Morgunblaðið - 21.06.1978, Page 8
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978
'finsældalistar og fréttir ör poppheiminuir..
Vinsœldalistar
SKÖTUHJÚIN John Travolta og Olivia Newton-John eru nú í efsta sæti brezka
vinsældalistans en þau eru auk þess ofarlega á blaði í Bandaríkjunum, Hollandi og
Ilong kong. Þá eru Rolling Stones nú komnir í 10. sætið með lagið „Miss you“.
í Bandaríkjunum er athyglisvert að ABBA eru í 9. sæti, en Iangt er um liðið síðan
sænski kvartettinn hefur verið svo ofarlega þar.
London
1. (2) You’re the one that I want — John
Travolta og Olivia Newton-John
2. (1) Rivers of Babylon — Boney M.
3. (3) Bo.v from New York city — Darts
4. (12) Davy’s on the road again — Manfred
Mann
5. (15) Annie’s song — James Galway
6. (7) Love is in the air —John Paul Young
(5) Night fever — Bee Gees
8. (6) What a waste — Ian Dury
9. (8) Ca plane pour moi — Plastic Bertrand
10. (17) Miss you — Rolling Stones
Tvö lög jöfn í sjötta sæti.
New York
1. (1) Shadow dancing — Andy Gibb
2. (4) Baker street — Gerry Rafferty
3. (3) You’re the one that I want — Olivia
Newton-John og John Travolta
4. (2) Too much, too little, too late — Johnny
Mathis og Deniece Williams
5. (7) It’s a heartache — Bonnie Tyler
6. (5) Baby hold on — Eddie Money
(6) Feels so good — Chuck Mangione
8. (10) Love is like oxygen — Sweet
9. (15) Take a chance on me — ABBA
10. (12) Because the night — Patti Smith
Tvö lög jöfn í sjötta sæti.
Amsterdam
1. (1) Rivers of Babylon — Boney M.
2. (3) Ca plane pour moi — Plastic Bertrand
3. (2) Substitute — Clout
4. (6) Kad.v McCorey — Band Zonder Naam
5. ( —) You’re the one that I want — John
Travolta og Olivia NewtonJohn
6. (4) Night fever — Bee Gees
(10) If you can’t give me love — Suzi Quatro
8. (5) Met de clam in de pijp — Henk
Wigengaard
9. (9) Achter de rhododendrons — Tol Hansse
10. (—) Golden years of rock’n’roll — Long Tall
Ernie
Tvö lög jöfn í sjötta sæti.
Bonn
1. (1) Rivers of Babylon —Boney M.
2. (3) Stayin’ alive — Bee Gees
3. (2) Take a chance on me — ABBA
4. (6) Night fever — Bee Gees
5. (4) For a few dollars more — Smokie
6. (8) If you can’t give me love — Suzi Quatro
(5) Runaround Sue — Leif Garrett
8. (7) If paradise is half as nice —Rosetta
Stone
10 9. (13) Follow me — Amanda Lear
10. (9) Don’t stop the music — Bay
City Rollers
Tvö lög jöfn í sjötta sæti.
Hongkong
1. (1) I was only joking —Rod Stewart
2. (3) Night fever — Bee Gees
3. (2) You’re the one that I want — John
Travolta og Olivia Newton-John
4. (5) With a little luck — Wings
5. (10) It’s a heartache — Bonnie Tyler
6. (13) Moving out — Billy Joel
(20) Even now — Barry Manilow
8. (4) Dust in the wind — Kansas
9. (7) Fantasy — Earth, Wind and Fire
10. (11) Tqo much, too little, too late — Johnny
Mathis og Denice Williams
Tvö lög jöfn í sjötta sæti.
Smokie. enn í hópi þeirra tíu efstu í Vestur-Þýzkalandi.
John
Travolta
og Olivia
Newton-
-John gera
Íað gott
essa dag-
ana beggja
vegna At-
At-lants-
hafsin
Santana, Beach
Boys og Joan
Bæz í Lenlngrad
SÁ FRÆGI kappi Rill
Graham tilkynnti fyrir
skömmu að Beach Boys,
Joan Baez og Santana
myndu halda til
Sovétríkjanna í næsta
mánuði og halda hljóm-
leika í Leníngrad hinn 4.
júlí. Aðgangur að tónleik-
unum verður ókeypis og er
búizt við að allt að 200.000
manns muni sækja þá en
þeir verða haldnir á hallar-
torginu í Leníngrad.
