Morgunblaðið - 21.06.1978, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978
51
Sjálfshjálp besta
lausn heimsvandamála
Brýnustu vandamálin í heiminum — fæðu-, orku-,
húsnæðis- og heilbrigðismál — verða best leyst á hverjum
stað og af því fólki, sem vandinn mæðir mest á.
Undirstöðuþörfum fólks má best mæta með því að fá
einstaklinga og samfélög til að gera meira til að hjálpa sér
sjálf. Þetta er niðurstaðan úr rannsókn, sem Worldwatch
stofnunin lét gera og birti í Washington í febrúarmánuði
sl.
„Pólitískur vilji dugar ekki til
þess að flytja fjármagn frá ríkum
til fátækra í þeim tilgangi að
útrýma vannæringu eða sjúkdóm-
um. Margar þjóðir og alþjóða-
stofnanir eru farnar að skilja
mikilvægi sjálfshjálpar og þess að
verða sjálfum sér nógur", sagði
Bruce Stokes, einn af sérfræðing-
um þessarar alþjóðlegu stofnunar
og höfundur skýrslunnar, sem ber
heitið: Viðbrögð heimamanna við
vandamálum heimsins. Lykillinn
að lausn velferðarmála almenn-
ings.“
„Alþjóðastofnanir og ríkis-
stjórnir eru nú farnar að fjár-
magna og veita stuðning áætlun-
um um sameiginlegt átak með
heimamönnum, þreyttar orðnar á
sínum eigin mistökum við að leysa
vandann á eigin spýtur. Stuðning-
ur stjórnvalda við framtíðaráætl-
anir ætti í framtíðinni að nýta sér
betur möguleika hvers sveitarfé-
lags og möguleika einstaklingsins
til sjálfshjálpar, ef ná á betri
árangri."
Nokkur af þeim áformum, sem
mest gagn hafa gert til að leysa
alþjóðavandamál, byggjast ekki á
miðstýrðum alþjóðlegum áætlun-
um eða stjórnstýrðum á landsvísu,
heldur á framtaki heimamanna.
• Tvær af hverjum fimm
bandaríkjafjölskyldum drýgja
tekjur sínar um 10% að meðaltali
með eigin ræktun og fjórðungur
tekna fjölskyldnanna í sósíalista-
ríkjunum koma af smáskikum,
sem fjölskyldan ræktar sjálf.
• Eigin vinna um 200 þúsund
húsbyggjenda í Bandaríkjunum á
árinu 1976 sparaði fjorðung til
helming af byggingarkostnaði, þar
sem Alþjóðabankinn eyddi 866
milljón dollurum til byggingar
fyrir fátæka í þróunarlöndunum á
síðustu 5 árum.
• Athuganir sýna að yfir 90%
af þeim, sem koma til fjölskyldu-
læknisins í nokkrum iðnaðarríkj-
um, hafa sjálfir hafist handa um
árangursríka eigin lækningu og að
frumþarfir heilbrigðisþjónustunn-
ar eru leystar í Kína af 1,3 milljón
berfættum læknum.
• Yfir 5000 heimili í Bandaríkj-
unum draga úr erfiðleikunum
vegna hækkandi olíuverðs og
olíuskorts með því að taka upp
hitun að einhverju leyti með
sólarorku. Og 17 milljón Kínverja
nota methan, framleitt úr úrgangi
húsdýra og plantna, til eldunar og
lýsingar heimilanna, og gera um
leið þorpin sín óháðari aðfluttu
eldsneyti.
Hækkandi verðlag og skortur á
fæðu á afmörkuðum svæðum
eykur erfiðleikana vegna matar-
skorts í heiminum í heild. Alþjóða-
stofnanir, sem vilja vel, hafa á
einum mannsaldri beitt sér í þeim
tilgangi að kveða niður hungrið í
heiminum, en hafa mátt horfa upp
á það að næringarskortur hefur
farið vaxandi meðal þeirrar sömu
kynslóðar. Samt sem áður hafa
tekist tilraunir í Kína, Japan,
Taiwan og Suður-Kóreu til að
auka matarframleiðslu til eigin
nota, með því að koma upp
smábýlum sjálfseignabænda, sem
ná mjög hárri framleíðni. Um 32
milljónir garðeigenda í Bandaríkj-
unum og félagar þeirra í Rúss-
landi, Kína og Vestur-Evrópu sýna
að margir neytendur hafa nú snúið
sér að eigin fæðuframleiðslu til að
bæta mataræði og draga úr ört
hækkandi verði á matvælum,"
segir Stokes.
