þar var í engu rasað um ráð fram en unnið af stillingu og festu. Pétur fór sér að engu óðslega, gaf sér tíma til að kynnast aðstæðum á hverjum stað, mönn- um og málefnum. Verk hans eru því traustrar gerðar eins og maðurinn sjálfur og unnin af þeirri einlægni og innsýni í kjör manna og háttu að vini“ átti „hann í hverri byggð á landi hér.“ Áfengisvarnaráð og áfengis- varnamenn víðs vegar um land þakka störf Péturs og samstarfið við hann frá upphafi vega. Öryggi, festa og gætni einkenndu störf hans og dagfar allt. Hann var óvenju heilsteyptur maður. Fjas og sýndarmennska voru eitur í beinum hans. Hann vildi vel og vann vel. — Mér er í minni hversu náið hann fylgdist með högum góðra vina sinna í áfengisvarna- nefndum víðs vegar um land. — En Pétur var ekki allra. Oheiðar- legt fólk, svikult og rætið, átti ekki upp á pallborðið hjá honum. Um slíkt fólk vildi hann helst ekki tala; hann þekkti það ekki. Trú- lyndi var svo sterkur þáttur skaphafnar hans að hann átti bágt með að þola yfirborðshátt, dóm- greindarskort og illgirni flysjunga. Pétur Björnsson man ég allt frá þeim tíma að ég tók að skynja veröldina kringum mig. Með þeim föður mínum var kær, gamalgróin vinátta sem ekki féll skuggi á meðan báðir lifðu. Síðar átti ég eftir að verða samstarfsmaður Péturs um árabil. Ekki gat ég óskað mér betri félaga þótt aldursmunur væri nokkur. Það fylgdi því notaleg öryggiskennd að vita af honum í stólnum sínum. Ráð hans voru heillaráð. Honum gat ég treyst í hverjum vanda. „Betri voru handtök hans heldur en flestra tveggja". Og nú er Pétur horfinn frá önnum þessa lífs og erli, aldinn að árum. Hvíldin mun kær vinnulún- um atorkumönnum. Og það er gott að kveðja með slíkt dagsverk að baki sem Pétur á. Frú Þóru og öðrum aðstandendum vottum við samúð. Guð gefi honum raun lofi betri. Ólafur Haukur Árnason. .;\A rcikna rkki í árum rn iildum aö alhoimta vin’i daulaun aó kvöldum því svu lcnKÍst mannsa'fin mest.“ Þessar ljóðlínur leita á hugann, þegar ég rifja upp samferðaleiðina með Pétri Björnssyni. Kynni okkar Péturs hófust ekki fyrr en hann kom til starfa hjá Áfengisvarna- ráði og mörg undanfarin ár vorum við saman í stjórn Landssam- bandsins gegn áfengisbölina og var hann varaformaður þess. Þar var hann vakinn og sofinn yfir hverju því tækifæri, sem gafst til þess að þoka málum nokkuð á leið. Landssambandið þakkar honum mikið og óeigingjarnt starf í þágu þess. Pétur var eldheitur hugsjóna- maður. Hann sá fyrir sér ham- ingjusamt, bindindissinnað og heilbrigt þjóðfélag og helgaði starf sitt því, sem hann áleit rétt, gott og farsælt fyrir land og þjóð. Hann spurði ekki um laun, heldur hvort hægt væri að verða að liði. Hann mat hlutina ekki eftir daglaunum að kvöldi heldur eftir því hvers virði þeir voru bornum og óbornum. Hann var ávallt með það í huga að ganga götuna til góðs og að ávextir strits og starfs yrðu almenningi til heilla. Og þótt á móti blési um sinn var aldrei gefist upp né misst sjónar á háleitu markmiði, heldur unnið sleitulaust til þess að bæta úr og þoka málum áleiðis. Pétur var einlægur bindindis- maður. Hann tók ávallt nærri sér, þegar illa fór fyrir fólki vegna áfengisneyzlu. Miðað við allt það böl, sem áfengisneyzlan orsakar fannst honum lítið á sig lagt að vinna gegn siíku með því að vera bindindismaður sjálfur. Væru þeir nógu