Morgunblaðið - 21.06.1978, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978
49
Siglufjörður
Þessar stúlkur eru að setja saman ytra byrðið, sem síðan er sett
á einingarnar.
Nær fullbúin eining, verið er að leggja síðustu hönd á að festa
gluggann, sem kemur efst, en í stað hans má einnig fá sérstakar
grindur.
Matthías Sveinsson stendur hér f samsetningarsainum.
með þessari fjöldaframleiðslu á
að vera hægt að lækka bygging-
arkostnaðinn enn frekar, fastur
kostnaður er að miklu leyti hinn
sami, og ætti hann því að geta
dreifst á fleiri aðila ef svo mætti
segja.
I því sambandi nefndi Matthí-
as að bókhaldið væri þýðingar-
mikið stjórnunartæki, helzt
þyrfti fyrirtækið að geta fengið
uppgjör oftar en einu sinni á ári
til að geta metið stöðuna og
væri einmitt verið að kanna það
nú hvernig það væri hægt.
— Það hefur verið erfitt að fá
hingað faglært fólk til vinnu.
Með aukinni atvinnu hér hefur
afkoma fólks batnað og hefur
þetta það í för með sér að fólk
fer að leggja út í alls kyns
framkvæmdir sem það dreymdi
ekki einu sinni um áður og m.a.
vegna þessa hafa iðnaðarmenn
verið önnum kafnir hér. Hús-
næðisskortur gerir aðkomufólki
erfitt fyrir, því þó hér sé mikið
byggt eru biðraðir eftir hverri
íbúð sem er til sölu. Þess vegna
hefur fólk, sem hefur leitað til
Siglufjarðar eftir vinnu, orðið
frá að hverfa — vegna þess að
húsnæði fæst ekki að svo
stöddu.
Hjá Húseiningum h.f. starfa
nú alls 30 manns að meðtöldu
skrifstofufólki. Matthías sagði
að helzta vandamálið, sem
steðjaði að framleiðslu eininga-
húsa, væri hinn margumtalaði
söluskattur:
— Okkur er gert að greiða
söluskatt af framleiðslunni, en
ef við stæðum úti við og settum
saman þar, þá þyrfti ekki að
greiða neinn söluskatt. Veikir
þetta nokkuð samkeppnisað-
stöðu einingahúsa, og má eigin-
lega segja að söluskatturinn sé
hreint hneyksli. Þá gerir láns-
fjárútvegun okkur einnig erfitt
fyrir þar sem lánareglur hús-
næðismálastjórnar eru það
hæggengar að þær samræmast
illa hinum stutta byggingartíma
einingarhúsa og væri skipan
þessara mála á einhvern hátt
öðruvísi gæti það jafnvel þýtt
einhverja lækkun á verði ein-
ingahúsa, sagði Matthías
Sveinsson að lokum og fór síðan
með blm. og ljósmyndara í
skoðunarferð um fyrirtækið og
um Siglufjörð þar sem risin eru
allmörg hús frá Húseiningum.
Að lokum má nefna dæmi um
stuttan byggingartíma eininga-
húsa, en 2. maí sl. voru sett upp
hús fyrir Samvinnuskólann að
Bifröst og var flutt í þau um
mánaðamótin. Einnig var af-
greitt hús er var sett upp á
Arskógaströndinni í byrjun
nóvember og var fjölskyldan
flutt í 130 fermetra hús sitt
fyrir jólin.
Stefnum að því að auka
nýtingu verksmiðja SR
með þessari endurnýjun
Markús Kristinsson verksmiðjustjóri SR í Siglufirði. í baksýn má
sjá lóð SR, hinar ýmsu verksmiðjur og tanka, en í húsinu fyrir
miðri mynd verður aðalloðnubræðslan. Ljósm. Rax.
Frá mjölgeymslunni, sem Markús sagði að hefði eitt sinn verið eitt
stærsta hús á íslandi, 7500 fermetrar.
segir Markús
Kristinsson
verksmidjustjóri
Siglufjörður var í mörg ár
miðstöð sfldarbræðslu á íslandi
eins og flestum landsmönnum
mun vera kunnugt, að minnsta
kosti af afspurn. Þar voru
reknar fleiri cn ein og fleiri en
tvær bræðslur og nokkrar
söltunarstöðvar, en nú um
nokkurra ára skeið hefur verið
heldur dauft yfir plönum og
bræðslum og menn snúið sér að
öðrum verkefnum.