„Yfir 800 milljónir manna um
allan heim búa í heilsuspillandi
húsnæði — og vaxandi byggingar-
kostnaður gerir draum fjölda
annarra um að komast yfir eigið
húsn4ði að engu. í hvatningu
stjórnvalda til sjálfshjálpar í
þessum efnum búa sennilega
mestu möguleikarnir til að leysa
þarfir þeirra sem í hreysum búa og
jafnframt fjárvana millistéttar-
fólks“, segir í skýrslunni.
„í Bandaríkjunum hafa yfir 22
þúsund nanns sent umsóknir um
ríkislán til húsbygginga. Á árinu
1976 eyddu húseigendur 5 billjón-
um dollara í viðgerðir og endur-
nýjun á húsum sínum, sem þeir
unnu sjálfir. Slíka sjálfshjálp ætti
að nýta segir Stokes.
Þrátt fyrir miklar framfarir
læknavísindanna, er heilbrigðis-
þjónusta veitt á spítölum of dýr og
gerir raunar lítið til að komast
fyrir rætur margra megin heil-
brigðisvandamála núímans, segir
Stokes. Heilsurækt — þar sem
sjúklingurinn tekur meiri ábyrgð
og þátt í sjúkrameðferðinni —
hefur dregið um helming úr
spítalalegu vegna langvarandi
sjúkdóma. Á Kúbu hefur útfærsla
frumheilbrigðisþjónustu til fleiri
staða dregið úr dauðsföllum af
völdum magasjúkdóma, mislinga
og berkla. Nýlegar rannsóknir
hafa sýnt að breytt mataræði og
regluleg líkamsþjálfun getur
bjargað lífi fleiri miðaldra manna
í Bandaríkjunum en nokkrar
framfarir í læknavísindum.
Þegar olíuna þrýtur lofa sólar-
orka og orkusparnaður góðu um
lausn á orkuþörf framtíðarinnar.
Þessar orkuuppsprettur eru í
seilingafjarlægð frá hverjum
orkuneytanda og geta gert hann
óháðari fjarlægum og oft við-
kvæmum orkuverum. I iðnaðar-
löndum geta einfaldar breytingar
á hönnun húsa minnkað hitunar-
kostnaðinn um 50%. I lok þessarar
aldar mun sólarorkuvinnsla verða
fjárhagslega hagkvæm lausn á
raforkuþörf hvers húseiganda. Um
leið og sólarorkuvinnsla hefst þá
mun hlutverk neytandans í orku-
framleiðslunni skipta sköpum,
segir í skýrslunni.
„Allt þetta framtak er skref í þá
átt að sýna hvernig mæta ber
brýnustu þörfum mannkynsins,"
segir Stokes. „Framtak af þessu
tagi hefur auðvitað sínar takmark-
anir og margt slíkt á eftir að missa
marks þegar leysa á vandann í
skyndi. En það eitt að einstakling-
ar og samfélög fólks vinni saman
að lausn frumvandamálanna, er út
af fyrir sig nokkur árangur"
„Þessi margumrædda og árang-
urslitla uppbygging réttlátara
þjóðfélags er reyndar á góðri leið
í sveitarfélögum eða smáum sam-
félögum, þar sem fólkið tekur
fremur þátt í því að leysa vandann
en með því að horfa á hann
Framhald á bls. 63.
Þorpsbúar f Afrfku reisa sér heimili.
Til LiLxembo
flucfélac LOFTLEIBIR
ÍSLAJVDS
Luxemborg er friösæll töfrandi ferðamanna-
staöur, mótaöur af frönskiun og þýskum
menningaráhrifum - þar sameinast franska
glaölyndiö og þýska nákvæmnin. Þar sem landiö
er lítið, er stutt aö skjótast til ýmissa stórborga
í nágrannalöndunum.
Þannig er 25 mínútna akstur til borgarinnar
Trier í Þýskalandi og klukkustundar akstur til
Koblenz, sem stendur þar sem frægustu fljóta-
héruö Evrópu sameinast, á mótum Mosel og
Rinar.
Luxemborg — einn fjölmargra
staöa í áætlunarflugi okkar.