Graham sagði að hljóm-
leikarnir væru þáttur í
„menningartengslum
Bandaríkjanna og Sovét-
ríkjanna.“ „Það er vissu-
lega erfitt fyrir ‘okkur að
halda hljómleika í Lenín-
grad,“ sagði Graham, „eftir
því sem mér er kunnugt
hafa engir svona hljómleik-
ar verið haldnir í löndum
Austur-Evrópu."
Þetta er þó ekki í fyrsta
sinn sem bandarískar
hljómsveitir halda hljóm-
leika í Sovétríkjunum.
Bæði Nitty Gritty Dirt
band og Roy Clark hafa
komið þar fram. En þetta
er í fyrsta sinn sem hljóm-
sveitir halda austur yfir
múrinn án þess að banda-
ríska stjórnin taki þátt í
kostnaði vegna hljómelika-
haldsins. „Það eina sem
stjórnin hefur gert fyrir
okkur," sagði Graham, „er
að hún aðstoðaði okkur við
að fá vegabréfsáritun og
ráðlagði okkur að láta
bólusetja okkur gegn
kóleru áður en við færum
austur. “
Það hefur tekið Graham
fimm ár að skipuleggja
hljómleikana og fá leyfi
stjórnvalda í Sovétríkjun-
um til að halda þá en hann
neitaði því að stjórnmál
hafi valdið hinum langa
afgreiðslutíma. „Við erum
aðeins að fara þangað til að
leika tónlist okkar," sagði
Joan Baez. „Við höfum alls
ekki í hyggju að koma
stjórnmálaskoðunum okkar
að.“
Tónlist við allra
hæfi á ..Selfoss”
„Hljómplatan sem hér birtist
flytur þverskurö af hljómlistar-
lífi Selfoss veturinn 1977—‘78.
Ekki mun fjarri lagi að nær 300
manns hafi hér lagt hug og hönd
að eða fast að 10% íbúanna.
Hún geymir þannig mikið starf
margra — fullorðinna — ung-
linga og barna! Svo ritar Óli Þ.
Guðbjartsson þáverandi oddviti
Selfoss, á plötuumslag nýút-
kominnar hljómplötu, sem ber
nafnið „Selfoss". Útgefandi plöt-
unnar er Hljómteiti og að sögn
G. R. Lúðvíkssonar, eiganda
Hljómteitis, er fyrsta upplag
plötunnar, um 2000 eintök, nú
uppselt, en von er á næzta
upplagi fljótlega og ætti það
jafnvel að vera komið í verzlanir
þegar þessar línur birtast.
„Selfoss" er um margt sér-
kennileg hljómplata. Tónlistin á
henni er margbreytileg og víst
er að þar geta allir fundið
sitthvað við sitt hæfi. Á fyrri
hlið plötunnar eru lög sem
miðuð eru við yngri kynslóðina
en á seinni hliðinni eru lög sem
kórar flytja auk þess sem þar er
að finna tvö lög sem leikin eru
af lúðrasveitum. Margir kunnir
kappar úr íslenzka popptón-
listarheiminum aðstoða við gerð
þessarar hljómplötu og má þar
nefna þá Þórð Árnason gítar-
leikara, Tómas Tómasson,
bassaleikara, Ásgeir Óskarsson
trommuleikara, Magnús
Kjartansson hljómborðsleikara
og Ragnar Sigurjónsson
trommuleikara.
Fyrri hlið plötunnar hefst á
laginu „Sonur götunnar" sem er
eftir G. R. Lúðvíksson en
textinn er eftir Jóhannes úr
Kötlum. Lag þetta er í country-
stíl eins og raunar flest lögin á
G.R Lúðvíksson útgefandi plöt-
unnar Selfoss.
fyrri hliðinni. G. R. Lúðvíksson
leikur á öll hljóðfærin í laginu
utan trommur og verður ekki
annað sagt en að honum farist
það vel úr hendi. Kannski hefði
söngurinn mátt vera kraftmeiri
en annars er skemmtilegur
heildarsvipur á laginu og sér-j
staklega er gaman að heyra
hvernig kassagítarleikurinn
kemur út.
Næsta lagið er samið af Ólafi
Þórarinssyni og ber nafnið
„Nótt með þér“, en texti er eftir
Ómar Þ. Halldórsson. Vælandi
munnharpa og lipurleg gítar-
innskot setja svip á lagið en á
bæði þessi hljóðfæri leikur
Ólafur Þórarinsson sem raunar
leikur á öll hljóðfærin í laginu
nema trommur.
„Hver er ég?“ tekur þá við en
það lag er að mati undirritaðs
bezta lagið á plögunni. Lagið
samdi Steindór Leifsson og
texta gerði F. Steingrímsfjörð. I
laginu aðstoða þeir Asgeir
Framhald á bls. 63.