margir, sem sýndu þá stað- festu að neyta ekki áfengis, þá væri stórvirki unnið í baráttunni gegn áfengisbölinu. Alla ævi ásamt sinni ágætu konu, Þóru Jónsdóttur, vann Pétur meira og minna að bindindismálum og var virkur mjög í baráttunni gegn því böli, sem af áfengisneyzlu leiðir. Pétur var dugmikill starfsmað- ur. Góður að skipuleggja verk og fylginn sér. Um leið og hann tók verkefni að sér var það komið í gang af fullum krafti og því lokið á ótrúlega skömmum tíma. Og frá hverjum þætti var gengið þannig að öruggt væri. Ekki sleppt hendi af nokkru atriði fyrr en það var að fullu leyst. Þetta einkenndi störf Péturs. Pétur var sannur Islendingur. Hann var bókamaður mikill og fróður mjög. Hann var með afbrigðum orðheldinn, stundvís og reglusamur. Hann var kröfuharð- ur við sjálfan sig og hann mat mikils góðar dyggðir. Hann var vinfastur, traustur og góður drengur. Pétur taldi að fólk ætti ávallt að kappkosta að vera góð fyrirmynd á hvaða sviði sem væri og sannarlega brást hann ekki sjálfur þeirri lífsskoðun sinni. Vandamálin væru færri og lífs- hamingjan meiri ef fólk ætti almennt eins háleita lífstrú og gengi eins öruggum skrefum lífs- braut sína og Pétur gerði. Við sem þekktum hann þökkum af heilum huga og öll þjóðin getur þakkað mætum syni, syni sem ekki barst á en lagði sig fram um að varða lífsbrautina, sem til farsældar og gæfu liggur. Brostinn er strengur hreinna og sannra tóna, tóna, sem ekki deyja út heldur lifa í verkum og minningum um góðan dreng. Honum fylgi blessun guðs. Eigin- konu og aðstandendum öllum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Páll V. Danielsson r — Astvinur friðar Framhald af bls. 35 vaknar óhjákvæmilega sú spurn- ing: hver er hin raunverulega Vesturlandapólitík Breshnevs? Að framan hefur verið’leitast við að skýra hvernig þessi spurning horfir við mörgum Vestur-Þjóð- verja, þótt fundur leiðtoganna sé öðrum íhugunarefni einnig. Stall- goðin í Kreml mega vel við una, en hvað Vestur-Þjóðverjar uppskera af samblendinu getur framtíðin ein sagt til um. Hvort sem Breshnev rómar eðlislæga friðar- ást sína, er það engu að síður staðreynd að í Berlín situr enn við sama keip, og í afvopnunarviðræð- um hafa Sovétmenn ekki sýnt sig ýkja óðfúsa. Er það raunveruleg ósk Sovét- manna að stuðla að langvarandi tilslökun og vinsamlegri sambúð við Vesturveldin, eða vakir það einungis fyrir þeim að semja um hlé um stundarsakir til að hagnýta sér á skjótan og ódýran hátt efnahagslegan og tæknilegan ábata sem hafa má af samvinnu? Er út í hött að spyrja eins og blaðamaður “Die Zeit“, Nawrocki, nýlega, hvort lunkubragð Lenins kunni e.t.v. að hafa öðlast ferskt notagildi, að láta kapítalistann flétta snöruna til að hengja hann í sjálfan? Tiihingen, 11. 5. ‘78. — Pólitískar grillur... Framhald af bls. 41. fyrst og fremst sérfræðinga eða öllu heldur hönnunaraðila. Dýrt er verkfræðingaverkfallið frá 1963 og afleiðingar þess orðið íslensku þjóðinni. Það leiddi til þess, að ýmis verkfræðileg rann- sóknarstarfsemi hjá opinberum aðilum lagðist niður en var ekki tekin upp hjá verkfræðistofum á hinum frjálsa vinnumarkaði. Af- leiðingin hefur orðið sú í allt of mörgum verkefnum, að rannsókn- um er sleppt en rokið út í framkvæmdir á loftkastalafor- sendum. Það má ekki gleyma því, að það voru ráðgjafaaðilar en ekki