Morgunblaðið - 21.06.1978, Side 7

Morgunblaðið - 21.06.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 39 * Lík trúboðans. Iwans Biblenko. sem drepinn var í september 1975. Myndin er tekin á heimili hans. barna, til að iðka og njóta trúarlegs og siðferðilegs uppeldis í samræmi við sína eigin sannfær- ingu. 3. Yfirlýsing Æðsta ráðs Ráð- stjórnarríkjanna frá 28. apríl 1976, III. hluti, gr. 18, 4. liður: Þau lönd sem aðild eiga að samkomulagi þessu skuldbinda sig til að virða og veita foreldrum frelsi til að ala börn sín upp í trúrækni og góðu siðferði í samræmi við eigin sannfæringu. EN! 4. Sovézk lög varðandi fjöl- skylduna og hjónabandiðt Grein 52. Lög þessi um fjöl- skyldu og hjónaband krefjast þess Það virðist stefna kommúnsista- flokksins að útrýma kristnu fólki, því kristin trú og kommúnismi fara ekki saman. Kristin trú er á lævíslegan hátt niðurnídd í öllum fjölmiðlum. Kristinn maður er útlagi í Sovétríkjunum, veiti einhver honum fjárhagslega eða andlega aðstoð á sá hinn sami refsingu yfir höfði sér.“ Eftir 27 ára vist í þrælkunrbúð- um komst Rose til Kasakstanlýð- veldisins og var þar í sex ár. Astæðan fyrir því að hann losnaði úr þrælkunarbúðunum var sam- komulag yfirvalda Ráðstjórnar- ríkjanna við vestur-þýzk yfirvöld um fanga. Prá Kasakstan hélt hann til Riga í Lettlandi og var þar prestur Babtistasafnaðar í næstum áratug. „I Riga var ég oft og iðulega yfirheyrður af útsendurum KGB, en ofsóknir þar eru á engan hátt sambærilegar við þær í Sovétríkj- unum. Auk þess virðist sem KGB beiti nú annars konar ofsóknum, fólk er ekki endilega fangelsað heldur pyntað á annan hátt. Sjáðu þessar myndir ...“ Rose er nú búsettur í Vest- ur-Þýzkalandi og tilheyrir sam- tökum sem heita Botschaft die Friedens — boðskapur friðarins. Á Guðsþjónusta undir beru lofti í bænum Kischinew í Úkraínu. Eftir fjögurra ára fangavist og þriggja ára einangrun var elzti meðlimur safnaðarins í Odessa. Iwan Ostapenko hengdur. af foreldrum, „að börnin séu alin upp í anda hinnar siðferðilegu lagasetningar um uppbyggingu kommúnismans. Grein 59 gerir ráð fyrir sviptingu foreldraréttarins vegna ósiðlegrar og ófélagslegrar framkomu foreldranna, sem áhrif hafa á börn þeirra. 5. Lagasetning um trúarlegar iðkanir frá 1929, leggur bann við: Skipulagningu og kerfisbundinni framkvæmd trúarfræðslu ómynd- ugra sovétborgara. 6. Grein 142, 2. liður í refsilög- gjöf ráðstjórnarlýðveldisins Rúss- lands, gerir ráð fyrir hæfilegri refsingu eða að öðrum kosti frelsissviptingu allt að þremur árum fyrir að uppfræða börn í trúarlegum efnum með einka- kennslu." „Kristin trú og kommún- ismi fara ekki saman“ „Kommúnismi líður ekki önnur trúarbrögð. Kommúnismi er trú hatursins," segir Rose. „Réttindi og frelsi heilla þjóða eru fótum troðin í Ráðstjórnarríkjunum. vegum þeirra samtaka hefur hann ferðast undanfarin fimm ár, vítt og breitt um Evrópu, til Hollands, Belgíu, Frakklands, Sviss, Austur- ríkis, Noregs, Svíþjóðar, Dan- merkur, Finnlands, Bretlands og nú um daginn til Islands. „Ég var í Bonn þegar opinber heimsókn Brésjnevs stóð yfir og sótti þá útifund, þar sem rússneski andófsmaðurinn og fyrrverandi hershöfðingi Piotr Grigorenko hélt ræðu. Þar talaði einnig þýzki Gyðingurinn Ricliard Wembrand. Hann er höfundur bókarinnar „Neðanjarðarkirkjan", en Wem- brand var í mörg ár fangi í Rúmeníu