Morgunblaðið - 21.06.1978, Síða 11

Morgunblaðið - 21.06.1978, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978 43 Asmundur Magnússon framkvæmdastjóri Sfldarverksmiðja ríkisins. dag eru í kringum 400 tonn, en þegar skilyrði eru góð fer þetta upp í svona 450—600 á dag. Ástandið er þannig hjá okkur nú að lýsið er allt selt og farið en ekki nema helmingur mjölsins er far- inn. Segja má að atvinnuástand sé yfirleitt gott hér. Töluverð breidd er í atvinnulífinu, bæði í sjávarút- vegi — sem auðvitað skipar hæstan sess og svo er Vegagerðin með sína starfsemi. Þá er hér starfandi sauma- og prjónastofa og hefur hún verið starfrækt í rúmt ár og ég held að ég geti fullyrt að hún hefúr gengið bara nokkuð þokkalega miðað við hlið- stæðar saumastofur og framleiðsl- an hefur líkað vel. Þá er mikið byggt hér, bæði af íbúðarhúsum og atvirinuhúsnæði þannig að mikil gróska er hjá iðnaðarmönnum. Reyðarfjörður er nú innflutn- ingshöfn fyrir allt Austurland og hafa skipafyrirtækin orðið mjög góða aðstöðu hér fyrir sína starf- semi. Þá er nýlokið byggingu tollvörugeymslu sem verður væntanlega tekin í notkun bráð- lega. Að byggingu hennar standa flest viðskiptafyrirtæki og sveitar- félög á Austurlandi. Með tilkomu tollvörugeymsiunnar og góðri að- stöðu skipafyrirtækjanna má segja að íbúar Austurlands standi nokkuð vel að vígi hvað þetta varðar, en þetta er geysilegt hagræði miðað við ástandið eins og það var áður. Hvað varðar samgöngur eru þær góðar á sjó og fáum við flestar vörur þá leið, einnig er nókkuð um landflutninga. Landleiðin er nú orðin mjög góð, sérstaklega eftir að hægt er að krækja fyrir Lónsheiðina út fyrir Hvalnesið, en áður fyrr lokaðist Lónsheiðin oft nokkurn tíma yfir háveturinn. . Um vegina sjálfa er bezt að segja sem minnst, þeir eru algerlega ómögulegir og mætti í því sam- bandi benda „rallyökumönnum" á að kona bara hingað austur í stað þess að leita að lélegum vegum upp til sveita. En það stendur víst allt til bóta með auknum fjárframlög- um sem hefur verið lofað. Sam- göngur eru mjög góðar við Egils- staði í sambandi við flugið, áætlunarbíll og vöruflutningabíll fara hér á milli einu sinni á dag. Hvað með verklegar fram- kvæmdir? — Nú eru í byggingu verkamannabústaðir og unnið hefur verið við lagningu varanlegs slitlags á götur bæjarins en ég tel það vera verk sem borgar sig mjög vel. Þá höfum við lengi verið með íþróttahús og sundlaug í byggingu og væntanlega verður lokið við þær framkvæmdir innan tíðar. Þá hafa farið fram tilraunir með borunum eftir heitu vatni fyrir bæjarbúa og hafa þær tilraunir og, rannsóknir bent ótvírætt til þess að heitt vatn sé fáanlegt hér. Það myndi auðvitað gjörbreyta allri hitaveitu, en í dag er allt raf- magns- eða olíukynnt. Og mjög erfiðlega hefur gengið að fá leyfi fyrir rafmagnshitun í nýjum húsum vegna rafmagnsskorts og er áætlað að svo verði þangað til Kröflulínan er komin í gagnið, sennilega á næsta ári. Félagslíf hefur verið mjög dauft hér, en það er vegna þess að fólk hér vinnur alltof mikið. Einnig eru hér að mínu viti of mörg félög fyrir of fátt fólk. Blessuð