stjórn- málamenn, sem töldu sig geta mælt með ákveðinni tímasetningu framkvæmda við Kröfluvirkjun á upplýsingum, sem lágu fyrir í ársbyrjun 1975. Þegar slíkir ráð- gjafar eru jafnframt hönnuðir fyrir virkjunina, en stjórnmála- menn verkstjórar og sækja fé til fjármögnunar í ríkissjóð, vor- kenndi ég hverjum manni sem væri að þurfa að standa í því óskemmtilega starfi að passa upp á ríkiskassann. Ef læra skal af reynslunni ber að sjá til þess við lúkningu Kröfluvirkjunar, að ópólitískur rekstraraðili fái fjár- málin í sínar hendur og að ráðgjafar rekstraraðila verði aðrir en hönnunaraðilar. Hvað er framundan? Það hefur heyrst, að senn muni Laxárvirkjun falið að annast rekstur Kröfluvirkjunar og yfir- taka mannvirki hennar. Fylgir því sjálfsagt yfirstjórn á þeim rann- sóknum og framkvæmdum, sem óunnar eru. I tengslum við rann- sóknir og boranir (gufuöflun) skiptir öllu máli að fylgja þeim vinnubrögðum, sem útskýrð eru í skýrslu Orkustofnunar: „Áætlun um rannsókn háhitasvæða", frá ágúst, 1969. Með því móti væri stefnt að því að gera svæðið tilbúið til vinnslu sem fyrst og með sem minnstum kostnaði. Við ákvörðun um frekari rannsóknir og boranir á svæðinu verður að taka fullt mið af áhrifum þeirra jarðhræringa, sem enn eiga sér stað á svæðinu. Það er vandasamt verk. Þessi grein er ekki til þess fallin að leggja nein drög að áætlun um frekari rannsóknir og boranir á Kröflusvæðinu. Þó skal minnst á nokkur atriði þar að lútandi. Hæfilegt sýnist með núverandi vitneskju um svæðið að bora ekki fleiri en 2-3 holur í einum áfanga, þ.e. á ári. Staðsetning holanna verður að grundvallast á upplýs- ingum um jarðhitasvæðið. Með því að bora ekki fleiri en 2-3 holur í áfanga, nýtist vitneskjan af þeim við staðsetningu nýrra hola. Að lokinni borun þarf að fá nægan tíma til umfangsmikilla mælinga á hverri holu, áður en hún yrði tengd gufuveitukerfi. Slíkar mæl- ingar segja m.a. til um útfellingar- vandamál, hver fjarlægð skuli höfð milli hola, svo þær taki ekki gufu hver frá annarri og um aflgetu svæðisins. Væri áhrifum eldsumbrotanna sleppt úr dæm- inu, mætti giska á, að rannsóknir sem taka til úttektar á vinnslu- hæfni svæðisins næðu yfir 5 ára tímabil. Ef dæma má af rökum sérfræðinga um raforkuþörf landsmanna á næstu árum, verður ekki annað sagt en að ofangreind vinnubrögð samrýmist þeirri þörf, sem markaðurinn gerir. Þörf á mannaskiptum Hvers vegna var horfið frá skynsamlegum vinnubrögðum við byggingu Kröfluvirkjunar? Raun- ar ætti að vera óþarfi að svara þeirri spurningu hér. Svarið kem- ur greinilega fram í grein Jónasar Elíassonar í Vísi, 3. maí s.l. Upphafið af skökkum vinnubrögð- um voru túrbínukaup Kröflu- nefndar. Fari svo sem nú horfir, að Laxárvirkjun taki við Kröfluvirkj- un, verður að strika yfir fortíðina, þannig að ákvarðanir í framtíðinni séu ekki bundnar af eða undir áhrifum fyrri mistaka. Eg held, að slíkt takist ekki, nema skipt yrði um ráðgjafa frá því, sem nú er. Stefán Arnórsson jarðfræðingur — Næturfundur u m Kröflu- skýrslu Framhald af bls. 47. segja, að eðlilegast er að hugs^ sér, að byrja þarna á 55 mw-stöð, að næsta stöð þar á eftir yrði vatnsaflssöð, og síðan gæti komið til athugunar viðbót í Kröflu." Þá vitnaði IG í Sveinbjörn Björnsson, sem sagði m.a.: „Eg vildi byrja á því að fara nokkrum orðum um Kröfluvirkjun... Rann- sóknir hófust á þessu svæði sumarið 1969 og hafa verið stund- aðar síðan. Þetta voru jarðfræði- rannsóknir, jarðeðlisfræðimæling- ar, jarðefnafræðilegar, og það má segja, að það, sem við köllum frumrannsókn, hafi lokið sumarið 1961. Þá var búið að gera allt, sem okkur þótti fært að gera. Næsti áfangi, sem við viljum standa fyrir, er svonefnd djúprannsókn. Þá verða boraðar rannsóknarhol- ur.