Ein verksmiðjanna var rekin
á vegum Síldarverksmiðja ríkis-
ins, eða SR eins og þær eru
jafnan nefndar, og nú er verið
að endurbyggja og endurnýja
vélakost verksmiðjanna að
miklu leyti. Markús Kristinsson
er verksmiðjustjóri og hefur
ásamt fleirum umsjón með
breytingum. Mb. ræddi við
Markús á dögunum og spurði
hann nokkuð um gang mála. Var
fyrst farið örlítið inná gamla
sögu:
— SR er nú orðin að minnsta
kosti 47 ára, sagði Markús, en
lögin um síldarverksmiðjurnar
voru samþykkt árið 1928 og
fyrsta verksmiðjan byggð hér
1930, en þessa sögu þekki ég
varla þar sem þetta gerist um
sama leyti og ég fæðist! Ég kom
hingað að verksmiðjunum í
nóvember 1972 og hef séð um
verksmiðjustjórn en nú á síð-
ustu árum hefur verið brædd
loðna og er nú verið að endur-
nýja verksmiðjuna að meira og
minna leyti til að geta betur
sinnt því hlutverki.
— I raun eru þetta margar
verksmiðjur, sú fyrsta var keypt
hingað notuð og var nefnd SRP
eða eftir dr. Paul sem þar kom
við sögu SRN er SR-nýja, en hún
komst í gagnið árið 1946 og var
hún gerð eftir nánast sömu
teikningu og verksmiðjan á
Skagaströnd, nema hvað þessi
er nokkru stærri. En eftir
nokkurra ára þjónustu hennar
þraut svo síldina þannig að á
síðari árum hafa þessar verk-
smiðjur ekki verið nýttar eins
og flestir vita.
Markús sem var áður sjómað-
ur kynntist verksmiðjunni fyrst
þegar hann var háseti á síldar-
bát 16 ára gamall og kvaðst
hann þá náttúrulega ekki hafa
órað fyrir því að hann ætti eftir
að hafa meiri kynni af þessum
verksmiðjum.
— Á þeim árum var síldin
líka flutt hingað frá ýmsum
stöðum, Jheldur Markús áfram,
m.a. norjðan úr hafi með leigu-
skipum j og líka frá „Rauða
torginui svokallaða, rétt út af
Austfjörðum, en hér var síðast
brædd síld árið 1968. Þegar ég
kom 1972 voru því liðin 4 ár frá
því nokkuð hafði snúist hér,
nema hvað SRP hafði verið
notuð fyrir beinamjöl, unnið úr
úrgangi frá fiskimjölsverk-
smiðjunum.
Markús rekur þessa sögu
nokkuð áfram og segir að meðal
annars hafi Vestmannaeyjagos-
ið ýtt undir það að farið var að
bræða í Siglufirði.
— Óneitanlega var það Vest-
mannaeyjagosið sem varð til
þess að menn hugðu að frekari
nýtingu og var gerð stjórnar-
samþykkt hjá SR um að endur-
nýjun skyldi hafin og verksmiðj-
an gerð hæf til loðnubræðslu.
Þegar það lá ljóst fyrir að
Vestmannaeyjar yrðu ekki með
strax var bræðsla hafin hér og
bárust þann vetur um 9000 tonn,
sem kom okkur í gang. Sem
aðkomumanni fannst mér verk-
smiðjan í nokkuð þokkalegu
ástandi, öllu hafði verið haldið
við, málað og bronzað, en síðan
notkunin jókst hefur margt
hreinlega dottið í sundur og
hefur það verið endurnýjað
jafnóðum aftur og höfum við
kannski varla haft undan.
En síðan hefur loðnubræðsla
alltaf aukizt hér?
— Já, þetta hefur aukizt jafnt
og þétt, sumarið 1975 var t.d.
leitað loðnu hér norður í hafi og
voru tvö skip við leitina. Þau
komu hingað með þennan til-
raunaafla, sem var reyndar ekki
mikill, loðnan smá og sennileg-
ast var talið að ís spillti fyrir
leit. Þá var jafnvel talað um að
þetta væru hálfgerðar eldspýt-
ur; því við gátum komið einum
6 stykkum í venjulegan eld-
spýtustokk. En síðan var sett
reglugerð sem bannaði löndun á
smærri loðnu en 12 sm. Á
vetrarvertíðinni á eftir, þ.e. ‘76,
var landað hér 12—13 þúsund
tonnum og einnig var landað hér
um sumarið en þá voru fleiri
skip við leit og gekk betur. Þó
olli okkur nokkrum erfiðleikum
ívinnslunni hve loðnan var
viðkvæm og vildi hún fara í
Framhald á bls. 63.
Það gamla rlfið burtu þ.e. SR 30 verksmiðjan, og á grunni þess
verður byggt stálgrindahús þar sem soðkjarnatækin verða.