og starfar nú með samtökunum „Underground Evangelism." Mæðrum ógnað með tugthúsdómi eða Þrælkunarvinnu 1 opna bréfinu frá samtökum kristinna mæðra á yfirráðasvæð- um Ráðstjórnarríkjanna segir enn fremur m.a.: „Og nú á vorum dögum eru það menn, sem nefna tíörn Sovu Petrownu Radygina voru tekin frá henni 8. júní 1973 samkvæmt ákvörðun stjórnvalda, vegna þess að hún hafði uppfrætt þau um kristna trú. Enginn veit hvar börnin cru nú niðurkomin. sig trúleysingja, menn fullir hat- urs og fullir af kappi við að afmá nafn Guðs og útrýma öllum trúuðum um gjörvalla heims- byggðina. Menn, sem þykjast brynjaðir valdboðum og eru girtir sverði og gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að kvelja fólk, deyða það og taka börnin frá mæðrum sínum, vegna trúar þeirra. Þetta er okkur háskalegir tímar, voðalegir tímar! ... hin hatursfulla skelfilega háreysti, sem kemur utan að og skelfir þessar mæður. Háværar kröfur eru um að taka börnin frá þeim. Mæðrunum sjálfum er ógn- að með tugthúsdómi eða þrælkun- arvinnu. Það var einmitt þetta sem kom fyrir konu að nafni Súprunovitsj frá bænum Staraij Vísjvi. Þremur dögum eftir að dóttir hennar, Tanju sjö ára gamalli, var að Myndin er af vörubflum. sem flytja á brott kristna fanga í borginni Riga í Lettlandi. Filmunni var smyglað til Þýzkalands. Myndin var tekin 1976. Frá fangabúðum. þar sem kristnu fólki er haldið í Novosybrisk. undirlagi stjórnvaida rænt úr skólanum og hún flutt á brott með leynd, var komið til móður telp- unnar: „Þér hafið afvegaleitt sovézkan borgara, og við munum láta dæma yður fyrir þann verknað!" ... Hver getur gert sér í hugarlund sálarangist barna trú- aðra foreldra í Ráðstjórnarríkjun- um, sem eiga það sífellt í hættu að verða numin á brott frá foreldrum sínum, einungis vegna þess að mæður þeirra og feður tala við þau um góðan Guð, sem elski þau óendanlega mikið ... Tvær stúlkur úr fjölskyldu í Sloboda í þorpinu Dubrava í Hvíta-Rússlandi voru dag einn numdar á brott úr skólanum og farið með þær á sérstakan heima- vistarskóla í 90 km fjarlægð frá heimili þeirra. „Ó, hjálpið okkur!" æpti önnur stúlkan til viðstaddra, þegar hún braust um í greipum lögreglumannsins, sem dró hana inn í bifreið. Þjáning sú, sem þessar litLu stúlkur urðu að þola, sést bezt á því að þær víluðu sér ekki við að fara fótgangandi um hávetur í nístingskulda heim til foreldra sinna. Heim komust þær, en fætur þeirra voru flakandi í kalsárum. Tæpast voru þær setztar í hlýjuna við ofninn, þegar lögreglumaður ruddist inn á heimili þeirra og handtók telpurnar í augsýn litlu systkinganna þeirra þriggja, ók svo með þær aftur til heimavistar- skólans. Móðir þeirra var handtekin, ákærð fyrir boðun fagnaðarerind- isins og dæmd af þeim sökum til fjögurra ára fangavistar. Um líkt leyti voru hin þrjú börnin tekin af föðurnum, eitt þeirra aðeins fveggja ára drenghnokki, sem æpti i skelfingu, þegar hann var aðskil- inn frá eldri bróður sínum og systur. Þau voru flutt á sérstaka stofnun fyrir börn á forskólaaldri. Þegar föðurnum tókst að hafa tal af drengnum daginn eftir, gat barnið engu orði upp komið fyrir krampakenndum ekka. Þetta og allt annað af svipuðu tagi er aðeins upphafið að ofsókn- um gegn börnum þeirra foreldra, sem játa kristna trú í Ráðstjórn- Framhald á bls. 63.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.