“ Síðar: „Eg vildi taka undir með öðrum sem hér hafa talað, að hæpið er að leggja út í virkjun með eina 55 mw-vél... Hins vegar mætti hugsa sér tvær vélar eða þrjár eftir því hver afhendingar- frestur væri...“ I þessum ræðum ráðherra og sérfræðinga fyrir rúmum 5 árum ríkti bjartsýni, er Kröfluvirkjun var í fyrsta sinn kynnt Norðlend- ingum í nóv. 1973. Þá þegar eru mál komin á það stig, að ráðuneyti og Orkustofnun vinna að gerð heimildarfrumvarps til að leggja fyrir Alþingi. Og þessi bjartsýni heldur áfram í þeim sérfræðilegu gögnum, sem frv. fylgdu, er það var lagt fyrir Álþingi, og í máli þáv. ráðherra, er hann mælti fyrir því. Það er Orkustofnun, sem gaf Alþingi hugmyndina um þennan virkjun- armöguleika og hefur frá fyrstu tíð lagt á ráðin í þessu sambandi. Þau mistök, sem síðan hafa orðið, hljótum við að skrifa að langmestu leyti á reikning Orkustofnunar. Það kom og síðar í ljós, að sú bjartsýni, sem kom fram í frum- skýrslum um málið, var á veikum stoðum reist. Okkur var einnig fljótlega ljóst að Orkustofnun réð ekki að öllu leyti við það verkefni, sem henni hafði verið falið — var vanbúin og jafnvel vankunnandi í ýmsum praktískum efnum og á ég þá fyrst og fremst við það sem varðar bortækni. Ef það er eitt- hvað, sem ég get ásakað mig fyrir í sambandi við Kröflumál, þá er það að hafa treyst í blindni á þær skýrslur, sem lágu fyrir frá Orkustofnun í upphafi þessa máls. Þetta segi ég þó ég vilji koma því jafnframt á framfæri, að Orku- stofnun er að mörgu leyti vel mönnuð. Síðast vék IG að samspili tiltekinna þingmanna Alþýðu- flokksins og „skandalapressunnar í landinu" um þessa tilteknu framkvæmd. „Ég játa að mér hefur sárnað, hvern veg þessum áróðri hefur tekizt að blekkja hrekklaust fólk. Þess vegna fagna ég að staðreyndir málsins skuli dregnar fram í sérstakri skýrslu um málið.“ — Viðskipti Framhald af bis. 54. það nokkuð mikils eftirlits — eftirlits sem aftur gerir kleift að bæta stjórnunina þannig að betri nýting næst bæði hvað varðar hráefni og vinnuafl. Til að gera viðskiptavinum sínum kleift að afla sem bestrar vitneskju um rekstarstöðu sína á hverjum tíma hefur Rekstrar- tækni nú hafið vinnslu og dreifingu meðaltalna helstu kennitalna allra viðskiptavina sinna og væri það gert í fúllu samráði við þá. En hefur skiln- ingur manna aukist á gildi stöðugrar hagræðingar í rekstri fyrirtækja? Þeir sögðu að skiln- ingur manna hefði stóraukist undanfarin ár á gildi og nauð- syn þessa rekstrarþáttar en hvað viðkæmi fiskvinnslufyrir- tækjum þá væri æskilegt að fiskverðákvarðanir sem slíkar hvettu meir en nú er til aukinnar hagræðingar. Að lokum spurðum við þá Kristján og Gísla hvert væri álit þeirra á rekstrarstöðu fisk- vinnslufyrirtækja í dag? Þeir sögðu að hún væri nokkuð misjöfn eftir landshlutum en hins vegar væri augljóst að vaxtabyrðin væri farin að há þessum fyrirtækjum allveru- lega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.