Morgunblaðið - 21.06.1978, Síða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978
Ásthildur Pétursdóttir:
Félagsmál og
S j álf stæðisf lokkurinn
Á undanförnum árum hefur
viðhorf til félagsmála gerbreyst
hér á landi. Ýmis þjónusta, sem
áður var annað hvort ekki fyrir
hendi eða sinnt af góðgerðarfélög-
um, þykir nú sjálfsögð mannrétt-
indi. Félagssvið eru eftirsóttar
námsbrautir og menntaðir starfs-
menn á hinum ýmsu sviðum
félagsmála streyma inn á vinnu-
markaðinn og er þó þörfinni
hvergi nærri fullnægt.
Þessi þróun er vissulega
ánægjuleg, því hvað er meira virði
og meira áhugavekjandi en ein-
staklingurinn? En þetta eru
vandasöm störf og þau krefjast
þess að þeir sem þau stunda hafi
einlægan áhuga á öðru fólki og
skilning á hinum ólíkustu mann-
gerðum. Sé þetta ekki fyrir hendi,
er allt nám á þessu sviði gagnslít-
ið.
Félagsmál og sjálf-
stæðisflokkurinn
Vinstri menn hafa lagt sig fram
um að tileinka sér þennan mála-
flokk, félagsmálin, og tel ég að
Sjálfstæðisflokkurinn hafi hvergi
nærri verið nógu vakandi í að
kynna stefnu sína í þessum málum
né heldur þau störf sem hafa verið
«HI
TO
Klæðum og bólstrum
gömul húsgögn. Gott
úrval af áklæðum.
BÓLSTRUNí
ÁSGRÍMS,
Bergstaðastræti 2,
Sími 16807,
unnin undir forystu sjálfstæðis-
manna á þessu sviði. Nægir í því
sambandi að benda á, að ungir
sjálfstæðismenn undir forystu
Friðriks Sophussonar hafa barist
fyrir því að dregið yrði úr
ríkisumsvifum og lagt mikla vinnu
í að undirbúa raunhæfar tillögur
þar að lútandi. Vinstri menn hafa
gripið á lofti og slitið úr samhengi
ýmislegt í þessum tillögum og
skrumskælt það í þá veru að ungir
sjálfstæðismenn væru á móti
félagslegri þjónustu nema fyrir
forréttindahópa. Allt of máttleys-
islega hefur verið að því staðið að
reka þessa útúrsnúninga heim til
föðurhúsanna.
Hér þarf að verða breyting á.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er
heilbrigð og mannbætandi. Hún er
að hjálpa einstaklingnum til
sjálfsbjargar með ráðgjöf, upplýs-
ingum, endurhæfingu og nauðsyn-
legri fjárhagsaðstoð, tímabund-
inni í flestum tilfellum. Ennfrem-
ur er það í samræmi við stefnu
Sjálfstæðisflokksins að áherslu
beri að leggja á hvers konar starf
sem spornar við félagslegum
vandkvæðum og að aldrei vérði
nóg áhersla lögð á mikilvægi
sjálfsbjargarviðleitninnar, eflingu
hennar og vaxtarmöguleika. í
álitsgerð síðasta landsfundar
Sjálfstæðisflokksins, þar sem
fjallað er um félagslega þjónustu
og endurhæfingu, segir svo: „Með
félagslegri þjónustu verði annars
vegar stefnt að öflugu varnaðar-
starfi og hinsvegar aðstoð til
sjálfsbjargar með velferð viðkom-
andi fjölskyldu í huga. Sjálfstæð-
isflokkurinn leggur áherslu á gildi
jafnt læknisfræðilegrar sem fé-
lagslegrar endurhæfingar og telur
rétt, að skipulögð verði starfsend-
urhæfing, sem miðar að því að
auka vinnuhæfni viðkomandi ein-
staklings og geri honum kleift að
nýta starfsorku sem best. Jafn-
framt verði stefnt að aukinni
þjónustu og uppbyggingu endur-
hæfingarstofnana með tilliti til
síaukinna verkefna á því sviði."
Þegar fólk fer að missa starfs-
getu, hvort heldur sem er vegna
aldurs eða örorku, þarf alltaf að
vera einhver þáttur í atvinnulífinu
þar sem þessu fólki er skapaður
vettvangur. Þar sem starfsorka
þeirra nýtist. Þeim manni, sem
finnst það gefa lífi sínu tilgang að
stunda fasta vinnu, á ekki að vera
meinaður svo sjálfsagður hlutur,
þó hann geti ekki lengur stundað
það hefðbundna starf sem hann
gerði meðan hann hafði óskerta
starfsorku. Þetta eiga ekki að vera
ómerkari mannréttindi en félags-
leg þjónusta.
