Morgunblaðið - 21.06.1978, Page 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978
Eftirfarandi grein birt-
ist í bandaríska blaðinu
Newswéck þann 14. nóvem-
ber síðastliðinn og er eftir
fréttaritara þess í Hong
Kong, Sidney Licu, ásamt
Clifford May og Holger
Jensen. Lýsir hún því
ástandi er nú virðist vera
ríkjandi í Kína meir en ári
eftir dauða Maós for-
manns.
Með spjöld í bak og fyrir
þarsem á var ritaður listi yfir
glæpi sína, stóðu tíu kínverskir
fangar nýlega fyrir framan hóp
áhorfenda sem hæddust óspart
að þeim. Þetta var í hafnarborg-
inni Hangchow. Foringi í Frels-
isher Alþýðunnar þaggaði niður
í óróaseggjunum með því að slá
í stóra silfurlitaða bjöllu. Síðan
las hann upp ákærurnar gegn
föngunum í gjallarhorn: Morð,
íkveikjur og gripdeildir. Um leið
og sérhver ákæra var lesin upp
var hrópað „Niður með gagn-
byltingarmennina. Þeir eiga það
skilið að deyja. Að athöfninni
lokinni var farið með fangana
upp á nálæga hæð og þeir
skotnir fyrir allra augum. Fyrir
þá sem ekki höfðu tækifæri til
að vera viðstaddir lét héraðs-
dómstóllinn í Hangchow þekja
hús með veggspjöldum þar sem
á voru letruð nöfn þeirra er
teknir höfðu verið af lífi. Yfir
sérhvert nafn hafði verið strik-
að stórt rautt X: Slík veggspjöld
verða æ tíðari sjón. Jafnt í
Peking sem úti á landi sjást þess
merki þessa dagana, að stjórn
Hua Kuo-feng hafi hrundið af
stað harðvítugri baráttu fyrir
lögum og reglu og er hún oft á
tíðum blóðug. Samkvæmt var-
kárustu ágiskunum vestrænna
heimildarmanna hefur 98
dauðadómum verið fullnægt
síðastliðna átta mánuði. Ýmsir
breskir og franskir blaðamenn í
Peking álíta að hugsanlega hafi
aftökurnar verið miklu fleiri án
þess að frá þeim hafi verið
skýrt, einfaldlega vegna þess að
þær hafi átt sér stað á svæðum
sem lokuð eru útlendingum. Þeir
hafa sagt að tala er skipti
þúsundum væri miklu raun-
sannari.
Hver svo sem annars rétta
talan er eru markmið herferðar
Hua augljós, að binda enda á
áhrif hinna róttæku fylgis-
manna hinnar ofsóttu og niður-
lægðu „klíku fjórmenninganna"
innan flokksins og endurreisa
„sósíalistiskan aga og lagagildi"
í landi þar sem glæpir og
félagsleg ókyrrð eru ennþá
plága sem meira en áratugs
stjórnmálalegur óstöðugleiki
hefur skilið eftir sig.
Þessi ögun virðist hafa verið
hafin á öllum sviðum hins
kínverska þjóðfélags. Ferða-
menn sem lagt hafa leið sína til
meginlandsins skýra frá því að
bændur sem selja framleiðslu
sína á svartamarkaðsverði hafi
verið handteknir í stórum hóp-
um. Umferðalagabrjótar geta
ekki lengur púað á lögreglu-
menn og horfið út í buskann án
refsingar eins og áður. Ef
hjólreiðamenn aka á gangandi
vegfarendur eiga þeir nú á
hættu að hin dýrmætu farar-
tæki þeirra verði tekin af þeim
á staðnum. Jafnvel þeir sem
ganga óleyfilega yfir götu eru
sektaðir. Og í alvarlegri tilfell-
um geta nú glæpamenn sem
áður hefðu sloppið með „endur-
menntun", nú átt von á skyndi-
aftöku og raunar hafa þeir er
starfa við erlend sendiráð í Kína
sem sérfræðingar í málefnum
þess tekið eftir því að ákærur
fyrir að „stela, brjóta og berja“
sem eru tiltölulega algengir
glæpir á hinu byltingarsinnaða
kínverska lagamáli, þýða oftar
og oftar dauðadóma fyrir hina
ákærðu (þess má geta að Mao
formaður sjálfur lagði höfuð-
áherslu á „endurmenntun"
glæpamanna, einkum með því
að þeir yrðu sendir til að vinna
á samyrkjubúum úti í sveitun-
um sem þeir svo stunduðu
ásamt námi pólitískra fræða.
Hann var andvígur beitingu
dauðarefsingar nema í undan-
tekningartilfellum eftir að allar
leiðir til að snúa glæpamannin-
um á rétta braut hefðu verið til
þrautar reyndar, aths. þýð.).
Fyrstu aftökurnar sem vöktu
almenna alþjóðlega athygli voru
gerðar heyrumkunnugar með
stuttri yfirlýsingu frá Shanghai
stærstu borg Kína og höfuðvígi
Fjórmenninganna, í mars síð-
astliðnum.