pólitíkin vaknar aðeins rétt fyrir kosningar, síðan ekki söguna meir,“ sagði Ásmundur Magnússon að síðustu. ákaflega innan handar og vil ég endilega nota þetta tækifæri til að þakka honum svo og öllum fram- ámönnum bæjarins fyrir mjög góð störf í þágu okkar Borgfirðinga. Að síðustu í sambandi við atvinnu- málin vil ég geta þess að nú er unnið að því að innrétta hér hús fyrir saumastofu sem hreppurinn mun reka í framtíðinni. Þar munu 10 konur fá starf við saumaskap. Þá er hið tímabundna atvinnuleysi yfir vetrartímann mjög bagalegt og væri mjög æskilegt að hægt væri að finna einhverja lausn á þeim vanda. Hvað með helztu framkvæmdir á vegun hreppsins? — Lang- stærsta verkefni síðustu ára er bygging nýs og glæsilegs félags- heimilis. Við tilkomu þessa glæsi- lega félagsheimilis er nú mjög góð aðstaða til ýmiss konar félags- starfsemi og er allt félags- og tómstundastarf hér með miklum blóma. Menn tefla og spila bridge einu sinni í viku. Þá hefur leikstarfssemi lengi verið í heiðri höfð og ekki sízt með tilkomu félagsheimilisins. Við höfum feng- ið hingað menntaða leikstjóra sem hafa staðið sig mjög vel. Við fengum fyrst hingað Hörð Torfa- son og síðan kom Einar Þórbergs- son en hann er jafnframt skóla- stjóri barnaskólans á staðnum. Og fyrst að skólinn berst í tal finnst mér rétt að geta þess að okkur hefur jafnan gengið vel að fá hingað kennara þvert á móti því sem gengur og gerist annars staðar á landinu. Á síðustu tveimur árum hefur verið unnið að lagninu holræsa í Jón Sigurðsson bóndi Sólbakka Borgarfirði eystri. mönnum hér í Borgarfirði og hafa þeir jafnan reynst með ágætum. Það var mjög algengt hér áður fyrr að 1—2 bátar væru smíðaðir hér yfir vetrartímann. Þá er og hirða þessara báta mjög til fyrirmyndar. Kaupfélagið hér er útibú frá Kaupfélagi hérðasbúa og rekur það verzlun, frystihús, fiskmjölsverksmiðju og saltfisk- verkun. Þá er Hilmar Jónsson með saltfiskverkun. Trillurnar eru all- ar gerðar út af einstaklingum og svo eru nokkrir aðkomubátar sem leggja hér upp afla sinn. Eftir að Þorsteinn Sveinsson kaupfélags- stjóri kom hingað að kaupfélaginu hefur hann verið Borgfirðingum Fjallasýn frá Sólbakka. Sólbakki í Borgarfirði. þorpinu á vegum hreppsins og hafa þær framkvæmdir gengið ágætlega og lögð hefur verið ný neysluvatnslögn úr Bakkafjalli niður í þorpið. Þá er alltaf af og til unnið að ýmis konar endurbót- um á flugvellinum á vegum Flugmálastjórnar og er það sam- dóma álit allra hér að mjög vel sé að þeim málum staðið og erum við sérstaklega þakklát fyrir þennan mikilvæga þátt. Nú ert þú bóndi Jón, hvaða þætti búskapsins fæst þú aðallega við? — Ég, eins og allir aðrir bænd- ur hér í sveitinni, er eingöngu með fjárbú. Nokkrir eru með hesta sér til skemmtunar og enn aðrir með kýr til heimilisnota. — Það sem veldur okkur mestum áhyggjum nú er, að hér hefur skotið upp veiki í fénu, svokallaðri „riðu“, sem er i dag algerlega ólæknandi. Við henni hafa hvorki lyf né bólusetn- ingar dugað. Þetta er sjúkdómur í miðtaugakerfi dýranna sem lýsir Framhald á bls. 63.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.