Félagsþörf er
ekki aldursbundin
Félagsmál spanna yfir flest svið
í mannlegu samfélagi, ajlt frá
vöggustofu til elliheimilis. í starfi
mínu með eldri bæjarbúum í
Kópavogi, ellilífeyrisþegunum, hef
ég skynjað mjög glöggt þau
sannindi, að aldur er ekki spurn-
ing um ár. Sú stefna að aðgreina
aldursflokka félagslega hefur þó á
vissan hátt ýtt undir félagslega
möguleika þeirra. Það er að segja,
leikskólar geta verið þroskandi
fyrir börn, bæði vegna leiðsagnar
fóstranna og félagsskapar við
marga jafnaldra. Á sama hátt
gefur félagsstarf aldraðra lífi
þeirra aukið gildi.
En nú, þegar fólki er að verða
ljós félagsþörf hinna ýmsu aldurs-
hópa í nútímasamfélagi, þar sem
menn eru meira einangraðir en
nokkru sinni fyrr og þurfa uppörv-
un til að slást í hópinn, sýnist mér
að við ættum að kanna, hvort ekki
Asthildur Pétursdóttir.
sé með einhverjum hætti unnt að
draga úr þessari skiptingu eftir
aldri.
I raun erum við öll ein fjöl-
skylda og áhugamál fólks fara
eftir einstaklingseðli þeirra en
ekki aldri. Margt fólk sem á
uppkomin börn og eru búið að
koma sér fyrir fjárhagslega, á
erfitt með að taka upp aðra
lifnaðarhætti og finna sér nýjan
farveg þegar börnin eru flutt að
heiman. Fullorðinsfræðsla hefur
komið mikið til móts við einmitt
þennan aldurshóp, en það sama
hentar ekki öllum. Ég bendi á
þetta vegna þess, að þótt félagsmál
hafi tilhneigingu til að snúast um
þá sem þurfa aðstoðar við og þeir
sem eru í blóma lífsins séu best til
þess fallnir að sjá um sig sjálfir,
þá er félagsþörf ekki aldursbund-
in. Vel mætti hugsa sér að meiri
samákipti væru milli hinna ýmsu
aldurshópa, öllum til gagns og
gleði.
Við eigum að stjórna
félagsþjónustunni —
ekki hún okkur
En í allri þjónustu í félagsmál-
um þarf að vera vel vakandi fyrir
því að hún fari ekki úr böndum.
Það er að segja, við eigum að
stjórna félagsþjónustunni, en ekki
hún okkur. Hvergi er meiri hætta
á að kerfið taki yfirhöndina en
einmitt þar. Slík þjónusta á að
byggja upp, en ekki brjóta niður.
Hún á að vera hvetjandi en ekki
letjandi og hún á að staðfesta
mikilvægi einstaklingsins í þjóðfé-
laginu, en ekki gera hann að
hópsál, sem lætur kerfið sjá fyrir
þörfum sínum og ákveða hverjar
þær séu.
• Sjálfstæðisflokkurinn setur
virðingu fyrir einstaklingnum ofar
öðru. Með hliðsjón af úrslitum
bæjarstjórnarkosninganna er
ljóst, að í komandi alþingiskosn-
ingum verður tekist á um grund-
vallarviðhorf til þjóðmála, frjáls-
hyggju eða sósíalisma. Mér bland-
ast ekki hugur um hvort muni vera
farsælla og vísa í því sambandi til
heilræðis sem Gróa gaf syni sínum
í Grógaldri Eddukvæða „Sjálfur
leið þú sjálfan þig.“ Þegar við
göngum að kjörborðinu 25. júní
næstkomandi, skulum við gera
hennar orð að okkar og kjósa þann
flokk, sem einn allra flokka hefur
það á stefnuskrá sinni að skapa
samfélag þar sem maðurinn er í
öndvegi — Sjálfstæðisflokkinn.
Reyðfirðingar fá sjúkrabíl
KovrtarfirAi 9. júní
SJÓMANNADAGURINN var
haldinn hátíðlegur hér að venju.