Yfirlýsingin nefndi nöfn 26
manna sem skotnir hefðu verið
af aftökusveit og 277 dauða-
dóma sem frestað hefði verið að
fullnægja. í ágúst voru tólf
„gagnbyltingarsinnar" til við-
bótar teknir af lífi í Anyang sem
er í Hoanhéraði. Þessar aftökur
ullu því að Amnesty Inter-
national, sem nýlega hlaut
friðarverðlaun Nóbels, og berst
fyrir réttindum hugsjónafanga,
lýsti djúpum áhyggjum sínum
og sendi út ákall þess efnis að
dauðarefsing yrði afnumin. I
september staðfesti kínverska
utanríkisráðuneytið að geðsjúk-
ur maður hefði verið tekinn af
lífi fyrir að hafa stungið lög-
fræðing frá New York með hnífi
í Peking. Síðan þá hafa að
minnsta kosti tíu manns verið
teknir af lífi í Peking að því er
virðist fyrir glæpsamlegt at-
hæfi. Tuttugu og þrír „gagnbylt-
ingarsinnaðir" pólitískir fangar
hafa verið teknir af lífi í
Kunming og skýrt hefur verið
frá álitlegum fjölda af öðrum
aftökum í sex kínverskum borg-
um.
Þar sem allir þeir er gerast
brotlegir við lögin eru stimplað- -
ir „gagnbyltingarmenn", er erf-
itt að greina á milli venjulegs
glæpamanns og pólitísks and-
ófsmanns. í Kína eru engin
rituð refsilög í gildi og dómar
þeir, sem „Alþýðudómstólarnir"
svokölluðu kveða upp, eru mjög
mismunandi þungir og oft ekki
í samræmi við það hve alvarlegt
brotið er. Maður úr alþýðufjöl-
skyldu getur fengið fimm ára
fangelsi fyrir morð, meðan
annar úr borgarafjölskyldu gæti
verið tekinn af lífi ef hann yrði
sekur fundinn um að hafa stolið
eigum ríkisins. Eins og opinber
talsmaður sagði nýlega við hóp
erlendra gesta í Heilukianghér-
aði í norðausturhluta Kína hafa
stjórnvöld byrjað að taka af lífi
„einstaklinga sem klíka fjór-
menninganna og fylgismenn
hennar hefðu áður hlíft".
Lítill vafi leikur á því að Hua
notfærir sér þessa herferð fyrir
lögum og reglu til að þurrka út
pólitísk öfl sem enn halda
tryggð við Chiang Ching, ekkju
Maós formanns og aðra róttækl-
inga. Hann hefur viðurkennt að
„óæskileg öfl“ séu ennþá til
innan Kommúnistaflokksins og
skoðun ýmissa sem glöggt
þekkja til mála er sú að
ákvörðun Huas um að fresta til
vors að kveða Þjóðþingið saman
endurspegli löngun hans til að
taka til á sínum pólitíska bæ
áður.
FYLGI ALMENNINGS: Ef
litið er á þær óeirðir sem öðru
hverju eiga sér stað, og kínversk
dagblöð og héraðsbundnar út-
varpsstöðvar skýra frá, virðist
augljóst að herferð hins nýja
formanns til að afmá síðustu
ummerkin um áhrif róttækra í
Kína eftir Maó, gangi hvorki
eins hratt fyrir sig né eins
átakalaust eins og æðstu leið-
togar landsins hefðu kosið. Til
dæmis er vitað að menn eins og
fyrrverandi varaforsætisráð-
herra landsins, Teng Hsio-Ping,
sem áður var í ónáð en nú hefur
fengið uppreisn æru og áhrif
innan flokksins á ný, beita
áhrifum sínum á Hua til að fá
fram algera hreingerningu inn-
an flokksins. Af 37 milljón
félögum í kínverska kommún-
istaflokknum, komst lauslega
áætlað um þriðjungur til áhrifa
á velmektardögum hinna rót-
tæku í Menningarbyltingunni,
og margir þeirra eru ennþá í
áhrifastöðum. Teng segir nú að
í stað „orðháka, lýðskrumara og
grobbara" eigi að setja reynda,
miðaldra starfsmenn í stöður,
þá sem áður var ráðist á. Tvö
háttsettustu og líklegustu skot-
mörk Tengs, eru borgarstjórinn
í Peking Wu Teh, og Chen
Hisi-lien hershöfðingi sem er
yfirmaður Peking-herstjórn-
arsvæðisins. Þeir voru báðir
endurkosnir í miðstjórn flokks-
ins á ellefta flokksþinginu í
ágúst síðastliðnum, en gagn-
rýndir á áberandi veggspjöldum
í október fyrir að vera í
tengslum við fjórmenningaklík-
una.
En Hua verður að fara var-
lega í sakirnar ætli hann að
halda herferð sinni áfram.
Stjórn hans hefur nýlega áunnið
sér áberandi vinsældir meðal
almennings fyrir að hafa eyði-
lagt nokkrar af hinum bylt-
ingarsinnaðri áætlunum hinna
róttæku á sviði menningar og
menntunar, og fyrir að hafa
beitt sér fyrir fyrstu almennu
kauphækkunum í landinu um
árabil. Þó að harkalegar ráð-
stafanir séu vafalaust nauðsyn-
legar til að reisa við aga í
verksmiðjum og á búgörðum í
Kína, gætu þær allt eins vel
snúist gegn honum sjálfum.
Eftir ellefu ára ókyrrð hefur
kínversku þjóðinni verið lofað
hvíld. Skyndileg margföldun á
handtökum, aftökum og stjórn-
arfarslegri uppstokkun gæti
skapað nýja ókyrrð, svert hinar
uppörvandi áætlanir stjórnar-
innar og gefið fólki það óþægi-
lega á tilfinninguna að því
meira sem breytist í Kína því
meiri verði kyrrstaðan. „Hua
sannfærði alþýðu Kína um að
með því að ýta klíku fjórmenn-
inganna til hlíðar markaði það
tímamót fyrir hana,“ sagði
vestrænn fréttaskýrandi í Hong
Kong. „En hann verður áð
viðhalda trúnaðartrausti sínu ef
honum á að takast að halda til
lengdar þeirri stöðu er síðasta
ár hefur skapað."
o