Bátarnir Gunnar og Snæfugl
voru báðir í heimahiifn og voru
þeir skreyttir fánum í tilefni
dagsins.
Snæfugl fór í skemmtisiglingu
um kl. 9 um morguninn. Siglt var
um fjörðinn með börn og
fullorðna og tók mikill fjöldi þátt
í sjóferðinni.
Sjómannamessa var í Búðareyr-
arkirkju og söng kirkjukór Egils-
staða við messu. Eftir messuna
|>Olíð «í ÓtfÚlCQt
Veðrunarþol er einn ve.igamesti eiginleiki,
sem ber að athuga þegar málað er við
íslenzkar aðstæður.
Þol — þakmálningin frá Málningu h.f.
hefur ótvírætt sannað gæði sín, ef dæma
má reynslu undanfarinna ára. Stöðugt
eftirlit rannsóknastofu okkar með
framleiðslu og góð ending auk meðmæla
málarameistara hafa stuðlað að
vinsældum ÞOLS.
ÞOL er alkýðmálning. Einn lítri fer á um
það bil 10 fermetra.
ÞOL er framleitt i 10 staðallitum, sem gefa
fjölmarga möguleika í blöndun.
ÞAKMÁLNING
SEM ENDIST
málninglf
Stjórn slysavarnadeildarinnar Ársólar og nýi sjúkrabíllinn. Fremst
á myndinni má sjá Gunnar Hjaltason formann.
Ljósm.i Halla Einarsdóttir
var lagður blómsveigur að minnis-
varða drukknaðra sjómanna.
Kappróður hófst kl. 2 og tóku tíu
sveitir þátt í keppninni, 4 kvenna-
sveitir og 6 karlasveitir. Sigurveg-
arar í kvennasveit voru Frystihús-
stúlkur K.H.B. á 1 m. 54,5 sek.
Ungmennafélagið Valur vann í
karlasveit á 1 m. 36 sk.. Fleira var
ekki til skemmtunar en slysa-
varnakonur seldu kaffi í félags-
heimilinu og var margt um
manninn þar. Til máls tók
formaður slysavarnadeildarinnar
Ársólar, Gunnar Hjaltason og
skírði fyrir kaffigestum kaup á
sjúkrabíl sem slysavarnadeildin
keypti í vetur með góðra manna
hjálp. Sjúkrabíllinn var til sýnis á
Sjómannadaginn.
Bifreiðin er af Scout-gerð og
útbúin öllum nauðsynlegum
tækjum. í bílnum er ýmiss konar
útbúnaður er Lionsmenn hafa
hefið deildinni, svo sem súrefnis-
tæki, taska með öllum nauðsyn-
legum sjúkrabúnaði og sjúkra-
karfa sem rennur inn í sleða sem
vélaverkstæði Björns og Kristjáns
smíðaði hér á staðnum. Verð
bifreiðarinnar er um 2,6 milljónir.
Reyðfirðingar hafa ekki átt
sjúkrabíl fyrr og er þetta því mikið
öryggi fyrir plássið.
Þakkar slysavarnardeildin Ár-
sól öllum þeim sem rétt hafa
hjálparhönd við kaup á sjúkrabif-
reiðinni, en hún hefur nú þegar
farið níu sjúkraflutninga til Egils-
staða og Neskaupsstaðar.
Sjómannadeginum lauk með
dansleik í félagsheimilinu um
kvöldið og lék hljómsveitin Adam
fyrir dansi.
Þá má geta þess að slysavarna-
konur selja samlokur á öllum
dansleikjum sem haldnir eru í
félagsheimilinu og rennur ágóði til
sjúkrabílsins.
Gréta.
Ný Morgan
Kane bók
komin út
ÚT ER KOMIN 9. bókin úr bóka-
flokknum um Morgan Kane, „LÖG-
REGLUFORINGINN, erindreki and-
skotans", eftir Louis Masterson.
Sagan gerist í Florida og fjallar um
baráttu lestarkónganna Planters og
Zieglers, sem börðust um völdin þar.
Það varð hlutverk Kanes að stöðva
þessa blóðugu og samviskulausu
baráttu. Útkoma bókar nr. 10 er
fyrirhuguð 1. júlí.
Prenthúsið hefur einnig hafið
útgáfu á nýrri vasabrotsseríu,
„SVARTA SERÍ AN“, og hefur fyrstu
bókinni verið mjög vel tekið. Næsta
bók úr þeirri seríu kemur út um
mánaðamótin júlí-ágúst.